Fréttablaðið - 01.06.2005, Qupperneq 61

Fréttablaðið - 01.06.2005, Qupperneq 61
Frítekjumarki námslána fórna› Stjórn Lánasjóðs íslenskra náms- manna samþykkti nýverið gagnger- ar breytingar á úthlutunarreglum sjóðsins. Áður fyrr komu 33% af þeim tekjum sem námsmenn öfluðu sér yfir 300.000 kr. á ári til skerðing- ar en núna koma 14% af öllum þeim tekjum sem námsmenn afla sér til skerðingar lánanna. Frítekjumark námslána var því afnumið. Vaka hefur lengi barist fyrir því að skerð- ingarhlutfall námslána verði lækk- að. Því er það fagnaðarefni að sjóð- urinn hafi ákveðið að lækka skerð- ingarhlutfallið um 19% í einu skrefi og færa lánþega þannig nær því markmiði að lán skerðist ekki vegna tekna. Við í Vöku teljum það hins vegar ekki ganga að bæta kjör eins hóps lánþega með því að skerða kjör annars hóps, en um 80% lánþega hagnast á breytingunum á meðan um 20% tapa á niðurfellingu frí- tekjumarks. Tap þessara 20% lán- þega felst ekki eingöngu í því að þeir hagnist minna en aðrir lánþeg- ar, heldur fá þeir beinlínis lægri námslán eftir afnám frítekjumarks- ins en þeir hefðu annars fengið. Þetta má skýra með dæmi: Námsmaður með 300.000 krónur í árstekjur hefði áður fengið fullt lán, sem er nú 82.500 krónur á mán- uði. Breytingarnar fela í sér að hann verður fyrir 4.700 króna skerðingu á mánuði og fær því um 77.800 krónur á mánuði. Hann verður alls fyrir 42.000 króna skerðingu yfir veturinn. Tap þessara 20% lánþega stafar af því að frítekjumark lán- þega er ekki lengur til staðar. Það er nánast óþekkt að sumir lánþegar hagnist, en aðrir tapi á breytingum úthlutunarreglna LÍN. Vaka hefur alltaf barist fyrir því að bæta kjör allra lánþega. Þess vegna teljum við það gagnrýnisvert að samþykkja breytingar sem gera það að verkum að tiltekinn hópur lánþega hagnast á kostnað annars hóps lánþega, en samkvæmt framreiknuðum launa- tölum Lánasjóðsins tapa um 1.450 tekjulægstu stúdentarnir á breyt- ingunum. Svo stóran hóp lánþega er ekki hægt að afskrifa með því að segja að þeir geti unnið meira eða hafi ekki sömu þörf fyrir lán og aðr- ir. Til þess að hagnast á þeim breyt- ingum sem gerðar voru í ár þarf námsmaður sem vinnur yfir sumar- ið að hafa um 175.000 krónur í tekj- ur í þrjá mánuði og ekki eiga allir kost á slíkum tekjum. Nemendur í heilbrigðisgreinum sem vinna á sjúkra- og elliheimilum á sumrin eru dæmi um þetta. Breytingar á fyrirkomulagi tekjuskerðingar námslána kosta um 200 milljónir samkvæmt upplýsing- um frá Lánasjóðnum og ber vissu- lega að fagna því framtaki stjórn- valda að leggja fram fé til að taka megi skref í þá átt að rjúfa víta- hring tekjuskerðingar. En leiðina að þessu markmiði hefði mátt útfæra á réttlátari hátt og nýta hefði mátt það svigrúm sem sjóðurinn hafði til breytinga þannig að þær hefðu gagnast öllum lánþegum. Fyrir þá upphæð sem breytingarnar kosta hefði t.d. verið hægt að halda frí- tekjumarkinu og lækka skerðingar- hlutfallið um 6-7%. Þannig hefði verið hægt að bæta kjör allra lán- þega sjóðsins og vinna áfram að því markmiði, sem Vaka hefur alltaf talað fyrir, að námslán eigi ekki að skerðast vegna tekna. Höfundar sitja í