Tíminn - 10.06.1975, Side 14
14
TÍMINN
Þriðjudagur 10. júnl 1975
Höfundur: David Morrell'
Blóðugur
hildarleikur
41
hentist yf ir brúnina með skrölti og skall niður. Steinf lís-
ar flugu í allar áttir og þeir rétt náðu að forða sér. —
Hlustaðu nú á mig, Orval, sagði hann og var nú rólegri.
— Mér þykir þetta leitt. Þetta voru fyrirtaks hundar. Þú
mátt trúa því, að mér þykir þetta leitt.
Hann fann snögga hreyfingu við hlið sér. Singleton
miðaði rifflinum og skaut á runnaþykkni.
— Singleton, ég sagði þér að hætta.
— Ég sá eitthvað hreyfast.
— Þetta kostaði þig tveggja daga kaup, Singleton. Kon-
an þín verður öskureið.
— En ég er viss um að ég sá eitthvað hreyfást.
— Segðu mér ekki hvað þú heldur að þú hafir séð. Þú
skýtur með sama óðagotinu og á lögreglustöðinni, þegar
hann brauzt út. Hlustaðu á á mig. Það sama gildir um
ykkur alla. Hlustið. Þið skutuð hvergi nærri honum. A
meðan þið vorum að skjóta á hann, hefði hann gert allan
skrattann og sloppið SAMT á burt.
— Svona nú, Will. Tveggja daga kaup? sagði Singleton.
— Þér er ekki alvara.
— Ég er ekki búinn enn. Lítið svo á skotfærin sem þið
hafið eytttil einskis. Helmingur skotfæranna er á þrot-
um.
ÞRETTÁNDI KAFLI
Klukkan sex breyttist regnið í stór og þung högl. Sum
þeirra skullu svo harkalega í andlit Singletons, að þeir
neyddust til að koma sér í skjól undir tré. Lauf ið var þeg-
ar fallið af því, en greinarnar voru nógu margar til þess,
að haglið skall mestmegnis á þeim. Afgangurinn skall
harkalega á nöktu baki og brjósti Teasles. Hann bar
hendur yfir höfuð sér, til að verjast haglinu. Hann var
viðþolslaus að halda aftur af stað. En hann vissi að slíkt
var óðs manns æði. Þetta hagl var svo stórt og þungt, að
nokkur stykki, sem lömdu vel, gátu skellt manni f lötum.
En þvi lengur sem hann húkti við tréð þeim mun meiri
tíma hafði andstæðingur hans til að ná þeim. Eina von
þeirra var sú, að haglið hefði einnig neytt hann til að
stanza og leita skjóls.
Hann beið, skimaði i kringum sig og var viðbúinn árás.
Loksins hætti haglélið, og ekki rigndi meira. Það rofaði
til á himninum, storminn lægði og þeir hröðuðu sér yfir
brattann. Nú var ekki lengur vindurinn og regnið til að
gleypa hávaðann, sem kom frá þeim. Þess vegna barst
hann hátt um skóginn, er þeir flýttu sér gegnum runna-
þykknið. Aðvörunarmerki til óvinarins. Þeir reyndu að
fara hægar, en hávaðinn var nærri sá sami. Þess vegna
tóku þeir aftur að hraða sér. Það brakaði í gróðrinum
undir fótum þeirra.
— Er þessi hæðarhryggur alveg endalaus? sagði
Singleton. — Við erum búnir að arka margar mílur.
— Margar mílur, bergmálaði Mitch. — Fjórar mílur,
fimm, sex. Hann var aftur farinn aðdraga fæturna.
Þarnæst kiknaði hann. Ward dröslaði honum upp. Svo
reis hann upp sjálf ur og sveigðist afturábak. Riff ilhljóð-
ið barst á milli trjánna. Ward lá nú á bakinu. Hendur
hansog fætur tóku dauðakippina. Þaðan sem Teasle lá á
jörðinni, sá hann að Ward hafði fengið kúluna beint í
brjóstið. Teasle var hissa á því, að hann lá á jörðinni.
Hann minntist þess ekki að hafa kastað sér niður. Hann
var einnig hissa á því, að hann hafði dregið fram byss-
una.
Jesús.. Nú var Ward lika dauður. Teasle langaði að
skríða til hans. En hvað gagnaði það? Hvað með Mitch.
Þó ekki hann líka? Mitch hafði fallið í aurinn og lá graf-
kyrr, eins og hann hefði líka verið skotinn. Nei. Það var
allt í lagi með hann. Augu hans opnuðust, og hann deplaði
í átt að tré einu.
— Sástu hann? sagði Teasle hraðmæltur við Singleton.
— Sástu hvaðan hann skaut?
