Tíminn - 10.06.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.06.1975, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Þriðjudagur 10. júni 1975 Þriðjudagur 10. júni 1975 TÍMINN 11 „ÉG HEF ALLAN ÆVIDAG UNNAÐ FJALLABLÆNUM rv segir Ásgrímur Kristinsson frá Ásbrekku, sem hér spjallar við lesendur Tímans um vísnagerð, búskap og víðáttur íslenzkra heiða ASGRIMUR KRISTINSSON frá Asbrekku í Vatnsdal á sam- merkt við aðra jafnaldra sina i þvi að hafa unnið hörðum höndum langa ævi. En hann er lika einn þeirra, sem „láta ekki baslið smækka sig”, eins og Stephan G. komst að orði. Hann hefur löng- um átt tvö bú, annað i hinum sýnilega heimi, þar sem viö hrær- umst öll, hitt i heimi draums og ljóðs. Báðum þessum búum hefur hann unnið af trú og hollustu, og jafnan kappkostað að gera sitt bezta. Hann nam land og reisti nýbýli þar sem enginn bær var áður, og jafnframt ræktaði hann ljóðakur sinn af alúð og sam- vizkusemi. Visur hans og kviölingar hafa flogið viða og komizt á bækur. Eða hver man ekki kvæðið Vökusveinn i Hún- vetningaljóðum: Vakir yfir velli vangafölur stúfur, kannski dál’tið kviðinn, klukkan bráðum eitt..... Húnvetningur — af. ætt Bólu-Hjálmars Nú er Asgrimur frá Asbrekku hingaðkominn og mun spjalla við lesendur Timans um stund. Við ætlum að byrja á hinum ytra heimi og spjalla um Asbrekku. — Hvenær byggöir þú þetta ný- býli, Asgrimur? — Það var árið 1936. Nýbýlið er byggt i landi Ass, en þar hafði ég alizt upp hjá ömmubróður min- um, Guðmundi Ólafssyni al- þingismanni. Það var hann, sem lét mig hafa þennan hluta jarðar- innar, þar sem ég byggði bæ minn, og þar bjó ég lengi siðan. — Er ætt þín af þessum slóð- um? — Já, svona i og með. Faðir minn var að visu fæddur á Akra- nesi, en ættir hans liggja norður. Móðir hans var Sigriður Hjálmarsdóttir Hjálmarssonar (Bólu-Hjálmars). Foreldrar föð- ur mins fluttust norður með hann ungan, og hann ólst upp i Asi hjá Guðmundi Ólafssyni, eins og ég gerði siðar. — Það er sjálfsagt heldur óvenjulegt, að sami maðurinn fóstri þannig tvo ættliði. — Já, liklega er það fremur óal- gengt, en þó er það ekki útilokað, þegar svo stendur á um aldur manna, og faðir minn var aðeins nitján ára, þegar ég fæddist. Móðir min var systurdóttir Guðmundar Ólafssonar i Asi, af Guðlaugsstaðaætt. Foreldrar minir giftust ekki, og þvi ólst ég Hjónin I Asbrekku, Asgrimur Kristinsson og Guðný Guðmundsdóttir. upp I Asi og var þar allt þangað til ég hóf búskap á nýbýli minu. — Þú átt þá ekki langt að sækja hagmælskuna. Það hefur lengi legið skáldgáfa I kyni Bólu- Hjálmars. — Já, hún hefur verið rikur þáttur í þeirri ætt. Mér er ekki kunnugt um, að hagmælska hafi fallið niður i neinum ættlið frá Bólu—Hjálmari, enn sem komið er,ogmeðalannars ber talsvert á henni hjá börnum minum. Fyrstu yrkingar — Hvenærheldur þú að þú hafir sjálfur byrjað að yrkja? — Ég var mjög ungur, þegar ég fór að föndra við þetta. Liklega á ég einhvers staðar visur, sem ég hnoðaði saman, þegar ég var sjö ára. — Dreymdi þig þá ekki um að verða skáld, þegar þú yrðir stór? — Sjálfsagt hafa slikar hugsan- ir eitthvað látið á sér kræla, en at- vikin höguðu þvi nú einu sinni svo, að langskólanám varð ekki mitt hlutskipti, enda ekki hægt um vik fyrir unglinga á þeim ár- um, þótt ég fæddist að visu ekki fyrr en ellefu ár voru liðin af þessari blessaðri öld okkar. Nú, og