Tíminn - 10.06.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.06.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMJNN Þriöjudagur 10. júnl 1975 Yngsti konungurinn heimsækir ísland ASK—Reykjavik. Konungur Svia Carl 16. Gustaf kemur til íslands I opinbera heimsókn I dag. Hann tók við konungstign 15. september 1973 og mun vera yngsti konungurinn, sem nú er viö völd, aðeins 29 ára gamall. Carl Gústaf fæddist 30. april 1946, og var þá hertogi af Jamtalandi. Hann er sonur Gustafs Adolfs, elzta sonar þáverandi konungs, þess er kom til íslands fyrir rúmum áratug. Gústaf Adolf lézt 1947, en móðir Carls Gústafs lézt 1972. Við fráfall föður sins varð Carl Gústaf krónprins Sviþjóðar, þá á fimmta ári. Konungur hefur gengið al- mennan menntaveg, og reynt hefur verið að láta hann njóta sömu menntunar og aðra lands- menn, þannig að hann kynntist landi og þjóð á sem beztan hátt. Enda mun óhætt að fullyröa, að konungur sé maður alþýðlegur i viðmóti. Heildarvelta Kaupfélags Skaftfellinga 353 milljónir — TEKJUR 1,5 MILLJÓNIR ASK-Reykjavík. — Aðalfundur Kaupfélags Skaftfellinga var haldinn á Kirkjubæjarklaustri 31. mai siðastliðinn. t ræðu Matthiasar Gisiasonar kaupfélagsstjóra kom fram, að hagur félagsins hafði batnað mik- ið frá fyrra ári. Hreinar tekjur námu um 1,5 milljónum, eftir að afskriftir höfðu verið færðar. Heildarvelta félagsins nam 353 milljónum, og hafði aukizt tals- vertfrá fyrra ári. Launagreiðslur námu um 56 milljónum. Fastráð- ið starfsfólk var i ársbyrjun 57 talsins, en á launaskrá komust alls 271. Samþykkt var að fjölga stjórn- armönnum um tvo, úr fimm i sjö. Úr stjórninni áttu að ganga Jón Helgason og Lárus Siggeirsson, en voru báðir endurkjörnir. Þá voru tveir nýir menn kosnir i stjórn, þeir Siggeir Björnsson, Holti, og Sigþór Sigurðsson, Litla- hvammi. Meðal helztu fjárfestinga fé- lagsins var bygging ferðamanna- verzlunar i Vik, en þeirri bygg- ingu fer senn að ljúka. Þá var lok- ið við grunn undir nýtt verzlunar- hús á Kirkjubæjarklaustri. Einn- ig var skýrt frá þvi á fundinum, að samningar hefðu tekizt um kaup á nýlegu verzlunarhúsi i Vik, auk vörugeymslu. Að lokum gerði fundurinn eftir- farandi samþykkt: „Aðalfundur Kaupfélags Skaft- fellinga, haldinn á Kirkjubæjar- klaustri 31. mai 1975, þakkar þær framkvæmdir, sem hafnar eru við endurbyggingu á sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands i Vik i Mýrdal. Fundurinn beinir þeim tilmælum til stjórnar Sláturfé- lagsins, að hún hraði áframhald- andi uppbyggingu sláturhússins sem mest svo að þetta hús verði fullbyggt fyrir næstu sláturtið”. Flugleiðir: Allt flug stöðvast á fimmtudagskvöld BH-Reykjavik.—Nú er allt flug I (ullum gangi hjá okkur eftir nokkrar tafir um helgina, sagöi Sveinn Sæmundsson, blaöafull- trúi Flugleiöa, I viðtali viö Tim- ann i gær. Þessar tafir stöfuöu af þvi, aö flugmenn fundu bilun I flugvél, en nú er þaö allt komiö i lag. Hinsvegar stöövast allt flug frá Reykjavikurflugvelli, ef til boöaös verkfalls ASÍ kemur I kvöld, þriöjudagskvöld, — en þaö verður unnt aö halda uppi flugi frá Keflavikurflugvelli fram á fimmtudagskvöld, aö þvi er viö bezt vitum. Verkalýðs- og sjó- mannafélag Keflavikur hcfur boðaö verkfall frá og meö 13. júni. Eftir þaö er allt I óvissu. Við spurðum Svein, hvort það væru einhverjir úr hópi áhafna, sem færu i verkfall á þriðjudags- kvöld. — Nei, svaraði Sveinn. — Samningamálin standa þannig á þvi sviði, að búið er að semja við flugfreyjur og flugvirkja á jörðu, og samningar standa yfir við flugmenn og flugvélstjóra. Orlofsferð önfirzkra kvenna K.Sn. Flateyri. — Orlof önfirzkra húsmæðra gekkst fyrir orlofsferð til Reykjavikur um siðustu helgi. 