Tíminn - 25.05.1975, Síða 19
Sunnudagur 25. mai 1975
TÍMINN
19
r
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæindastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H.
Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Rit-
stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar
Í8300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — af-
greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I lausa-
sölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuöi.
Biaöaprenth.f.
v_____________________________________________J
Við voðans dyr
Meira en tuttugu togarar hafa legið bundnir við
bryggjur i sjö vikur. Jafnlengi hefur fjöldi fólks á
nokkrum stöðum i landinu ekki haft verkefnum að
sinna. Launatapið er orðið óskaplegt, framleiðslu-
tapið og gjaldeyristapið slikt hið sama. Samtimis
aukast gjaldeyrisskuldir þjóðarinnar hröðum
skrefum.
Sementsframleiðsla hefur stöðvazt með þeim
afleiðingum, að framkvæmdum i landinu i sumar
er ógnað, sér i lagi i þeim landshlutum, þar sem
ekki er nema upp á skammvinna sumarmánuði að
hlaupa til steypuvinnu. Á hinn bóginn er brýn
nauðsyn á þvi að hraða orkuvirkjun — ekki
einungis vegna þess, hve oliuverð er nú hátt, held-
ur einnig af þvi, að allt bendir til þess, að það muni
enn hækka til muna innan tiðar.
Áburðarvinnsla liggur niðri, og bændur i Faxa-
flóabyggðum og á Suðurlandi hafa ekki fengið
nema helming þess áburðar, sem þeir þurfa að
nota. Það mun valda þungum búsifjum, fái þeir
ekki áburðinn — eða þá svo seint, að hans verða
ekki nema hálf not.
í ofanálag á þetta hefur Alþýðusamband íslands
hvatt verkalýðsfélögin til þess að afla sér verk-
fallsheimildar frá og með ellefta degi júnimánað-
ar. Þar eru sextán til seytján dagar til stefnu.
Þá gera opinberir starfsmenn, bæði innan
Bandalags starfsmanna rikis og bæja og samtaka
háskólamenntaðra manna, tilkall til hærri launa
en þeir nú hafa. Hið sama er að segja um fleiri
starfshópa heldur en hér er rúm til þess að nefna.
Allt gerist þetta samtimis þvi, að verulega
kreppir að, og minna er til skiptanna en verið hef-
ur. En til þess er hvergi litið. Hver hópur um sig
beinir orku sinni að þvi að draga þá burst úr nefi
samfélagsins, að hlutur hans verði sem beztur,
þótt afleiðingin hljóti að verða sú, þegar allar
kvislar falla að sama ósi, að þjóðfélagið rambi á
barmi upplausnar. Verzlunarfyrirtækin vilja hafa
sem frjálsastar hendur um innflutning og álagn-
ingu — launafólkið, hvar i stétt sem er, vill fá
hærra kaup — atvinnurekendur vílja, að sinn hlut-
ur verði gerður betri. En það hefur aldrei verið
framkvæmanlegt að gera allt fyrir alla, og er ekki
frekar nú en endranær. Og efnahagslegt heljar-
stökk út i óvissuna er ekki liklegt til farsældar.
Þetta verða landsmenn að sætta sig við, ef þeir
vilja ekki feta þann veg hörmunga og lægingar,
sem fylgir fjármálalegu öngþveiti. Menn verða að
sætta sig við að hafa úr minna að moða en verið
hefur á undanförnum árum. Þeir verða að læra að
kaupa ekki hvað sem er af þvi einu, að hugurinn
kann að girnast það. En jafnframt er þeirrar
skyldu að gæta, að enginn sé svo afskiptur, að
hann sé dæmdur til örbirgðar.
Við vitum ekkert, hvenær viðskiptavogin i ver-
öldinni kann að sveiflast okkur i hag. Á þvi getur
orðið bið. Hin blindu viðskiptalögmál eru dutt-
lungafull eins og veðurlagið og þjóðirnar sundur-
þykkar. í okkar valdi stendur aftur á móti að gæta
þess sem bezt, að hlutfallslega nógu margir stundi
arðgæf framleiðslustörf, þvi að þau eru uppspretta
alls, sem til skipta er i landinu.
