Tíminn - 17.05.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.05.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Laugardagur 17. mai 1975. ATHUGIÐ! VEIDILÍNAN sendir i póstkröfu. Við höf- um upp á að bjóða öll þau veiðarfæri sem sportveiðimaðurinn þarf til veiðiferðar- innar. Veiðarfæri frá viðurkenndum framleið- endum. Sendum ykkur að kostnaðarlausu vöru- lista okkar og Napp & Nytt '75. VEIÐILÍNAN er þjónusta eingöngu ætluð þeim er búa utan Reykjavikur. VEIÐILtNAN P.O. Box 7085 Reykjavlk Nafn- Heimili- Klippið út og sendiö Viðskiptalegur framkvæmdastjóri islenzka járnblendifélagið h.f. óskar eftir að ráða viðskiptalegan framkvæmda- stjóra. Umsóknir skulu vera á islenzku og ensku og greina frá menntun og fyrri störfum. Þær skal senda til íslenzka járnblendi- félagsins h.f. c/o Gunnar Sigurðsson, Lág- múla 9, Reykjavik, fyrir 24. mai 1975. íslenzka járnblendifélagið h.f. NÝJARBÆKUR FRÁ HEIMSKRINGLU ANTIGÓNA eftir Sófókles í þýöingu Helga Hálfdanarsonar. Verö kr. 900ób. og kr. 1200innb. ÞANGAÐ VIL ÉG FLJÚGA eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur. Verö kr. 700. AAANSFIELD MONTANA t*-' Paul F. Hesly hefur veriö einn helzti fréttaritari New York Daily News I Hvita húsinu frá þvi á tlmum Kennedy-stjórnar- innar. Hann hefur ritaö mikið um málefni Hvita hússins og rætt m.a. við Lyndon B. John- son, Richard M. Nixon, John F. i Kennedy og Barry Goldwater. Hér fer á eftir: viðtal hans við Mike Mansfield, leiðtoga meirihluta öldungadeildarinn- ar. Þegar ég sótti heim öldunga- deildarþingmanninn Mike Mans- field til að eiga við hann „náið" viðtal, hafði ég ekki hugmynd um, hversu lengi hann myndi um- bera mig. 1 fjölmiðlum er Mans- field þekktur fyrir að hafa svörin á reiðum höndúm. 1 sjónvarps- umræðum er honum svo greitt um svör, að fréttamenn verða iðulega uppiskroppa með spurn- ingar, áður en þættinum lýkur. Mansfield heldur mjög upp á eins atkvæðis svör syo sem ,,Já, nei, erfitt að segja " og ,,ég veit ekki". Hann reynir aldrei að koma sér undan spurningum, beitir aldrei útúrsnúningum, ýkir ekki né beitir yfirgangi. önnur hindrun á vegi minum var sú staðreynd, að ólikt öðrum stjórn- málamönnum er Mansfield illa við að auglýsa sjálfan sig. Hann hefur t.d. ekki blaðafulltrúa. Við ræddum saman á kyrrlát- um laugardagsmorgni. Hann virtist sáttur við sjálfan sig og viðmótsþýður, þar sem hann sat við skrifborð sitt, er hann tók á móti mér. Mansfield var klæddur röndóttri skyrtu, óhnepptri i háls- inn, og ermarnar uppbrettar. Bindiðlá á skjalatösku. Hann hélt á pipunni sinni, sem hann skilur aldrei við sig. Mansfield hefur nú verið leið- togi meirihluta öldungadeildar Bandarikjaþings i fjórtán ár samfellt. Slikt hefur ekki gerzt áður i sögu Bandarfkjanna. Ég spurði, hvort þetta væri ekki þreytandi. — Jú, svaraði hann með vand- ræðalegu brosi. Leiðtogastaðan ererfið byrði að bera. íbúar Mon- tana hafa aldrei skrifað honum meira en nú. Bréfin hafa ekki snúizt um Watergate eða hættu- lega þróun í stjórnmálum,heldur nærtæk vandamál heima- manna, til dæmis eftirlaun hermanna og skattamál. Mansfield fók leiðtogastöð-' una treglega að sér i jantlar 1961. En þá hafði forsetaefnið, John Kennedy, lagt mjög hart að hon- um að gera það. Margir töldu, að Mansfield væri of „góður náungi" til að taka við þessum brenni- punkti, sem Lyndon Johnson hafði stjórnað eins og strangur 'dómari, áður en hann varð vara- forseti. Mansfield hafði að nafn- inu til verið annar valdamesti maðurinn i flokki slnum i öldungadeildinni. En hann hafði þó misst völd og áhrif i skugga einræðis Johnsons. Mansfield var og er sérlega vinsæll meöal starfsbræðra sinna. En til eru þeir, sem frekar vilja að honum svipi til Mikaels erkiengils en heilags Frans frá Assissi. Hann er hóg- vær og vel siðaður. Andlitið er meinlætalegt eins ög málverk eft- ir El Greco, einfalt og svipmikið. Ennið er hátt og munnurinn þunnur og ákveðinn. Mansfield fyrirlitur og beitir aldrei hártogunum, að sögn kunnugra. Hann litur ekki á sig sem neinn engil. Það kemur jafnvel fyrir að hann fær sér i glas, bölvar og verður reiður. En það-er ekki oft. Ég spurði hann, hvort þessi fjórtán ár hefðu ekki breytt upp- runalegum skoðunum hans á þvi, hvernig stjórna ætti samsafni harðsnúinna einstaklingshyggju- manna. — Alls ekki, svaraði hann að bragði. Min heimspeki felst i þvi að .yiðurkenna, að þeir eru öldungadeildarþingmenn. Ég reyni ekki að troða neinu upp á þá. Ég held að ferill öldunga- deildarinnar siðustu 13-14 árin standist samanburð við hvaða timabil sem er i sögu lýðveldis- ins. Johnson og ég erum mjög ólik- ir. Ég hef ekki trú á þvi að beita þingmann þvingunum. Ég bið hann aðeins um að dæma ekki fyrirfram. Ef ég beiti öldunga- deildarþingmann þvingunum, má vera að hann láti undan. En hon- um myndi ekki lika það. I annað sinn gætu slikar aðferðir mistek- izt með öllu, Þetta er langtima sjónarmið. Með slikum aðferðum má tryggja, að ekki skapist fjandskápur eða lílfúð. — Hann tottaði pipu sina hugs- andi og bætti við: — Jafnvel þótt ¦ HEIMSKRINGLA, Laugavegi 18.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.