Tíminn - 17.05.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.05.1975, Blaðsíða 6
HMINN . • Laugardagur 17. mai 1975. Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga LXXIV Reykholt i Borgarfirði (gamli bærinn) „Beint í suðri sagnrikan sé ég Borgarfjörð", kvað Matthias Jochumsson. Egill á Borg o. fl. Mýramenn koma fyrst i hugann, en mestur ljómi er þó yfir Snorra Sturlusyni og bæ hans Reykholti. Húsakostur höfðingjans hefur sjálfsagt veriö mikill og góður að þeirrar tiöar hætti. Okkur þætti ekki ónýtt að geta gægzt inn i bæ Snorra og t.d. litið á bókasafn hans. En litum á „aldamóta- bæinn" I Reykholti, þe. gamla torfbæinn á árunum 1889-1931 Mynd af honum er m.a. birt I hinni merku bók Daniels Bruun „Fortidsminder pá Island" 2. útgáfa 1928. Við sjáum reisu- legan fjögurra bursta bæ. Bak við mennina t.d. var stofa prestsins en uppi yfir henni bað- stofan. Fyrir miðri mynd blasa við rúmgóðar bæjardyr, stóð þar stór byröa innan dyra. tlr bæjardyrum var gengið upp á dyraloft I svefnherbergi pilta. Undir næstu burst t.d. var gestastofa niðri, en uppi geymsluloft. Skemma lengst t.v næst kirkjunni. Bakvið var mikið pláss, eldhús, búr og geymsla. Oft var mannmargt i Reykholti, prestafjölskyldur stórar og margt vinnuhjúa. Á dögum séra Guðmundar Helga- sonar frá Birtingaholti var míkið byggt i Reykholtí: kirkjan 1887 og bærinn 1888-1889. Yfirsmiöur var Árnesingur, Ingólfur Guðmundsson. Máttar- viðir úr gömlu kirkjunni voru notaðir i bæinn, ófúinn úrvals- viður. Kirkjan stendur enn, og bærinn mun hafa staðiö fram um 1931.Starfsmenn Reykholts- skóla bjuggu fyrstu árin i gamla bænum. Ragnar ólafsson deildarstjóri léði mér 3 myndir frá Kvium i Þverárhlið I Borgarfirði. íbúðarhúsið var byggt 1907, eitt hið fyrsta úr blandaðri steypu I Borgarfirði. Það var 17 her- bergja og með stærstu húsum I sveitinni á sinni tið, og þiljað innan. Bóndi var Eggert Sig- urðsson. Myndin er tekin á búskaparárum ekkju Eggerts, Margrétar Olafsdóttur, um 1916. Fólkið á myndinni: Sitjandi til vinstri sonur bónda Sigurður Eggertsson, þá Eirlkur ólafsson (gestur), ólaf- ur Eggertsson, ráðsmaður móður sinnar og siðar bóndi I Kvlum, Þorbjörn Eggertsson smiður, Gunnar Sigurbjörnsson vinnumaður, Guöbjörn Kjar- tansson vinnumaður og yzt Þor- björn Ólafsson vinnumaður. Standandi: Helga kona Þor- björns ólafssonar með barn, Margrét Ólafsdóttir húsfreyja og Sigriður dóttir hennar, Sigriður Olafsdóttir á peysu- fötum, kona Olafs og yzt t.h. Sigriður Guðmundsdóttir vinnu- kona. Húsið stóð af sér jarðskjálftana I Þverárhlið sl. sumar. Þá kom stór sprunga i túnið á Kvium og grjóthrun mikið varð úr fjállinu. önnur mynd sýnir ólaf Egg- ertsson á Kvium leggja ljá á hverfissteininn sumarið 1935. Strákarnir eru Ibyggnir á svipinn! A annarri mynd frá sama sumri sést Ólafur með heybandsklára sina. Sér I mann t.d. undir klettinum. Ekki veit ég hver sá „huldumaður" er. Hér gefur og að llta húsið I Sveinatungu I Norðurárdal i Borgarfirði, fyrsta steinsteypuhús I sveit á Islandi. Heyband Kvfar í Þerárhlfö 1916 Lagt hverfisstein Sveinatunga I Norðurárdal '*Wb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.