42 konur tóku þátt I ferðinni. Flugfélag Islands flaug með þennan dýrmæta farm til Reykja- vikur og þar var gist á Hótel Esju. Farið var i Þjóðminjasafniö, Listasafn rikisins og Norræna húsið, og skoðuð sýning, sem þar stendur yfir. Enn fremur var far- hin ið I leikhús. Varð af þessu mesta menningarveizla. Konurnar voru mjög ánægðar með ferðina og þakka sérstaklega Hótel Esju, Guðmundi Jónassyni og Ingimar Sveinbjörnssyni flug- stjóra góða leiðarlýsingu. Auk þess þakka þær öllum þeim öðr- um, er að ferðinni stóðu, fyrir góða þjónustu og ánægjuleg kynni. A menntaskólaárum sinum valdi Carl Gústaf sér námsleið, þar sem einkum var fjallað um sögu, landafræði og nútimamál. Hann lauk stúdentsprófi 1966. A skólaárum sinum notaði hann mikið af frltima slnum viö forn- leifauppgröft, likt og afi hans, er var þekktur fyrir mikla þekk- ingu á þvi sviði. Þá tók hann og þátt I skotmótum fyrir hönd skóla sins, og var jafnan fram- arlega i flokki. Strax eftir stúdentspróf gekk Carl Gústaf i sænska herinn. Þar tók hann þátt i störfum hinna ýmsu deilda, en mesta áherzlu lagði hann þó á sjóher- inn. 1968 lauk hann sjóliðsfor- ingjaprófi. Veturinn 1968-1969 nam hann ýmsar greinar, við Uppsala- háskóla svo sem sögu félags- fræði, og viðskiptafræði auk annarra greina. Siðar tók hann sérstaklega fyrir uppbyggingu sænska þjóðfélagsins, og heimsótti i þvi sambandi mörg stærstu fyrirtæki Sviþjóðar og kynnti sér náið starfsemi þeirra. Þá heimsótti hann nokk- ur Afrikurlki i sama tilgangi. Mikið af tima Carls Gustafs hefur farið i að kynnast af eigin raun ýmsum deildum sænskra rikisstofnana, auk erlendra alþjóðastofnana, bæði með heimsóknum og námi i Sviþjóð. Fritima sinum ver Carl Gustaf einkum I sænska skerja- garðinum, og stundar hraðbáta- siglingar og fleira. Hann er ókvæntur. Húsmæðraskólinn að Laugum: Blómleg starfsemi í vetur Siðara námstímabili Hús- mæðraskóla Þingeyinga að Laug- um I Suður-Þingeyjarsýslu lauk 11. mai sl. Eins og kunnugt er af fréttum, stóð fyrra námstimabilið frá 15. september til 18. desember, enþvi var skipt I mislöng námskeið I ell- efu námsgreinum og nokkur námskeiðanna endurtekin, svo að þau urðu samtals 19. Námskeiðin sóttu jafnt karlar sem konur, samtals um 190 nemendur, og umsóknir voru mun fleiri en hægt var að sinna. Á siðara námstimabilinu voru kennslugreinar almenn hús- mæðrafræðsla, og auk þess vefn- aður og vélritun. Nemendur luku prófum með venjulegum hætti. A þessu síðara námstlmabili hafa 11 nemendur verið I skólan- um I heimavist. Auk hinna föstu húsmæðraefna hafa 46 nemendur Héraðsskólans á Laugum notið þar kennslu I hússtjórnarfræðum, 4 tima I viku hver nemandi, jafnt piltar sem stúlkur, og luku próf- um i þeim greinum. Auk þessara voru haldin nám- skeið i almennri matreiðslu og glóöarsteikingu I marz og aprll. Alls hafa um 300 nemendur not- ið kennslu I skólanum siðastliðinn vetur. Fastir kennarar skólans I vet- ur, auk frú Hjördisar Stefánsdótt- ur skólastjóra, voru aðeins tveir, frú Fanney Sigtryggsdóttir, handavinnukennari og Þórhildur Siguröardóttir húsmæðrakenn- ari. Hæstu einkunn við brottfarar- próf hlaut Sigriður Hallgríms- dóttir frá Sultum i Kelduhverfi, N.