Tíminn - 17.05.1975, Page 31

Tíminn - 17.05.1975, Page 31
Laugardagur 17. mal 1975. TÍMINN rc 31 Tveir Stuömanna hvíla lúið bein eftir afspyrnuerfiðan dag i stúdfói og glugga I brezku kvöldblöðin, sem greindu itarlega frá plötugerö- inni. Myndina tók Báli-Skrugga gegnum skrárgatið, og kann Nú-tlminn honum þakkir fyrir að lána hana til birtingar. gera það, og til þess liggja marg- ar ástæður. Sýrland önnur sumarleyf- isparadís islendinga Nú er málinu aftur snúið að plötunni, og annar Stuðmanna segir: — Tónlistarlega séð gengur platan i gegn um nokkur tónlist- artimabil. — Og hinn bætir við: — Kannski tekur hún aðeins yfir þau ár, sem við höfum verið að vaxa upp. — Hvers vegna heitir platan Sumar á Sýrlandi? — Sýrland er mikið i fréttum. Noregur og Sýrland eru auðug lönd af oliu. Þar að auki ætluðu nokkrir meðlimir Stuðmanna i hitabeltisfötum til Sýrlands i eina tið. — Þetta er ekki alls kostar rétt hjá þér, segir hinn við þann, er áður talaði. — Hugmyndin að nafninu liggur alveg ljós fyrir. Sýrland mun verða önnur sumar- leyfisparadis íslendinga, þ.e.a.s. þegar landinn hefur fengið nóg af Sþáni. — Við skulum ekki fara að rlf- ast strákar, segir Nú-timamaður á sinn diplómatíska hátt, og tekur um leið orðið af þeim félögum. Segið mér frekar eitthvað skemmtilegt, sem á daga ykkar hefur drifið. — Það var einu sinni hljóm- sveit, sem hét Stuðmenn, byrjar annar þeirra. Fáir vissu deili á henni. Eitt sinn sem oftar héldu meðlimir hljómsveitarinnar i plötuupptöku til Bretlands. Þar báðu þeir vel þekktan tónlistar- mann að aðstoða sig við plötu- gerð, og brá hann skjótt við. Bjóst hann við að sjá gamla tónlistar- jaxla sem meðlimi Stuðmanna. Honum féll hreinlega allur ketill i eld, þegar haiin sá að þeir voru kornungir og „normal” menn. Smjörgreiddir í ferming- arfötum Nú-timamaður segir þeim, að hann hafi verið að reyna að graf- ast fyrir um fortið Stuðmanna og hafi honum orðið sæmilega ágengt. — Veiztu eitthvað sem við vit- um ekki? hrekkur út úr öðrum Stuðmannanna. — Ég frétti m.a. af ykkur úti á Hótel Sögu fyrir allmörgum ár- um. — Nú, já, — þá hljóta það að hafa verið hinir upprunalegu Stuðmenn. Já, ég man eftir þessu núna. — Þið voruð smjörgreiddir, — ekki satt? — Jú, og I fermingarfötunum okkar. Þetta var fyrir u.þ.b. sex árum. — Þið dreifðuð aðdáendamynd- um, ekki satt? — (Hlátur). Jú, mikið rétt. Við skemmtum þarna og vöktum mikinn hlátur og hrifningu. Þá vorum við fjórir. — Var þetta i fyrsta sinn sem þjð komuð fram? —, Já, og við héldum þessu áfram. Veturinn þarna á eftir skemmtum við litillega, — en sið- an ekki söguna meir, fyrr en „Honey, will you marry me” var gefið út. — Hvers vegna var hljómsveit- in endurvakin? — Einn af okkur fékk allt i einu þá hugmynd, að gaman væri að endurvekja Stuðmenn. Hann impraði á þessu við mig, og ég var til i það. Larz og Ljóni Nýja, skruggugóða Stuð- mannaplatan, Sumar á Sýrlandi, er merkileg smið fyrir margra hluta sakir. Hún likist engri plötu, sem hér á landi hefur verið gefin út, — og sennilega likist út engri plötu áður útgefinni. Platan er með eindæmum fjölbreytt, og hafa þeir félagar náð mjög sterk- um heildarsvip, þrátt fyrir þá fjölbreytni, sem þar er að