Tíminn - 17.05.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.05.1975, Blaðsíða 4
TlVITNN Laugardagur 17. mai 1975. ft£Qfl Eiga Sophia Loren og Carlo Ponti í ein- hverjum erfiðleikum? SlUðurdálkahöfundar vfða um heim sáu fram á eyðileggingu æsifrétta sinna i sambandi við hjónamissætti Carlos Ponti og Sophiu Loren, er þau birtust ný- lega saman i næturklúbbi I Parls, og virtust hin hamingju- sömustu. Undanfarið hafði mik- ið verið skrifað í blöð i Frakk- landi um það, að Sophia Loren væri flutt með drengina sina til Parisar, en eiginmaður léki lausum hala i Róm og sæist þar oft með ljóshærðri fegurðardis. ¦ En þarna sáu menn það svo ekki var um villzt, að þau leiddust, brostu hvort til annars og skemmtu sér hið bezta á nætur- klúbbnum. Carlo Ponto hefur tekið að sér að stjórna stórmynd um Cyrus hinn mikla, sem tal- inn er stofnandi Persarikis. Carlo og Sophia voru að halda það hátiðlegt þarna i nætur- klúbbnum i Paris, að gengið haföi verið frá samningum um stjórn hans á þessari kvikmynd, og einnig var verið að halda upp á það, að ráðið var að Sophia á að leika aðalkvenhlutverkið, sem er Roxane drottning. Það er keisarinn i Iran, sem hefur haft forgöngu um kvikmyndun þessa um þjóðhetju Persa. 4 Eina kappaksturs- konan í Evrópu StUlkan hér á myndinni er tæp- lega tvitug. Hún heitir Inez Muhle og er frá Hamborg, og sögð eina konan i Evrópu, sem stundar kappakstur að ein- hverju ráði. Inez var aðeins fjórtán ára gömul, þegar hUn fékk mikinn áhuga á bifreiðum. Þá þegar stalst hUn til þess að taka bíl föður sins og aka hon- um, en þegar hUn varð 18 ára gömul i jUni 1973, fékk hUn öku- skirteini, og tveimur mánuðum siðar ók hUn á Ford Escort i Núrburgring, og tók þar með i fyrsta skipti þátt i kappakstri. Eftir að hafa tekið þátt i kapp- akstri 10 sinnum i Evrópu mun hUn I nóvember næstkom- andi halda til Mexikó og dvelj- ast þar i sex vikur, og taka þar þátt i keppni. Þar mun hún aka fólksvögnum, en Volkswagen- verksmiðjurnar hafa lagt mikið kapp á að fá hana til þess að taka þatt i kappakstri á þeirra vegum og i bilumfrá verksmiðj- unum. Heyrðu, ég held að við verðum að fara að hætta við þennan banana- kUr. DENNI DÆAAALAUSI Hvað er svona go tt við hana, sem ég hef ekki. Jú, hún fær að vera meö Denna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.