Tíminn - 10.06.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.06.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 10. júni 1975 TÍMINN 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausa- sölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. V______________________________________________J Verður verkfallinu frestað? Þegar þetta er ritað, er ekki vitað, hvort til alls- herjarverkfalls kemur á morgun eða ekki. Von al- mennings er áreiðanlega sú, að samningaleiðin verði þrautreynd áður en kemur til verkfalls. Segja má, að það sé kostur við þá samningagerð, sem hér er unnið að, að meginþorri verkalýðs- hreyfingarinnar stendur að henni. Ef vel ætti að vera, ættu öll verkalýðsfélögin að semja samtimis og reyna þannig að útiloka skæruverkföllin, sem eru til tjóns fyrir alla. Þvi er hér tvímælalaust stefnt i rétta átt. Það gerir samningagerðina hins vegar miklu flóknari og örðugri, þegar samið er við mörg félög i einu, sem hafa mismunandi hags- muni og sjónarmið. Þess vegna verður að ætla slikri samningagerð riflegan tima. Samninga- gerðin verður svo enn flóknari og timafrekari nú en ella, þar sem ætlunin er að endurskoða visitölu- kerfið i sambandi við hana. Allir viðurkenna, að visitölukerfið er gengið sér til húðar og er óhag- stætt öllum, jafnt launþegum sem atvinnurekend- um, þvi að það er launþegum sizt til hags, að stöðugar vixlhækkanir kaupgjalds og verðlags eigi sér stað. Það má óhætt segja, að timinn til samninga- gerðarinnar hefur ekki verið vel notaður að undanförnu. Báðir aðilar hafa haldið fram ýtrustu kröfum og ekki viljað vikja neitt frá þeim. Enginn skriður virðist hafa komist á samningagerðina fyrr en rikisstjórnin skipaði sérstaka sáttanefnd. Siðan hefur heldur þokazt i rétta átt, þótt enn beri mikið á milli. Ef hyggilega væri haldið á málum, virtist nú eðlilegt, að verkföllum væri frestað um stund, en þeim mun meira kapp lagt á samninga- gerðina. Við það ætti ekki neitt að tapast fyrir verkalýðshreyfinguna, en forusta hennar sýndi hins vegar, að hún hefur fullan vilja til að koma i veg fyrir verkföll, sem er ekki siður umbjóðendum hennar en öðrum til tjóns. Slik frestun væri mjög vænleg til að bæta andrúmsloftið og auðvelda sáttanefndinni hið mikilvæga starf hennar. Það er áreiðanlega eindregin ósk þjóðarinnar, að allar leiðir til samkomulags verði þrautreynd- ar, áður en til átaka sé látið koma. Mikil ábyrgð hvilir vissulega á þeim, sem hér hafa úrslitavaldið i hendi. Góður gestur Góður gestur kemur til íslands i dag, þar sem er Karl XVI Gustaf Sviakonungur. Koma hans er ekki sizt mikilvæg vegna þess, að hún áréttar góða sambúð íslendinga og Svia. Sú var tiðin, að Is- lendingar höfðu meiri samskipti við Dani og Norð- menn, en á síðari áratugum hafa samskipti við Svia og Finna aukizt og gera íslendingar þvi orðið litinn eða engan mun Norðurlandaþjóðanna. Þeir telja sér mikils vert að tengjast þeim sem nánast. Þessi tengsli eiga að geta styrkzt, þótt ekki liggi leiðir alltaf saman i alþjóðamálum. T.d. hafa Sviar valið sér hina svonefndu hlutleysisleið, enda þótt það kosti þá að verja hlutfallslega meira fé til hermála en hinar frændþjóðirnar. Slikur er heimurinn i dag, að fáir treystast til að vera varnarlausir. En i þessum heimi striðsóttans, skipa Norðurlönd sérstakan sess sem heimkynni frelsis og friðar, og sambúð þeirra þykir til fyrir- myndar. íslendingar fagna Sviakonungi sem góð- um fulltrúa þjóðar sinnar og norræns samstarfs. