Tíminn - 10.06.1975, Side 3
Þriöjudagur 10. júni 1975
TÍMINN
3
SJALFBOÐALIÐAR
HREINSA í
HERJÓLFSDAL
gébé—Rvik. — Á laugardaginn
var tóku þrjú til fjögur hundruð
sjálfboðaliðar sig saman og hófu
vikuhreinsun i Herjolfsdal i Vest-
mannaeyjum. Var þetta allt
heimafólk, á öllum áldréiog var
unnið sleitulaust frá klukkan eitt
eftir hádegi til klukkan sjö um
kvöldið. Mikið var hreinsað, eins
og sjá má á meðfylgjandi mynd,
sem Magnús Magnússon tók á
laugardaginn.
— Geysilega mikið hreinsunar-
starf er þó enn eftir i Eyjum,
sagði Magnús. Heimaklettur
hefur að visu verið hreinsaður,
nema austasti hlutinn. Þyrla
flutti áburð upp á klettinn og þar
var honum dreift. Moldarlag
hefur viða verið sett yfir vikur
og áburður borinn i.
Blómarækt hefur verið mikil i
Eyjum i vor, bæði i görðum húsa
og á mörgum öðrum stöðum i
kaupstaðnum t.d. við sjúkrahús-
ið. Blómasendingar hafa borizt að
gjöf frá Vinarborg og Hollandi.
Taldi Magnús, að allir þeir, sem
ættu garða, hefðu fengið tvö og
hálft kiló af hollenzkum laukum.
Eru þvi túlipanar i miklum blóma
og skrýða margan garðinn i Eyj-
um.
Ungir sem gamlir unnu af
fullum krafti vif' hreinsun-
ina i Herjólfsdal sl. laugar-
dag.
Þannig lítur dæmið
út
segir
A.S.Í.
ASÍ sendi frá sér i gær eftirfarandi útreikninga:
,,í eftirfarandi töflu eru teinuð út áhrif þeirra kauphækkana, sem
9 manna samninganefnd ASt hefur gert kröfu um. Grunnviðmiðun
er núverandi grunnkaup, að viðbættri þeirri 6 18% visitölu, sem
reiknuð er hiutfallselga á grunnkaupið. Mánaðakaup eins og það er
nú, er 8.400 kr. ( = 3.500 + 4.900 kr.) hærra ena grunnviðmiöunin, þó
með þeim skerðingum, sem þar gilda. Krafa ASt er að allir fái
17.330 kr. kauphækkun (100 kr. á tima), auk þess, að 8.400 kr. komi
óskertar þar sem um skerðingu hefur verið að ræða. Kaupið eftir þá
hækkun, sem nú semdist um, yröi grunnkaup varðandi visitöluút-
reikning. Rétt er að benda á, að vegna upphækkana I millireikning-
um standast tölur um mánaðarlaun ekki alveg á”.
Krafa mjólkurfræðinga
139,4% kauphækkun
— segja vinnuveitendur
Mánaðarkaup Kánaöarkaup Mánaðarkaup Hækkun Hækkun
Kúgildandi 1/3 1975 1/6 1975 dálkur dálkur
grunnkaup +6 18% vísit skv. kröfu 1-3 2-3
VERKAMEKli
3. taxti byrjun 33.987 42,397 59.727 75,7% 40 „9%
3. e ár 35.346 43.743 61.078 72 8% 39,6%
6. ■ byrjun 36.672 45.083 62.413 70 2% 38 4%
6. 11 e ár 38.139 46,539 63.869 67 5% 37 2%
8.t + 10% byrjun 43.138 51.548 68.878 59 .7% 33,6%
8.t + 10% e ár 44.864 53.264 70.594 57 ;3% 32,5%
MÁLMIÐKAÐARMENN
Fyrsta ár 41.314 49.717 67.047 62 3% 34,9%
Eftir 3 ár 44.686 53.088 70.418 57 .6% 32,6%
E.3 ár m/viðgerðar- þungaálagi (10%) og °g
óþrifaálagi (10%) 53.623 59.900 79.353 48,0% 32,5%
VERZLUNARMEMN
4. taxti byrjun 38.233 46.633 63.963 67,3% 37 2%
8. taxti byrjun 50.836 59.287 76.617 50 ,6% 29 „2%
10. byrjun 62.688 67.589 88.419 41,0% 30 8%
10. e 7 ár 73.658 73.900 99.388 34 9% 34,5%
TRÉSMIÐIR án fastra álaga
Fyrsta ár 38.801 47.204 64.534 66 ,3% 36,7%
Eftir 2 ár 41.966 50.371 67.701 61 3% 34,4%
Viðg- og breytinga- vinna skv.3ja taxta verkst.kaups 50.780 - 59.189 76.519 50.7% 29.3%
RAFVIRKJAR án fastra álaga
Fyrsta ár 41.609 50.009 57.339 61,8% 34 .7%
Eftir 3 ár Eftir 3 ár með 10% 45.003 53.403 70.733 57 2% 32,5%
+ 10% + 10% 59.899 64.799 85.629 43.0% 32 1%
BH-Reykjavik. — Mjólkurfræð-
ingafélag islands hefur sett fram
sérkröfur, sem samkvæmt út-
reikningum kjararannsókna-
nefndar fela i sér 139,4% kaup-
hækkun hjá mjólkurfræðingum,
segir i fréttatilkynningu frá
Vinnuveitendasambandi islands
og Vinnumálasambandi sam-
vinnufélaganna. Timinn hafði
samnd við Sigurð Runólfsson,
formann Mjólkurfræöingafélags-
ins, þar sem hann visaði þessum
útreikningum á bug og kvað hér
vera um að ræða siðlausa árás á
stétt, sem hefði skammarlega lág
laun.
