Tíminn - 17.05.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 17.05.1975, Blaðsíða 17
Laugardagur 17. mai 1975. TÍMINN 17 Nemendur og foreldrar skoða sýningu á afrakstri vetrarstarfsins f Reykjadal. — Æskilegt væri að for- eldrar tækju sem mestan þátt i þjálfun barnanna. Tfmamynd Róbert Enn allt í óvissu um framtíð fatlaora og lamaora nem- enda innan skólaskyldu Reykjadalsskóla sagt upp í sjötta sinn SJ—Reykjavik — Lfkamleg og andleg þjálfun þarf að haldast í hendur, og á henni má helzt aldrei verða hlé, hvorki vetur né sumar. Það er skoðun Svanhildar Svavarsdóttur skólastjóra I Reykjadal, þar sem lamaðir og fatlaðir nemendur á skyldunáms- stigi stunda nám, og samstarfs- fólks hennar. Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra stofnaði skólann i Reykja- dal, sem á föstudag yar sagt upp i sjötta sinn, Siðastliðin tvö ár hefur rikið rekið skólann, og nú er allt i óvissu um framtið hans, þar sem nú er rlkjandi skoðun að fötl- uð börn eigi að vera og hljóta slna menntun með heilbrigðum jafn- öldrum. — Það er lika gott og irétt, • j aðeins ef skólarnir væru þannig byggðir, og aðstaba væri fyrir hendi, að það væri hægt, sagði Svanhildur. Fæstir skólar eru þannig úr garbi gerðir að auð- velt sé um vik að taka þangað fatlaða nemendur. Fatlaðir nemendur stunduðu nám I Hlfðaskóla I vetur og fjöl- fatlaöir i Kjarvalshúsi á Seltjarn- arnesi, og I ráði er að auka starf- semina I Reykjavlk á næsta vetri. — Á hverju ári hefur verið óvissa um framtlð skólans, sagði Svanhildur, og það hefur ekki góð áhrif á nemendurna, sem eru að leitast við að verba meira sjálf- bjarga og gerast virkir þátttak- endur I þjóðfélaginu. Sýning á vinnu nemenda var i Reykjadal við skólaslitin, og var ótrúlegt að sjá, hve mikið þeir hafa gert, sumir eftir aðeins vetr- ar skólavist. Tiu börn og ungling- ar voru I Reykjadal I vetur. Nemendur taka þar barnapróf og unglingapróf, þegar nægilegri þekkingu og þjálfun og þroska er náð. En að þeim áföngum loknum er tilfinnanlegur skortur á að- stöðu til frekara náms og/eða at- vinnu fyrir ungt fatlað fólk. — Strax og heyrist að um fötlun er að ræða, lokast flestar dyr. Þó aö skólinn fyrir fatlaða og lamaða hafi starfað I sex ár, eru þess dæmi að börnum og ungling- um, sem á slíkan skóla þyrftu að fara, er haldið heima, og þau fá ekki uppörvun og þjálfun sem skyldi. Sumpart er þetta eflaust Spánarför til viðræðna um innflutningsbannið á saltfiski af vanþekkingu, en ef til vill einn- ig að nokkru vegna þess að þjálf- un lamaðra og fatlaðra er tima- frek. Aðstandendur hjálpa börn- unum við daglegar venjur, I mis- skilinni ástúð, eða vegna þess að þaö er fljótlegra he.ldur en að kenna þeim. — Þvl miður er það svo, að það eru börn hér sem kvlða fyrir að fara heim núna, sagði Svanhildur. — Ég sit bara, segja þau, og er ekkert látin gera. Sjúkraþjálfari vann með börn- unum I Reykjahlíð tvisvar I viku I vetur, og kennararnir önnuðust samskonar þjálfun hina dagana samkvæmt fyrirmælum hans, en þetta starf var nátengt öðru námi barnanna. Að sögn Svanhildar ber sjúkraþjálfun aðeins fullan árangur, ef hún er tengd starfi og námi nemendanna. Mjög væri nauðsynlegt ao þessari iþjálfun væri haldið áfram yfir sumarið, þvi algengt er að nemendurnir hafi týnt miklu niður, þegar þeir koma I skólann að hausti eftir sumarleyfi. Sumardvalarheimili fyrir lömuð og fötluð börn er I Reykjahllð. Þar starfar sjúkra- þjalfari, en enginn kennari eða leiðtogi, sem skipuleggur nám eða starf barnanna l tengslum við Hkamlegu þjálfunina. rafmagns- handverkfæri SJ-Reykjavík.