Tíminn - 17.05.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 17.05.1975, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Laugardagur 17. mai 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 23 svefn. Ef við komum góðu skipulagi á þetta, getum við lagt af stað í sólarupprás. — Nei, — í kvöld. — Hvað sagðir þú? — Við leggjum strax af stað. — Myrkrið skellur á eftir klukkustund. Heyrðir þú ekki þegar ég sagði það? Það verður ekkert tunglskin í nótt. Við erum margir saman. Ef við dreifum okkur, týnum við hver öðrum í myrkrinu. Teasle hafði átt von á þessu. Hann var í upphafi viss um að Orval myndi vilja bíða til morguns. Það var skynsamlegast. Aðeins einn galli var við þá skynsemi. Hann gat ekki beðið svo lengi. — Hvað sem tunglskininu líður, verðum við að hef ja eftirförina strax, sagði hann við Orval. — Við erum búnir að elta hann út fyrir lögsagnarumdæmið. Eina leiðin til að tryggja að við náum honum er sú, að halda eftirför- inni áfram. Ef ég bíð til morguns — verð ég að fá ríkis- lögreglunni málið í hendur. — Láttu þá taka við. Þetta er óþverra verk hvort sem er. — Nei. — Hvaða máli skiptir það? Rikislögreglan kemur á augabragði. Strax og landeigandinn hringir í hana út af öllum bílunum, sem djöf last um akrana hans. Þú verður hvort eð er að láta þá taka við. — Ef ég verð horf inn inn í skógana áður en þeir koma. Betra hefði veriðfyrir Teasle að tel ja Orval hughvarf án þess að menn hans heyrðu til. Ef hann leggði ekki hart að Orval myndi hann lækka í áliti í augum manna sinna. En ef hann gengi of langt myndi Orval aðeins fórna höndum og fara heim. Næstu orð Orvals bættu lítið um: Nei, Will. Ég verð þvi miður að valda þér vonbrigðum. Ég vil margt fyrir þig gera. En hæðirnareru erfiðar yf irferðar, jafnvel að degi til. Ég fer ekki með hundana í blinding jaleik, til þess eins að þóknast ákafa þínum í þessu máli. — Ég bið ekki um neinn blindingjaleik. Ég bið þig að- eins að koma með mér með hundana. Um leið og þér finnst orðið of dimmt getum við hætt og fundið okkur áningarstað. Þá er eftirförin þó hafin. Komdu nú. Við höf um áður átt náttstað undir berum himni. Þetta verð- ur eins og þegar pabbi var á lífi. Orval stundi og horfði á skóginn umhverfis sig. Það hafði enn skyggt og nú var orðið svalara. Sérðu ekki hvað þetta er fáránlegt? Við höf um engan útbúnað til að elta hann. Við erum matarlausir og án riffla.... — Singleton verður eftir og sækir það sem okkur vant- ar. Við látum hann fá einn af hundunum þínum. Þá getur hann f undið áningarstað okkar á morgun. Ég hef nóg af lögreglumönnum til að sinna bænum. Singleton getur tekið með sér f jóra menn á morgun. Ég á kunningja á f lugvellinum. Hann ætlar að lána okkur þyrlu, sem get- ur f logið hingað með allt, sem okkur vantar. Hún getur líka flogið á undan okkur og svipast um eftir piltinum. Þú ert það eina, sem getur taf ið okkur. Ég bið þig um þetta. Viltu hjálpa okkur? Orval horfði á fætur sér og rótaði með öðru stígvélinu i moldinni. — Ég hef nauman tíma, Orval. Ef ég kemst þarna upp- eftir nógu f Ijótt, verður ríkislögreglan að fela mér stjórr ina. Þeir munu aðstoða mig, setja lögreglubíla við alla aðalvegi f rá hæðunum og láta okkur um að elta hann yf ir hálendið. En ég ítreka það við þig, að ef þú kemur ekki með hundana þína, er mér eins gott að gleyma þessu strax. Orval leit hægt upp. Hann fór rólega með höndina í jakkavasann eftir tóbakspung og sígarettubréfi. Hann hugsaði málið á meðan hann vafði sígarettuna. Teasle vissi betur en svo, að hann ýtti á eftir honum. Áður en hann kveikti í eldspýtunni sagði hann loksins: Það væri