Fréttablaðið - 01.06.2005, Síða 71

Fréttablaðið - 01.06.2005, Síða 71
Söngleikurinn Kabarett verður sýndur í sumar í Íslensku óper- unni. Frumsýning verður þann 4. ágúst en leikhópurinn Á senunni er nú þegar byrjaður að æfa verk- ið. Kabarett er sjöunda verkefni leikhópsins Á senunni og hefur verið í undirbúningi í nokkur ár. Þetta er langstærsta verkefni hópsins til þessa, og hefur hann tryggt sér stuðning frá nokkrum fyrirtækjum. Munar þar mest um stuðning frá Spron. Felix Bergsson leikari, einn helsti forsprakki leikhópsins Á senunni, segir fyrirtæki vera orð- in miklu viljugri til þess að styrkja starfsemi sjálfstæðra listamanna heldur en áður var. Bankar, sparisjóðir og önnur stærstu fyrirtæki landsins láti æ oftar fé af hendi rakna. „Þetta er orðið gerbreytt lands- lag fyrir okkur, sem erum sjálfstæð í þessu,“ segir Felix, og bætir því við að skýringuna sé meðal annars að finna í því að ungir og kraftmikl- ir athafnamenn, sem stjórna mörg- um stærstu fyrirtækjunum, séu farnir að líta á sjálfstæða leikhópa og aðra listamenn að vissu leyti sem samherja sína. „Við erum að skapa eins og þeir og stöndum í sjálfstæðum atvinnurekstri. Að minnsta kosti er alveg hætt að líta á okkur sem einhverja betlara.“ Með helstu hlutverk í Kabarett fara Þórunn Lárusdóttir sem leik- ur Sally Bowles, Magnús Jónsson sem leikur kabarettstjórann Emmsé og Felix Bergsson, en hann leikur rithöfundinn Cliff Bradshaw. Í hlutverkum Fräulein Schneider og Herr Schultz eru þau Edda Þórarinsdóttir og Borg- ar Garðarsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikur Fräulein Kost og Jóhannes Jóhannesson stígur nýútskrifaður út úr Lista- háskólanum til að leika Ernst. Leikstjóri er Kolbrún Hall- dórsdóttir, en hljómsveitina skipa þeir Sigtryggur Baldursson, Sam- úel Samúelsson, Matthías Stefáns- son, Sigurður Flosason, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Karl Olgeirsson, sem jafnframt er tón- listarstjóri sýningarinnar. ■ MIÐVIKUDAGUR 1. júní 2005 Anne Sofie von Otter mezzósópransöngkona og Bengt Forsberg píanóleikari Háskólabíó 4. júní „Tvímælalaust hæfileikaríkasta söngkona heims”Guardian Miðasalan opin kl. 12-18 og um helgina kl. 12-16 Bankastræti 2, sími: 552 8588 og á www.listahatid.is www.listahatid.is „einn mesti tónlistarmaður samtímans” The Times 2. júní kl. 19:30 Miðasala á www.sinfonia.is Víólutónleikar í Ými Ný verk eftir Hafliða Hallgrímsson, Daníel Bjarnason og Garth Knox Einleikarar: Garth Knox og Þórunn Ósk Marinósdóttir Í samvinnu við Víólufélag Íslands 3. júní kl. 20:00 Miðaverð: 2500 kr. „…umfangsmesta og líklega merkilegasta myndlistar- veisla sem hingað til hefur verið haldin” Fréttablaðið 19. maí Aðeins 1000 kr. Myndlistar- passi Lokahelgi Listahátíðar Sagan um Gústa trúð Í sirkustjaldi á Hafnarbakkanum „perlur úr hreinum sirkustöfrum” Politiken Frumsýning á Íslandi 2. júní kl. 17:00 Aðrar sýningar: 4., 5. og 6. júní kl. 20:00 Miðaverð: 2000 kr. fyrir börn 3000 kr. fyrir fullorðna Sirkusskóli fyrir krakka Nánari upplýsingar í miðasölu Listahátíðar Material Time Life Time Work Time PASSI gildir frá 14. maí til 5. júní / valid May 14 - June 5 www.listahatid.is / www.artfest.is Reykjavík Arts Festival Myndlist á Listahátíð í Reykjavík 2005Visual Arts at Reykjavík Arts Festival 2005 Yuri Bashmet og Sinfóníuhljómsveit ÍslandsEngir betlarar Eldsvo›i stö›va›i Skotlandsfer› ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Kammerkór Akraness og Sönghópurinn Veirurnar halda tón- leika í Laugarneskirkju. Á efniss- kránni eru íslensk og erlend þjóðlög. Einsöngvari er Ásgeir Eiríksson. Stjórnandi Kammerkórs Akraness er Sveinn Arnar Sæmundsson og Sönghópsins Veiranna Þóra Fríða Sæmundsdóttir.  