-Þing., 8.60. Einnig hlaut Sigriður Hallgrimsdóttir árlega viðurkenningu Lionsklúbbsins Náttfara, fyrir beztan árangur I Islenzku. Næsta skólaár mun skólinn starfa á sama grundvelli og sl. vetur. Námsefni haustsins verður auglýst heima i héraði seinna i sumar. Umsóknir á seinna náms- timabil skólans næsta vetur skulu berast fyrir 20. júll nk. Nánari upplýsingar varðandi næsta vetur gefur Hjördis Stefánsdóttir skóla- stjóri, slmi um Breiðumýri. Bifreiðar óskast Kaupum til niðurrifs sendiferðabifreiðar/ jeppabifreiðar, vöru- bifreiðar. — Skipti ef óskað er. VAKA H.F. Stórhöfða 3 Sími 3-37-03 Blósið í lúðra á Húsavík ÞJ-Húsavik.— Attunda landsmót Sambands islenzkra lúðrasveita verður háð á Húsavik dagana 20.—22. júni næstkomandi. Gert er ráð fyrir að til mótsins komi tólf sveitir meö á þriðja hundrað meðlimi. Lúðrasveitarmenn munu fyrst þinga á Húsavik, en á laugardag verður farið I skrúðgöngu um bæ- inn og haldnir útihljómleikar með þátttöku allra sveitanna. Fyrst munu lúðrasveitirnar leika hver fyrir sig, en siðar i einu lagi. Hver lúðrasveit hefur 12 minútur til umráða, þannig að um nokkuð langa dagskrá verður að ræða. A laugardagskvöld veröur kvöldskemmtun meðlima sveit- anna I félagsheimilinu, en á sunnudag, eftir að þeir hafa farið i skoðunarferð um nágrennið, verður mótinu slitið. Hótelrýml afpantað og ferðamenn flýja úr landi af ótta við verkfall O-ó-Reykjavik. — Boðun alls- herjarverkfallsins, sem hefj- ast á um miðnættið, hefur haft mikil áhrif á ferðamanna- straum til landsins, og þeir út- lendingar, sem hér eru stadd- ir, drifa sig úr landi meðan timi vinnst til, af ótta við að flugsamgöngur leggist niður um ófyrirsjáanlegan tima. Fjölmargir útlendingar hafa afpantað hótelrými i Reykjavík, sem margir hverj- ir voru búnir að panta með löngum fyrirvara. Að sögn forráðamanna hótelanna eru það aðallega Norðurlandabú- ar, sem afpantað hafa gistingu I þessum mánuði, og virðist sem þeir hafi betri upplýsing-' ar um að erfiðleikar kunni að vera framundan I landinu og að samgöngur teppist. Björn Vilmundarson, for- stjóri Ferðaskrifstofu rikisins, sagði Timanum, að i gær hefði ferðamannahópum, sem hér eru á vegum skrifstofunnar, verið tilkynnt, að svo gæti far- ið, að samgöngur við útlönd tepptust, og yrðu þeir að á- kveða, hvort þeir færu strax eða létu kylfu ráða kasti og vonuðu, að þeir kæmust heim á tilsettum tima og aö ekki kæmi til verkfalla. Um næstu helgi og fram eft- ir mánuðinum á Ferðaskrif- stofa rikisins von á átta 30 manna hópum til landsins, auk 30 manna hóps frá Svi- þjóð, sem þegar hefur afpant- að ferðina. Þá er von á far- þegaskipi með 500 ferðamenn innanborðs, sem búið er að selja stuttar ferðir um næstu helgi. Að sjálfsögðu er miklum vafa undirorpiö, hvort þetta fólk kemst til landsins eða ekki. Edduhótelin eiga að opna um helgina, og hefur 150 manna starfslið verið ráðið til að reka þau I sumar. Búið er að panta mikið. af gistirými þeirra I sumar, eri hvort gest- irnir koma eða ek-ki, er enn á huldu. 1 Norræna húsinu stendur yfir sýning, þar sem fyrir- lestrahald er fyrirhugað fram á laugard. En nokkrir fyrir- lesaranna fara úr landi i dag, og hefur fyrirlestrum þeirra verið flýtt, eða hætt við þá. Vera má, að eitthvað af sýn- ingargripum veröi tekið niður i dag, en að minnsta kosti hluti sýningarinnar mun standa á- fram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.