Tíminn - 10.06.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.06.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 10. júni 1975 Síðasta listaverk Faxaborg GK afla- hæst í Norðursjónum bræðslu, en hjá sumum skipunum var hluti aflans makrill, eða 9,7 lestir að verðmæti 560.244.00 kr. Aflahæsta skipið nú er Faxaborg GK með 492,5 lestir, að verðmæti 13.921.119.00 kr.,en meðalverð pr. kg. var kr. 28.27. Fifill GK er ann- ar með 318,9 lestir að verðmæti 12.983.929.00 meðalverð 40.71 kr. Þriðja hæsta skipið er Súlan EA meö 213.5 lestir, verðmæti 10.460.432.00, meðalverð 48,99 pr. kg. Heildaraflinn frá 18. april til 7. júní er þvi orðinn 3.311,9 lestir, að heildarverðmæti 105.895.401.00 kr., meðalverð pr. kg. er 31,97 kr. Velti bíl inn EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt samhljóða á aðalfundi Kaupfélags Hér- aðsbúa i Valaskjálf 17. mai 1975: „Aðalfundur Kaupfélags Héraösbúa 1975 beinir þeim tilmælum til rikisstjórnar og stjórnar Seðlabanka Islands Gerðar Helgadóttur — í salar- Kynnum Samvinnu- bankans gébé Rvik—A timabilinu frá 2. til 7. júni sl., seldu islenzku sild- veiðiskipin 524 lestir af sild i Dan- mörku að heildarverömæti 11.651.225.00 kr. Þá fóru 68 lestir i OÓ-Reykjavik.71 árs gamall sjó- maður beið bana, er bill, sem hann var farþegi i, valt út af Grindavfkurveginum, skammt frá Svartsengi sl. laugardags- kvöld. Maðurinn hét Guðni Jóns- son. BOÐUÐ VERKFOLL HAFA ENGIN ÁHRIF Á KOMU SVÍAKONUNGS Hann var ásamt fjórum skips- félögum sinum, á leið frá Grinda- vik, er billinn fór út af veginum og valt fjórar veltur niður háan veg- arkant. Guðni féll út úr bilnum i einni veltunni. Allir voru mennirnir fluttir I sjúkrahúsið i Keflavik. Fjórir þeirra sluppu tiltölulega litiö meiddir, en Guðni lézt skömmu eftir að hann kom i sjúkrahúsið. ökumaðurinn ber, að sprungiö hafi á einum hjólbraða bilsins, og hafi hann þá misst stjórn á hon- um, meö fyrrgreindum afleiöing- um. ASK—Reykjavik. Við höfum fengið góð orð fyrir þvi, að ef af verkföllum verður, muni þau ekki hafa áhrif á konungskom- una, sagði Birgir Möller forseta- ritari i viðtali við Timann i gær. Margir hafa velt þvi fyrir sér, hvort hugsanleg verkföll myndu seinka komu konungs, en svo virðist sem undanþágur séu á næsta leyti. Að minnsta kosti er unniö að undirbúningi af fullum kra fti. Birgir Möller kvað heimsókn- ina hafa verið skipulagða fyrir löngu, og væri mikið verk unnið fyrir gýg, ef hindra ætti það að hún gæti farið fram. Um undanþágur þarf raunar ekki að sækja, nema I örfáum tilfellum. Flug til Hafnar I Horna- firöi auk aksturs i söfn, var hið eina er Birgir taldi heyra undir verkalýðsfélögin . Að sögn Þórðar Einarssonar hjá utanrikisráðuneýtinu getur þó ein breyting orðið á skipulagi heimsóknarinnar, verði af verk- föllum. Hinn 12. júni er áætluð heimsókn i fiskvinnslu Sjófangs i örfirisey, en verði engin vinnsla þar i gangi, mun þvi atriði verða sleppt úr dagskránni. í Hellisgerði Oó-Reykjavik. Kornungur, rétt- indalaus piltur ók gegnum girð- inguna umhverfis Hellisgerði og endastakk bilnum inn i lystigarði Hafnfirðinga. Pilturinn, sem var ölvaöur, ók út af Reykjavikur- veginum, yfir gangstétt og inn i garðinn. Hann slasaðist litiö sem ekkert. Fjórir aðrir ökumenn voru teknir i Hafnarfirði um helgina, grunaðir um ölvun. Áskorun um vaxtalækkun að lækka almenna vexti i landinu. Það hefur sýnt sig, að hækkun vaxta er ekki