finna. Eflaust langar lesendur að vita, hvað þessir menn heita, — en Nú- timinn getur ekki að svo stöddu upplýst þeirra réttu nöfn. Hins vegar nefnast viðmælendur okkar hinn góðkunni Larz Himmelberg og Ljóni. Þá er Báli-Skrugga i hljómsveitinni, auk tveggja ann- arra, sem við vitum engin deili á. Einn Stuðmanna kom fram i þættinum „Tiu á toppnum”, og er sá kennari að starfi. — Börnin heyrðu i mér i útvarp- inu og sögðu svo i næsta tima: Þú ert i Stuðmönnum. Nei, sagði ég, — en það þýddi ekki að neita, þau voru viss. Stuðmenn stofuhljómsveit — Er ekki einhver Leó Löve I hljómsveitinni? — Fyrst langar mig að geta þess, að það hefur kostað okkur mikil heilabrot að velja nöfn á meðlimi hljómsveitarinnar, — en við höfum fundið þau hist og her. Já, það er rétt, að Leó Löve var talsvert viðriðinn hljómsveitina, þvihann var eitt sinn i Stuðmönn- um. Hins vegar var hann rekinn og Ljóni tekinn inn I staöinn. Við höfum þvi ekki lengur neitt sam- an við Leó að sælda. — Þið ætlið ykkur semsé aldrei að koma fram opinberlega? spyr Nú-timamaður og breytir um um- ræðuefni. — Nei, Stuðmenn eru bara stofuhljómsveit. I einu plötuum- slaginu hefur verið komið fyrir miða, og sá sem þá plötu kaupir, hefur svo sannarlega heppnina með sér, þvi að hann fær Stuð- menn heim i stofu til sin. Stuðmönnum þykir vænt um að hjálpa kollegum sín- um í faginu. — Þetta er Islenzk tónlist, þótt áhrifin séu utan úr hinum stóra heimi. Þetta er tónlist, sem er framin af íslendingum á islenzk- an máta. Tekið var að liða á kvöldið og Nú-timamaður var farinn að hugsa sér til hreyfings. En Stuð- menn héldu áfram að tala. — Nú eru allir farnir að flagga þessu stuði, — og ýmsir minni spámenn hafa notfært sér hug- myndir Stuðmanna og skirt plötu sina: Stuö, stuð, stuð. En Stuðmönnum stendur á sama. Þeim þykir vænt um að hjálpa kollegum sinum i faginu. Jafnvel kæmi til greina frekari hjálp, og ættu þeir, sem hjálpar eru þurfi, að hafa samband við Stuðmenn á föstudögum kl. 17-19.30. Að lokum sögðu Stuðmenn þetta: — Við viljum ekki ráðleggja neinum að gefa út plötu. Slik vinna er afspyrnu erfið, sem sést kannski bezt á þvi, hve þreyttir við erum. — Gsal. „Textinn kom fram við ósjálfráða skrift. Einn Stuðmanna er nefiii lega látinn (sbr. Bitlarnir)”. RÚAALEGA 50 ÞÚS. GESTIR KOAAU í TÓNABÆ Á S.L. ÁRI RÚMLEGA FIMMTIU þúsund gestir komu i Tónabæ á siðasta ári, — 224 að meðal- tali sóttu hverja skemmtun f húsinu. Flestir gestir komu I febrúarmánuði, ails 6590, þar á eftir kom marzmánuður með 5922 gesti, janúarmánuður með 5665 gesti, og þar á eftir siöustu þrir mánuðir ársins, október, nóvember, desember, allir með rúin- lega 5000 gesti hver. Fæstir komu I júni, aöeins 1771. Dansleikir á föstudögum og laugardögum fyrir unglinga fædda ’59 og fyrr voru langfjölmennastir á árinu, þá sóttu rúmlega 21 þúsund manns, og var meðaltalið einnig hæstá þessum dansleikjum, 367aömeöaltali á hverjum dansleik. Fyrstu fjóra mánuöi þessa árs hafa rúmlega 21 þús. gestir heimsótt Tónabæ, flest- ir i marzmánuöi, alls 6709,1 april komu 5538 og i febrúar 5072. Almennu dansleikirnir eru sem fvrr vinsælastir. fvrstu fióra mánuði ársins sóttu þá 9336 manns, að meðal- tali 322 á hvern