Tíminn - 10.06.1975, Page 20

Tíminn - 10.06.1975, Page 20
Nútíma búskapur þarfnast BJOfER haugsugu Guöbjörn Guöjónsson fyrir gódttn mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Vinsældir Fords vaxa NTN—Washington. Gerald Ford Bandaríkjaforseti er nú vinsælli i augum landa sinna en áöur. Færu fram forseta- kosningar nú, bæri Ford sigurorö af Edward Kennedy öldungadeildarþingmanni, sem er skæöasti keppinautur hans úr hópi demókrata. Louis Harris-stofnunin gerði siðast i mai skoðana- könnun, er leiddi i ljós, að Ford heföi fengið 48% atkvæða á móti 46% Kennedys i for- setakosningunum, hefðu þær farið fram. 1 hliðstæðri könn- un er gerð var i april, voru niðurstöðurnar hins vegar 50% á móti 43%, Kennedy i vil. Talið er, að „Mayaguezmál- ið” hafi aukið álit forsetans. Ronald Reagen, fyrrum fylkisstjóri i Kaliforniu, nýtur aftur á móti enn minni hylli en Ford, ef marka má niðurstöð- ur skoðanankannana. Hefðu forsetakosningar farið fram I mái, hefði Regan aðeins feng- ið 40% atkvæða á móti 53% Kennedys. Þess má geta, að Kennedy hefur enn sem komið er neitað eindregið að gefa kost á sér sem frambjóðandi demókrata við for- setakostningar þær, er fram eiga að fara i Bandarikjunum árið 1976. Tímamót í samskiptum Breta við aðrar V-Evrópuþjóðir: Eigum að taka að fullu þátt í EBE — sagði Wilson forsætisráðherra í sögulegri þingræðu í gær Loks hvatti Wilson Breta til að kasta fyrir róða öllum ágreiningi og snúa bökum saman i væntan- legu samstarfi við aðildarriki EBE. Talsmenn ihaídsflokksins réð- ust i gær harkalega á Tony Benn iðnaöarráðherra — einn skelaggasta andstæðing EBE-að- ildar — og kröfðust þess, að hann segði af sér ráðherraembætti. Benn tók árásunum með stillingu og kvaðst sætta sig við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar — og þvi tæki hann þátt i samstarfi EBE sem aðrir brezkir ráðherr- ar. NTB/Reuter—London. Fundur neöri málstofu brezka þingsins i gær var sögulegur i ýmsum skiln- ingi: Þetta var I fyrsta sinn, sem útvarpað var beint frá þingfundi — og Harold Wilson flutti á fundinum ræöu, er markar tima- mót i samskiptum Breta viö aðr- ar þjóöir Vestur-Evrópu. Wilson sagði, að Bretar ættu nú — eftir að yfirgnæfandi meirihluti brezku þjóðarinnar hefði lýst stuðningi við áframhaldandi aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu — að taka að fullu þátt i störfum bandalagsins. Sérstaklega vék forsætisráð- herrann að þingi EBE, sem er ein æðsta valdastofnun bandalagsins. Til bessa hefur brezki verka- mannaflokkurinn neitað að senda fulltrúa til þingsins, en Wilson kvaðst ætla að fara þess á leit við þingflokk flokksins, að hann út- nefndi fulltrúa til setu á þingi EBE. Fulltrúar á sföasta ráöherrafundi OPEC I Algeirsborg. (Fahd, for sætisráöherra Saudi-Arabfu, og Yamani, oliumálaráöherra landsins, sjást á miöri mynd.) Róðherrafundur OPEC: Búizt við hækkun á olíuverði 1. nóv. NTB/Reuter—-Libreville, Gabon. framleiöslurikja (OPEC) hófst I Ráöherrafundur Samtaka oliu- Libreville I Afrikurikinu Gabon i Jórnbrautarslysið í V-Þýzkalandi: AAistök ekki útilokuð NTB—Reuter—Munchen. t fyrra- kvöld varö mikiö járnbrautarslys viö bæinn Warngau i Bayern, syöst i Vestur-Þýzkalandi. Tvær farþegalestir — sem óku hvor á móti annarri eftir sama spori —, rákust á meö þeim afleiöingum aö 38 manns létu lifið. Talsmaður vestur-þýzku járn- brautanna sagði i gærkvöldi, að orsakir slyssins væru enn ekki kunnar — og alls ekki væri hægt að útiloka þann möguleika, að mannleg mistök ættu sök á þvi. Lögregluyfirvöld i Bayern upp- lýstu i gærkvöldi, að 38 manns hefðu farizt I slysinu og 86 aðrir slasazt — sumir mjög alvarlega. Rannsókn slyssins hófst, strax i gærmorgun, en nokkur timi kann að liða, unz niðurstöður hennar veröa ljósar. gær. Búizt er við, aö ráöherrarnir komi sér saman um hækkun á olfuverði. Fréttaskýrendur eiga þó ekki von á, að olia hækki I verði fyrr en 1. nóvember n.k., er verðstöðvun sú á oliu, er sett var fyrir tilstilli OPEC, fellur úr gildi. Ráðherrafundur OPEC — slikir fundir eru nú haldnir með hálfs árs millibili — mun standa i þrjá daga. í setningarræðu sinni lagði Albert-Bernard Bongo Gabonfor- seti til, að tekin yrðu upp ný til- högun viö ákvörðun oliuverðs. 1 framtiðinniætti verðið að hækka i samræmi við verðbólgu á Vestur- löndum — verðbólgu, er kæmi óhjákvæmilega niður á oliufram- leiðslurikjum. Fyrirhuguð útfærsla norsku fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur: Bretar vilja gagnkvæma samninga við Norðmenn NTB-London. Brezka stjórnin vill, aö sem fyrst veröi teknar upp viöræöur milli Breta og Norö- manna um gagnkvæm réttindi I efnahagslögsögu hvorrar þjóöar. Aöild Breta aö Efnahagsbanda- lagi Evrópu getur þó torveldaö þeim aö veita Norömönnum rétt- indi innan brezku lögsögunnar, þar eö EBE fylgir sem kunnugt er ósveigjanlegri stefnu I hafréttar- málum. Jens Evensen, hafréttarráð- herra Noregs, átti I gær tveggja stunda langar viöræður við David Ennals, aðstoðarutanrikisráð- herra Bretlands. Viðræður þeirra snerust um fyrirhugaða útfærslu norsku fiskveiðilögsögunnar f 200 sjómilur. NTB-fréttastofan segir að á viöræðufundinum i gær — sem fór fram I mesta bróðerni — hafi komið i ljós, að brezka stjórnin eigi i erfiðleikum með að sameina stefnu sina i hafréttarmálum stefnu EBE. Bandalagið hefur á stefnuskrá sinni,aö öll aðildarrlki þess eigi að fá gagnkvæm réttindi i 12 milna efnahagslögsögu hvers annars eigi siðar en árið 1982. A þetta geta Bretar—-er hafa hugað sér að verzla með réttindi i efna- hagslögsögu sinni, svo og að tryggj3 brezkum fiskimönnum einkarétt til veiða innan 100 milna beltis — alls ekki fallizt. Þvi má búast við, að viðræður Breta og Norðmanna um gagn- kvæm réttindi geti tekið óratima. Þeim verður þó fram haldiö, er Knut Frydenlund kemur til Lond- on siðar i þessum mánuði. Evensen hélt frá London i gær hingað til Reykjavikur til við- ræðna við ráðamenn okkar um hafréttarmál. ÓDÝRAR Spánarferðir Bemdorm Férðamiöstööin hf. Aðalstræti 9 Sfmar 11255 og 12940

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.