Tíminn - 25.05.1975, Page 7

Tíminn - 25.05.1975, Page 7
..Sunnudsgur 25. mal,l975 7 iií,miii.Hiii.íi..(í.ni..r.....iS.iii..u Ágúst Þorvaldsson: Hin blessaða íslenzka gróðurmold Þegar þetta er ritað þá er vet- urinn liðinn og sumarið að byrja. Vor- og sumarkoman færirlandi og lýð að þessu sinni blíðan sumarblæ, og græn strá eru farin að gægjast varlega upp Ur moldinni. Sumir farfugl- amir eru komnir og farnir að syngja sinn dýrðaróð til lifs- ins. Þeim hefur enn fundizt gamla tsland hafa svo mikið að gefa, að þeir hafa lagt það á sig, að fljúga um hálfan hnöttinn, þúsundir kilómetra yfir ólgandi höf til að dvelja hér i nokkra mánuði á eyjunni norðlægu og eiga hér friðsælar ástar- og yndisstundir, eignazt hér hreið- ur, maka og börn, og annazt þá þjónustu við lifið, sem fólgin er i þvi að fæða og fóstra nýja kyn- slóð. Það er islenzka moldin, sem veitir þau skilyrði, sem þessir gestir þurfa og þrá svo fast, að engin hindrun gæti heft för þeirra. Þess vegna gleyma þeir aldrei mýri eða móa, mosa eða lyngi og hrislu, læk eða lind, laut og hlið. Þessi skilyrði Is- lenzkrar náttúru veita þeim lifs- björg einsog búfénu, sem þjóðin hefur lifað á i 11 aldir. Með vorkomunni þegar klaka er aðleysa, moldin að þiðna og grösin að vakna til lifsins að nýju eftir vetrardvalann þá leggur að vitum manns sætsúr- an ilm úr jörðinni. Slikur ilmur er sterkastur á vorin þegar ræt- ir blóma og grasa eru að lifna, og aftur á haustin þegar þær bú- ast til vetrarsvefnsins. Moldin geymir margt i sinum mjúka faðmi. Ótal smáverur rfsa upp af vetrarsvefni þegar vorsólin sendir sina vermandi geisla til jarðarinnar og regnið hjálpar til að vekja og frjóvga hina kviku jörð. Moldin og vatnið eru hinar miklu uppsprettur allra hluta. Þar sem hvorugt er til, eins og á hinum miklu sandorpnu eyði- mörkum, þar þrifst ekkert lif. Island er land mikillar moldar og auðugt af hollu vatni. Þess vegna eru góð lifsskilyrði hér þrátt fyrir norðlæga hnattstöðu landsins. Hinar fyrstu frásagnir af ferðum manna til íslands, þótt fáorðar séu eru mjög fróð- legar og bera vitni um góða landkosti hér á þeim tima. Um Naddoð viking og félaga hans, sem taldir eru fyrsti hafa kom- ið hér er sagt, að þeir hafi mjög lofað landið. Garðar Svavarsson hafði vetursetu á Húsavik við Skjálfanda, og fór svo aftur til Noregs. Þá var skógur milli fjalls og fjöru, og lofaði hann mjög landið. Flóki Vilgerðarson og félagar hans þeir, Faxi, Herjólfur og Þórólfur sátu eitt ár i Vatnsfirði á Barðaströnd og var þá fjörðurinn svo fullur af fiski, að þeir gáðu eigi að afla heyja svo kvikfé þeirra dó, þvi vetur var harður og vorið kalt, og is lá inn á firði, en þess vegna var það sem þeir gáfu landinu nafnið Island. Þórólfur kvað þó smjör drjúpa af hverju strái, þegar hann var spurður um landkostina. Siðan þessir land- könnuðir dvöldust hér hafa landgæði mjög rýrnað. Skógar horfið og gróðurlendur blásið upp, hraun og aska breiðzt yfir frjóar lendur. Fiskistofnar og önnur sjávardýr verið ofveidd, svo að liggur við tortimingu sumra tegunda. Ingólfur Arnarson og Hjör- leifur fósturbróðir hans, töldu landið betra að sunnan en norð- an, enda eru þar stærstu sam- felld gróðursvæði. Talið er að nú sé gróið land neðan 200 metra hæðarlinu 13718 ferkilómetrar, þar af i V-Skaftafells-, Rangár- valla- og Arnessýslum 5487 ferkm. Þegar fasteignamat það sem tók gildi 1957 var gert, þá voru þessar þrjár sýslur, sem ná yfir 1/4 af flatarmáli landsins alls með 1/3 af öllu landverði á Islandi. Tölurnar um hið gróna land neðan 200 metra hæðarlinunnar sýna bezt hversu gifurlegir möguleikar eru enn til ræktunar á Islandi, en við þetta bætast svo hin miklu flæmi af söndum sérstak- lega á Suðurlandi, sem tiltölu- lega auðveft er að græða og gera að arðbæru landi eins og reynslan hefur sannað. tsland er gott land til fóður- öflunar fyrir búfé og enn er ekki búið að rækta nema 1/10 þeirra grónu svæða, sem tiltölulega auðvelt er að breyta I tún. Þetta er hið mikla forðabúr þjóðar- innar, sem biður eftir þvi, að verða notað þegar aðrar auðlindir eins og t.d. fiski- stofnanir hafa ef til vill verið svo rányrktir, að áratugir eða jafnvel aldir verða að liða þar til þeir ná sér aftur. Fyrir 20 til 30 árum sagði vit- ur maður, sem lengi var heppnisformaður á fiskibát, og var flestum kunnugri fiskimið- um við sunnanvert landið, að fiskistofnarnir myndu þverra með hinni gegndarlausu veiði, en íslendingar þyrftu samt ekki neinu að kviða, þvi að þeir ættu auðugt land þar sem