Tíminn - 10.06.1975, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 10. juni 1975
TÍMINN
17
MATTHIAS HALLGRIMS-
SON... átti mjög góðan leik og
skoraði 2 mörk.
— sterkir og stöðugir leikmenn,
sem skapa mikla hættu, þegar
þeir komastá'fulla ferð. Þetta eru
allt leikmenn, sem eru nauðsyn-
legir hverju liði, ef árangur á að
nást. George Kirby sýndi það i
leiknum, að hann kann að spila
rétt úr spilunum, og fá sem mest
út úr hverjum leikmanni. Ef
Skagamenn halda áfram á þess-
ari braut þá hafnar meistaratitill
inn aftur uppi á Skaga.
Skagamenn byrjuðu leikinn vel
og fengu sannkallaða óskabyrjun.
Björn Lárusson hinn snjalli
sóknarbakvörður, brunaði fram
völlinn og gaf stórglæsilega
krosssendingu fyrir mark
Hafnarfjarðarliðsins — Jón
Gunnlaugsson kunni vel að meta
sendinguna, hann kom á fullri
ferð og sendi knöttinn i mark FH-
inga meö kollspyrnu. Þetta var
aöeins byrjunin, þvi að tslands-
meistararnir sýndu nýliðum FH I
tvo heimana, og sönnuöu að það
var engin tilviljun þegar
meistaratitillinn hafnaði á
Skaganum.
Matthias Hallgrimsson bætti
siðan við marki (2:0) með föstu
oghnitmiðuðu skoti af stuttu færi.
Siðan kom mark frá Karli
Þórðarsyni — þrumuskot frá
vitateig skall i marki FH (3:0).
Hörður Jóhannesson skoraði sið-
an (4:0) fyrir leikhlé. Skaga-
menn héldu áfram i siðari hálf-
leiknum — Matthias Hallgrims-
son skoraði (5:0) eftir sendingu
frá Karli Þórðarsyni og siðan
opnar Arni Sveinsson marka-
reikning sinn i 1. deild ( (6:0).FH-
ingum tókst að minnka muninn
(6:1) með marki frá ólafi
Danivalssyni. Skagamenn svara
strax — Teitur Þórðarson, sem
kom inn á i staðinn fyrir Arna
Sveinsson, innsiglaði stórsigur
(7:1) tslandsmeistaranna.
Portúgalir
sigruðu í
Limassol
Portúgalir sigruðu Kýpurbúa
(2:0) á sunnudaginn i Evrópu-
keppni landsliða. Nene og
Moinhos skoruðu mörk Portúgala
i leiknum, sem fór fram i Lima-
ssol á Kýpur.
Staðan er nú þessi i 1. riðli
Evrópukeppninnar:
England
Tékkóslóvakia
Portúgal
Kýpur
4 3 1 0 9:0 7
3 2 0 1 9:3 4
3 1 1 1 2:5 3
4 0 0 4 0:12 0
SKALLAMARK
FRÁ MARTEINI
— tryggði Fram sigur (1:0) gegn
Eyjamönnum á Laugardalsvellinum
Þróttarar
lögðu
Hauka að
velli
Þróttur vann góðan sigur (3:1)
yfir Haukum, þegar liðin mættust
á Þróttarvellinum á föstudags-
kvöldið. Þróttarar gerðu út um
leikinn i fyrri hálfleik. — Þeir
sendu þá knöttinn þrisvar sinnum
i netið hjá Haukum. Fyrst Baldur
Hannesson, síðan Halldór Braga-
son, með skalla og Eriendur
Björnsson bætti þvi þriðja við.
Guðjón Sveinsson minnkaði
muninn (3:1) fyrir Hauka i siðari
hálfleik, og eftir markið tóku
Haukarnir við sér og sóttu stöð-
ugt. En Jón Þorbjörnsson, mark-
vörður Þróttar kom i veg fyrir að
Haukumtækist- að skora fleiri
mörk — hann átti mjög góðan leik
i marki Sæviöarsundar-liðsins.
MARTEINN GEIRSSON var
hetja Fram-liðsins á Laugardals-
veliinum, þegar Framarar lögðu
Eyjamenn að velli (1:0) i bragð-
daufum leik. Marteinn tryggði
Fram sigur með þvi að skora gott
skallamark, eftir að hafa fengið
sendingu frá Eggerti Steingrims-
syni, sem tók aukaspyrnu út við
hliðarlinu. Eggert sendi knöttin
vel inn I vitateig Eyjamanna, og
þar var Marteinn á réttum staö
og skallaöi knöttinn fram hjá Ár-
sæli Sveinssyni, sem stóð eins og
frosinn í marki Eyjamanna.
