Tíminn - 17.05.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.05.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. ma'l 1975. tíminn 5 4 Páskahret koma víðar en á íslandi Frá Þýzkalandi fréttist um jól, aB þar væri litið jólalegt vegna snjóleysis, en snjórinn lét held- ur betur sjá sig um páskana i Su&ur-Þýzkalandi og suður um Alpahéruðin. t Miinchen varð alhvitt af snjó, og mörg fjalla- skörð lokuðust fyrir allri umferð. A fjallinu Zugspitze, sem er 2964 metra hátt var óhemjumikill snjór, eða eins og mest gerist að vetrarlagi og þessar april-nætur voru þær köldustu, sem þar hafa mælzt siðan árið 1873! Þessi gamla fjallakirkja á fjallinu Wendelstein (i 1800 m hæð) var snjóbarin á páskum og likust mynd á jólakorti. I Norður-Þýzkalandi voru stór- rigningar um þetta leyti. ★ Nýtt eitilhart efni Sovézkir visindamenn haf búið til nýtt eitilhart gerviefni, á grundvelli bornitrid. Þetta nýja efni, sem hlotið hefur heitið elbor, er ekki aðeins nálega eins hart og demantur, heldur er það I mörgum tilfellum betra til tæknilegra nota. Það hefur t.d. ekki efnaverkanir á járn og þol- ir allt að 1200 stiga hita. Slitflet- ir úr elbor endast 50 til 80 sinn- um lengur en demantsskifur, sem notaðar eru til að klæða stállegur. Nýjar gerðir af Moskvich 1 Moskvitch-verksmiðjunum er nú verið að leggja siðustu hönd á undirbúning að fram- leiðslu tveggja nýrra gerða: „M-2138” og „M-2140”, sem hafa ýmsa kosti fram yfir núverandi gerðir „408” og „412”, er þó hafa hlotið margar alþjóölegar viðurkenningar. 1 hinum nýju gerðum er aflmeiri vél, sem gefur möguleika á allt að 150 km hámarkshraða á klukkustund, en þrátt fyrir að hinnýja vél er 82 hestöfl, verður meðalbensineyðsla áfram 7 litr- ar á hverja 100 km. Mikið hefur verið „nostrað” við innri frágang, og bilið milli afturhjól- anna hefur verið aukið, en það eykur aksturshæfni bifreiðar- innar. ★ Fornminja leiðangur að vetralagi Fornminjaleiðangur hefur nú yfir vetrarmánuðina verið að störfum langt inni i Siberiu. Maður gæti ætlað, að veturinn væri reyndar versti árstiminn til slikra athafna, en skýringin er einfaldlega sú að leiðangur- inn rannsakar forsögulegar klettamyndir og hellaristur við Uda-fljót. Þessar myndir eru ýmist á klettaveggjum, sem að- eins er hægt að komast að, þeg- ar áin er Isi lögð, eða i hellum, sem eru óaðgengilegir að sumr- inu, þegar vatnsborð árinnar er svo hátt að hellismunnarnir eru langt undir yfirborði vatnsins. ★ ★ ★ Grace er flutt til Parísar Nú er svo komið, að Grace furstafrú af Monako er flutt til Parisar, og hún er farin frá Rainier, þó kannski ekki fyrir fullt og allt, þótt illar tungur haldi þvi fram. Raunveruleg ástæða fyrir flutningi frúarinn- ar er sú, að hún vill vera I Paris til þess að hugsa um tvær dætur sinar, sem þar ganga i skóla. Á hverju sunnudagskvöldi flýgur hún frá Monako til Parísar, og á mánudagsmorgnum fylgir hún hinni 10 ára gömlu Stephanie i skólann, Les Dames de Saint Maures, eins og hann er nefnd- ur. Skólinn er rétt utan við Paris og þar dvelst telpan yfir vikuna. Stephanie hefur enn ekki vanizt nýju og breyttu umhverfi, og þarfnast þvi nærveru móður sinnar meira en annars. Hún fær meira að segja stundum að fara heim til móður sinnar á kvöldin, en Grace býr með Caroline dóttur sinni, sem nú er 18 ára. Það er mest vegna eldri dótturinnar, sem Grace