Tíminn - 10.06.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.06.1975, Blaðsíða 15
TONY KNAPP „NJÓSNAR" — hann sá Norðmenn tapa fyrir Júgóslövum (1:3) á Ullevaal í Osló í gærkvöldi TONY KNAPP TONY KNAPP landsliðsþjálfari var staddur á Ullevaal-leikvang- inum i Osló i gærkvöldi, þegar Norðmenn og Júgóslavar mætt- ust I Evrópukeppni landsliða. Knapp hélt utan I gærmorgun til að fylgjast með leiknum og „njósna” um leikskipulag Norð- manna. En eins og menn vita, þá er mjög liklegt að Norðmenn verði andstæðingar okkar i und- ankeppni Oiympiuleikanna. Knapp sá Norðmenn tapa fyrir Júgóslövum (1:3), eftir að Júgó- slavar höfðu verið búnir að tryggja sér sigur i fyrri hálfleik — þá skoruðu þeir öll mörk sín. Að öllum likindum leika Norð- menn hér á Laugardalsvellinum 7. júli, en áður en þeir koma hing- að leika þeir tvo landsleiki — gegn Finnum og Svium (17. og 30. júní). Jens Sumarliðason, formaður landsliðsnefndar, sagði i viðtali við iþróttasiöuna i gærkvöldi, að Tony Knapphefði upphaflega ætl- að sér að sjá leik Norðmanna gegn Finnum, en hann hefði ekki getað það vegna anna hér heima. Þá sagði Jens, að það væri vel hugsandi að Knapp myndi sjá leik Norðmanna og Svia og það eæti einnig farið svo, að maður yrði sendur með myndsegulband, til þess að festa leikinn á filmu. En vikjum okkur nú aftur að leik Norðmanna og Júgóslava. Eftir sigurinn i gærkvöldi standa Júgóslavar bezt að vigi i 3. riðli Evrópukeppninnar, en staðan er nú þessi i riðlinum: Júgóslavia.........4 3 0 1 8:4 6 N-írland...........3 2 0 1 4:2 4 Noregur ...........3 1 0 2 4:7 2 Sviþjóð ...........2 0 0 2 1:4 0 Góður sigur — hjá Selfyssingum Selfyssingar unnu góöan sigur (4:0) i viðureign við Reyni frá Árskógsströnd á grasvellinum á Selfossi á laugardaginn. Marka- skorarinn Sumarliði Guðbjarts- son skoraði tvö mörk, en hin mörk Selfyssinga skoruðu þeir Stefán Larsen og Guðjón Arngrimsson. 2. DEILD Urslit leikjanna i 3. umferðinni urðu þessi um helgina: Þróttur—Haukar ... .3:1 Ármann—Völsungur ....0:0 Selfoss—Reynir Ár ....4:0 Breiðabiik—Vikingur ó. .. ...11:0 Staðan: Breiðablik 3 3 0 0 15: 0 6 Seifoss 3 3 0 0 10: 1 6 Þróttur 3 3 0 0 9: 2 6 Ármann 3 111 5: 4 3 Haukar 3 1 0 2 6: 5 2 Völsungur 3 0 12 0: 5 1 Reynir Ár 3 0 0 3 1:11 0 Vikingur Ó1 3 0 0 3 3:21 0 Markahæstu menn: Hinrik Þórhallss., Breið .. 6 Sumariiði Guðhjartss., Self 6 IngiStefánsson, Árm 3 Þorvaldur I. Þorvaldss. Þrótt... 3 JÓHANNES EÐVALDSSON...... sést hér (örin bendir á hann) skora sigurmark Holbæk gegn Köge. JÓHANNES SKORAÐI SIGURAAARK HOLBÆK — og Holbækliðiö skautst upp á toppinn við hlið Köge ,,Ég er hamingjusamasti, en jafnframt þreyttasti maður heims”, sagði Jóhannes Eðvalds- son, fyrirliði fslenzka landsliðsins — eftir að hann hafði fært Holbæk KSÍ fær góðar gjafir Knattspyrnusambandi islands hafa nú borizt góðar gjafir i tilefni af sigri islendinga I leiknum gegn A-Þjóðverjum. Ófeigur Eiríksson, sýslumað- ur