Tíminn - 17.05.1975, Blaðsíða 31

Tíminn - 17.05.1975, Blaðsíða 31
Laugardagur 17. mal 1975. TÍMINN % gera það, og til þess liggja marg- ar ástæöur. Sýrland önnur sumarleyf- isparadís Islendinga Nú er málinu aftur snuið að plötunni, og annar Stuömanna segir: — Tónlistarlega séð gengur platan I gegn um nokkur tónlist- artimabil. — Og hinn bætir við: — Kannski tekur hún aðeins yfir þau ár, sem við höfum verið að vaxa upp. — Hvers vegna heitir platan Sumar á Sýrlandi? — Sýrland er mikið i fréttum. Noregur og Sýrland eru auðug lönd af oliu. Þar að auki ætluðu nokkrir meðlimir Stuðmanna I hilabeltisf'ötum til Sýrlands i eina tið. — Þetta er ekki alls kostar rétt hjá þér, segir hinn við þann, er áður talaði. — Hugmyndin að nafninu liggur alveg ljós fyrir. Sýrland mun verða önnur sumar- leyfisparadis íslendinga, þ.e.a.s. þegar landinn hefur fengið nóg af Spáni. — Við skulum ekki fara að rif- ast strákar, segir Nú-timamaður á sinn diplómatíska hátt, og tekur um leið orðið af þeim félögum. Segið mér frekar eitthvað skemmtilegt, sem á daga ykkar hefur drifið. — Það var einu sinni hljóm- sveit, sem hét Stuðmenn, byrjar annar þeirra. Fáir vissu deili á henni. Eitt sinn sem oftar héldu meðlimir hljómsveitarinnar i plötuupptöku til Bretlands. Þar báðu þeir vel þekktan tónlistar- mann að aðstoða sig við plötu- gerð, og brá hann skjótt við. Bjóst hann við að sjá gamla tónlistar- jaxla sem meðlimi Stuðmanna. Honum féll hreinlega allur ketill i eld, þegar hahn sá að þeir voru kornungir og „normal" menn. Smjörgreiddir í ferming- arfötum Nú-tlmamaður segir þeim, að hann hafi verið að reyna að graf- ast fyrir um fortið Stuðmanna og hafi honum orðiö sæmilega ágengt. — Veiztu eitthvað sem við vit- um ekki? hrekkur út úr öðrum Stuðmannanna. — Ég frétti m.a. af ykkur úti á Hótel Sögu fyrir allmörgum ár- um. — Nú, já, — þá hljóta það að hafa verið hinir upprunalegu Stuðmenn. Já, ég man eftir þessu núna. — Þið voruð smjörgreiddir, — ekki satt? — Jú, og I fermingarfötunum okkar. Þetta var fyrir u.þ.b. sex árum. Tveir Stuðmanna hvfla lúið bein eftir afspyrnuerfiðan dag I stúdfói og glugga i brezku kvöldblöðin, sem greindu ftarlega frá plötugerð- inni. Myndina tók Báli-Skrugga gegnum skrárgatið, og kann Nú-tlminn honum þakkir fyrir að lána hana til birtingar. — Þið dreifðuð aðdáendamynd- um, ekki satt? — (Hlátur). Jú, mikiö rétt. Við skemmtum þarna og vöktum mikinn hlátur og hrifningu. Þá vorum við fjórir. — Var þetta I fyrsta sinn sem þið komuð fram? —, Já, og við héldum þessu áfram. Veturinn þarna á eftir skemmtum við litillega, — en sið- an ekki söguna meir, fyrr en „Honey, will you marry me" var gefið út. — Hvers vegna var hljómsveit- in endurvakin? — Einn af okkur fékk allt i einu þá hugmynd, að gaman væri að endurvekja Stuðmenn. Hann impraði á þessu við mig, og ég var til i það. Larz og Ljóni Nýja, skruggugóða Stuð- mannaplatan, Sumar á Sýrlandi, er merkileg smið fyrir margra hluta sakir. Hún likist engri plötu, sem hér á landi hefur verið gefin út, — og sennilega likist út engri plötu áður útgefinni. Platan er með eindæmum fjölbreytt, og hafa þeir félagar náð mjög sterk- um heildarsvip, þrátt fyrir þá fjölbreytni, sem þar er