Tíminn - 25.05.1975, Síða 24
24
TÍMINN
Sunnudagur 25. mai 1975
Höfundur: David Morrell
Blóðugur
hildarleikur
28
hugleiða hvers konar barn við Bea hefðum eignazt — ef
við hefðum getað það.
Honum sveið þetta. Það var eins og hann hefði aðeins
verið þurfandi barn látins vinar í augum Orvals. Hann
gat ekki sætt sig við það. Hann efaðist um sjálfan sig
eftir að Anna fór. Nú var hann að tala um hana. Teasle
fann, að hann varð að vekja máls á þessu í eitt skipti
fyrir öll.
— Áður en við komum til ykkar i mat — um síðustu jól,
litum við inn hjá Sinqleton oq fenqum okkur í olas.Éa
horfði á börnin hans tvö og andlit þeirra er þau fengu
gjaf irnar. Þá hugsaði ég með mér, að það væri ef til vill
gott aðeiga barn. Það kom mér á óvart að ég skyldi vilja
barn á mínum aldri. HÚN varð svo sannarleaa undrandi.
Við ræddum málið en hún sagði alltaf nei. Líklega hef
ég gengið of langt. Hún hef ur sennilega borið mig saman
við þau vandræði, sem hljótast myndu af barninu. Svo
fór hún. Það hljómar kannski fáránlega, en þó ég geti
varla sof ið, og óski þess að hún komi aftur — er ég eigin-
lega feginn að hún skyldi fara. Nú er ég aftur einn míns
liðs. Engar deilur. Ég get gert það sem ég vil — þegar ég
vil. Ég þarf ekki að afsaka mig ef ég kem seint heim og
missi af kvöldmatnum. Ég get farið út ef mér sýnist svo
og elt kvenfólk. Stundum finnst mér, að það versta við
burtför hennar verði kostnaðurinn við skilnaðinn. Samt
sem áður get ég tæplega lýst því, hvað ég þarf nast henn-
ar mikið. 1
í kuldanum sást loftið, sem hann andaði frá sér. Há-
vaðinn í f uglunum var nú mangaðri en áður. Hann horfði
á Orval soga að sér síðasta reyk sígarettunnar. Glóðin
snerti fingur hans. Liðamótin voru hnýtt og gulnuð af
tóbaksreyk.
— Hvað með náungann, sem við erum að elta, sagði
Orval. Lætur þú þetta allt bitna á honum.
— Nei.
— Ertu viss?
— Það veiztu vel. Ég beiti ekki meiri hörku en ég þarf.
Þú veizt jafn vel og ég, að friður helzt í bænum af því
smámunirnir eru undir aga og stjórn Það er ekkert hægt
að gera til að fyrirbyggja rán eða morð. Ef einhver f inn-
ur hjá sér brennandi þörf til slíks — gerir hann það. En
smámunirnir skapa bæinn. Þú getur haft hönd í bagga
með þeim. Ef ég hefði brosað og gleypt allt sem pilturinn
bauð mér upp á — hef ði það komizt upp í vana hjá mér að
kyngja því sama frá öðrum af sama sauðarhúsi. Innan
skamms hefði ég leitt hlutina hjá mér. Ég var að hugsa
um minn hag engu síður en hans. Ég get ekki leyft mér
að slaka á aganum. Ég get ekki haldið uppi lögum og
reglum í eitt skiptið, en ekki það næsta.
— Samt ertu anzi æstur að elta hann uppi, þrátt fyrir
það að þínum hluta starfsins sé lokið. Þetta er mál rikis-
lögreglunnar núna.
— En hann drap einn af starf smönnum mínum. Það er
skylda mín að handsama hann. Mitt lögreglulið má vita,
að ég svífst einskis til að hafa hendur í hári þeirra, sem
vinna því mein.
Orval leit á sígarettustubbinn í hönd sinni, kinkaði kolli
og fleygði honum í logana.
Það var að birta. Tré og runnar sáust greinilega. En
þetta var ekki raunveruleg dögun. innan skamms mundi
aftur dimma yfir. Síðan kæmi sólin upp og allt yrði
greinilegt á ný. Teasle hugsaði með sér, að nú gætu þeir
verið komnir á fætur og af stað. Hvað var orðið af
Singleton með liðsaukann og vistirnar? Hann hefði átt að
vera kominn fyrir hálfri stundu. Kannski hafði eitthvað
farið úrskeiðis í bænum. Ef til vill hafði ríkislögreglan
hindrað för hans. Teasle rótaði til í bálinu. Loginn jókst.
HVAÐ VAR ORÐIÐ AF HONUM?
Þá heyrði hann geltið í hundinum langt inni í skógin-
um. Hundarnir, sem bundnir voru við tréð hjá Orval ó-
kyrrðust. Þeir voru f imm talsins og höfðu legið vakandi
á maganum og starað á Orval. Nú voru þeir staðnir upp.
Þeir voru æstir og gjömmuðu.
Orval hastaði á þá. Hundarnir litu á hann og þögnuðu.
Herðakambur þeirra titraði.
Ward, Lester og ungi lögreglumaðurinn byltu sér sof-
andi. Þeir lágu þétt við bálið og sveipuðu um sig ábreið-
unum. Ward rumskaði.