hemill á verðbólgu, heldur öfugt. Vaxtahækkunin færir enn i sundur aðstöðumun verzlunarfyrirtækja úti á landi, miðað við þéttbýlið, sökum vaxtaþungans á vöru- birgðirnar, sem eru I mörg- um tilfellum helmingi hærri úti á landi, þótt salan sé sú sama. Háir vextir draga úr framkvæmdum til atvinnu- aukningar, þar sem tekjuvon er minni heldur en þar sem aðstaðan er betri. Þetta á við i sveitum og sjávarþorpum landsins og hlýtur að leiða til samdráttar. Fundurinn litur svo á, að finna beri aðra leið til þess að tryggja sparifé, heldur en hækkun vaxta”. Sjá grein um Carl XVI Gustaf --------- o HJ—Reykjavik. A laugardaginn var afhjúpuð i afgreiðslusal Sam- vinnubankans I Reykjavik mósaikveggmynd, eftir hina góðkunnu listakonu Gerði Helga- dóttur, sem nú er nýlátin. Við at- höfnina flutti formaður banka- ráös, Erlendur Einarsson for- stjóri, ávarp, en viðstaddir voru starfsmenn bankans ásamt fleiri gestum. Systurdóttir Geröar, Sigriöur Ásgeirsdóttir, sem er starfsstúlka i bankanum afhjúp- aði myndina. Veggmynd þessi er unnin hjá þýzka fyrirtækinu OIDTMANN og varð hún siðasta listaverkið, sem Gerður Helga- dóttir vann að. Nýlega tók Samvinnubankinn i notkun nýbyggingu, sem sam- tengd er eldra húsnæði bankans aö Bankastræti 7, og jafnframt Sjómaður fórst í bílslysi hafa verið unnar gagngerðar endurbætur á þvi húsnæði, sem fyrir var. Byggingarfram- kvæmdir hófust nálægt miðju ári 1973 og þaö var einmitt þá, sem samið var við Gerði Helgadóttur um að gera mósaikveggmynd, sem prýða skyldi afgreiðslusal bankans. Mikil þörf var orðin á auknum húsakosti, vegna þeirrar aukningar, sem orðið hefur á starfsemi bankans. Með tilkomu hinnar nýju byggingar og þeim endurbótum, sem gerðar hafa verið, hefur aðstaðan til að veita viðskiptavinum bankans full- komna þjónustu stórum batnað. öll afgreiðsla bankans hefur verið sameinuð og fer fram á fyrstu hæð. A annarri hæð eru aörar skrifstofur bankans. Þriðja Erlendur Einarsson formaö- ur bankaráðs flytur ávarp við afhjúpun listaverks Gerðar Helgadóttur. Tima- mynd: Róbert. hæðin veröur að mestum hluta leigö út fyrir starfsemi lifeyris- sjóðs SfS og lögfræðiskrifstofu. A fjórðu hæðinni er matsalur og setustofa ásamt húsvarðaribúð. Nýbyggingin, sem er fjórar hæðir og kjallari er 944 fermetrar að stærð og hefur aðalbankinn nú yfir að ráða 2007 fermetrum húsrýmis. Þess má geta, að Sam- vinnubankinn getur nú I fyrsta sinn boðið viðskiptavinum sinum bankahólf til leigu, en þau eru i kjallara nýbyggingarinar. Blokkirnar í Eyjum að verða tilbúnar gébé Rvik — A vegum bæjarfé- lagsins í Vestmannaeyjum eru nú I byggingu sex fjölbýlishús með 84 ibúðum. Fyrstu tiu ibúðirnar verða teknar I notkun um næstu helgi. Magnús Magnússon, starfsmaður hjá Breiðholti, hf. sem hefur umsjón með bygginga- framkvæmdunum, sagöi i viðtali við Timann, að byrjað heföi verið á framkvæmdum þessum i júni á sl. ári. Fjölbýlishúsin standa við Foldahraun.suður af Herjólfsdal. Fyrstu tiu ibúöirnar verða teknar i notkun um næstu helgi. Margir biða þess að geta flutt inn 1 ibúðir sinar, en húsnæöisleysi hefur verið nokkuð i Eyjum eins og kunnugt er. Meðfylgjandi mynd tók Magnús Magnússon. Eins og sjá má, eru fjölbýlishúsin, sem Breiöholt hf. er að byggja I Vestmannaeyjum, misjafnlega langt á veg komin. Sú fyrsta verður tekin I notkun um næstu helgi, en i henni eru 10 ibúöir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.