að finna. Eflaust langar lesendur að vita, hvað þessir menn heita, — en Nú- timinn getur ekki að svo stöddu upplýst þeirra réttu nöfn. Hins vegar nefnast viömælendur okkar hinn góðkunni Larz Himmelberg og Ljóni. Þá er Báli-Skrugga I hljómsveitinni, auk tveggja ann- arra, sem við vitum engin deili á. Einn Stuðmanna kom fram i þættinum „TIu á toppnum", og er sá kennari aö starfi. — Börnin heyrðu I mér I tityarp- inu og sögðu svo i næsta tima: Þú ert I Stuðmönnum. Nei, sagði ég, — en það þýddi ekki að neita, þau voru viss. Stuðmenn stofuhljómsveit — Er ekki einhver Leó Löve I hljómsveitinni? — Fyrst langar mig að geta þess, að það hefur kostað okkur mikil heilabrot að velja nöfn á meðlimi hljómsveitarinnar, — en við höfum fundið þau hist og her. Já, það er rétt, að Leó Löve var talsvert viðriðinn hljómsveitina, þvl hann var eitt sinn I Stuðmönn- um. Hins vegar var hann rekinn og Ljóni tekinn inn I staðinn. Við höfum þvi ekki lengur neitt sam- an við Leó að sælda. — Þið ætlið ykkur semsé aldrei að koma fram opinberlega? spyr Nú-timamaður og breytir um um- ræðuefni. — Nei, Stuðmenn eru bara stofuhljómsveit. I einu plötuum- slaginu hefur verið komið fyrir miða, og sá sem þá plötu kaupir, hefur svo sannarlega heppnina með sér, þvi að hann fær Stuð- menn heim i stofu til sin. Stuðmönnum þykir vænt um að hjálpa kollegum sin- um í faginu. — Þetta er Islenzk tónlist, þótt áhrifin séu utan úr hinum stóra heimi. Þetta er tónlist, sem er framin af fslendingum á islenzk- an máta. Tekið var að Hða á kvöldið og Nú-timamaður var farinn að hugsa sér til hreyfings. En Stuð- menn héldu áfram að tala. — Nú eru allir farnir að flagga þessu stuði, — og ýmsir minni spámenn hafa notfært sér hug- myndir Stuðmanna og skirt plötu sina: Stuð, stuð, stuð. En Stuðmönnum stendur á sama. Þeim þykir vænt um að hjálpa kollegum sinum I faginu. Jafnvel kæmi til greina frekari hjálp, og ættu þeir, sem hjálpar eru þurfi, að hafa samband við Stuðmenn á föstudögum kl. 17-19.30. Að lokum sögðu Stuðmenn þetta: — Við viljum ekki ráöleggja neinum að gefa út plötu. Slik vinna er afspyrnu erfið, sem sést kannski bezt á þvi, hve þreyttir við erum. — Gsal. „Textinn kom fram við ósjálfráða skrift. Einn Stuðmanna er nefni- lega látinn (sbr. Bltlarnir)". RUMLEGA 50 ÞUS. GESTIR KOMU í TÓNABÆ Á S.L. ÁRI RÚMLEGA FIMMTfU þúsund gestlr komu I Tónabæ á slðusta ári, — 224 að mcðal- taii sóttu hverja skemmtun íhúsinu. Fiestir gestir komu I febrúarmánuði, alls 6590, þar á eftir kom marzmánuður með 5922 gesti, janúarmánuður með 5665 gesti, og þar á eftir síðustu þrfr mánuðir ársins, oktober, nóvember, desember, allir með rúm- lega 5000 gesti hver. Fæstir komu I júni, aðeins 1771. Dansleikir á föstudögum og laugardögum fyrir unglinga fædda '59 og fyrr voru langfjölmennastir á árinu, þá sóttu rúmlega 21 þúsund manns, og var meðaltalið einnig hæst á þessum dansleikjum, 367 að meðaltali á hver jum dansleik. Fyrstu fjóra mánuðiþessa árshafa rúmlega 21 þús. gestir heimsótt Tónabæ, flest- ir I marzmánuöi, alls 6709,1 april komu 5538 og I febrúar 5072. Almennu dansleikirnir eru sem fvrr vinsælastir, fyrstu f ióra mánuði ársins sóttu þá 9336 manns, að meðal- tali 322 á