— Eftir augnablik, sagði Lesster, sofandi.
í fjarska heyrðist hundurinn aftur gjamma. Þó var
hann aðeins nær. Hundar Orvals drápu tittlinga og
endurguldu gjammið af ákafa. Orval hastaði á þá. —
Setjist.
En þeir horfðu þangað sem gjammið heyrðist. Nasa-
vængir þeirra titruðu.
— Setjist, sagði Orval skipandi. Þeir hlýddu hægt og
treglega.
Ward engdist undir ábreiðunni með hnén við br jóst sér.
— Hvað er að? Hvað er að gerast?
— Fótaferðatími, sagði Teasle.
Lester hváði og skalf. — Hvílíkur kuldi.
— Fótaferðatími.
— Eftir andartak.
Þvi notaöir þú
ekki byssu þina
Geiri?
/Ég veit hvernijpV' Ég reyni aö fá taPS „Eöa hetjuý" Akkiles? Þekkir
þessu striöi lauk. af Agamemnon kon þeirra Akilles þú mig meö
A ungi eöa ódysseif.'
Þaö er erfitt og hættulegt
aö vera alltaf aö hjálpa
. öðrum.
&g veitaðfúlklifiri ^
jörumheimien viðhér, 1
|eðlilegu liferni. Langar þig’
; að prófa það? y®
viðurkenna það
,en svariö er já,
L't Guran. ,—
Ertu orðinn
þreyttur á a
lifa svona li
Dreki?
PÞvi^
heldur
þú það
Guran?,
A morgun:
Hættir Dreki?
Sunnudagur
25. mai
8.00 Morgunandakt. Herra
Sigurbjörn Einarsson bisk-
up flytur ritningarorð og
bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög.
9.00 Fréttir. Útdráttur úr for-
ustugreinum dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar.
11.00 Messa i safnaðarheimili
Grensássóknar. Prestur:
Séra Halldór S. Gröndal.
Organleikari: Jón G. Þórar-
insson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.15 Leitin að nýju Islandi.
Siðari hluti dagskrár um að-
draganda og upphaf vestur-
ferða af Islandi á 19. öld.
Bergsteinn Jónsson lektor
tekur saman. Flytjandi
ásamt honum: Sveinn
Skorri Höskuldsson prófess-
or.
14.20 Pianókonsert i a-moll op.
54 eftir Schumann. Justus
Frantz og Sinfóniuhljóm-
sveit finnska útvarpsins
leika. Kari Tikka stjórnar.
— Frá tónlistarhátið i Hel-
sinki I september.
15.00 Landsleikur í knatt-
spyrnu: tsland-Frakkland.
Jón Asgeirsson lýsir siðari
hálfleik á Laugardalsvelli.
15.55 Ilarmonikulög. Egil
Hauge og félagar hans
leika.
16.15 Veðurfregnir. Fréttir.
16.25 Alltaf á sunnudögum.
Svavar Gests kynnir lög af
hljómplötum.
17.15 Barnatimi: Ágústa
Björnsdóttir stjórnar. Selur
sefur á steini. — Fluttar frá-
sagnir af selum, m.a. les
Sigurður Grétar Guð-
mundsson „Lubba’ eftir Ey-
stein Gislason og Sigrún
Sigurðardóttir les „Sel i
sumarleyfi” eftir Halldór
Pétursson.
18.00 Stundarkorn með búlg-
arska bassasöngvaranum
Nicolaj Ghjauroff. Tilkynn-
ingar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Molar úr dulfræðum
miðalda. Sigvaldi Hjálm-
arsson flytur erindi.
19.50 Sinfóniuhljómsveit ts-
lands leikur I útvarpssal.
Stjórnandi: Páll P. Pálsson.
a. Forleikur að „Hollend-
ingnum fljúgandi” eftir
Wagner. b. Intermezzo eftir
Mascagni. c. Ensk þjóð-
lagasvita eftir Williams.
20.20 Frá árdegi til ævikvölds.
Nokkur brot um konuna i is-
lenzkum bókmenntum.
Annar þáttur: Þjóðlag. —
Gunnar Valdimarsson tekur
saman þáttinn. Flytjendur
auk hans: Helga Hjörvar,
Grimur M. Helgason og Úlf-
ur Hjörvar.
21.05 Kvennakór Suðurnesja
syngur i útvarpssal. Söng-
stjóri: Herbert H. Agústs-
son. Einsöngvarar: Elisa-
bet Erlingsdóttir og Rósa
Helgadóttir. Undirleikarar:
Ragnheiður Skúladóttir,
Hrönn Sigurmundsdóttir og
Sigriður Þorsteinsdóttir.
21.40 „Bcrnskusumar”, smá-
saga eftir Jóhönnu Bryn-
jólfsdóttur. Höfundur les.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög.
Hulda Björnsdóttir dans-
kennari velur lögin.
23.25 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Mánudagur
26. mai
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05: Valdimar örnólfsson
leikfimikennari og Magnús
Pétursson pianóleikari (alla
virka daga vikunnar).
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. landsmálabl.), 9.00
og 10.00. Morgunbæn kl.
7.55: Séra Þorbergur Kristj-
ánsson flytur. Morgunstund
barnanna kl. 8.45: Sigriður