Tíminn - 17.05.1975, Blaðsíða 27

Tíminn - 17.05.1975, Blaðsíða 27
Laugardagur 17. mai 1975. TÍMINN 27 HJmsjón: Sigmundur ó. Steinarssonl Hermann setur markamet Hermann Gunnarssonsetti nýtt markamet 1973 (17 mörk) — og sló þar meö markamet Þórólfs Beck frá 1961 — 16 mörk. Her- mann var svo sannarlega á skot- skónum þetta ár, og skoraði mörg fullfalleg mörk. Næstu menn fyrir aftan hann voru: örn Óskarsson, Vestm.eyj.....13 Matthias Hallgrimss. Akran. .. 12 Teitur Þórðarson, Akranes___12 Steinar Jóhannss., Keflavik___11 Teitur fetar I fótspor fööur sins Teitur Þórðarson (Þóröarson- ar, markakóngsins mikla frá fyrstu árum deildarinnar) var siðan markhæstur sl. keppnis- tlmabil. Teitur varö hlutskarpari i baráttu viö Steinar Jóhannsson. Teitur skoraöi 9 mörk, en Steinar 8. Sl. keppnistlmabil var timabil varnarleikaöferðanna, og þvl voru ekki skoruö mörg mörk þá. TEITUR ÞÓRÐARSON...... varö markakóngur 1974, 16 árum eftir að faðir hans, Þórður Þórðarson, var að hrella markverði 11. deild- inni. * Þeir hafa skorað mest Hermann Gunnarsson hefur skor- að flest mörkin 11. deildarkeppn- inni, eða alls 78. 22 knattspyrnu- menn hafa skorað yfir 30 mörk i 1. deildarkeppninni, en það eru þessir leikmenn: Hermann Gunnarss., Val/ÍBA Eyleifur Hafsteinss. tA/KR Gunnar Felixson, KR Ingvar Elfasson, ÍA/Val Ellert B. Schram KR Matthfas Hallgrimss. ÍA Þórólfur Beck, KR Rikharður Jónsson ÍA Kári Árnason, ÍBA Steinar Jóhannss. ÍBK Þórður Jónsson ÍA Steingr. Björnss. ÍBA Skúli Agústsson, tBA öin Óskarsson, ÍBV Teitur Þórðarson tA Baldvin Baldvinss. Fram/KR Haraldur Júliuss.íBV Kristinn Jörundss, Fram Þórður Þórðarson, 1A IngiB.Albertss.Val TómasPálsson.iBV Jón 01. Jónsson, iBK 78 57 57 57 56 56 49 44 46 41 40 39 38 37 36 34 34 34 34 32 32 30 Sókn er hézia vörnin LESENDUR góðir. Það hefur verið af ráðið, að ég taki að mér að sjá um þátt hér i blaðinu. Verður aðeins um að ræða per- sónulegt rabb og vanga- veltur um knattspyrnu og málefni skyld henni. Þetta er mest til gamans gert/ en með ívafi alvöru, og ef til vill einhverjum til hugleiðingar. Erlendir þjálfarar á Islandi: Flest 1. deildar lið á Islandi hafa nú ráðið til sfn erlenda þjálfara, og hefur svo verið um þriggja ára skeið. Hefur fátt verið meira umrætt meðal knattspyrnuunnenda en dvöl þessara manna hér á landi. Kemur þar einkum tvennt til: Annars vegar, „höfum við gengið til góðs...?" o.s.frv., og hins vegar það mikla fjármagn, sem félögin verða að láta af hendi rakna. Skal þá fyrst vikið að hinu fyrrnefnda: Ég var mjög svo á öndverðum meiði við nokkra þessara manna i fyrrasumar. Var það einkum vegna þeirra Ieikaðferða, sem þeir innleíddu hjá liðunum. Lögð var megin- áherzla á varnarleik, og hjá ein- staka liði á langar spyrnur ,,út I loftið". Aðalatriðið var að ná i eitt stig I leik, en bæði ef gæfan var þeim hliðholl. Inntakið var sem sagt að tapa ekki leik, hvernig svo sem aðferðin tií þess væri. Þetta álit ég alrangt! Það fór svo ekki framhjá mörg- um, að talsverður rlgur var á milli þessara þjálfara, og er það gott að vissu marki, en það má ekki skaða lærdóm og framfarir Islenzkra knattspyrnumanna. I vor hefur mér fundizt þetta vera að breytast að nokkru leyti, og erþaðvel. Sókn er bezta vörnin, og verður um ókomna tið, en þó meö skipulögðum leik, sem er- lendu þjálfararnir virðast I rík- ari mæli stuðla að. Sóknarleikur ryður sér nú mjög til rúms er- lendis, og bezta sönnun þess var úrslitaleikurinn I siðustu HM- keppni, en það voru sóknarlið Þjóðverja og Hollendinga, sem sýndu greinilega, hvernig knattspyrnan er árangursrlk- ust. Varnarleikur i knattspyrnu sem aðalatriði er hvimleitt fyr- irbrigði og á ekki rétt á sér, nema ef vera skyldi i lands- keppni við erlendar stórþjóðir, og má þar minna á glæsilegan árangur okkar manna gegn A- Þjóðverjum s.l. sumar. Þó skyldum við einnig vera minnugir þess, að við höfum leikið góða landsleiki með sókn- arleik i fyrirrúmi! En nóg um það. Erlendu þjálfararnir hafa þó skapað aukinn áhuga leik- manna á æfingum, og úthalds- þjálfun hefur aldrei verið jafn- góð. Einnig er mikill fengur i að fá slika menn til starfa, og eyk- ur það mjög fjölbreytileik æf- inga, en það hefur ekki svo Htið að segja. Við þjálfarana segi ég „Baráttuleikur, en naumur sigur Skagamanna" aðeins: Aukið sóknarleik, bætið