Tíminn - 25.05.1975, Síða 18

Tíminn - 25.05.1975, Síða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 25. mai 1975 Viðskiptakjörin 28-29% lakari en í fyrra A Kleifarvatni. Timamynd Gunnar ískyggilegar horfur Þaö er staðreynd, sem ekki verður komizt hjá að horfast i augu við, að þjóðin mun enn um hrið búa við mikla fjárhagslega erfiðleika. Samkvæmt nýrri skýrslu Þjóðhagsstofnunarinnar eru viðskiptakjör þjóðarinnar nú 28—29% lakari en þau voru á sama tima i fyrra. Verðlag á út- flutningsvörum er nú 10—12% lægri en þá, en verðlag á innflutn- ingsvörum um 24—26% hærra. Það ætti ekki að þurfa að útskýra fyrir neinum, hversu mikið áfall þetta er fyrir þjóðarbúið. Þvi miður eru ekki horfur á að þetta lagist i náinni framtið. Þvert á móti bendir margt til þess, að frekar geti stefnt til hins verra. t þvi sambandi má m.a. nefna það, að styrkir til sjávar- útvegs hafa verið auknir i ýmsum helstu samkeppnislöndum okkar, t.d. Kanada, Bretlandi og Noregi, jafnframt þvi sem tollar hafa verið hækkaðir i sumum helztu markaðslöndunum, t.d. á Spáni, i Nlgeriu og Bretlandi. I löndum Efnahagsbandalagsins hafa verið teknir upp útflutningsstyrkir á fiskafurðum. Siðast, en ekki sizt, er svo það, að verðlag fer nú lækkandi i Bandarikjunum á ýmsum matvælum, sem helzt keppa við fiskafurðir. Af öllu þessu virðist mega ráða það, að frekar megi búast við auknum örðugleikum i fisksölumálum i náinni framtið heldur en hinu gagnstæða. Nauðsynleg varfærni Meðan þannig er ástatt i efna- hagsmálum þjóðarinnar, dugir ekki annað en að reyna að draga saman seglin og þrengja kjörin, ef forðast á almennt hrun. Þetta hefur rikisstjórnin reynt að gera, en þó varlega, þar sem of mikill samdráttur gæti leitt til atvinnu- leysis, en það er sá vágestur, sem reyna verður að forðast i lengstu lög. Þess vegna verður ekki reynt á þessu ári að koma á fullum við- skiptajöfnuði út á við, þvi að það mýndi óhjákvæmilega leiða til stórfeílds atvinnuleysis. Hins vegar verður að reyna að minnka viðskiptahallann frá þvi sem hann var á siðást liðnu ári. Það verður heldur ekki reynt að þrengjá lifskjörin i samræmi við þá rýrnun, sem orðin er og fyrir- sjáanlega verður i þjóðarbú- skapnum vegna versnandi við- skiptakjara. Sllkur samdráttur hlyti einnig að leiða til atvinnu- leysis. Þess vegna verður reynt að hafa kjararýrnunina sem minnsta, og þá einkum hjá þeim lægstlaunuðu. Það myndi aðeins gera illt verra ef reynt væri að sigrastá vandanum I einu stökki. Það yrði sannkallað heljarstökk. Hér verður að fara i áföngum og reyna að forðast að skapa nýjan vanda, sem yrði jafnvel verri þeim, sem reynt er að leysa. Þetta er ekki sizt nauðsynlegt fyrir þá að ihuga, sem deila á rlkisstjórnina fyrir skort á rót- tækni og djörfung. Óraunhæfar kröfur Meðan vandi þjóðarbúsins er slikur sem raun ber vitni, eru allar meiriháttar kaupkröfur óraunhæfar, þegar láglauna- stéttirnar eru undanskildar. Þaö myndi aöeins auka vandann, ef fallizt yrði á slikar kröfur. Meðan þjóðartekjurnar aukast ekki, myndi siikt annað hvort leiða til atvinnuleysis eða aukinnar verðbólgu. Þetta verða samtök launafólks að gera sér ljóst, þvi að hagsmunir þess vcrða bezt tryggðir með þvi að reynt sé jöfn- um hönduj að hamla gegn at- vinnuleysi og verðbólgu. Af hálfu verkalýðssamtakanna hafa nú verið gefin út fyrirmæli um allsherjarverkfall 11. júni, ef ekki hefur náðst samkomulag um nýja samninga fyrir þann tima. Það þarf ekki að vera neitt óeðli- legt, þótt verkalýðssamtökin beiti þessari hótun til að reyna að hraða samningagerðinni. En for- ráðamönnum hennar er það vafa- laust jafnljóst og öðrum, að verk- föll leysa engan vanda, og þó enn siður, ef þau leiða til óraunhæfra samninga. Þá verður vandinn ekki aðeins meiri, heldur er þá aukin hætta á atvinnuleysi, sem verkalýðshreyfingin leggur þó allt kapp á að forðast. Aðalatriðið er nú að reyna að láta kjaraskerðinguna verða sem minnsta hjá hinum lægstlaunuðu, eins og rikisstjórnin hefur leitazt við að gera. Það