Tíminn - 25.05.1975, Qupperneq 26

Tíminn - 25.05.1975, Qupperneq 26
26 TÍMINN Sunnudagur 25. mal 1975 iUmsjón: Sigmundur ó. Steinarssoni Bjarni Felixson. Magnús Sigurjónsson. Ævar Pálmi. Ólafur Agústsson. Páll Heiöar Jónsson. Regina Bergs. Þau svara TÍMA-spurningu: Ólafur Þóröarson. Einar Magnússon. Erlendur Hauksson. HVERNIG FER LANDSLEIKURINN? GUÐMUNDUR ÞóRÐARSON, leikmaður með Breiðablik: „Eg er ánægður með valið á landslið- inu, en það þýðir ekki að bjóða á- horfendum upp á algjöran varn- arleik. Leikurinn verður þungur, þar sem Laugardalsvöllurinn er mjög slæmur. Ég spái þvi, að Frakkarnir vinni — 2:1.” ÆVAR PALMI, lögregluþjónn: „Ég tel að landsliðið sé mjög gott, sérstaklega þar sem búið er að ná i knattspyrnumennina okkar frá útlöndum — þá Einar Geirsson, Asgeir Sigurvinsson og Jóhannes Eðvaldsson. Það er erfitt að spá úrslitum — en ætli leikurinn endi ekki með jafntefli (0:0!.” MAGNÚS SIGURJÓNSSON, knattspyrnuunnandi og áhang- andi Vals: „Leikurinn? — við vinnum 2:0. Ég er búinn að sjá fyrra markið okkar fyrir mér. Knötturinn hafnar efst uppi i vinstra horninu á markinu. Óvænt mark, þvi að allir héldu að knötturinn myndi fara fram hjá markinu. Ég er ekki enn búinn að sjá siðara markið fyrir mér.” JÓN ERLENDSSON, fyrrum for- maöur landsliösnefndar karla I handknattleik: „Ég held að þetta hljóti að ganga vel hjá strákun- um. Ég vona það bezta og spái jafntefli — það verða skoruð mörk I leiknum. Ég er ekki hrif- inn af varnarleik, en verður ekki oft að gera það, sem ekki er skemmtilegt?” ÓLAFUR AGÚSTSSON, lögfræö- ingur: „Strákunum tekst að hanga i jöfnu —1:1. Annars er ég ekki ánægður með landsliðið — Kristinn Björnsson úr Val á tvi- mælalaus heima i liðinnu, hann hefði getað hresst upp á framlin- una.” ARNI JOHNSEN, þjóðlagasöngv- ari frá Vestmannaeyjum, með meiru: „Það er á hreinu, að við vinnum leikinn — 3:1, en þá má alls ekki leika varnarleik. Asgeir Sigurvinsson (2) og Matthias Hallgrimsson skora mörkin, ég læt siðan Frökkunum eftir, að bit- ast um það hver skorar þeirra mark.” SIGl/RnóR SIGURDÓRSSON, blaðamaður við Þjóðviljann: „Það er ekki hægt að búast við of miklu, þvi að af okkar hálfu verður leikinn varnarleikur, sem endurspeglast i þeirri knatt- spyrnu, sem erlendu þjálfararnir hafa verið að láta félagslið okkar leika — 8 menn i vörn og 2 frammi. Sem varnarlið er lands- liðið mjög gott, það vantar aðeins Einar Gunnarsson i vörnina, svo að liðið verði fullkomið varnarlið. Ég er ávallt bjartsýnn — við töp- um 0:2.” REGÍNA BERGS, kennari: „Ég hef engan áhuga á knattspyrnu. Ætli leiknum lykti ekki með jafn- tefli - 1:1.” BJARNI FELIXSON, formaður knattspyrnudeildar KR og fyrr- verandi formaður Iandsiiðsnefnd- arinnar i knattspyrnu: „Það má búast við skemmtilegum leik. Það er allt i lagi að hugsa um varnarleik, en það má ekki ein- göngu hugsa um hann og leika hann stift. Það á að vera i lagi að þreifa á Frökkunum og sina þeim i tvo heimana. Að minu áliti vant- ar fleiri framlinuspilara I Jands- liðið — það hefði verið allt i lagi að hafa þá til taks. Ætli úrslitin verða ekki jafntefli — 1:1. EINAR MAGNÚSSON, landsliðs- maður i handknattieik: „Það eru engir byrjendur, sem við eigum i höggi við og þess vegna er slæmt að leika gegn þeim núna, þegar keppnistimabilið er að byrja hjá okkur, en enda hjá þeim. Ég er ánægður með liðið, sem er skipað nær sömu leikmönnum og léku með liðinu i fyrra. Það má alls ekki leika stifan varnarleik, sér- staklega þar sem við leikum á heimavelli. Ég er bjartsýnn og spái jafntefli — ég vona að eitt eða tvö mörk verða skoruð, það væri skemmtilegra.” KARL HARRY SIGURÐSSON, bankastarfsmaður: „Ég er ekki ánægður með liðið, þar sem ég er algjörlega á móti varnarleik. Ég skil ekki hvað erlendu þjálfararn- ir meina með öllum þessum varnarleik, sem þeir eru nú að innleiða i knattspyrnuna hér. Knattspyrnan er ekki það góð hjá okkur um þessar mundir, að það þurfi að vera að innleiða varnar- leik hér, þar sem sóknarleikur ræður nú rikjum alls staðar i heiminum. Ég er bjartsýnn á úr- slit leiksins — Frakkarnir vinna sigur 0:2.” ERLENDUR HAUKSSON, mat- sveinn: „Ég vona að landsliðið leiki ekki varnarleik gegn Frökk- unum. Við eigum það góða knatt- spyrnumenn, að ekki á að þurfa að beita varnarleik og það á heimavelli. — Ég hef trú á þvi að leikurinn verði góður og skemmtilegur og sé ég ekkert þvi til fyrirstöðu, að okkur takist að vinna sigur yfir Frökkunum — 2:1. — Hverjir skora mörkin? Þvi er fljótsvarað, Elmar Geirsson skorar bæði.” ÓLAFUR ÞÓRÐARSON, hinn kunni skemmtikraftur úr Rló- trióinu: „Þetta verður gifurlega skemmtilegur leikur. Svo verður dómurunum kennt um það, þegar islenzka liðið tapar. Ég vona samt að við vinnum sigur yfir Fransmönnunum.” PALL HEIÐAR JÓNSSON, fréttamaður hjá útvarpinu: „Nei, ég skal svara öllu öðru en þessu. Ég hef alls engan áhuga — skiptir þétta einhverju máli?” Myndir: GUNNAR Karl Harry. Arni Johnsen. Guðmundur Þórðarson. Sigurdór Sigurdórsson. Jón Erlendsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.