Tíminn - 25.05.1975, Síða 27

Tíminn - 25.05.1975, Síða 27
Sunnudagur 25. mai 1975 T/T/ririT TÍMINN 27 íslenzku landsliðsmennirnir verfta að beriast eins oa li — ef þeim á að takast að klekkja á Frökkum d Laugardalsvellinum í dag on Það væri að bera i bakkafull- an lækinn, að fara að fjölyrða um fyrstu leikina i tslandsmót- inu i knattspyrnu. Þvi hafa lesendur blaða og óánægðir áhorfendur vafaiitið fengið nóg af. Til þess að setja kommuna yfir „núllið’’ um helgina, ætla ég að rabba örlltið um þessa söguiegu helgi. Nokkur atriði verða þá helzt minnisstæð. Aldrei áður hefur sézt eins mik- ill varnarleikur i 1. umferð tslandsmóts. Sjaldan hafa gefizt eins frá tækifæri til marka- skorunar og ALDREI eins ,,fá” mörk skoruð. Þá vakti það at- hygli mina með fullri virðingu fyrir vini minum Þorsteini Ólafssyni, að markvörður skyldi vera álitinn eiga meiri möguleika á að skora úr vita- spyrnu, heldur en sóknarmað- ,ur! Ég hef engan áhuga á þvi að elta ólar við einn eða neinn i þessum pistlum, en vil gjarnan gagnrýna það sem ég álit miður fara og greina frá þvi sem vel er gert. Vona ég að hvorki þjálfar- ar, íslenzkir, jafnt sem erlendir, leikmenn og aðrir taki skrif min óstinnt upp. Þvi sfðastur manna vildi ég upphefja leiðindi. Uppbygging knatt- spyrnunnar Flestir vita að góða knatt- spyrnu skal skipuleggja frá grunni, þ.e. frá markverði til fremsta manns. Fyrst skal þjálfari skapa góðan varnar- leik, fikra sig siðan áfram og loks blása til orustu eins og góð- um hershöfðingja sæmir. Likj- um knattspyrnunni við hús- byggingu. Byrjað á stöplum, slegið upp og steypt. Við erum i dag með húsið fokhelt! Látum ekki deigan siga, þvi fjármagn- ið er fyrir hendi, og efnið er mjög gott, sem við byggjum úr. Höldum þvi áfram og ljúk- um verkinu i sóknarhug. Til umhugsunar er, hvort at- vinnuþjálfararnir leggi metra upp úr varnarleik en áður hefur verið. Markaskorun i 1. umferð 1. deildar tslandsmótsins hefur verið eftirfarandi undanfarin ár. erl. þjálf. 1971 13 m örk 0 1972 13 m örk 0 1973 12 m örk 2 1974 Gmörk 7 1975 1 mark 6 Þjálfarar islenzku liðanna vita vafalaust miklu betur en ég, hvernig skipuleggja þarf sóknarknattspyrnu. En þvi ekki að byrja strax? Erlendu þjálfararnir koma allir frá föðurlandi knatt- spyrnunnar og hafa örugglega mismunandi hugmyndir um uppbyggingu og árangursrikan leik. Hvers vegna fara þeir ekki sinar eigin leiðir og framkvæma áform sin? Þannig yrðu liðin ólikari hvort örðu og knatt- spyrnan og leikaðferðirnar fjöl- breyttari og skemmtilegri fyrir áhorfendur. Taka mætti einnig upp þá nýbreytni, sem Frakkar og fleiri þjóðir hafa byrjað með, þ.e. gefa aukastig ef líð skorar meira en þrjú mörk I leik. Mikill áhugamaður um knattspyrnu sagði við mig, að einfalt væri að auka sóknarleikinn. „Fækka bara mönnum eins og á stóru togurunum”. Og að lokum um þetta mái: „Eitthvað er sem veldur, að fólkið vill sóknina heldur”. Úrslit fyrstu leikjanna Hinir ungu F.H.-ingar sem ásamt liði I.B.V. leika einna mestan sóknarleik, tóku væng- brotna Framara i hálfgeröa kennslustund og sigrufju verð- skuldað! Þeir sýndu mpð þess- ari frammistöðu, að eigin lið skyldu vanmeta þessa ungu og skemmtilegu knattspyrnu- menn. Mark þeirra skoráði mið- herjinn Leifur Hclgason og er hann nú lang-markhæstur f ts- landsmótinu með samtals eitt mark.en öll liðin hafa nú leikið! Erkifjendurnir, KR-ingar og < —...... m. LANDSLIÐSHÓPURINN var á æfingu á nýja grasvellinum i Kópavogi á föstudagskvöldið. (Timamynd Gunnar). Skagamenn gerðu jafntefli á Skipaskaga i þófkenndum leik. öðru visi mér áður brá! Valsmenn heimsóttu Keflvik- inga og i miklum baráttuleik á 20 metra svæði varð jafntefli. Tækifæri voru fá, en helzt bar til tiðinda að markverði Keflvik- inga brást bogalistin i vita- spyrnu. Skot hans var þó engu að siður með afbrigðum glæsi- legt. Það hefði verið eftir gangi fyrstu