möguleiki, ef ég skildi þetta. Hvað hef ur þessi piltur gert þér, Will? — Hann skar einn lögregluþjón nærri í tvennt og lamdi annan nærri blindan. — Já, já, Will, sagði Orval, kveikti á eldspýtunni og skýldi með höndunum til að kveikja í sígarettunni. En þú svaraðir mér ekki. Hvað hefur þessi piltur gert þér? ANNAR KAFLI. Landið var hálent, hrikalegt, vaxið þéttum skógi, skor- ið gjám, giljum og fjallaskörðum. Víða voru hellar. Þetta var rétt eins og í hæðum Norður Carolina, þar sem hann hafði hlotið þjálfun sína. Mjög líkt hæðunum, sem hann hafði flúið yfir f stríðinu. Land við hans hæfi og bardagi við hans hæf i. Mönnum væri bezt að stugga ekki við honum. Að öðrum kosti myndi hann berja harkalega f rá sér. Hann varð að nota dagsbirtuna eins lengi og hún gafst. Þess vegna barðist hann áf ram og hl jóp eins hratt og hann komst. Alltaf upp í móti. Nakinn líkami hans var blóðstorkinn af runnunum, sem stungust í hann. Djúp sár voru á fótum hans og þeir blóði storknir eftir hvassar Verndardýriö er aftur komin á sinn staö, heppni Llongo- manna snýr nú aftur aö þeim LAUGARDAGUR 17. mai . 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 tþróttirUmsjón: Jón As- geirsson. 14.15 Að hlusta á tónlist XXIX Atli Heimir Sveinsson flytur lokaþátt sinn. 15.00 Vikan framundan Magnús Bjarnfreðsson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir. islenzkt málÁsgeir Bl. Magnússon cand. mag. flytur þáttinn. 16.40 Tiu á toppnum örn Petersen sér um dægur- lagaþátt. 17.30 Sögulestur fyrir börn: „Urðarköttur” Grænlenzkt ævintýri i endursögn Alans Bouchers. 18.00 Söngvar i iéttum dúr. Tilkynningar.. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 í mörg horn að líta Árni Helgason stöðvarstjóri talar við Kristjönu Hannesdóttur í Stykkishólmi fyrrum skólastjóra á Staðarfelli. 20.00 Hljómplöturabb Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 „Fyrirheitna landið”- Kristmann Guðmundsson rithöfundur les upphafs- kafla „Dægranna blárra”, annars bindis ævisögu sinn- ar. 21.15 Frá norska útvarpinu Sinfóniuhljómsveit útvarps- ins leikur létta tónlist eftir norska höfunda, öivind Bergh stjórnar. 21.45 „Ættmold og ástjörð” Andrés Björnsson útvarps- stjóri les ljóð eftir Nordahl Grieg i þýðingu Magnúsar Asgeirssonar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Dansiög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Sunnudagur 18. mai Hvitasunnudagur 9.00 Morguntónleikar. Veðurfregnir). 11.00 Messa í Akureyrarkirkju Séra Birgir Snæbjörnsson predikar. Séra Pétur Sigur- geirsson vigslubiskup þjón- ar fyrir altari. Organleik- ari: Jakob Tryggvason. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tónleikar. 13.00 Leitin að nýju Islandi Fyrri hluti dagskrár um að- draganda og upphaf vestur- ferða af Islandi á 19. öld. 13.40 Dagskrárstjóri i eina kiukkustund Brian Holt ræðismaður ræður dag- skránni. 14.40 Óperukynning: „Man- on” eftir Jules Massenet 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alitaf á sunnudögum Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.15 Barnatimi: Geirlaug Þorvaidsdóttir leikkona stjórnar 18.00 Stundarkorn meö Rögn- valdi Sigurjónssyni. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.20 Um austrænan hugsunarhátt og vestrænan Sigvaldi Hjálmarsson flytur erindi. 19.45 Frá tónieikum Kammer- sveitar Reykjavikur i hátiðarsal Menntaskólans við Hamrahlið 20. f.m. 20.25 Frá árdegi til ævikvöids Nokkur brot um konuna i is- lenzkum bókmenntum. Fyrsti þáttur: „Við eigum stúiku með augun blá”. Gunnar Valdimarsson tekur saman þáttinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.