lánasjóðsnefnd SHÍ fyrir hönd Vöku. 21MIÐVIKUDAGUR 1. júní 2005 Í grein sinni [í Morgunblaðinu] rekur Ólafur Örn Arnarsson mjög skilmerki- lega hvernig bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tala fyrir einkarekstri og samkeppni innan heilbrigðisþjónust- unnar. Ekki ætla ég að hrekja ýmsar fullyrðingar læknisins um meinta kosti einkarekstrar í heilbrigðiskerfinu en margoft hefur verið sýnt fram á að einkarekið heilbrigðiskerfi hefur reynst bæði óskilvirkara og dýrara. Ólafur Örn vitnar í skýrslur OECD en láist að geta þess að á þeim bænum hefur einnig komið fram að nýting fjármuna í ís- lenska heilbrigðiskerfinu er betri en al- mennt gerist hjá OECD ríkjunum. Það er hins vegar þakkarvert að okkur sé bent á að enginn munur sé á Sjálfstæð- isflokki og Samfylkingu þegar kemur að einkavæðingu velferðarþjónustunnar. Þetta hlýtur að verða umhugsunarefni þeim kjósendum sem vilja standa vörð um velferðarþjónustuna og forða henni frá því að verða gróðaöflunum að bráð. Ögmundur Jónasson á ogmundur.is Of feit til að ættleiða Núna á dögunum var íslenskri konu synjað um að ættleiða barn á þeim for- sendum að hún væri of feit. Konan hafði vottorð frá hjarta- og æðasjúk- dómalækni að hún væri ekki í sérstök- um áhættuhópi varðandi slíka sjúk- dóma þrátt fyrir að vera yfir kjörþyngd og synjunin virtist því ekki nægilega rökstudd heilsufarsrökum. Synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytis vekur upp margar spurningar. Hvað varðar þetta tiltekna mál er auðvitað afar ein- kennilegt að holdafar geti verið ráðandi þáttur þegar fólk ættleiðir börn. Hvað ef grönn manneskja fær leyfi til að ætt- leiða barn en fitnar svo í framhaldi? Væri þá hægt að taka af henni barnið? Eru þetta fordómar íslenskra embættis- manna gagnvart feitu fólki? Eða oftúlk- un á heilbrigðisvandamálum sem tengjast fitu? Þessum spurningum verð- ur hugsanlega svarað í þeim málaferl- um sem nú virðast í uppsiglingu vegna synjunarinnar. KJ á murinn.is Mogginn vill breytingar Mogginn vill breytingar í ríkisstjórninni. Hann tilgreinir ekki nákvæmlega hverj- ar, telur bara að sé kominn tími til að stokka upp, fá smá andlitslyftingu, ekki síst í ljósi þess að Samfylkingin hefur fengið nýja forystu. Annars sé hætta á að ríkisstjórnarflokkarnir tapi næstu kosningum. Mogginn er með það á heilanum þessa dagana að Samfylking- in og Vinstri grænir verði í næstu ríkis- stjórn. Markverð breyting gæti til dæmis verið að Davíð Oddsson yrði forsætisráðherra að nýju. Þá yrði að minnsta kosti lát á skipan nýrra sendiherra. Kannski mynd- um við kjósendurnir líka fá að sjá þenn- an skemmtilega stjórnmálamann aftur? Það liggur við að maður sé farinn að segja að það sé sjónarsviptir að honum. Annars spyr maður hvort ritstjóri Mogg- ans sé með einhverjum hætti að endur- spegla vilja Davíðs sjálfs þegar hann skrifar þennan leiðara? Vill Davíð breyta ríkisstjórninni? Er hann kannski að hætta sjálfur? Eða er hann kannski ekki búinn að ákveða sig? Egill Helgason á visir.is AF NETINU ÁRNI HELGASON SIGURÐUR ÖRN HILMARSSON UMRÆÐAN LÁNASJÓÐUR NÁMSMANNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.