dansleik. A fimmtudagskvöldum er Tónabær opinn kl. 20—23.30. Þá er aldurstakmark f. ’61 og ’62, aðgangseyrir 200 kr. og boðið upp á diskótek, skemmtiatriði og hljómsveitir. A föstudagskvöldum er opið frá kl. 21—01, og er aldurstakmark þá f. ’60 og fyrr, aö- gangseyrir 300krónur. Þá munu verða gerðar tilraunir meö dansleiki fyrir unglinga f. ’59, og eldri. A föstudögum erboöiöuppá diskótek, skemmtiatriði og hljómsveitir. A laugardagskvöldum er opið á sama.tima og á föstudagskvöldum, og aldurstak- mark er hiö sama. Þá greiöir hver gestur kr. 500, og boðiö er upp á hljómsveitir, diskótek og skemmtiatriöi. Sunnudagskvöldin eru skemmtikvöld. Búið er að ákveða sumaráætlun Tónabæjar, og er hún svohljóðandi i Bimbó nafni: 30. mai skemmtir Pelican, 31. mai Júdas, 6. júni Dögg, 7. júni Eik, 13. júni Borgis, Vikivaki (sænsk-Islenzk hljómsv., sem hingað kemur, 5. júli Brimkló. 14. júni Júdas, 20. júni Ernir, 21. júni Pelican, 27. júni Fjóla, 28. júni Haukar, 4. júli Vikivaki (sænsk-Islenzk hljómsv., sem hingað kemur) 5. júli Brimkló. BARÐASKAMMTUR Barði er fyrir löngu orðinn þekktur meðal þeirra, sem að- hyllzt hafa hina nýju stefnu I brandaragerð. Baröa-brandar- ana þekkja margir, og sifellt verða þeir flciri og fleiri. Til gam- ans hefur Nú-timinn tekið saman brandara þessa og hyggst birta þá i þættinuin á næstunni. Fimm brandarar veröa birtir I einu, og um leiö eru lesendur beðnir að senda okkur brandara um hrak- fallabálkinn Barða Barðason, ef svo vildi til aö þeir væru ekki til I safni okkar. Fyrsti skammtur: Barði og Asta kona hans sendu vinum og kunningjum jólakort um slðustu jól, eins og siður er meðal vor. Barði varð þvi hálf hvumsa við, er hann fékk senda i pósti orðsendingu frá rannsókn- arlögreglunni, þar sem hann var vinsamlegastbeöinn að hætta öll- um ólátum heima fyrir, — og var i þessu sambandi visað til jóla- korts þeirra hjóna. En þar stóð, fyrir neðan hina heföbundnu jólarullu: ásta barði börnin!! **** Eins og Islendinga er siður sett- ist Barði einu sinni sem oftar við skákborð og tefldi við kunningja sinn. Allt i einu varð kunninginn æfur og sagðist ekki tefla frekar. — Þú teflir i tvisýnu, sagði hann. **** Barði Barðason er tónlistarlega sinnaöur, eins og reyndar allir forfeður hans, upp til hópa. Hann gekk þvl i hljómsveitina WC og Viggu, sem vinsæl varð i byggð- inni kringum sódavatn i lúðra- sveit. En, — Baröi var rekinn. — Þú gekkst á lagiö, helv.... fiflið þitt, öskraði bassaleikarinn með tárin I augunum! **** Eins og öllum sem þekkja Barða er kunnugt, er hann kenn- ari með meiru, en áður en hann ætlaöi að hella sér út i kennsluna af fullum krafti, þótti honum ráð- legt að sækja nokkra reiknings- tima hjá Reiknings- og Gúmmi- hjólbarðavinnustofunni s.f. við Hjólkoppabraut. Vistin varð þó ekki löng. Barði sneri dæminu nefnilega alltaf við!! **** Þrátt fyrir alla erfiðleika varð Baröi kennari, og þótti honum bezt að kenna landafræði, enda hefur hann ferðazt mikið um ó- byggðir landsins, bæði ofan- og neðanjarðar, eins og han sagði einatt. Barði var þó rekinn úr þeim starfa sinum eftir einn landafræðitima. Hann sýndi nemendunumi tvo heimana!!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.