í vikunni var fyrir- varalaust stöðvaöur innflutning- ur á saltfiski til Spánar. t fyrra seldum við 8000 tonn af blaut- verkuðum saltfiski til Spánar, og samið hafði verið um sölu á 6000 tonnum á þessu ári, en þeir samn- ingar miðast við innflutningsleyfi frá stjtírnvöldum. Skip héðan meö 1500-1600 tonn af blautverk- uðum saltfiski, annan farminn á þessu ári, er á leiðinni til Spánar, en ekki er innflutningsleyfi fyrir nema tæpum helmingi af þeim farmi, og fer hinn hlutinn þvi I fri- höfn. Tómas Þorvaldsson, stjórn- arformaður I Félagi Islenzkra fiskframleiðenda, sagði I gær, að haft hefði verið samband við for- sætisráðherra og viðskiptaráð- herra Spánar vegna þessa máls, og væntanlega færu fulltrúi fisk- framleiðenda og ambassador Is- lands á Spáni, Niels P. Sigurðs- son, til viðræðna um þessi mál. — Við vitum ekki nánar um þessa stöðvun eða hvað hún varir lengi, sagði Tómas Þorvaldsson, en hún getur haft alvarleg áhrif á útflutning okkar. Landnám ríkisins óskar að ráða mann frá næstu mánaða- mótum til verkstjórnar, við grasköggla- verksmiðju i Fiatey i Austur-Skaftafells- sýslu. Um framtiðarstarf gæti verið að ræða. Upplýsingar á venjulegum skrif- stofutima i sima 25-444. fást utn allt land OÞOR HF RETKJAVIK SKOLAVÖROUSTÍG 25 Orðsending til útvarpsins VEGNA úvarpsþáttar Páls Heiðars Jónssonar I útvarpi á fimmtudagskvöldið vil ég lýsa óánægju minni yfir þvl, hvað sjómenn, þar staddir, fengu litinn tima til spurninga, auk þess sem stöðvaðar voru spurningar frá þeim, saman- ber Markús Þorgeirsson, sjó- mann I Hafnarfirði, sem al- mennt er viðurkenndur fyrir drengskap og stuðning við málefni sjómanna I sinni tog- aratlð. Mega þeir minnast þess, sem börðust fyrir vöku- lögum á togurum vltt og breitt um landið. Þá vil ég koma á framfæri þeirri dsk, að Vilmundur Gylfason stýri þætti I Kast- ljósi, þar sem sjómenn einir komi fram, svo sem Markiís Þorgeirsson, Hannes Hafstein eða annar fulltrúi Slysavarna- félagsins, og vélstjórar og loftskeytamenn I verkfalli, og geri grein fyrir þeirri hættu, sem væri samfara manna- fækkun á stóru togurunum. Sigurður Guðmundsson, togarasjómaður. Rútubílstjórar Vill ráða rútubilstjóra. Helzt vana, strax. Upplýsingar i sima 2-72-84 eða 1-43-81 frá kl. 13—18. Húsmæðraskólinn á Hallormsstað auglýsir Þriggja mánaða hússtjórnarnámskeið hefst 17. september 1975. Kennslugreinar: Matreiðsla (m.a. haust- störfin), ræsting, hannyrðir. — Valgrein: Vefnaður. Skólastjóri. Kennarar — Söngkennarar Fjóra kennara vantar við Barnaskólann á Akranesi, þar af einn forskólakennara (mætti vera fóstra). Auk þess vantar söngkennara i fullt starf við skólann. Umsóknarfrestur er til 10. júni. Upplýsingar gefa skólastjórinn, Njáll Guðmundsson simi 93-1452 og formaður fræðsluráðs, Þorvaldur Þorvaldsson simi 93-1408. Fræðsluráð Akraness. Húsbyggjendur — EINANGRUNARPLAST Getum afgreitt einangrunarplast á Stór-' Reykjavikursvæðið með stuttum fyrir- vara. Afhending á byggingarstað. HAGKVÆM VERÐ. GREIDSLUSKILMALAR Borgarplast hf. Borgarnesi Simi 93-7370 Helgar- og kvöldsimi 93-7355

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.