Ekkert svar. Singleton lá marflatur á jörðinni og
starði tómum augum fram fyrir sig. Andlit hans hertist
um risastór kinnbeinin. Teasle hristi hann til. — Sástu
hann, sagði ég. Reyndu að jafna þig. Þegar hann hristi
Singleton, var eins og skrúfað væri frá öryggisloka.
Singleton komst allur á hreyfingu. Hann bar hnefann
þétt upp að andliti Teasles. — BURT MEÐ DJÖFULS
LÚKURNAR AF MÉR.
— Sástu hann, spurði ég.
— Ég sagði nei.
— Þú sagðir EKKI NEITT.
— Neitt, át Mitch heimskulega upp eftir honum.
Þeir litu á hann. — Fljótur — hjálpaðu mér, sagði
Teasle. Þeir drógu hann áfram í svolitla dæld.
Umhverfis hana voru runnar. Fúnandi tré var framan
við hana. Dældin var f ull af regnvatni. Teasle lét sig síga
niður. Kalt vatnið snerti brjóst hans og maga.
Hendur hans skulfu, er hann athugaði byssuna. Hann
vildi vera þess f ullviss, að vatn væri ekkert í byssuhlaup-
inu. Hann vissi vel hvað nú varð að gera, og það hræddi
hann. En hann sá enga úrlausn aðra. Ef hann hugsaði of
mikið um það, gæti svo farið, að hann treystist ekki til að
K
I
K
U
B
B
U
R
“7"
/ Hefurðu einhvem
timann lesið svo góða
bók að þú leggur hana
,ekki frá þér til að
borða?
III! I ii ■
1111 1] Ml ■
Þ RIÐJUDAGUR
10. júní
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: ,,A
vigaslóð” eftir James Hil-
ton.Axel Thorsteinsson les
þýðingu þýðingu sina (16).
15.00 Miðdegistónieikar: ts-
lenzk tónlist.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfegnir).
16.25 Popphorn.
17.10 Tónleikar.
17.30 Sagan: „Prakkarinn”
eftir Sterling North.Hannes
Sigfússon þýddi. Þorbjörn
Sigurðsson les (8).
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Sviar og Islendingar.
Dr. Kjartan Jóhannsson
flytur hugleiðingu um sam-
skipti þjóðanna.
20.00 Lög unga fólksins.
Sverrir Sverrisson k'ynnir.
21.00 Úr erlendum blöðum.
Ólafur Sigurðsson frétta-
maðup sér um þáttinn.
21.25 Sænsk tónlist. a. Litil
serenata op. 12 eftir Lars-
Erik Larsson. Kammer-
sveit Filharmoniusveitar-
innar i Stokkhólmi leikur. b.
Jussi Björling syngur sænsk
lög með Konunglegu hljóm-
sveitinni i Stokkhólmi, Nils
Grevillius stjórnar. c.
„Orfeus i stan”, svita eftir
Hilding Rosenberg. Sin-
fóniuhljómsveit sænska út-
varpsins leikur. Stig West-
erberg stjórnar.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfegnir. Kvöldsag-
an: „Tyrkjaránið” eftir Jón
Helgason. Höfundur les
(24).
22.35 Harmonikuiög. Walter
Erikson og félagar leika.
23.00 A hljóðbergi. Rauði fol-
inn — The Red Pony — eftir
John Steinbeck. Eli Wallach
les siðari lestur.
23.45 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
10. júní
20.00 Fréttir og veður
20.30 Dagskrá og auglýsingar.
20.35 Skóla m ál. Sál-
fræðiþjónusta i skóium.
Helgi Jónasson, fræðslu-
stjóri, stjórnar umræðum I
sjónvarpssal. Þátttakendur
Asgeir Guðmundsson,
Gunnar Árnason, Jónas
Pálsson, Kristján Ingólfs-
son og öm Helgason. Stjóm
upptöku Sigurður Sverrir
Pálsson.
21.25 Tvifarinn. Lokaþáttur
bresku framhaldsmyndar-
innar. Þýðandi Dóra Haf-
steinsdóttir. Efni 2. þáttar:
David Foster, sem er I þann
veginn að taka við
mikilvægu starfi hjá At-
lantshafsbandalaginu,
þykist viss um að hann eigi I
höggi við tvifara sinn, sem
hafi verið geröur út til að
ráöa hann af dögum. Yfir-
menn hans taka þessu fáleg,
og flestir sem hann leitar til
telja hann vitskertan. Á leið
til Nice kynnist hann
bandariskri stúlku, Ruth
Faraday, sem skýtur yfir
hann skjólshúsi en trúir
honum þó varla.
22.05 Gamli bærinn. Norsk
heimildamynd um lifið I af-
skekktri sveit i Noregi.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir. Þulur Stefán Jökuls-
son. (Nordvision-Norska
sjónvarpið)
22.30 Dagskrárlok.