er kom- in til Parisar. Caroline fær nefnilega svo mörg ástarbréf á hverjum einasta degi, að hún þarf á ráðum og aöstoð móður sinnar að halda til þess að ráða rétt fram úr þvi, sem i þeim stendur. Við allt þetta bætist svo, að tengdamóðir Grace, Charlotte sem senn verður ni- ræð býr einsömul og veik i höll nokkurri i Paris. Hún er óskap- lega glöð yfir að hafa fengið tengdadóttur sina til borgarinn- ar, svo hún fái tækifæri til þess að hitta hana annaö slagið. Á hverju föstudagskvöldi flýgur furstafrúin svo aftur til Monakó og eyðir helgunum með manni sinum og yngri börnum. Það er þvi engin ástæða til þess að imynda sér, að hjónaband furstahjónanna i Mónakó sé i þann veginn að fara út um þúf- ur. önnur myndin er af Grace á göngu með dætrum sinum tveimur i Paris, en hin er af henni og Caroline að kvöldlagi. Þær eru að fara á skemmtistað með óþekktum herramanni. Arabar fjdrfesta í kvikmyndum Anthony Quinn fær 1 millj. dollara i laun fyrir kvikmynda- leik f Libýu Oliuauðævin i Austurlöndum hrúgast upp, og Arabar eru að komast upp á lagið með að fjár- festa I ýmsum hlutum, sem fyrir nokkrum árum hefði þótt ótrúlegt i þeirra augum. Td. hefur Kaddafi, forseti Libýu snúið sér að kvikmyndafram- leiðslu. Hann er afar strang- trúaður Múhammeðstrúar- maður, og hann ætlar ekki að fara að framleiða einhverja léttúðarfulla og hégómlega kvikmynd, heldur snýr hann sér að þvi, sem efst er I huga hans og honum finnst mikilvæg- ast — hann ætlar sem sagt að láta gera stórkostlega kvikmynd um upphaf Múhammeðstrúar, og á hún að vera söguieg og miklu til hennar kostað. Margs konar sér- fræðingar verða til aðstoðar og Kaddafi hefur fengið Anthony Quinn til að leika aðlhlutverkið, en það er Hamza, sem var bróðursonur spámannsins Muhammeðs. Myndin á að heita „Múhammeð — sendiboði guðs”. Einnig leikur griska leikkonan Irene Papas i þessari kvikmynd, en annars eru leikararnir allir Arabar. Kaddafi hefur þegar ráöstafað um 10 milljónum dollara til kvikmyndagerðarinnar, og búizt er við að annað eins þurfi til aö fullgera myndina, — en sem sagt ekkert er til sparað. Leikarar og aðstoðarleikarar skipta þúsundum, sérstaklega þarf mikinn mannfjölda til þess að leika bardagaatriði, sem tekið er upp nálægt fæðingar- staö Kaddafis, þar sem heitir Sebha. Kaddafi vill ekki að Muhammeð sjáist i myndinni, en rödd hans heyrist. Við sjáum hér á meðfylgjandi mynd,hvar Kaddafi og Younes, sem er háttsettur i libýska hemum og einn aðal-aðstoðar- maður Kaddafis, hafa dregið skó sina af fótum sér og snúa sér til Mekka og biðja bænir sinar, eins og vera ber á vissum tim- um sólarhringsins, samkvæmt Múhammeðstrú. Á annarri myndinni er Anthony Quinn að leika Hamza, er hann flytur boðskap Múhammeðs, og siðan er mynd af Irene Papas i ein- hverjum mjög skrautlegum búningi, en hvaða persónu hún leikur þarna er okkur ekki kunnugt um. Sá sem stjórnar þessari kvikmyndagerð er Mustafa Akkad, en hann er frá Sýrlandi. Heyrzt hefur að annar oliugróða-pótintáti ætli að feta i fótspor Kaddafis. Sagt er að sjálfur keisarinn i íran hafi hug á að láta gera mikla sögulega mynd um þjóðhetjuna persnesku, Cyrus hinn mikla, en keisarinn hefur alla tið dáð hana mjög. Fréttir herma, að Roberto Rossellini hafi verið fenginn til þess að stjórna upptöku þeirrar myndar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.