kannski hefði ég ekki orðið skáld, þótt ég hefði gengið menntaveginn. Það verða ekki allir skáld á þvi að ganga i skóla. Hins vegar man ég vel, að ýmsir góðir menn, og þeirra á meðal Sveinn I Elivogum, sögðu að ég lofaði góðu, þegar fyrstu visur minar og kviðlingar fóru að kvis- ast. En hafi ég lofað einhverju i þeim efnum þá, þá hef ég svikið það allt! Ég hef aldrei verið skáld. — Skárra er það nú litillætið! En kanntu ekki eitthvað af þinum fyrstu visum? — Ég veit ekki hvort þær eru prenthæfar, þvi að á þeim árum urðu visur oftast til, þegar ein- hver hreyfing kom á hugann, annað hvort til hryggðar eða reiði, nema hvort tveggja væri. Ég man til dæmis eftir einni visu, sem ég orti um vinnumann, sem mér hafði eitthvað mislikað við. Liklega hef ég verið orðinn tiu ára eöa svo. Maðurinn hét Guðmund- ur og var með hærri mönnum, eftir þvi sem þá gerðist. En visan er svona: Guðmundur er geysihár, Guðmundur er dyggðasmár, Guðmundur er gallaljár, Guðmundur er sveitarfár. Þegar ég var tólf ára, tók ég einu sinni upp á þvi um hávetur ab yrkja vorvisur. Þær urðu til tvær, með skömmu millibili, og voru siðar prentaðar i Húnvetn- ingaljóðum. Ég held sé bezt að ég lofi þeim að flakka með, fyrst ég er að rifja upp þessi æskubrek min: Gyllir sólin grund og hlið, græna hóla og bala. Angar fjólan yndisfrið innst I skjóli dala. Állt er fjallið autt i senn, ærnar hjalla bita. Heiðin kallar á þig enn, álftin mjallahvita. — Þér hefur gengiö vel að yrkja um voriö, þótt enn væri vetur? — Já, ég hef aldrei átt neitt erfitt með að setja mig i huganum i önnur spor en þau, sem ég stend i þá stundina, enda hlýtur það að verða með alla, sem fást við þessa hluti, annars myndu þeir aldrei yrkja neitt. t þetta skipti var það að minnsta kosti ekki erfitt fyrir mig, þvi ég hef alltaf veriðmikill unnandi vors og við- áttu. Og heiðalöndin heima voru mér ævintýraheimur, enda orti ég oft um þau visur, og sumar þeirra urðu kunnar i heimahög- um minum. í göngum — Hver voru þin afréttarlönd — hvert fórst þú I göngur? — Grimstunguheiði og Hauka- gilsheiði liggja fram af Vatnsdal, og þar var yfirleitt leitarsvæði okkar, Vatnsdælinga og Þingbúa. Þessi heiðalönd ná suður yfir Stórasand, suður i Fljótsdrög, og þar komu Borgfirðingar til móts við okkur, og siðan smöluðum við sameiginlega niður að Réttar- vatni, þar sem dregið var I sund- ur. Fljótsdrög eru dásamlega fagurt land, og þessar ferðir urðu mjög minnisstæðar öllum, sem tóku þátt I þeim. Á heiðunum bundust norðan- og sunnanmenn vináttuböndum, sem entust ævi- langt. Borgfirðingarnir voru flestir úr Hálsasveit og Hvitár- siðu, norðanmenn aftur á móti úr Vatnsdal og Þingi. — Hvaö voruð þið lengi I þess- um göngum? — Þegar ég byrjaði að fara i göngur, var enn sami háttur á þessu sem verið hafði lengi. Hjá okkur, i Vatnsdalnum, voru það sex daga göngur, en seinna, eftir aö f járpestirnar voru komnar til sögunnar, og slðar girðingar til vamar útbreiðslu þeirra, breytt- ist þetta. — Uröu ekki stundum til vísur á þessum feröum? — Jú, það kom oft fyrir, en þær voru ekki allar prenthæfar. En visumar voru ekkl allar af sama sauöahúsi. Sumar voru ortar um heiðalöndin og náttúruna, og það er vel hægt að fara með þær. — Má ég heyra eins og eina? — Já, þvi ekki það. Ég var „sunnan I Sandinum”,eins og það var kallað, I dýrlegu veðri, og var