— JH
Grein úr Aftenposten, Osló:
Uggvænleg skýrsla
um framtíðarhorfur
Sambúð ríkra og fótækra þjóða fer versnandi
Boumidienne, forseti /-.lsir, er einn skeleggasti talsmaöur
þróunarlandanna.
EKKI er að finna mörg upp-
örvandi orð i nýjustu skýrslu
hinnar alþjóðlegu stofnunar til
athugana á vigbúnaði (CIISS).
Skýrsla þessi var birt 9. mai
s.l. og fjallar fyrst og fremst
um yfirlit vigbúnaðar árið
1974, en. þar er þó einnig
skyggnzt nokkuð fram á veg-
inn. Þykir syrta verulega i ál-
inn að þvi er tekur til aðstöðu,
vilja og getu mannkynsins til
þess að komast hjá átökum og
almennum hörmungum.
Stofnunin hefur aðsetur i
London og nýtur meira álits en
nokkur annar aðili, sem fjall-
ar um athugun á vigbúnaði,
enda ná athuganir hennar til
allrar heimsbyggðarinnar. Til
þessa hefur stofnunin verið
kunnust fyrir árlegt yfirlit sitt
um hernaðarjafnvægið.
I HINNI nýju skýrslu stofn-
unarinnar segir meðal annars
um árið 1974:
„Þegar litið er um öxl til
einstakra atriða, sem mestum
áhyggjum hafa valdið, ber
hæst óvissuna um, hvort hið
alþjóðlega samfélag reynist
þess umkomið að móta reglur
til varðveizlu friðar og vel-
megunar, eða með öðrum og
hógværari orðum sagt, að
virða vopnahlé og lifa af efna-
hagslega.”
Skýrslan er i heild litt upp-
örvandi, eins og áður er sagt,
en þó má lita svo á, að nokk-
urrar bjartsýni gæti i inn-
ganginum. Þar er sagt, að
þrátt fyrir öll vonbrigði,
kreppur og breytingar, hafi á-
sannazt, að minna hafi orðið
úr hörmungum og alþjóðlegu
stjórnleysi á árinu 1974 en
margir höfðu spáð.
1 þeim hluta skýrslunnar,
þar sem fjallar um framtið-
ina, er gert ráð fyrir versn-
andi horfum i flestum efnum.
Stofnunin telur árið 1974 loka-
ár þess timabils, sem hófst
fyrir 1950. Eins konar milli-
bilsástand er talið hafa rikt
siðast liðiö ár, en siðan hljóti
að taka við ný skipan i ýmsum
efnum, og til hennar fari senn
að taka i fullri alvöru.
MEÐAL þeirra nýju áhrifa-
þátta, sem stofnunin gerir ráð
fyrir að senn fari að gæta i
mjög auknum mæli á alþjóða
vettvangi, má nefna hafrétt-
arráðstefnuna, sem hefur ekki
enn borið tilætlaðan árangur.
Þar er um að ræða mörg mjög
brýn og þungvæg hagsmuna-
mál afar margra þjóða og
snerta þau bæði efnahag,
tækni, vigbúnað og hernaðar-
aðstöðu.
Arekstrarnir milli fátækra
þjóða og rikra i heimi hér, og
milli oliusölurikja og oliu-
kauparikja, eru hvað mest á-
berandi. Stofnunin nefnir I
þessu sambandi alþjóðlegu
orkumálasamtökin, en ekki
hefur enn komið fram, hvers
þau kunna að reynast megn-
ug. Ókyrrðar og kreppu i efna-
hagsmálum gætir mikið og
viða, og á það sinn þátt i
versnandi horfum, en gert er
ráð fyrir, að áhrif þess eigi
eftir að verða enn tilfinnan-
legri en orðið er. Svipuðu máli
gegnir um erfiðleikana á að
sjá tugmilljónum sveltandi
manna fyrir nægilegum mat.