þarf að vera megintakmark samninganna nú. Þvi verður vissulega veitt at- hygli, hvort verkalýðssamtökin móta kröfur sinar i' þessum anda, eða hvort krafizt verður hins sama fyrir alla, og jafnvel meira fyrir þá hálaunuðu, eins og átti sér stað við samningagerðina i febrúar 1974. Tillögur vinstri stjórnarinnar Fyrir réttu ári voru að byrja þeir efnahagserfiðleikar, sem nú er glimt við. Fyrstu mánuði ársins 1974 stóðu yfir samningar milli aðila vinnumarkaðarins um nýja kjarasamninga. Eftir stutt verkfall náðist i febrúarlok sam- komulag um eina viðtækustu kjarasamninga, sem hér hafa verið gerðir. Samkvæmt þeim hækkaði grunnkaup almennt meira en ljóst var, að atvinnu- vegimir gætu borið. Þetta var þó aðeins annar þáttur þessarar samningsgerðar. Hinn var sá, að kaup láglaunastéttanna hækkaði miklu minna en þeirra stétta, sem betur voru settar. Samningar þessir höfðu þvi i för með sér stóraukinn ójöfnuð i launamálum. Vinstri stjórninni, sem fór með völd á þessum tima, var strax ljóst, að þessir samningar voru óframkvæmanlegir, ef halda ætti uppi atvinnu i landinu og komast hjá óstöðvandi verðbólgu. Hún lagði þvi fram á Alþingi i máibyrjun frumvarp, sem fól það I sér, að hækkanir samkvæmt kaupgjaldsvisitölu væru bannaðar i tiltekinn tima, og jafn- framt yrði óheimilt á sama tima að greiða meira en 20% grunn- kaupshækkun, samkvæmt ný- gerðum kjarasamningum. Sam- kvæmt þessu var raunverulega lagt til að hinir nýgerðu samningar yrðu að verulegu leyti ógiltir. Þetta taldi vinstri stjórnin nauðsynlega aðgerð, ef atvinnu- vegirnir ættu ekki að stöðvast. Afstaða ASþýðu- bandalagsins Þegar þetta gerðist, átti Alþýðubandalagið aðild að rikis- stjórn, og er ekki betur vitað en að allir þingmenn þess væru frumvarpinu fylgjandi og ráðherrar þess væru eindregnir talsmenn þess. Þessi afstaða féll liðsmönnum Alþýðubandalagsins heldur ekki illa, enda fékk það aukið traust i þingkosningunum, sem fram fóru skömmu siðar. Þess vegna hljóta menn að undrast framkomu Alþýðubanda- lagsins nú. Það liggur nú ljóst fyrir, samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunarinnar, að svo stórkostlega hafa viðskiptakjör þjóðarinnar versnað á þessu eina ári, að þau eru 28-29% lakari á fyrsta ársfjórðungi ársins 1975 en þau voru á fyrsta ársfjórðungi ársins 1974. Þetta hefur óhjá- kvæmilega haft i för með sér að kjaraskerðingin verður að vera meiri en gert var ráð fyrir i frumvarpi vinstri stjórnarinnar I mai i fyrra. Enþað er ekki aðeins, aö forustumenn Alþýðubanda- lagsins neiti að viðurkenna þessa staðreynd. Nú heimta þeir ekki aðeins ótakmarkaðar grunn- kaupsgreiðslur samkvæmt kjara- samningunum frá þvi i febrúar 1974, heldur lika fullar bætur samkvæmt kaupgjaldsvisitölu. Svona fullkomlega hafa þeir breytt afstöðu sinni frá þvi i mai 1974. Fyrir þessari breyttu afstöðu sinni geta leiðtogar Alþýðubandalagsins ekki fært nein rök. Eina skýringin er sú, að I mai 1974 var bandalagið i stjórn, en nú er það utan stjórnar. Flokkar hafa sjaldan vaxið af þvi að haga stefnu sinni eftir þvi, hvort þeir eru I stjórn eða stjórnarandstöðu. Það á Alþýðubandalagið lika eftir að reyna. Tjón Dana Hér I blaðinu var nýlega skýrt frá þeirri frásögn danskra blaða, að danska rikið hefði á fjárhags- árinu, sem lauk 30. marz sfðastl. greitt um 2.5 milljarða danskra króna I atvinnuleysisstyrki. Miðað við að sú tala atvinnu- leysingja sem nú eru skráðir i Danmörku, héldist, yrði árleg greiðsla rikisins vegna atvinnu- leysisstyrkja um 5 milljarðar danskra króna, eða næstum 140 milljarðar islenzkra króna. Þótt þessar tölur séu háar sýna þær aðeins litið brot af þvi tjóni, sem atvinnuleysið veldur Dönum um þessar mundir. Hið mikla vinnutap danska þjóðarbúsins, sem hlýzt af þvi að rúmlega 100 þúsundir vinnufærra manna ganga atvinnulausir nemur að sjálfsögðu margfaldri þeirri upphæð, sem rikið greiðir i at- vinnuleysisstyrki. Mesta tjónið, sem hlýztaf atvinnuleysinu, er þó tvimælalaust fólgið i þeim dapur- legu andlegu