Eyjafjarðarsýslu, færði KSÍ kr. 25 þús. að gjöf frá sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu. Þá hefur hið heimsþekkta sportvörufyrirtæki ADIDAS sent KSÍ kveðju og hamingju- óskir.Aukþess heur Adidas á- kveðið að gefa leikmönnum 'andsliðsins Adidas-skó og töskur. sigur (l:0gegn Köge á sunnudag- inn. Jóhannes skoraði markið með skalla, eftir að Per Svenn- ingsens hafði tekið hornspyrnu. Danska blaðið B.T. sagði að það væri vel skiljanlegt að Jóhannes væri hamingjusamasti leikmaður BRASILÍSKA knattspyrnustjarn- an PAULO CESAR, sem hefur leikið með franska liðinu Olymp- ique Marseilles I vetur við mjög góðan orðstir, skrifaði undir samning hjá brasiiiska liðinu Fluminense frá Rio de Janeiro i gærkvöldi. Cesar fær 400 þús. doilara fyrir að skrifa undir samninginn og fékk hann 300 þús. dollara strax við undirskrift. Mis- muninn mun hann fá i júli, þegar heims — siðustu dagar hjá honum hafa verið æfintýri likastir. Fyrst skoraði hann gullfaiiegt mark gegn A-Þjóðverjum i Reykjavik og þá tryggði hann Hoibæk sigur gegn toppliðinu í 1. deildarkeppn- inni dönsku — Köge og skauzt þar með upp að hlið Köge á toppnum. Fluminense leikur tvo leiki við erlend lið. Paulo Cesar mun leika sinn fyrsta leik með sinu nýja félagi i kvöld, þegar Fluminense leikur ágóðaleik gegn Evrópumeistur- um Bayern Munchen i Rio de Janeiro. Miklar likur eru á þvi að knattspyrnukappinn Pele leiki með Fluminense — fyrri hálfleik- inn á leiknum. Cesar aftur til Brasilíu Hann leikur með sínu nýja félagi gegn Bayern Munchen í kvöld í Rio da Janeiro ÞRUMUSKOT FRÁ ATLA — færði Valsmönnum sigur (1:0) gegn Víking í gærkvöldi ATLI EÐVALDSSON tryggði Valsmönnum sigur (1:0) yfir Vik- ing I gærkvöldi á Laugardaisveil- inum. Atli skoraði markið á 15. min. siðari hálfleiks, eftir fyrir- gjöf frá Alberti Guðmundssyni. Albert sendi knöttinn inn i vita- teig Vikings, þar sem Atli kom á fullri ferð og sendi knöttinn með þrumuskoti i mark Vikings, al- gjörlega óverjandi fyrir Diðrik Ólafsson, markvörð. Þar með varð fyrsta mark Vals i 1. deiidarkeppninni staðreynd — mark sem færði Valsmönnum sigur og annað sætið i deildinni. 1. DEILD Staðan er nú þessi i 1. deildar- keppninni: Akranes 3 1 2 0 8:2 4 Valur 3 1 2 0 1:0 4 Fram 3 2 0 1 2:1 4 Keflavik 3 1 1 1 1:1 3 FH 3 1 1 1 3:8 3 Víkingur 3 0 2 1 1:2 2 Vestm.ey 3 0 2 1 1:2 2 KR 3 0 2 1 0:1 2 Markhæstu menn: Matthias Hallgrimss., Akran.. ,.2 Teitur Þórðarson, Akran........2 ENDUR- fslonds- KJÖRIN met Darlington, Scunthorpe United, Swansea City og Workington Town, liðin sem skipuðu fjögur neðstu sætin i 4. deildarkeppninni I Englandi, voru endurkjörin i deildina um helgina. Þessi fjögur félög, sem féllu úr 4. deild, þurftu að sækja um inngöngu að nýju. ÓskarJakobsson setti nýtt íslandsmet í spjótkasti í gærkvöldi. Hann kastaði 75.80 m VEIÐIMENN Hjq okkur fqiðj LANDSINS MESTA ÚRVAL PÓSTSENDUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.