Sérstök áherzla er á það
lögð i skýrslunni, að hér kunni
að reynast erfiðara um úr-
lausnir en séð verður að svo
stöddu. Fjarri fari að vitað sé,
hvort þær ráðstafanir, sem
þegar er búið að fitja upp á,
muni hrökkva til þess að af-
stýra alvarlegri kreppu og
beinu vandræðaástandi.
HÆTTAN á aukinni útbreiðslu
kjarnorkuvopna er einn þeirra
þátta, sem hlýtur að hafa
mjög mikil áhrif á framtiðar-
horfurnar i alþjóðamálum
yfirleitt. Indverjar sprengdu
sina fyrstu kjarnorkusprengju
fyrir tæpu ári. óliklegt kann
að viröast, að þeir komi sér
upp eiginkjarnorkuvigbúnaöi,
en sú hætta er eigi að siður
fyrir hendi. Aðrar þjóðir
kunna svo að feta i fótspor
Indverja áður en varir, og þá
er orðin næsta litil stoð I sam-
komulaginu, sem átti að koma
i veg fyrir fjölgun þeirra
þjóða, sem yfir kjarnorku-
vopnum ráða. Meðal þeirra
þjóða, sem liklegt má telja að
eignist næst eigin kjarnorku-
vopn, eru til dæmis tsraels-
menn og annaðhvort Egyptar
eða önnur Arabaþjóð, sem
efalitið kæmi fast á hæla Isra-
elsmanna.
Skýrslan lýsir mikilli svart-
sýni á framvinduna i deilum
rikjanna fyrir botni Miðjarö-
arhafsins. Hafa þurfi hraðan
á, ef takast eigi að koma á
sáttum i tæka tið. Henry Kiss-
inger, utanrikisráðherra
Bandarikjanna, tókst árið 1974
að halda hinu tvisýna vopna-
hléi við lýði. Starfsmenn
stofnunarinnar telja allar
horfur á, að úrslitin hljóti að
ráðast annaðhvort á þessu ári
eða árinu 1976.
tbúar Arabarikjanna biða ó-
þolinmóðir eftir áþreifanleg-
um árangri. Þeir telja sig hafa
sigrað i Októberstyrjöldinni
og vænta eðlilegs framhalds
þess sigurs. Aðstaða Banda-
rikjamanna til að bera klæði á
vopnin mun versna verulega á
árinu 1976 vegna forsetakosn-
inganna. Skelli ný styrjöld á i
löndunum fyrir botni Miðjarð-
arhafsins, er afar mikil hætta
á, að þar verði reynt eitthvað
af þeim nýju vigvélum, sem
Bandarikjamenn og Sovét-
menn hafa veriö að reka
smiðshöggið á undangengin
ár.
HÆTTAN á átökum milli risa-
veldanna er flestum ofar i
huga en allt annað, en ekki
veröur annað sagt, en að
skýrslan lýsi bjartsýni hvað
þessa hættu áhrærir. Ekki er
talinn teika neinn vafi á, að
Sovétmenn telji sinum hag
bezt borgið með þvi að halda
friðinn. Þeir hafa enn mikinn
hug á að auka viðskipti sin við
Vesturlandamenn. Um þetta
segir til dæmis i skýrslunni:
„Þegar horft er til næstu
framtiðar, eða meðan núver-
andi leiðtogar i Moskvu ráða
ferðinni (og að öllum likindum
einnig þeir, sem við taka af
þeim), eru langmestar likur á,
að afstaða Sovétmanna hald-
ist óbreytt, reynt verði að
draga úr spennu og bæta sam-
búðina við Bandarikjamenn.
Ekki verður heldur séð, að um
aðra leið geti orðið að ræða.
Sovézkt efnahagslif þolir
naumast þá raun, sem af nýju
og auknu vignúnaðarkapp-
hlaupi hlyti að leiða. Auk þess
hljóta Moskvumenn að lita svo
á, að veruleg áreitni i alþjóða-
málum muni fremur þjappa
Vesturlandamönnum og aðil-
unum að Atlantshafsbanda-
laginu saman en valda sundr-
ungu i stjórn- og hermálum”.
Um þetta má með sanni
segja:
„Fátt er svo með öllu illt, að
ekki boði nokkuð gott”.