áhrifum, sem fylgja þvi, að vinnufúst fólk fær ekkert verk að vinna, er samrýmist getu þess og starfslöngun. AAikið afrek Það eru ekki aðeins Danir, sem hafa búið við stórfellt at- vinnuleysi að undanförnu. Þetta gildir einnig um næstum allar ná- búaþjóðir okkar i vestri og austri að undanförnu. tsland má heita næstum undantekning að þvi leyti, að þar hafa allir getað haft nóg að vinna, er þess hafa óskað. Að þvi leyti hafa Islendingar varizt kreppunni, sem nú fer um löndin, betur en næstum flestar þjóðir aðrar. í sannleika sagt, er þetta mikið afrek, sem sjaldnast er nægilega á lofti haldið, þegar rætt er um stjórnarfarið i landinu. Þvi er ekki að neita, að það hef- ur kostað verulegt átak að halda uppi fullri atvinnu i landinu á þeim krepputimum, sem hafa rikt i heiminum um skeið. Það hefur orðið að gripa til gengis- fellinga og ýmissa fjárhagslegra aðgerða annarra, sem hafa haft nokkura kjaraskerðingu i för með sér. Reynt hefur verið að vega gegn þessari kjara- skerðingu með þvi að bæta sér- staklega hlut þeirra lægst- launuðu. Þrátt fyrir þessar aðgerðir, má fullyrða, að Is- lendingar búa um þessar mundir við betri kjör en þær þjóðir, sem búa við sósialiskt hagkerfi. Það er vissulega afrek að halda uppi slfkum lifskjörum og fullri at- vinnu á þeim tima, þegar stórfellt atvinnuleysi hefur herjað flest lönd. Öngþveitið í Bretlandi Efnahagsástandið versnar enn i Bretlandi. Samkvæmt siðustu verðlagsskýrslum hefur verðlag hækkað þar svo mikið siðustu sex mánuðina, að það svarar til um 30% hækkunar á ársgrundvelli. Þetta eru meiri verðhækkanir en áður eru dæmi um þar I landi. Á sama tima hefur atvinnuleysið aukizt og sterlingspundið fallið. Aðalorsök þessarar öfugþróunar er óróinn á vinnumarkaðnum, sem stafar m.a.' af skæruhernaði einstakra ve.rkalýðsfélaga. Margir gerðu sér vonir um, að þetta myndi lagast, þegar rikis- stjórn Verkamannaflokksins tókst á siðastliðnu ári að ná sér- stöku samkomulagi við heildar- samtök verkalýðsfélaganna um að kauphækkunum skyldi haldið i hófi gegn þvi að komið yrði fram tilteknum félagslegum umbótum. Þetta samkomulag átti meginþátt i þvi, að Verkamanna- flokkurinn vann umtalsverðan kosningasigur á siðastl. hausti. Menn treystu þvi að samkomu- lagið milli rfkisstjórnar hans og verkalýðssamtakanna myndi tryggja efnahagslega viðreisn. Þvi miður hefur þetta ekki orðið reyndin. Þrátt fyrir þetta sam- komulag hafa einstök verkalýðs- sambönd knúið fram miklu meiri hækkanir en samkomulagið milli rikisstjórnarinnar og heildar- samtakanna hafa gert ráð fyrir. Þrátt fyrir viðnámstilraunir ýmissa helztu verkalýðs- leiötoganna og sterkar viðvaranir ráðherra Verkamannaflokksins, heldur þessi skæruhernaður áfram og samkomulag rikis- stjórnarinnar við verkalýðs- hreyfinguna verður meira og meira hreint pappirsgagn. Samtimis þessu gerist það i Vestur-Þýzkalandi, að þar sjást ótviræð merki um bata. Þar er verkalýðshreyfingin samhent og hefur þvi getað mótað markvissa og hófsama heildarstefnu. Hún á þvi meginþátt i hinu svonefnda „þýzka undri” I efnahagsmálum. 1 Bretlandi eru skæruhernaður ósamstæðrar verkalýðs- hreyfingar hins vegar að leggja efnahagslifið i rúst. Byggðasjóður Þrátt fyrir vaxandi efnahags- öröugleika á flestum sviðum var á nýloknu þingi reynt að tryggja með ýmsum hætti áframhald þeirrar byggðastefnu, sem hafin var I tið rikisstjórnar ólafs Jóhannessonar. Þingið ákvað nýjar framkvæmdir i orkumálum og það stórefldi byggðasjóð. í umræðum, sem fram fóru i sam- einuðu þingi um Framkvæmda- stofnunina, upplýsti Tómas Árna- son m.a., að samkvæmt þeim lagaákvæðum, sem giltu um byggðasjóð á árinu 1974, myndi sjóðurinn ekki hafa getað lánað af eigin fé á þessu ári nema 330 millj. króna. Með ákvörðun að láta framlag rikissjóðs til Byggðasjóðs nema 2% af útgjöld- um á fjárlögum, mun Byggða- sjóður geta lánað af eigin fé á þessu ári um 1020 millj. króna. Þetta er vissulega mikill áfangi i byggðamálum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.