væru orku- lindirnar I fallvötnum og jarðhita, en þó siðast en ekki sizt væri framtiðargæfa þeirra geymd i moldinni, sem landið er svo rikt af, en hún getur verið og er undirstaða að heita má allra lifgæða ef rétt er á haldið, þvi að með hjálp moldarinnar má framleiða og skapa flesta þá hluti æta og óæta, sem hugurinn gimist. Enginn staður á jörðinni er Hfvænlegur án moldar. An hennareru allar aðrar auðlindir einskis virði, þvi að hún er frumskilyrði fyrir lifinu. Við mennirnir erum moldinni vigðir I mörgum skilningi, enda hluti af henni. „Til moldar oss vigði hið mikla vald, hvert mannslif sem jörðin elur.” Svo kvað Einar Benediktsson. Kvikfjár- ræktin og akuryrkjan, sem hvort tveggja byggist á moldinni eru undirstaða menningarinnar. A meðan mennirnir bjuggu i holum og hellum og veiddu dýr merkur- innar eða vatnanna sér til mat- ar, þá miðaði menningunni og þroska mannsins hægt,en þegar hann vígðist þvi helga starfi að erja jörðina, sá og uppskera, þá hófst hann yfir önnur dýr og varðherra hjarðarinnar. Flestir hinir beztu leiðtogar þjóðanna hafa svo langt aftur i timann sem sögur greina skilið þetta, og þá hefur þjóðunum vegnað bezt þegar þær hafa mátt i friði rækta jörð sina. Sigurður konungur Sýr gekk sjálfur á akur með húskörlum sinum og mat jarðyrkjuna meira en hemað, sem aðrir konungar ýmsir lögðu fyrir sig og sina þegna. Sigurður Sýr var talinn einn hinn vitrasti og bezti konungur um sina daga á Norðurlöndum, svo nafn hans lifir i fornum heimildum ekki siður en þeirra þjóðhöfðingja, sem voru uppi honum samtiða og störfuðu mest að ránum og manndrápum i hernaði. tslenzka þjóðin var eingöngu bændaþjóð i 10 aldir. Nú stundar aðeins 10-12% þjóðarinnar land- búnaðarstörf, en eins margir eða fleiri hafa atvinnu sina i beinum eða óbeinum tengslum við landbúnaðinn. Þjóðin er þvi bæði um atvinnu og neyzlu mjög háð islenzkri mold, þvi að frá moldinni fær hún mikinn og hollan mat og mörg efni til iðnaðar. Þegar Bjarni Thorarensen skáld orti sitt fræga ættjarðar- ljóð, sem lengi var eins konar þjóðsöngur tslendinga, þá varð honum fyrst fyrir að minnast moldarinnar, og hóf hann ástar óð sinn til ættjarðarinnar meö þessum fleygu orðum: „Eld- gamla ísafold, ástkæra fóstur- mold----— ”. Þetta gamla ætt- jarðarljóð kveikti eld og brá kyndli á loft, og fyrir áhrif þess vigðist margur maður til dáða fyrir land og þjóð. Verk þeirra hafa talað með mörgu móti og meðal annars á þann hátt, að láta úr moldinni vaxa mörg strá, þar sem áður aðeins óx eitt eða ekkert. Ólafur Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins hélt yfir- litsræðu um þróun og horfur i þjóðmálum i upphafi nýaf- staðins miðstjórnarfundar og minnist þar meðal annars á landgræðsluna, sem hið stóra framtiðarmál islenzku þjóðar- innar og endaði þann kafla ræðunnar, sem um þetta fjallaði, með þvi að segja: „Is- lenzk þjóð má aldrei gleyma skuldinni við moldina — hina blessuðu fslenzku gróðurmold.” Þessi orð hins vitra stjórnmála- foringja hafa áreiðanlega glatt marga, og vist mega bændur landsins vera þakklátir fyrir þau, ekki sizt nú, þegar málgagn vissra gróðamanna i höfuðborginni hefur — að likindum vegna þröngsýni og imyndaðra gróðavona af innflutningi landbúnaðarvara, sem eigendur þess ætla að sér myndi falla i skaut — lagt til, að landbúnaður yrði lagður hér að mestu eða öllu i rúst. Auðvitað verða oftast til óþjóðleg gróðaöfl og skammsýn i græðgi sinni, en slfkan mátt á islenzk gróðurmold i hugum flestra niðja sinna, að engu þarf að kviða. Þjóðin vill áreiðanlega yrkja sina eigin jörð og lifa sem mest af auði sinnar ástkæru fósturmoldar. Fjármálaráðuneytið, 21. mai 1975. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir april- mánuð 1975, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 26. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 10% en siðan eru viðurlögin 11/2% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Ágúst Þorvaldsson sýttíng á keramík GLIT kynnir nýja keramikmum hjá íslenskum heimilisidnadi m Sýningin stendur til 3l.maí á almennum opnunartíma. GLIT HF. Jeppa og Dráttarvéla hjólbaröar VERÐTILBOÐ 5y af »veim •/ af fjórum ' dekkjum dekkjum 600-16/6 ET 1 m/slöngu Kr. 7.180,- 650-16/6 ET 1 m/slöngu — 7.650,- 650-16/6 NT 6 m/slöngu — 7.750,- 650-16/6 TP 7 m/slöngu — 7.290,- 750-16/6 TP 7 m/slöngu — 8.695,- 750-16/8 ET 1 m/slöngu — 11.580,- TEKKNESKA B/FfíE/ÐAUMBOÐ/Ð Á ÍSLAND/H/F AUÐBREKKU 44 - 46 SÍMI 42606

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.