að smala niður i Fljótsdrögin. Þetta var seinnipart dags, sól far- in að lækka á lofti og blikaði á vötn og tjamir langar leiðir. Þá varð þessi visa til: Enn um þetta óskaland ótal perlur skina, hitti ég fyrir sunnan Sand sumaVdrauma mina. — Þú hefur auövitað snemma hlakkað til aö fara i göngur, eins og aörir strákar? — Já,éger nú hræddur um það. Við byrjuðum að hlakka til snemma á sumrin, og tilhlökkun- in fór vaxandi eftir þvi sem nær dró haustinu. Hvað mig snerti, var þessi tilhlökkun ekki ein- skorðuð við unglingsárin, þvi hún entist langt fram eftir ævi. Það liggurviðaðmiglangi enn igöng- ur, þótt sjálfsagt yrði ég ekki tek- inn gildur, sökum aldurs og heilsubrests. Einu sinni gerði ég nokkrar samstæðar visur, sem heita Heiðin heillar. Þær byrja svona, ef ég man rétt: Þegar halla að hausti fer, heiðin kallar löngum. Hugurinn allur unir sér inn til fjalla i göngum. Til skemmtunar á mannamótum — Ef viö höldum áfram að tala Nasi og Tryggur. Nasi var afburöagæöingur, og haföi Asgrímur á hon- um miklar mætur. Og marga feröina voru þeir búnir aö fara saman, áöur en yfir lauk, Asgrímur, Nasi og Tryggur, enda var samstarf þeirra allra meö miklum ágætum. um kveöskapinn: Hvenær heldur þú aö þú hafir byrjaö aö yrkja samfelld kvæöi? — Ég veit það varla, en ég á kvæði, sem ég gerði fermingarár- ið mitt, og liklega hefur það verið með fyrstu tilburðum minum við að yrkja fleiri en eina visu I einu. Siðan rak hvert kvæðið annað, en það vil ég taka fram.aðég er ekki neitt sérlega hrifinn af þessum frumsmiðum minum. Þau eru fyrst og fremst tilraunir og ég býst við að gildi þeirra sé aðal- lega i þvi fólgið að sýna hvert hugur minn stefndi á þessum ár- um. — Svo hefur þessi iöja farið smám saman vaxandi hjá þér? — Já, hún gerði það. Þegar ég var ungur maður, var talsvert i tizku I heimahögum minum að halda afmælisveizlur, oft fjöl- mennar nokkuð. Þá kom það stundum fyrir að ég sendi af- mælisbarninu kveðju i ljóði, og eiginlega áður en ég vissi af, voru sveitungar minir farnir að ætlast til þess að fá afmæliskvæði frá mér, eða svo fannst mér að minnsta kosti. Svo mikið er vist, að ég gerði talsvert mikið að þessu um árabil. Eitthvað af þeim kvæðum á ég enn. — Ortir þú ekki stundum skop- bragi? — Jú, ekki er ég alveg saklaus af þeirri iðju. Eftir að farið var að halda Húnavökurnar á Blönduósi, kom þaö meðal annars i minn hlut að leggja þar nokkuð af mörkum til skemmtunar. Ég orti þá nokk- ur gamankvæði, og var efni þeirra gjarna sótt i nágrennið, at- hygli vakin á hinum skoplegri hliöum málanna og minnt á sitt- hvaö, sem farið hafði öðru visi en ætlazt hafði verið til i upphafi. Allt var þetta þó meinlaust frá minni hálfu, og ég þóttist ekki vera með neina rætni, enda veit ég ekki til þess að neinn þykktist við. Sama var að segja, eftir að far- ið var að halda þorrablót inni i sveitinni. Ég orti nokkur kvæði, sem notuð voru til skemmtunar þar, og voru þau mjög i sama anda og Húnavökukvæðin. Ekki vissi ég heldur til þess að þau særðu eða móðguðu þá sem fyrir urðu, enda ekki til þess ætlazt af mér. En „þetta er ekki skáld- skapur, Kolbeinn.” Ég býst varla við að þessi kvæði min hafi haft mikið bókmenntalegt gildi, en þau gerðu sitt gagn á þeim stað og þeirri stundu, sem þau voru ort og flutt. — Viltu ekki lofa okkur að heyra eitthvað af þessari fram- leiðslu? — Ég