Fréttatilkynning Vinnuveit-
endasambandsins og Vinnumála-
sambands Samvinnufélaganna er
svohljóðandi:
„Eins og fram hefur komið i
fréttum af yfirstandandi
samningaviðræðum setti Alþýöu-
samband íslands fram almenna
kröfu um kauphækkun 38—39%.
Hins vegar er þar ekki um að
ræða sérkröfu fyrir neina af hin-
um einstöku starfsgreinum.
Mjólkurfræðingafélag Islands
hefur hins vegar eitt aðildarfé-
laganna sett fram sérkröfur, sem
fela i sér kauphækkanir sem eru
svo freklega umfram hina al-
mennu kröfugerð að undirrituð
samtök telja sig tilneydd að
kynna almenningi þá sérstöðu
sem Mjólkkfræðingafélagið hefur
þannig markað sér meðal laun-
þega i landinu.
Samkvæmt útreikningi kjara-
Framhald á bls. 13
SIÐLAUS ÁRÁS
- segir formaður mjóikurfræðinga
— Svona framkoma er svo
langt fyrir neðan allar hellur, að
ég á naumast nokkur orð tiT að
lýsa undrun minni og hneykslun,
og ætli það fari ekki svo, að þeim
verði að ósk sinni, og við ræðum
bara alls ekkert við þá framar,
sagði Sigurður Runólfsson,
Formgallar á
verkfallsboðun
formaður M jólkurfræðinga-
félagsins, þegar Timinn ræddi við
hann i gær. — Þeir verða að at-
huga, hvað þeir eru að segja. Hér
er um að ræða siðlausa árás á
stétt, sem hefur skammarlega
lág laun.
— Hvaða athugasemdir hafið
þið við þessum útreikningum?
— Ja, málin eru að minnsta
kosti á allt annan veg en fram
kemur i þessari tilkynningu.
Mjólkurfræðingar eru meö
mánaðarlaun um 60 þúsund krón-
ur, og svo einhver snöp i auka-
vinnu, en þegar verið er aðsetja
slika pósta inn i útreikningana,
koma auðvitað fráleitustu tölur
út. Þetta eru mikil ósannindi, að
við séum einhverjir hátekju-
menn, eða verðum, þegar upp er
staðið.
— En þið mjólkurfræðingar
sitjið áfram við samningaborð?
— Ég veit ekkert um
áframhald á þvi. Við erum búnir
að sitja einn samningafund. á
sunnudag og sennilega mætum
við á kvöldfundum (mánudag).
enþetta getur alveg snúizt við.
eftir svona framkomu við okkur.
Ég hélt, að þessir menn gerðu sér
grein fyrir þvi, aö svo mikið er i
húfi, að full ástæða er til að koma
fram af vinsemd og gætni.
AAagnús Ólafsson
kjörin formaður
BH—Reykjavik. „Vegna form-
galla á ákvörðun um vinnustöðv-
un 11. júni og athugasemdar eins
viðsemjanda Verzlunarmanna-
félags Reykjavikur, var sam-
þykkt á fundi trúnaðarmanna-
ráðs Verzlunarmannafélags
Reykjavikur 6. júni s.l. að vinnu-
stöðvun, sem boðuð hafði verið 11.
júni nk., komi til framkvæmda
frá og með miðvikudeginum 18.
júni nk.”
Þannig hljóðar fréttatilkynn-
ing, sem Timanum barst i gær frá
Verzlunarmannafélagi Reykja-
vikur. Komi til verkfalls, er eins
gott að almenningur athugi, að
þjóðhátiðardagurinn 17. júni er
þriðjudagurinn fyrir boðað verk-
fall, þannig að siðustu forvöð að
komast i verzlun gætu orðið á
mánudagskvöld.
MAGNÚS Ólafsson var kjörinn
formaður SUF á 15. þingi sam-
bandsins, sem lauk á Húsavik á
sunnudaginn. Um eitt hundrað
fulltrúar viðs vegar af landinu
Sóttu þingið, sem einkenndist af
samstöðu og sóknarhug ungra
Framsóknarmanna. Fjölmargar
ályktanir voru samþykktar á
þinginu, og verður þeirra getið
siðar.
Þingið hófst sl. föstudag, og
flutti þá Steingrimur Hermanns-
son, ritari Framsóknarflokksins,
ávarp, en á laugardaginn ávarp-
aði Ólafur Jóhannesson, formað-
ur flokksins, þingið.
Stjórnarkjör fór þannig: Magn-
ús Ólafsson, Sveinsstöðum A-
Húnavatnssýslu, var kjörinn for-
maður. Varaformaður var kjör-
inn Jón Sigurðsson Kópav. Rit-
ari var kjörinn Guðni Ágústsson
Selfossi, og gjaldkeri Sveinn
Jónsson Reykjavik. Meðstjórn-
endur voru kjörnir: Rúnar
Guðjónsson Hvolsvelli, Halldór
Asgrimsson Höfn i Hornafirði,
Ingvar Baldursson Akureyri,
Eirikur Sigurðsson Isafirði. Jón-
as Gestsson Heilissandi, Friðrik
Georgsson Keflavik, Sigurður
Haraldsson Reykjavik og Gerður
Steinþórsdóttir Reykjavik.