knattmeðferð, ásamt skipulögð- um leikaðferðum, og þá erum við á réttri leið. Ef ekki, þá eykst leikleiði manna og áhorf- endur verða taldir á fingrum annarrar handar. Um launagreiðslur til hinna erlendu þjálfara er margt hægt að segja, og sýnist þar sitt hverjum. Þeir eru atvinnumenn i sinu fagi og eiga fyllilega rétt á talsverðum launum. Mitt sjónarmið er það, að reynt skuli að lækka þessar greiðslur, ef mögulegt er, og reyna að styðja eitthvað við bak leikmannanna sjálfra. Það er staðreynd, að þjálfun okkar manna 'er I atvinnu- mannaformi, og það segir sig sjálft, að eftir 10-12 tlma dagleg störf er erfitt að æfa 2-3 tima 5-6 daga vikunnar. Þannig getur það gengið I stuttan tlma, en ekki til lengdar. Þjálfararnir eru allir af vilja gerðir að miðla af vizku sinni, en vist er, að hægt er róið fyrir góðan stýri- mann, ef ræðararnir eru að nið- urlotum komnir! Handknattleiksforustan hefur „Hægt er róið fyrir góðan stýrimann, ef ræðararnir eru að niðurlotum komnir" Á vellinum með Þrfr af erlendu þjálfurunum, Joe Hooley (Keflavlk), Tony Knapp (KR) og JoeGilroy (Val).Gera þeir liösin að meisturum? nú þegar skilið brýna nauðsyn þess að styðja sina menn eftir mætti og hefur þegar gert gang- skör að þvi að svo geti orðið að einhverju marki. Margt smátt gæti gert eitt stórt. Til að mynda ef mógulegt væri að greiða vinnumissi, þannig að æfingar gætu haf;izt fyrr á daginn, og einnig ef keppt er erlendis. Nú kynni einhver að segja, að þetta sé vonlaus barátta, en hef- ur iþróttahreyfingin ekki frá upphafi lifað að mestu leyti á betli, svo og skilningi almenn- ings og fyrirtækja. Allt virðist mögulegt i fjáröflun, ef vilji er fyrir hendi. Það hefur ráðning erlendu þjálfaranna sýnt. Að loknum fyrstu mótum sumarsins Það er ætlun min I þessu.m pistlum að ræða aðallega um ís- landsmótið, sem hefst i dag, og ýmislegt þar að lútandi. Reykjavikurmótinu og Litlu- bikarkeppninni er nú nýlokið. Vorleikirnir voru að venju mjög misjafnir, en auðséð var, að flest lið voru I ágætri þjálfun. Veðurguðirnir settu að venju sinn sterka svip á mótin, og knattspyrnan var oft leikin við afleitar aðstæður. Sigurvegarar þessara móta urðu K.R.-ingar og Keflviking- ar. Sigur þeirra var að minum dómi fyllilega verðskuldaður. Bæði liðin sýndu mestan dugn- að, kraft og baráttuvilja, sem nauðsynlegur er hverju sigur- liði. Vil ég nota tækifærið og óska þeim til hamingju. Samt var þo ánægjulegast að sjá, að lið Hafnarfjarðar, Armanns og Þróttar eru á réttri leið. lupphafi islandsmóts 1 dag hefst stærsta knatt- spyrnumót okkar. öll liðin HERMANN GUNNARS- SON ...... sést hér vera búinn að brjótast fram hjá varnarvegg Breiða- bliks, og þá var ekki að sökum að spyrja — * MARK. munu að sjálfsögðu stefna að sigri, en þvi miöur tekst aðeins einu að sigra. Félögin leggja of- urkapp á þetta mót, og virðist mér þau öll vera vel undirbúin, þannig að mótið verður eflaust jafnt. Ég ætla ekki að spá um úrslitin, en ég ætla, að liðin muni skiptast i tvo hópa. Aðal- keppnin mun standa á milli 1A, IBK, K.R. og Vals, en hins veg- ar á milli F.H., Fram, Vikings og IBV. Ég áskil mér þó fullan rétt til að breyta þessu hvenær sem er, þvi einsiogallir vita get- ur allt gerzt i knattspyrnu, og auk þess er ég mjög lélegur spámaður. Ósk mln er aðeins sú, að leik- in verði skemmtileg og drengi- leg knattspyrna, þannig að allir geti staðið upp ánægðir að leiks- lokum, þvi þá er markmiði Iþróttarinnar náð. Leikir helgarinnar Akurnesingar hefja vörn Is- landsbikarsins I dag á Skipa- skaga, er þeir fá ungu Ijónin úr K.R. I heimsókn. I lið beggja mun að Hkindum vanta góða menn, þá Matthias hjá Skaga- mönnum og Hauk Ottesen og Olaf Ölafsson hjá K.R. Þeir verða allir i leikbanni. ORSLIT: Baráttuleikur, en naumur sigur Skagamanna. 1 Kaplakrika fá strákarnir hans Árna Agústssonar Fram I heimsókn. Framararhafa misst nokkra mjög góða menn, og ungu FH-ingarnir ætla sér stór- an hlut I sumar. ÚRSLIT: Jafntefli, sem Fram má þakka fyrir. 1 Vestmannaeyjum leika heimamenn við Vikinga, sem verða án nokkurra sinna beztu manna, m.a. Guðgeirs Leifsson- ar, bezta tengiliðsins á Islandi um þessar mundir. ÚRSLIT: Tveggja marka sigur Í.B.V. Valsmenn fara til Keflavikur eftir helgina. tfRSLIT: Jafntefli i baráttuleik. Kveðja, H.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.