20.00 Indversk tónlist og dans í Salnum, Kópavogi, í tilefni af opin- berri heimsókn forseta Indlands til Íslands. Í fylgdarliði forsetans er 14 manna hópur indverskra úrvals hljóðfæraleikara og dansara. Að- gangur ókeypis.  22.00 Patagonia Jazz Quartet spil- ar á Café Rosenberg. ■ ■ FÉLAGSLÍF  17.00 Aðalfundur Listvinafélags Hallgrímskirkju verður haldinn í suðursal kirkjunnar. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður kynning á Kirkjulistahátíð 2005 og dagskránni Sumarkvöld við orgelið. ■ ■ BJARTIR DAGAR  14.00 Svava K. Egilsson opnar Hrútasýningu á vinnustofu sinni að Brekkugötu 2. Fjölbreytt verk með ís- lenska hrútinn í aðalhlutverki. Opið alla daga frá 14-18.  16.00 Guðbjörg Lára Viðarsdóttir opnar sýningu á myndum í Bóka- safni Hafnarfjarðar sem hún hefur unnið fyrir bók sína Svarta riddarann.  18.00 Setningarhátíð Bjartra daga verður í Hafnarborg. Kór Flensborg- arskóla frumflytur tónverk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur.  20.00 Leikverkið Móðir mín Dóttir mín eftir Ingibjörgu Reynisdóttur verður frumflutt í Listaklúbbi Hafnarf- jarðarleikhússins, Strandgötu 50.  20.00 Sigurður Flosason saxófón- leikari og Gunnar Gunnarsson org- anisti flytja íslensk ættjarðarlög í Hafnarfjarðarkirkju. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 29 30 31 1 2 3 4 Miðvikudagur JÚNÍ LIGHTS ON THE HIGHWAY Hljómsveitin spilar á Gauknum í kvöld ásamt Indigo og Pétri Ben. FRÉTTAB LAÐ IÐ /PÁLL „Við erum að leggja lokahönd á plötuna okkar,“ segir Kristófer Jensson, söngvari í Lights on the Highway. „Þetta er fyrsta platan sem við gerum og ég hlakka mikið til. Þetta hefur verið erfið fæð- ing.“ Í kvöld ætla þeir félagar að spila á Gauki á Stöng. Um upphit- un sér dúettinn Indigo ásamt Pétri Ben. Lights on the Highway hyggst leika á nokkrum tónleikum í júní en taka sér síðan hlé þangað til platan kemur út, sem væntanlega verður í lok júní eða byrjun júlí. Kristófer segir reyndar ein- hvern draug hafa fylgt hljóm- sveitinni undanfarið, ýmislegt hafi farið úrskeiðis sem átti ekki að fara úrskeiðis. „Þegar staðir sem við eigum að spila á í útlöndum eru farnir að brenna, þá fer maður nú að hugsa sig tvisvar um,“ segir hann. „Við áttum að spila á stað í Suður- Skotlandi en fengum síðan tölvu- póst um að hann væri því miður ekki lengur til, hann væri brunn- inn.“ Ætlunin var að spila á nokkrum stöðum í þessari sömu ferð, en eftir þessar fréttir hættu þeir við og ákváðu að spila meira hér heima í staðinn. „Það er alltaf nógur tími til að fara út fyrir landsteinana að spila.“ ■ ÞAU SETJA KABARETT Á SVIÐ Leikhópurinn Á senunni er byrjaður að æfa söngleikinn Kabarett, sem verður sýndur í Íslensku óperunni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.