veit ekki hvort við eigum nokkuð að vera að þvi. Þótt kvæð- in séu ekki þannig að þau meiði neinn, þá er vafasamt hvort þau eiga nokkurt erindi fyrir almenn- ings sjónir. Þau eru undantekn- ingarlaust bundin ákveðnum stöðum, mönnum og atburðum, en þar er lika vlðast hvar talað svo undir rós, að ekki skilst, nema af þeim, sem nákunnugir eru öll- um málavöxtum. Og að birta slikt ásamt rúmfrekum skýringum, finnst mér vera verr af stað farið en heima setið. Enef einhvern langar að heyra eitthvað eftir mig, sem stefnir i þessa átt, get ég farið með tvær visur, báðar meinlausar, — og þarfnast hvorug skýringa. önnur heitir Um stúlku, og er svona: Engu vil ég um það spá, Asgrímur Kristinsson frá Asbrekku. sléttumar i Asbrekku gerði ég með plógi og herfi, sem tveim hestum var beitt fyrir. Nú, þetta var svo sem aldrei neinn stórbú- skapur. Þegar ég hætti búskapn- um, átti ég tiu kýr og um tvö hundruð kindur. En mér likaði þetta lif vel, og væri þar trúlega enn, ef ég hefði ekki fengið lungnablæðingu og orðið að hætta að vinna i heyi af þeim sökum. En sonur minn tók við jörðinni og býr núna I Asbrekku, svo ég þarf ekki að kvarta um að hún hafi lent i hendur vandalausra. — Þú hefur ekki náð að festa rætur i höfuðborginni? — Rætur? Nei, ég á ekki neinar rætur hér i malbikinu, þær eru allar norður I Asbrekku i Vatns- dal. Annars ætla ég ekki að kvarta yfir verunni i Reykjavik, mér hefur liðið vel hér, að minnsta kosti að þvi er varðar hinn ytri aðbúnað. En andlegu hliðinni er bezt lýst með eftirfar- andi visukorni: Lækkar fönn i fjallaskor. Fagnar borgargestur, sem er alltaf undir vor eins og strokuhestur. — Og nú býrð þú hér, utan viö mesta umferöarsk valdriö og hraðann? — Já, við hjónin fluttumst hing- að uppeftir i fyrra. Þetta hús var upphaflega sumarbústaður, en er vel ibúðarhæft að vetrinum lika. Samt þurfti i vetur sem leið bæði Timamynd Róbert. að kynda ofninn og miðstöðina, húsið er ekki heitara en svo. — Já, hér er bæði kolaofn og skarsúð með gömlu sniði, — allt eins og það á að vera. Þegar ég kom hingað, hafði ég orðið fyrir heilsufarslegu áfalli, sem slævði minni mitt nokkuð. En ég uni mér vel hér, eins og eftir- farandi visa sýnir vel, hvernig mér liður, þar sem ég nú er setzt- ur um kyrrt og hættur öllu bjástri, nema þá helzt þegar dettur i mig að gera visu: Hingað bar mig gamlan gest. Glöggvast farið minni. Alltaf var, og enn er bezt undir skarsúðinni. — VS. t fjárréttinni i Asbrekku á björtu vori. ef hún sleppur óskemmd frá öllum þessum mannavað. Hin heitir Að gefnu tilefni, en tilefniö útskýri ég ekki nánar en gert er i visunni: •;"■ v'■ ■ ’’ ’ V,- V jS| v,? n Ipr , Bændur sem aldrei áttu til reiöardróg, aðeins truntur nothæfar fyrir g Plóg, 1 þeir eru að flytja i þéttbýliö sumir enn og þykjast nú vera bráðsnjallir hestamenn. Undir skarsúð — Viö höfum talaö hér um skáidskap og búskap jöfnum höndum. I.iklega væri ckki úr vegi að helga nú búskapnum fá- einar linur? — Það má vel min vegna, en um minn búskap er ekki ýkjamargt að segja. Þegar ég byrjaði að búa, hafði ég ekki nein not af túni, oe frumbvlinasárin voru auövitað éÉri'^i ■ , . / ■ -: ,'■■ ■ . ■ , , \\ ■ ■: ■ ■ ■ ■, : ■ * > £ ** f, *, r * ‘ > \ \ ,, /‘ . Itrim.Ifm&í*.At i: í',v,, ■ : Fyrstu húsin, sem Asgrlmur byggöi I Asbrekku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.