Tíminn - 10.06.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.06.1975, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 10. júni 1975 TÍMINN 13 HBS ÞAÐ ER oftast ákaflega hljótt um það, hversu fjölmörg ungmenni leggja sig fram viö nám sitt. Elju þeirra, samvizkusemi og hug- kvæmni er ekki hampað að jafn- aöi, og er þó áreiðanlegt, að fjöl- margir skólanemar leggja meira á sig en gengur og gerist. Margir aðrir lifa áreiðanlega letilífi i samanburði við það, sem kapp- samir nemar láta sig hafa. Námsafrek skólanema Hér kemur bréf, sem að visu fjallar aðeins um einn pilt við nám í öðru landi, en minnir þó jafnframt á, að nám er mikið eljustarf, ef það er sótt af festu. Ferðamaður skrifar: „Hérlendis er mikið rætt og rit- að um skólamál, sem varða þá eingöngu skólakerfið i heild eða þætti þess og þá einnig aðstöðu til skólahalds. Þá gætir nokkuð frásagna um skólaslit og er nemanda þá getið i sambandi við námsárangur. Þær frásagnir varða sjaldan hvað nemendur hafi unnið sér til ágæt- is I sambandi við úrlausnir verk- efna, sem þeir leysa i ritgerðar- formi þar eð efnt er til ritgerða- samkeppni. 1 erlendum blöðum gætir meir að skýrt sé frá slfku frjálsu starfi nemenda i skólum. Frásagnir þessar eru örvandi fyrir nemendur. Til Harrisborgar i Pennsyl- vaniu I Bandarikjunum eiga ts- lendingar oft erindi þvi þar er vinnslustöð fiskafurða á vegum Sambands tsl. samvinnufélaga til húsa. Sá, er ritar grein þessa, rakst fyrir skömmu á grein i blaði þama vestra þar sem verið var að segja frá viðurkenningum fjöl- brautaskóla i Harrisborg til nem- enda, sem leyst höfðu af höndum með ritgerðum verkefni, sem þeir höfðu valið sér. Verkefnin voru mjög fjölbreytileg og kröfðust at- hugunar á heimildum og mörg þeirra, sem snertu raunvisindi byggðust á sjálfstæðum rann- sóknum. Blaðamaðurinn, sem skrifaði um þetta skólastarf, lét i ljós undrun yfir hve mörg verkefni væru flókin og þá einkum þar sem þau snertu vandamál innan stjórnmála, iðnaðar, landbúnað- ar og visinda. Grein þessi var sett i blaðinu með stórlegraðri fyrirsögn og þvi vakti hún sérstaka athygli þess, er skrifar þetta greinarkorn — og svo var það nafn eins nemandans, sem var nokkuð islenzkulegt, Thorbjörn Hansson. Þessi ungi íslendingur reyndist við eftir- grennslan vera sonur þeirra hjón- anna Elinar Þorbjörnsdóttur (Þorbjörns Jóhannessonar eig- anda kjötbúðarinnar "Borgar” i Reykjavik) og Óttars Hanssonar fyrrverandi forstjóra vinnslu- stöðvar SIS i Harrisborg. Verkefni það, sem Þorbjörn Hansson hafði gert svo góð skil, að hann fékk sérstök verðlaun fyrir, var regnvatnið. Þess var getið I blaðinu, að þessi nemandi hefði i sl. desember hlot- ið sérstaka viðurkenningu kenn- ara skólans fyrir frábær námsaf- köst. Með þessu greinarkorni og birt- ingu þess i dálkum blaðsins vildi ég vekja athygli á þeirri nauð- syn ' að Isl. fjölmiðlar gerðú meira að þvi að skýra almenningi frá hinum margþættu frjálsu störfum, sem nemendur i islenzk- um skólum taka sér fyrir hendur. Slikt myndi hafa örvandi áhrif likt og frásagnir um afrek ung- menna á iþróttasviðinu”. Hanahyggja og hanaat Hegri skrifar: „Mikið gleður mig, að nú skuli hanahyggjunni i þjóðfélaginu loksins hafa verið sagt strið á hendur. En hvernig fer með hanaatið á böllunum, þar sem hraustmennin hafa slegizt, örvuð af skrækjum kvenfólksins, sem stekkur upp á stóla og bekki til þess að njóta uppákomunnar sem bezt? Fer ekki svipmikill þáttur i samkomumenningu tslendinga forgörðum með hanahyggjunni? Eða fyllir kvenþjóðin kannski skarðið. Mig minnir, að kvenfólk, sem fer i handalögmál, sláist að visu ekki, heldur gripi handfylli sinni I hárið á fjanda s'inum. En það getur náttúrlega lika verið reisn yfir svoleiðis sviptingum.” Vagnar— Öxlar öxlar með hjólum og f jöðrum. Allar stærðir. Verð frá kl. 6.000. VAKA H.F. Stórhöfða 3. Sími 3-37-03. Við byggjum, — byggjum við . . . og nú höfum við opnað nýbyggingu Samvinnubankans í Bankastræti. Við bætt skilyrði verður okkur nú unnt að veita viðskiptavinum okkar meiri og betri þjónustu. Öll afgreiðsla bankans fer fram á fyrstu hæð. Geymsluhólf, sem bankinn hefur ekki haft aðstöðu til að hafa áður, verða nú til reiðu. Okkur er það mikil ánægja að geta tekið betur á móti viðskiptavinum okkar, verið velkomin í Bankastræti 7. Samvinnubankinn Menntamálaráðuneytið, 4. júni 1975. Laus staða Krafa rannsóknarnefndar kemur fram að kröfugeröin myndi leiöa til allt aö 139,4% kauphækkunar hjá m jólkurfræöingum. Þetta myndi I reynd þýða, aö mánaðarlaun mjólkurfræöings á hæsta kaupi meö föstum auka- greiöslum sem þeim fylgja gætu oröiö allt aö kr. 192.653.00. Sam- svarandi laun i dag ásamt hlið- stæöum föstum aukagreiöslum eru krónur 83.843.00 á mánuði. Hér er þvi um að ræöa kröfur um aö laun mjólkurfræöinga hækki um allt aö kr. 108.810.00 á mánuöi. Mjólkurfræðingar hafa boðað verkfall I mjólkursamlögunum þann 11. júni nic. til þess að fylgja fram framangreindum kröfum”. Kennarastaöa viö Menntaskólann aö Laugarvatni er laus til umsóknar. Aöalkennslugreinar þýzka og franska. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um náms- feril og störf, skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 4. júli n.k. — Umsókn- areyöublöö fást i ráöuneytinu. S3S< FLESTAR STÆRÐIR HJÓLBARÐA Vörubila- Fólksbila- Vinnuvéla- Jeppa- Traktorsdekk Vörubiladekk á Tollvörugeymsluverði gegn staðgreiðslu ALHLIÐA HJOLBAROAÞJONUSTA OPIÐ 8 til 7 HJÓLBARDAR HÖFÐATUNI 8 Simi 16740 Véladeild Sambandsins Simi 38900 Tíminn er peningar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.