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Samstarf Evrópu- ríkja styrkist AAikilvæg dhrif atkvæðagreiðslunnar í Bretlandi HIN sögulegu úrslit þjóðar- atkvæðagreiðslunnar i Bret- landi eiga vafalaust eftir að verða áhrifarik. Mikilvægustu áhrifin verða vafalaust þau, að Efnahagsbandalagið mun eflast og verða færara um að takast á við efnahagsvandann, sem nú er aðalmálið á vett- vangi þess. Ivar Nörgaard, viðskiptamálaráðherra Dan- merkur, lét svo ummælt eftir aö úrsíitin urðu kunn, að bandalagið hefði raunar verið litt starfhæft siðustu misserin vegna óvissunnar um úrslit atkvæðagreiðslunnar i Bret- landi, en nú ætti að vera hægt að taka til óspilltra mála á sviði efnahagsmála og orku- mála. Þar kæmi til athugunar I fyrstu hvernig ætti að sigrast á atvinnuleysinu, sem er mik- ið i þátttökurikjunum. Sam- kvæmt siðustu skýrslum var tala atvinnuleysingja i Efna- hagsbandalagslöndunum um 4.4 millj. i april siðastliðnum og skiptust þannig eftir lönd- um: ítalia 1.100 þús., Vestur- Þýzkaland 1.087 þús., Bret- land 899 þús. Frakkland 754 þús., Holland 183 þús., Belgia 160 þús., Danmörk 107 þús., ír- land 95 þús. og Luxemburg 134. Það hefur verið almennt álitið að Efnahagsbandalagið yrði of veikt, ef Bretland væri utan þess. Helmut Schmidt kanslari Vestur-Þýzkalands, lét lika svo ummælt um leið og hann fagnaði úrslitum at- kvæðagreiðslunnar, að Evrópa án Bretlands væri ekki nógu sterk. Þátttaka Bretlands mun hins vegar þýða það, að hægara verður farið i það að breyta banda- laginu i eins konar pólitiskt riki með sameiginlegri sterkri stjórn og valdamiklu þingi. Bretar hafa verið andvigir slikum fyrirætlunum og eru það enn. Hins vegar hlýtur það að leiða af aukinni efnahags- legri samvinnu, að pólitiskt samstarf verður nánara á ýmsan hátt. Þannig halda þátttökuriki Efnahagsbanda- lagsins með sér sérstaka fundi á flestum eða öllum alþjóðleg- um ráðstefnum, t.d. á hafrétt- arráðstefnunni. Þess hefur lika orðið vart hjá Dönum, t.d. á allsherjarþingi S.Þ., að þeir tækju I vaxandi mæli tillit til hinna Efnahagsbandalags- rikjanna og mótuðu i ýmsum málum afstöðu sina meira af hliðsjón til þeirra en Norður- landa. Þvi má telja liklegt að þótt þátttaka i Efnahags- bandalaginu verði til þess að hægja á ferðinni til pólitiskrar einingar, þá stefni starfsemi bandalagsins i þá átt. (Jrslit atkvæðagreiðslunnar munu m.a. verða til þess að breyta valdahlutföllum á þingi bandalagsins. Brezki verka- mannaflokkurinn hefur ekki viljað senda fulltrúa á þing bandalagsins fyrr en að at- kvæðagreiðslunni lokinni. Hann á þar rétt til 18 þingsæta. Nú mun hann hefja fulla þátt- töku i þinginu og verða þá sósialdemókratar stærsti flokkurinn þar. Aður voru það kristilegir demókratar. Vel getur þvi svo farið, að þar myndist eins konar rauður meirihluti, ef kommúnistar draga úr kröfum sinum og samvinna getur náðst milli þeirra og sósialdemókrata og vinstri sinnaðra miðflokka. 1 þessu sambandi er svo ekki úr vegi að geta þess, að Kinverjar hafa fagnað úrslit- unum og talið þau vænleg til að styrkja Vestur-Evrópu. Hitt er hins vegar vitað, að Rússar fagna þeim ekki, þótt þeir láti litiðuppi. Þetta er eitt dæmi um hinn mikla klofning kommúnista I afstöðunni til alþjóðamála. MARGT bendir til þess, að úrslit atkvæðagreiðslunnar eigi eftir að hafa margvisleg áhrif heima fyrir i Bretlandi. Harold Wilson er óumdeilan- lega hinn mikli sigurvegari i þessu máli. Honum hefur tek- izt að leysa það á þann hátt, að ekki er líklegt að eftir þetta verði miklar deilur um aðild Breta að bandalaginu. Svo skýr og ótviræð voru úrslitin. Vinstri menn og verkalýðs- sinnar i flokki hans, sem mest voru á móti aðildinni, hafa lika þegar lýst yfir þvi, að þeir muni hlita úrslitunum full- komlega. Þannig hefur Tony Benn iðnaðarmálaráðherra lýstyfir þvi, að hinar rækilegu umræður fyrir atkvæða- greiðsluna, ásamt úrslitunum, múni hafa heilsusamleg áhrif og gera