Eyjamenn komu mjög á óvart i
leiknum — knattspyrnan sem þeir
léku var ekki upp á það bezta: —
„Þetta er lélegasti leikurinn okk-
ar I ár -strákarnir náðu aldrei að
fá áhuga á leiknum”, sagði Gisli
Magnússon, þjálfari Eyjaliðsins,
eftir leikinn. — Það var greini-
legt, að hann var ekki ánægður
með sina menn, og þeir voru
heldur ekki ánægðir með sinn
hlut: það mátti heyra á þeim: —
,,Við bætum þetta upp með þvi að
leggja Skagamenn að velli i Eyj-
um um næstu helgi”, sögðu þeir.
Fram-liðið var betra liðið á
vellinum. Leikmenn náðu strax
tökum á miðjunni, og það hafði
úrslitaþýðingu. Framarar veittu
Eyjamönnum aldrei tækifæri til
að byggja upp sóknarleik. Aftur á
móti náöu Framarar nokkrum
hættulegum sóknarlotum, sem
þeir svo misnotuðu. Beztu menn
Fram-liðsins voru, eins og fyrri
daginn, þeir Marteinn Geirsson
og Jón Pétursson. Marteinn átti
einn af slnum stóru leikjum — var
aöalmaðurinn i vörninni, og tók
síðan virkan þátt i sóknaraðgerð-
um Fram, þegar við átti.
JAFNTEFLI
____í VÍN_______
AUSTURRÍKISMENN og Tékkar
gerðu jafntefli (0:0) I vináttu-
landsleik, sem fór fram I Vin á
iaugardaginn. 26. þús. áhorfendur
sáu leikinn.
GRÉTAR OPNAÐI MARKA-
REIKNING KEFLVÍKINGA
(Timamynd Róbert)
KRISTINN JöRUNDSSON. sést hér sækja að Arsæli Sveinssyni markverði Eyjamanna.
— og Keflvíkingum tókst það sem þeir ætluðu sér — sigur (1:0) gegn KR-ingum
BARATTUHESTURINN Grétar
Magnússon opnaði markareikn-
ing Keflavikurliðsins, þegar það
sigraði (1:0) KR-inga á grasvell-
inum I Keflavik. Þrumuskot frá
Grétari, sem skaut frá vitateig,
komst I örugga höfn meö hjálp
varnarmanns KR. Magnús Guö-
mundsson, markvörður Vestur-
bæjariiðsins, var búinn að reikna
skotið út og var að búa sig undir
að verja, þegar knötturinn lenti i
varnarmanni KR-iiösins, breytti
um stefnu og skauzt I netiö fram-
hjá Magnúsi, sem var á leiðinni i
öfugt horn. Þetta mark, sem var
skorað á 18. min. leiksins, færði
Kefivikingum sigur. Keflvikingar
áttu þrjú önnur góð marktækifæri
i ieiknum, en I öll skiptin var
Magnús vel á verði I KR-markinu
og bjargaði vel.
Um leikinn i Keflavik er það að
segja, að hann var ekki upp á
marga fiska. Hann einkenndist af
dæmalausri hörku og baráttu —
samspil sást afar sjaldan, og var
leikurinn eftir þvi, spörk og
hlaup. Keflvikingar tjölduðu þvi
sem til var, og voru með alla sina
reyndu leikmenn, nema hvað
Steinar Jóhannsson var á vara-
mannabekknum — hann hefur
ekki æft sem skyldi upp á siðkast-
ið. Um lif eða dauða var að tefla
fyrir Keflvfkinga, og með mikilli
baráttu tókst þeim það, sem þeir
ætluðu sér — að sigra. Bezti leik-
maður Keflavikurliðsins var
Grétar Magnússon, sem var á
feröinni allan leikinn og gaf ekk-
ert eftir. Þeir Einar Gunnarsson
og Gisli Torfason áttu einnig
ágætan leik. *
KR-ingar sýndu það litla spil,
sem sást i leiknum — en það var
aðeins i vörninni og á miðjum
vellinum, sem vottaði fyrir þvi
spili. KR-ingum tókst aðeins
tvisvar sinnum að ógna við Kefla-
vfkurmarkið — Baldvin Eliasson
átti gott skot, sem Þorsteinn
ólafsson bjargaði naumlega i
horn, og Atli Þ. Héðinsson átti
siðan skot, sem lenti ofan á þver-
slá Keflavikurmarksins. Beztu
menn KR-liðsins voru þeir ólafur
Ólafsson og Magnús Guömunds-
son.
Eysteinn Guðmundsson dæmdi
leikinn ágætlega. Hann þurfti
einu sinni að taka upp gula
spjaldið— Atli Þ. Héöinsson fékk
að sjá það, eftir aö hafa brotiö
gróflega á Einari Gunnarssyni.