Tíminn - 10.06.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.06.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriðjudagur 10. júni 1975 Allir verða að spara — líka kóngafólk Júliana Hollandsdrottning og Bernhard maður hennar ætla ekki að verja sumarleyfinu i Soestdijk-höllinni stórkostlegu, eins og þau eru vön. — Það er allt of dýrt að búa þar, segir drottningin. Höllin er gifurlega stór, og það þarf aragrúa þjón- ustufólks til að halda þar hús. Þess i stað ætla þau hjónin að láta sér nægja litla höll, sem kallast Oude Loo, og þar eru þau einnig staðráðin i að eyða ævi- kvöldinu, i kyrrð og ró. * Túlípanaútsala hjó Bretadrottningu Og þá er það Elisabet Eng- landsdrottning. Hún þarf lika að spara. Um dginn var haldin mikil túlipanaútsala fyrir al- menning við Sandringham-höll- ina. Til þess að auka söluna, gekk drottningin um meðal kúnnanna og sendi þeim örv- andi bros. Þetta bar sannarlega tilætlaðan árangur, og fólk slóst hreinlega um hvern einasta túli- pana. Hver veit nema Júliana not- færi sér þessa hugmynd starfs- systur sinnar? Nóg á hún vist af túlipönunum! Kissinger er hrifinn af stórum konum Sagan segir, að Henry Kissinger sé nú að þvi kominn að hætta öllu stjórnmálavafstri. Astæðan er sú, að hin hávaxna kona hans, Nancy, er orðin þreytt á öllum friðarumleitunarferðum mannsins sins. Hún nennir ekki lengur að þeytast úr einu land- inu I annað og láta mynda sig i bak og fyrir á hverjum einasta flugvelli. Hún er farin að reykja eins og strompur, og borðar eft- ir þvi, og heilsa hennar er I mikilli hættu, að þvi er Kissing- er segir. Hann segir, að hún sé komin með magasár. Nú langar hana mest til að fá sér ofurlitið fallegt hús, þar sem þau geti un- að llfinu I ró og friði. Kissinger er hér á annarri myndinni meö Nancy konu sinni, sem er mjög hávaxin, en Kissinger hefur ailtaf verið mjög hrifinn af stór- vöxnum konum. A hinni mynd- inni er Kissinger með einum af þeim mörgu furöufuglum, sem hann hittir stöðugt á feröum sln- um um viða veröld. Gleðitíðindi! Bréfritarar um gjörvöll Banda- rikin eru himinlifandi. Nú þurfa þeir ekki lengur að sleikja frimerkin, sem þeir setja á bréfin sin. Póstyfirvöld þar vestra hafa dreift fimm hundruð milljónum sjálflimandi frimerkja á pósthúsin. Þetta var gert i tilraunaskyni, og neytendurnir voru ekki lengi að taka við sér: Frimerkin voru rifin út, og nú litur engin viö gömlu frimerkjunum. Einu sinni var sagt á fslandi: „Þetta er móðins i Ameriku kemur hingað bráðum.” Trúlega berst þessi stórkostlega nýjung einnig hingað til lands fyrr eða siðar, og þá verður sko gaman að lifa (að minnsta kosti verður gaman að senda bréf)!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.