Tíminn - 25.05.1975, Side 8

Tíminn - 25.05.1975, Side 8
Að Keldna- holti er unnið að verndun gamla íslenzka hænsna- stofnsins, en sennilega eru nú aðeins um 100 hænsn eftir á landinu, þar af sárafáir hanar e.t.v. 10—20 islenzk hænsni eru sennilega orðin innan við hundrað talsins á landinu. Fólk hefur ekki lengur eins mikinn tima og áður að dunda við hænsnarækt. Auðvelt er að fá nýklakta kjúklinga af stofnum, sem verpa vel, aðallega hvita itali. / Texti: Sólveig Jónsdóttir AAyndir: Róbert Agústsson S7C! ifiri! ,ES iugfibunfii)2 Sunnudagur 25. mai 1975 Konný Hjaltadóttir sérfræöingur I alifuglarækt og dr. Stefán Aöalsteinsson meöfslenzka hænuunga, sem klakiöhefur verið út aö Keldnaholti Við vildum gefa mikið til að geirfuglinn væri lifandi núna Afleiðingin verður sú, að gömlu heimilishænsnin, sem fyrir voru, deyja út. Þessi þróun á sér stað um allan heim, að gaml- ir landsstofnar verða út- undan i ræktun og hrein- lega glatast. Sá mögu- leiki er alltaf fyrir hendi, að i þessum gömlu stofnum leynist eitthvert erfðaeðli, sem ekki er i ræktuðu stofn- unum, sem eru hag- kvæmari í framleiðslu. Ef gamli stofninn deyr týnist þetta sérstaka eðli hans að eilifu. Það getur verið lítils virði i augna- blikinu, að enginn veit hversu mikils virði okk- ur kann að finnast það siðar. Við vildum t.d. gefa mikið til að geir- fuglinn væri lifandi núna. Með honum glat- aðist eðli, sem ekki verður til aftur. Það er komin upp hreyfing viða um heim að halda i gömul land- kyn, vernda þau og varðveita erfðaeðli 'þeirra fyrir framtiðina. Þaö er þetta sem viö erum að gera meö þvi að safna saman þessum Islenzku hænsnum, sem við höfum náð I, sagði dr. Stefán Aðalsteinsson búfjárfræðingur þegar við heimsóttum hann á vinnustað hans, Rannsóknastofn- un landbúnaðarins að Keldnaholti fyrir nokkru. Eitt af mörgum verkefnum hans þar er verndun gamla Islenzka hænsnastofnsins. Aöstoðarmaður hans við það verk er Konný Hjaltadóttir, sem er bú- fræðingur frá Hvanneyri og nam slðan alifuglarækt I bútækniskól- anum I Arósum og vann einnig við eitt af stærstu hænsnabúum i Danmörku Scanilaieyr i Viborg. Þau Stefán og Konný hafa safn- að saman nokkrum hænsnum, haldið uppi spurnum um önnur og reynt að skrá öll islenzk hænsni á landinu. Þau hafa haft samband við ýmsa, sem eiga islenzk hænsni, og beðið þá um að halda þeim við og stundum fengið egg I útungun. Ennfremur hafa þau tekið að Keldnaholti þau hænsni, sem annars hefur átt að farga. Vitum ekki hvort sami stofninn hefur verið hér frá landnámstið — Við vitum ekki ennþá um hvert erfiðaeðli islenzku hænsn- anna er, sagði Stefán Aðalsteins- son. Hér eru tveir gamlir hænsna- stofnar. Annar er af Jökuldal I Norður-Múlasýslu og hans saga er þekkt fjörutlu ár aftur I tlm- ann. Hinn er kenndur við Svína- fell I öræfum og er gamall llka. Viö vitum ekki hvort sami hænsnastofninn hefur verið hér allt frá landsnámstið. Eggert Ölafsson talar I ferðabók sinni um hænsni, sem voru svört og smá- vaxin og verptu vel. Og vitað er að hænsni voru hér þegar á land- námstíð. — Við vonumst til að geta látið blóöflokkarannsaka Islenzku hænsnin hér, sagði Stefán Aðal- steinsson. En með blóðflokka- rannsóknum er hægt að gera sér dálitla grein fyrir hvort I hænsna- stofninum býr eitthvað sérstakt, sem ekki er til annars staðar. tslenzku hænsnin verpa minna enhænsnin, sem nú eru algengust hér á landi, og eggin eru dekkri. Þau eru dugleg að bjarga sér úti. Hvltu italarnir og aðrar algengar tegundir hafa verið ræktaðir til að leggja allt fóðrið i eggin, og hugsa ekki um annaö en að verpa, helzt einu eggi á dag. Myndarlegur Islenzkur hani frá Klausturseli á Jökuidal.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.