leikjanna, að markvörð- ur væri markhæstur! Eyjamenn sóttu mjög i leik sinum, en sem sönnum Viking- um sæmdi gáfu þeir ekkert eftir og markalaust jafntefli varð staðreynd. ÁFRAM ÍSLAND I dag leika Islendingar sinn fyrsta landsleik á árinu og mæta þá Frökkunt i Laugardal. Astæða er til að hvetja fólk til að fjölmenna og styðja við bak okkar manna, þvi Frakkar eru nú þegar orðnir eitt af stórveld- unum i knattspyrnunni. Persónulega er ég ntjög bjart- sýnn á úrslitin og að við náurn með góðum leik a.m.k. jafntefii. Munar þar mest um tilkomu þeirra Ásgeirs Sigurvinssonar, Jóhannesar Eðvaldssonar og Elmars Geirssonar I.Iiðið. Þess- ir menn munu eflaust mynda þann kjarna, sem hverju lands- liði er nauðsynlegur, ásamt Sigurði Dagssyni og Guðgeiri Leifssyni. Að öðru leyti sýnist mér liðið vera mjög vel valið og til alis liklegt. Ég ætla þá að lok- um að óska strákunum góðs gengis i leiknum og veit að þeir ganga ótrauðir frant til barátt- unnar með samstillingu og sigurvilja i huga. Þá þarf engu að kviða. Kveðja. „FÆKKA BARA EINS OG Á STÓRU TOGURUNUM" Landsleikurinn gegn Frökkum i dag er fyrsti landsleikurinn hjá íslendingum eftir hið frækilega jafntefli (1:1) gegn A-Þjóðverjum i Magdeburg. islenzku leikmenn- irnir eiga erfiða raun framundan, þvi að flestir ætlast til að þeir fylgi jafnteflinu gegn A-Þjóðverj- um eftir og sýni Frökkum I tvo heintana. Það verður erfitt fyrir okkar beztu knattspyrnumenn, sem eru að hefja keppnistimabil- ið, þvi að Frakkar eru nú I topp- æfingu og þeir eru að ljúka keppnistimabilinu hjá sér. En Á vellinum með hvað um það, hinir fjölmennu knattspyrnuunnendur hafa mikla trú á landsliðsmönnunum okkar og þeir krefjast þess af landsliðs- mönnunum, að þeir berjist eins og grenjandi ljón á Laugardals- vellinunt I dag, og þeir stefni óhikað að sigri. Umhelgina hafa landsliðsmenn okkar verið i æfingabúðum á Þingvöllum og að Laugarvatni undir stjórn landsliðsþjálfarans Tony Knapp.Knapp er örugglega búinn að leggja þeim reglurnar og þeir mæta óhræddir til leiks. Nú eru uppi miklar getgátur um það, hvernig landsliðið verður skipað i dag — hvaða leikmenn byrja leikinn gegn Frökkum. tþróttasiðan ætlar hér til gamans að stilla landsliðinu upp, eins og hún hefur trú á, að liðið verði. Miklar likur eru á þvi, að Sigurð- ur Dagssonverji markið, þar sem hann hefur reynsluna fram yfir Arna Stefánsson,nýliðann i hópn- um. Þá má búast við að aftasta vörnin verði skipuð sömu leik- mönnum og léku i liðinu sl. keppnistimabil — þeim Jóni Péturssyni og Gisla Torfasyni sem bakvörðum og þeir Jóhannes Eðvaldssonog Marteinn Geirsson sjái um miðjuna. Það er erfiðast að segja um, hvaða leikmenn verða á miðjunni, en miklar likur eru á þvi, að þeir Ásgeir Sigur- vinsson, Guðgeir Leifsson, Grétar Magnússon og Elmar Geirsson byrji á miðjunni, en þeir Elmar, Ásgeir og Guðgeirgeta allir tekið virkan þátt i sóknarleiknum. Skagamennirnir Teitur Þórðar- son og Matthfas Hallgrimsson verða þá i fremstu viglinu, tilbún- ir að taka við sendingum frá Guð- geiri og Ásgeiri, sem verða svo kallaðir matarar, og Elmar bregður sér fram, þeim til að- stoðar. Miklar likur eru á því, að tvær breytingar verði gerðar á liðinu i leiknum og læðist þá að sá grun- ur, að Keflvikingunum ólafi Júliussyni og Karli Hermanns- syniverði hleypt inn á. En hvað um það, þetta er bara getgáta. Að sjálfsögðu stillir Tony Knapp liðinu upp, eins og honum þykir rétt. Hann hefur oft sýnt það, að hann kann að tefla sinum mönnum fram, þar sem það á við hverju sinni. tþróttasiðan óskar landsliðs- mönnunum góðs gengis i leiknum i dag og vonar að þeir geti klekkt á Frökkunum. Og áhorfendur mega ekki gleyma sinu hlutverki — þeir verða að hvetja strákana. ÁFRAM tSLAND. LEIFUR HELGASON...er nú lang-markhæstur i tslandsmót- inu, eftir fyrstu umferðina.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.