Tíminn - 17.05.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.05.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Laugardagur 17. mai 1975. — Ég var í Saigon í byrj- un febrúar, og þá var ekki hægt að merkja neinn óróa i fólki/ mér fannst ósköp líkt andrúmsloftið í Saigon þá og er í Bangkok núna. Rauðu khmerarnir eru mjög farnir að láta að sér kveða í norðurhéruðum TaílandS/ og það fer fyrir Taílandi alveg eins og Kambódíu og Víetnam. Það gengur bara fljótar fyrir sig í Taílandi, og því verður lokið innan þriggja — fjögurra ára. Það er ungur Islendingur, Einar Bjarnason, sem þannig kemst að orði, er viö hittum hann aö máli fyrir nokkrum dögum heima hjá móður hans. Einar starfar hjá þýzkri ferðaskrif- stofu, og hefur verið undanfarna 7 mánuði að störfum i Taílandi, en skrapp hingað heim I byrjun rign- ingartimans, áður en hann hverf- ur að störfum sinum i Afrlku, en þangað liggur leiðin næst. Svo aftur til Tailands 1 haust. — Voru menn ekkert farnir að hugsa þá um að reyna að komast i burtu frá Saigon? — Nei, siöur en svo. Þá var allt rólegt. Það var rétt eins og það rynni allt i einu upp fyrir fólki, að Saigon myndi falla, og þá voru öll brögð reynd til þess að komast út. Og þá var ekki verið að reyna að komast á brott með neitt af eigum sinum, heldur hugsaði hver um að bjarga sér. Margir Bandarikjamenn hafa búið i Saigon um margra ára skeið. Þeir hafa átt sinar vinkonur i Saigon en aldrei hirt um að gift- ast þeim. Það hefur ekki verið nauðsynlegt. En svo i marz-byrj- un varð mönnum ljóst, að barizt yrði I Saigon, og þá var annað uppi á tengingnum. Þá fóru þeir til bandariska sendiráðsins til þess að reyna að koma þessum vinkonum sinum úr landinu til Bandarikjanna. Margir kunn- ingjar minir i Tailandi eru giftir konum frá Vietnam, og þessár konur áttu margar ættingja i Saigon. Þá var farið að vinna að þvi, aö koma ættingjum þeirra úr landi, og það var hægt um tima með þvl að borga 1300 dollara á nef. En þetta s'tóð bara i marz. Al- veg lokað fyrir þetta strax I byrj- un april. Ég þekki margt fólk, sem bjó I Kambódlu, og þegar ég fór á sunnudaginn, þá hitti ég starfs- mann þýzka sendiráðsins, sem kom frá Saigon. Hann gat ekki tekið neitt með sér, ekki einu sinni tekið út úr bankabókinni sinni. Hann varð bara að taka sig upp fyrirvaralaust með fjölskyld- una og fara. Nú, það er margt flóttafólk eftir I Kambódiu, og þeir flóttamenn, sem þegar eru komnir til Tai- lands, þeir fást ekki til að segja neitt, hvað er um ab vera, hvað hefur gerzt, ekki fyrr en alíir eru komnir. — En það hefur gengið mikiö á þarna? — Það hefur verið voðalegt. Skammt frá þar sem ég var I Tai landi við Siamsflóann er herstöð, Tapaó, og þangað komu flótta- mennirnir. Þetta eru svona 60 kilómetra frá landamærum Kambódiu. Við urðum mjög mik- iö varir við flóttamannastraum- inn. Þeir komu á skipum frá Saigon. Þau voru ekki öll merki- legar fleytur, en drekkhlaðin. Einnig voru þeir með Galaxy-vél- ar, þið hafið sjálfsagt heyrt um þá, sem hrapaði með 390 flótta- menn mestmegnis börn, — þessar Galaxy-vélar voru notaðar til að fljúga með flóttamenn yfir til Tai- lands. Þarna l U Tapaó er fólk svo I flóttamannabúðum, eftir að það hefur fengið nauðsynlegar sprautur. Fólkinu er holað þarna U Tapao-lögreglan beinir bifrelðum með flóttafólki frá Kambódlu um göturnar. Myndina tók Einar út um bilrúðu. Takið eftir konunni næst bifreiðinni til hægri og tveim konum hægra megin. Fólkið makar andlit sln hvitum lit, þegar það stendur frammi fyrir einhverju, sem þvi finnst yfirþyrmandi. Það verður nákvæm- ## lega sama sagan í Taílandi og í Kam- bódíu og Víetnam..." BH ræðir við Einar Bjarnason, sem starfar í Bangkok niður, og það er ekki mikið, sem er gert fyrir það. Þarna er algert neyðarástand. Ég kom þangað fyrir viku. Það var hörmulegt að sjá ástandið þarna. — Er nokkurs ótta farið að gæta hjá útlendingum I Tailandi? — Amerfkanar eru orðnir ótta- slegnir. Þeir eru farnir að taka saman föggur slnar. Þeir eru þarna eitthvað um 35 þúsund, sem hafa ekkert með hersveitirn- ar að gera, en eru þarna I sam- bandi við ýms fyrirtæki og annað. Aörir eru tiltölulega rólegir, eins og t.d. Hollendingar. Þeir hafa allt sitt þarna, eftir að þeir flúðu frá Indóneslu, og þeir