hvern dansleik. A fimmtudagskvöldum er Tónabær opinn kl. 20—-23.30. Þá er aldurstakmark f. '61 og '62, aðgangseyrir 200 kr. og boðið upp á diskótek, skemmtiatriði og hljómsveitir. A föstudagskvöldum er opið frá kl. 21—01, og er aldurstakmark þá f. '60 og fyrr, að- gangseyrir 300krónur. Þá munu verða gerðar tilraunir með dansleiki fyrir unglinga f. '59, og eldri. A föstudögum er boðið upp á diskótek, skemmtiatriði og hljómsveitir. A laugardagskvöldum er opið á sama.tlma og á föstudagskvöldum, og aldurstak- mark er hið sama. Þá greiðir hver gestur kr. 500, og boðiö er upp á hljómsveitir, diskótek og skemmtiatriði. Sunnudagskvöldin eru skemmtikvöld. Búið er að ákveða sumaráætlun Tónabæjar, og er hún svonljóðandi I Bimbó nafni: 30. mal skemmtír Pelican, 31. mal Júdas, 6. júnl Dögg, 7. júnl Eik, 13. júni Borgfs, Vikivaki (sænsk-Islenzk hljómsv., sem hingað kemur, 5. júll Brimkló. 14. júnl Júdas, 20. júní Ernir, 21. júnl Pelican, 27. júní Fjóla, 28. júnf Haukar, 4. júli Vikivaki (sænsk-íslenzkhljómsv.)semhingaðkemur) 5.iúlIBrimkló. BARÐASKAMAATUR Barði er fyrir löngu oröinn þekktur meðal þeirra, sem að- hyllzt hafa hina nýju stefnu I brandaragerð. Baröa-brandar- ana þekkja margir, og slfellt verða þeir fleiri og fleiri. Til gam- ans hefur Nú-tfminn tekið saman brandara þessa og hyggst birta þá I þættlnum á næstunni. Fimm brandarar veroa birtir I einu, og um leið eru lesendur beðnir að senda okkur brandara um hrak- fallabálkinn Barða Barðason, ef ^vo vildi til að þeir væru ekki til i safni okkar. Fyrsti skaramtur: Baröi og Asta kona hans sendu vinum og kunningjum júlakort um síðustu jól, eins og siður er meðal vor. Barði varð því hálf hvumsa við, er hann fékk senda I pósti orösendingu frá rannsókn- arlögreglunni, þar sem hann var vinsaralegastbeðinn að hætta öll- um ólátum heima fyrir, — og var i þessu sambandi visað til jóla- korts þeirra hjóna. En þar stóðt fyrir neðan hina heföbundnu jólarullu: ásta barði börnin!! **** Eins og tslendinga er siður sett- ist Barði einu sinní sem oftar við skákborð og tefldi við kunningja sinn. Allt I einu varð kunninginn æfur og sagðist ekki tefla frekar. — Þu teflir I tvisýnu, sagðí hann. **** Barði Barðason er tónlistarlega sinnaður, eins og reyndar allir forfeður hans, upp til hópa. Hann gekk þvl í hljómsveitina WC og Viggu, sem vinsæl varð i byggð- inni kringum sódavatn I lúðra- sveit. En, — Barði var rekinn. — Þú gekkst á lagið, helv.... ffflið þitt, öskraði bassaleikarinn með tárin I augunum! Eins og öllum sem þekkja Barða er kunnugt, er hann kenn- ari með meiru, en áður en hann ætlaði að hella sér út i kennsluna af fullum krafti, þótti honum ráð- legt að sækja nokkra reiknings- tima hjá Reiknings- og Gúmmi- hjdlbarðavinnustofunhi s.f. /við Hjdlkoppabraut. Vistin varð þó ekki löng. Barði sneri dæminu nefnilega alltaf við!! Þrátt fyrir alla erfiðleika varð Barði kennari, og þótti honum bezt að kenna landafræði, enda hefur hann ferðazt mikið um ó- byggðir landsins, bæði ofan- og neðanjaröar, eins og han sagði einatt. Barði var þó rekinn úr þeim starfa sinum eftir einn landafræðitlma. Hann sýndi nemendunum I tvo heimana!!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.