minnihlutanum auð- veldara með að sætta sig við sjónarmið meirihlutans. Svipaðar yfirlýsingar hafa ýmsir leiðtogar verkalýðs- hreyfingarinnar, sem unnu gegn aðildinni, birt. Það er þvi augljóst, að þetta mál verður ekki beinlinis til að kljúfa Verkamannaflokkinn. Svo klóklega hefur Wilson tekizt að halda á málum. Hins vegar óttast margir, að óbeinlinis geti úrslitin orðið til að lama Verkamannaflokkinn og jafn- vel kljúfa hann. Andstæðingar Wilsons muni hugsa honum þegjandi þörfina, þegar hann snýr sér að þvi, sem er nú mál málanna i Bretlandi, en það er aö reyna að koma kaupgjalds- málunum i viðunanlegt horf. Þeir muni telja sig hafa sterk- ari afstöðu til að glima við Wilson á þvi sviði. Þess vegna bföa menn nú forvitnir eftir þvi, hvernig Wilson hyggst leysa þessi mál og hvernig þeirri viðleitni hans muni lykta. Þar muni Wilson ekki nægja hyggindin ein, eins og i sambandi við þjóðaratkvæða- greiðsluna, heldur reyni hér öllu meira á áræði hans og festu. Innan Ihaldsflokksins hefur atkvæðagreiðslan haft veruleg áhrif. Hlutur Heaths hefur mjög batnað, þvi að hann beitti sér mjög skelegglega og vann sér álit og samúð með málflutningi sinum. Hlutur Thatchers hefur hins vegar versnað, þvi að hún lét frekar lltið á sér bera og vakti enga sérstaka athygli. Það hefur lika veikt stöðu hennar, að hún fór nýlega mikla hrakför fyrir Wilson I orðasennu i neðri málstofunni, þegar rætt var um efnahagsmál. Wilson hafði þá algera yfirburði, og hlaut ekki sfzt góðar undirtektir hjá þingheimi, þegar hann likti helzta ráðgjafa Thatcher, Keith Joseph við skottulækni á borð við Rasputin. MEÐ ÚRSLITUM atkvæða- greiðslunnar um aðild Breta að Efnahagsbandalaginu, er lokið vissum þætti i sögu, sem hófst fyrir nær 20 árum. Það var árið 1946, sem Winston Churchill varð fyrstur áhrifa- mikilla evrópskra stjórnmála- leiðtoga til aðhefja máls á þvi, að komið yrði á bandalagi Evrópurikja. Churchill var þá I stjórnarandstöðu. Arið 1951, þegar Churchill varð forsætis- ráðherra að nýju, var honum snúinn hugur. Hann mælti þá með bandalagi Frakka og Þjóðverja, en taldi rétt að Bretar stæðu utan við. Bretar tóku þvi ekki þátt i bandalagi Evrópu um vinnslu kola og stáls, sem stofnað var um þetta leyti og var eins konar upphaf Efnahagsbandalags- ins. Sex riki tóku þátt i þessu bandalagi eða Vestur-Þýzka- land, Frakkland, italia og Beneluxlöndin. Þessi sex riki stofnuðu svo Efnahagsbanda- lag Evrópu með undirritun Rómarsamningsins svonefnda 1957. Svar Breta við þvi var stofnun Friverzlunarbanda- lagsEvrópu (Efta) arið 1959.1 þvi tóku þátt Sviþjóð, Noreg- ur, Danmörk, Sviss, Portúgal og Austurrfki, ásamt Bret- landi. Siðar bættist Finnland og island i þennan hóp. Bretar komust fljótt að raun um, að Friverzlunarbandalagið full- nægði þeim ekki, og árið 1961 lýsti Macmillan, sem þá var forsætisráðherra, yfir þvi, að Bretar myndu hefja viðræður við Efnahagsbandalagið um hugsanlega aðild að þvi. Árið 1963 beitti de Gaulle neitunar- valdi Frakka gegn þvi, að Bretar fengu aðild. Fjórum árum seinna,eða 1967 beitti de Gaulle neitunarvaldinu i' ann- aö sinn til að hafna aðildar- beiðni Breta.sem þá var borin fram af rikisstjórn Verka- mannaflokksins undir forustu Wilsons. Árið 1970, þegar de Gaulle var farinn frá, bauð Efnahagsbandalagið fjórum rikjum að hefja umræður um aðild, eða Bretlandi, Irlandi, Danmörku og Noregi. Þessi riki gengu svo i 'bandalagið 1973, nema Noregur, en þar hafði aðild verið hafnað i þjóð- aratkvæðagreiðslu. Stjórn t- haldsflokksins undir forustu Heaths sat þá að völdum. Heath er þvi talinn sá maður, sem eigi persónulega mestan þátt I aðild Breta að bandalag- inu. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.