verða þarna áfram. Hversu lengi veit enginn, það verður erfitt að kom- ast til Tailands eftir 3—4 ár. — Bandarikjamenneru þá með herstöðvar I Taflandi? — Bandarikjamenn eru búnir að vera I U Tapao I Tailandi siðan þeir komu til Vietnam. Þeir höfðu gert sérstaka samninga um varn- ir landsins, svipað og þeir hafa gert hér fyrir NATO, byggja upp flugvelli ogannað þvi um Hkt til að verja Tafland. Nú er tallenska stjórnin ekkert hrifin af þvi að hafa þá lengur I landinu, þvi að það hefur sýnt sig, að þar sem þeir eru, þar er meira reynt til að komast yfir landið. — Þessi tengsl hafa Banda- rlkjamenn reynt að efla eftir mætti? — Já, það er von. Kommún- isminn breiðir úr sér um allt, hvort sem það er nú betra eða ^^¦»i»... ¦^wi^*^*. ^WiiíiiT *" T"' Éiwii, Fiskiskip fluttu ærið margt flóttamanna til Thailands. Svona fleytur komu með um 300 manns I hverri ferð. verra. Kambódia er ákaflega fá- tækt land. Tailand er aftur á móti þriðja rikasta landið I Suð-austur Aslu, og kommúnistar hafa mik- inn hug á þvi lándi. — Og þess er farið að gæta verulega? — Já, viku áður en ég kom þangað i október 1973 urðu stjórn- arskipti eftir að skotið hafði verið á mannfjölda. Kansún forsætis- ráðherra hafði þá rikt I 26 ár, og það var mikil spillingarstjórn. Faðir hans var fjármálaráð- herra, og tengdafaðir hans var utanrlkismálaráðherra. Þetta var sem sagt ein klfka, sem kúg- aði gjörsamlega þá, sem undir þeim störfuðu. Öeirðirnar byrj- uðu þannig, að stúdentaleiðtogar hurfu, og vissi enginn hvað af þeim varð. Af þvi magnaðist ólga, sem brauzt út á útimarkaði, sem haldinn var fyrir framan kon- ungshöllina. Það var sunnudagur, og þarna hafa verið 70—90 þúsund manns eins og venjulega. Nú, það var farið að kveikja i, og allt I einu birtast þyrlur og skriðdrekar og það er skotið a mannfjöldann. Þetta mun hafa verið slðasta skipun forsætisráð- herrans, áður en hann flúði úr landi. Þá tók rektor háskólans við, og það hefur verið tiltölulega rólegt I landinu siðan. — Og þessi stjórn er vinsæl? — Já, en þetta eru háskóla- kennarar, ekki stjórnmálamenn, sem i henni sitja, heiðarlegir og góðviljaðir menn, en svo er annaö mál, hvernig þeim tekst til við stjórnmálaklækina. Einn daginn þegar dómsmála- ráðherrann kom til vinnu sinnar lá ávisun á borðinu hans upp á fjögur þúsund bat — þrjár og hálfa milljón isl. króna. Og þegar hann spurði fyrir hvað þessi ávls- un væri, þá var honum sagt, að þetta væru hans prósentur af rikishappdrættinu fyrir mánuð- inn. Fyrirrennari hans hafði haft þennan háttinn á. Forsætisráð- herrann fyrrverandi var búinn að koma nógum peningum úr landi, I fasteignir I New York, I Shanghai og einhvers staðar i Evrópu. Hann kom aftur heim i desember. Það voru kosningar I janúar. Honum var smyglað inn i landið, en hann fór aftur tveim dögum seinna. Það átti að leiða hann fyrir rétt, það átti að drepa hann og ég veit ekki hvað. Hann leitaði hælis I sendiráöinu I Singapore og situr þar enn. En spillingin er niik.il i Tailandi. Það er hægt að fá allt með mútum. Tveir kunningj- ar mlnir vildu ekki fara I herinn. Þeir komust undan með þvi að borga 2500 bat hvor til læknisins. — En þess er farið að gæta i Tailandi, að það muni vera næsta landið, sem kommúnistar snúa sér aö? — Já, það er búið að kalla I her- inn alla Taibúa, sem ekki hafa gengt herþjónustu, og orðnir eru tuttugu ára. Það gerðist 6. marz. — Hvað heita skæruliðarnir I Tailandi? — Rauðu Khmerarnir eru þar Hka. Þeir eru i öllum þessum löndum, og þeir vinna saman. Það hefur alltaf verið sami hátt- urinn á. Það er tekið fólk frá fá- tækustu hlutum landanna, — og það er geysimikil fátækt I nyrztu héruðum Tailands, — og þetta fólk er menntað og þjálfað I Suður-Kina, nuna kannski i Kam- bódiu, og þjálfunin er góð. Þegar það snýr aftur, þá er það alger- lega sannfært um, að Tailand verði að vera kommúniskt, alveg eins og Kambódia er orðin. Þvi var alltaf haldið fram áður,, að Kambódia myndi aldrei verða kommúnisk. Það segja Taibuar I dag, að Tailand verði aldrei kommiiniskt. En það er bara byrjað nákvæmlega það sama þar og geröist i Kambódiu. — Háttar svipað til i norður- héruðum Tailands og t.d. i Kam- bódíu? — Já, þessu svipar mikið sam-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.