Fréttablaðið - 01.06.2005, Side 74

Fréttablaðið - 01.06.2005, Side 74
HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 - allt á einum stað Sýnd kl. 4 m/ísl. tali SK DV Sýnd kl. 8 og 11 B.i. 16 ára. HL MBL Sýnd kl. 4, 5, 7, 8, 10 og 11 Sýnd í Lúxus kl. 4, 7 og 10 B.i. 10 ára Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 ★★★★★ Fréttablaðið ★★★★1/2 kvikmyndir.is ★★★★ MBL ★★★1/2 SJ Blaðið 1/2 ★★★1/2 Kvikmyndir.com Yfir 25.000 gestir á aðeins 10 dögum! SÍMI 551 9000 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 16 ára O.H.T. Rás 2Downfall Sýnd kl. 6 og 9 Sýnd kl. 6 og 9 B.i. 10 ára ★★★★★ Fréttablaðið ★★★★1/2 kvikmyndir.is ★★★★ MBL ★★★1/2 SJ Blaðið 1/2 ★★★1/2 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6 og 8 Einstök upplifun! SK DV HL MBL Sýnd kl. 10 Bi. 16 ára Breskur glæpatryllir eins og þeir gerast bestir. Svartur húmor, ofbeldi og cool tónlist með Cult, Starsailor, FC Kahuna og Duran Duran. Frá framleiðendum Lock Stock & Snatch Yfir 25.000 gestir á aðeins 10 dögum! Útvarpshlustendur í Bretlandi völdu á dögunum lagið Wonderwall með Oasis bestu smáskífuna. Lagið Bohemian Rhapsody með Queen lenti í öðru sæti og Stairway to Heaven fékk þriðja sætið. Tónlist, líkt og fótbolti, er allt að því trúarbrögð í Bretlandi og illindi milli aðdáenda sveitanna ekki óal- geng. Skemmst er að minnast rígs- ins milli Bítlaaðdáenda og Stones- aðdáenda að ekki ógleymdum rígnum milli Wham og Duran Duran, Oasis og Blur. Miðað við þetta val hafa Bítlarn- ir og Oasis betur því ekkert lag með Rolling Stones eða Blur nær sæti á listanum. Athygli vekur einnig að hvorki Wham né Duran Duran eru meðal topp tíu. Robbie Williams nær hins vegar níunda sætinu með laginu Angels. ■ Oasis me› vinsælustu smáskífuna Hljómsveitin Delicia Mini, með Íslendinginn Kristján Eggerts- son í fararbroddi, hefur undan- farið gert það gott með sinni fyrstu plötu á danskri grundu. Platan, sem nefnist Skuggi, var gefin út í Danmörku fyrir jól og fékk góðar viðtökur gagnrýnenda. Var hún meðal annars valin af Danmarks Radio sem ein af tíu bestu plöt- um síðasta árs. Delicia Mini spilar skemmtilega blöndu af brimbrettatónlist sjötta áratug- arins og kántríi og hefur hún verið borin saman við hljóm- sveitir á borð við Belle & Sebastian og Eels. Platan hefur ekki verið fáan- leg á Íslandi fyrr en nú, en það eru 12 Tónar sem sjá um dreif- ingu hennar hér á landi. Delicia Mini spilar á tónlistarhátíðinni Spot í Danmörku í byrjun júní. Sveitin átti auk þess að spila á hinum gamalgróna tónleikastað Rust í Kaupmannahöfn um næstu helgi en vegna skotárás- ar sem varð á staðnum á laugar- daginn var hefur tónleikunum verið aflýst. Þess í stað mun sveitin spila með Ske á Rust föstudagskvöldið 10. júní. Hljómsveitin heldur síðan í þriggja vikna tónleikaferð um Danmörku í október og hugsan- lega leggur hún leið sína til Ís- lands í lok þeirrar ferðar. ■ Fyrsta platan frá Delicia Mini fáanleg DELICIA MINI Fyrsta plata sveitarinnar hefur fengið mjög góðar viðtökur í Danmörku. FIMM EFSTU SMÁSKÍFURNAR Wonderwall – Oasis Bohemian Rhapsody – Queen Stairway to Heaven – Led Zeppelin Let It Be – The Beatles Imagine – John Lennon LED ZEPPELIN Hið klassíska rokklag Stairway to Heaven náði þriðja sætinu. OASIS Villingarnir frá Manchester, Oasis, eiga bestu smáskífuna með laginu Wonderwall. Kvikmyndaframleiðandinn Is- mail Merchant var grafinn á Indlandi. Þar var hann fæddur og það var hans hinsta ósk að hann yrði grafinn við hlið móður sinnar. Margir leikarar úr ind- verska kvikmyndageiranum mættu til þess að votta fram- leiðandanum sína hinstu virð- ingu en hann dó á miðvikudag- inn, 68 ára að aldri. Ekki er víst hver dánarorsök- in er en Merchant lést á sjúkra- húsi. Talsmaður framleiðandans sagði Merchant hafa haft þrálát- ar kvalir í maganum síðastliðið ár. Merchant, James Ivory og rithöfundurinn Ruth Prawer Jhabvala voru eitt afkastamesta þríeyki kvikmyndanna og er samstarf þeirra skráð í heims- metabók Guinnes sem það far- sælasta í sögu óháðrar kvik- myndagerðar. Saman stóðu þau að myndum eins og Howard’s End og Remains of the Day. Merchant framleiddi sjálfur yfir fimmtíu kvikmyndir og kom að leikstjórn nokkurra. ■ Merchant hvílir vi› hli› mó›ur sinnar ISMAIL MERCHANT Var grafinn á Indlandi að viðstöddu fjölmenni. Hann hafði kvartað undan magaverkjum í rúmt ár en dánarorsök er enn ókunn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.