Tíminn - 06.07.1975, Qupperneq 9
Sunnudagur 6. júli 1975.
TÍMINN
9
TÍAAINN HEIMSÆKIR ÍSAFJÖRÐ Texti og myndir: Þorgeir Örlygsson
Ánægður með
frammistöðu
Landhelgis-
gæzlunnar
Guömundur Sveinsson.
„SVONA FORNALDARVINNU-
BRÖGÐUM BEITI ÉG EKKÍ'
— segir Hörður Guðbjartsson, skipstjóri
Hörður Guðbjarts-
son er skipstjóri á togaranum
Guðbjarti frá Isafirði en sá togari
skilaði mestu aflaverðmæti af öll-
um ísafjarðartogurunum á sið-
ustuvertið. Hörður hefur þetta að
segja um árangur Utfærslu land-
helginnar i 50 milur:
— Reyndin er sú, að fyrir Vest-
fjörðum hefur útfærsla landhelg-
innar breytt ákaflega litlu, þvi að
viö erum enn með sama Breta-
stóðiðá sömu slóðum og þeir hafa
alla tið verið. Hinu er ekki að
neita, að úr sókn þeirra hefur
töluvert dregið, en það er vegna
þess, að i flota þeirra hefur fækk-
að mjög að undanförnu. Aður fyrr
voru um 60 til 70 brezkir togarar á
hinum hefðbundnu veiðisvæðum
fyrir Vestfjörðum, en um daginn,
þegar ég taldi þá voru þeir um 50
talsins, og að sjálfsögðu á hinum
hefðbundnu miðum frá 20 og upp i
50 milur, frá Strandagrunni og
vestur eftir.
Bretarnir hafa eins og kunnugt
er heimild til þess að veiða tiu
mánuði ársins upp að 20 milum,
en það eru svo fáir, sem gera sér
grein fyrir þvi, að innan 20 miln-
anna fyrir Vestfjörðum eru engin
þorskamið, eða að minnsta kosti
sáralitil. Þorskamiðin eru á bil-
inu 20 og upp i 40 til 50 milur.
Grunnsævið fyrir Vestfjörðum
nær mun lengra út heldur en fyrir
Suðurlandi, þar sem allt öðru visi
hagar til, og fiskurinn gengur
ekki mikið upp fyrir 40 til 50
faðma dýpi. —
—'Versnaði aðstaða vestfirzku
togaranna að einhverju leyti eft-
ir útfærsluna vegna aukinnar
ásóknar togara frá öðrum lands-
fjórðungum? —
— Aðstaða vestfirzku togar-
anna til veiða á heimamiðum
hefur að þvi leyti til versnað eftir
útfærsluna, að fleiri islenzkir tog-
arar eru farnir að sækja á Vest-
fjarðamið en áður var, en það
stafar af því, að t.d. sunnlenzku
togararnir hafa verið útilokaðir
frá veiðisvæðum sunnanlands og
þeim stuggað utar og utar. Þetta
hefur leitt til þess að þeir hafa i
auknum mæli sótt mið okkar
Vestfirðinga.
Þetta sýndi sig bezt i fyrra, þvi
að fram til þess tima höfðum við
varla séð aðra islenzka togara á
veiðum fyrir Vestfjörðum, en þá
allt i einu fóru þeir að veiða á okk-
leyti komizt fyrir þennan mikla
rýmunarvanda, þvi að við vöm-
talningu, sem framkvæmd var
eftir fyrstu fjóra mánuði þessa
árs, kom i ljós, að rýrnunin var
innan við 1%. Þess ber hins vegar
að geta, að skyndivörutalningar
bjóöa ætið upp á töluverða
ónákvæmni og þvi höfum við
ákveðið að gera upp um mitt árið
og sjá, hvernig til hefur tekizt.
Efnalega séð er félagið vel á
vegi statt og á eignir umfram
skuldir allt að 63 milljónum
króna, bæði i fasteignum og lóð-
um.
Ég vil vera hlutlaus i mati á
þvi, hvernig til muni takast með
rekstur félagsins i framtiðinni.
Við erum um þessar mundir að
framkvæma ýmsa hluti, sem við
teljum vera til bóta, og einhverja
nasasjón af árangrinum fáum við
nú um mitt þetta ár. Næsta ár,
þegar gert verður upp, verður að
sjálfsögðu metið, hvað gerzt
hefur á þessu ári og framtiðar-
ályktanir dregnar i samræmi við
það, — sagði Einar Matthiasson
að lokum.
ar miðum fleiri fleiri mánuði i
einu.
Við setjum það að sjálfsögðu
alls ekki fyrir okkur, þó að fleiri
islenzkir togarar komi á okkar
mið, en við viljum bara fá i stað-
inn að komast á þeirra mið, t.d. á
vertiðarveiðisvæðin fyrir sunnan.
Afli vestfirzku togaranna hefur
ekki minnkað vegna þessarar
auknu ásóknar annarra togara á
vestfirzku togaramiðin, en það
stafar af þvi að við erum lausir
viö austur-þýzku togarana af
þessum slóðum, en þeir voru
staðbundnir á okkar beztu mið-
um. Halamiðunum, að jafnaði 15
til 20 togarar i einu. Hefðu þeir
ekki farið, værum við ákaflega
illa settir. Ég vil þvi hiklaust
þakka það útfærslu landhelginnar
i 50 milur, að við erum lausir við
Þjóðverjana. —
— Ertu ánægður með störf
Landhelgisgæzlunnar?
— Já, ég get ekki annað sagt,
en að hún hafi staðið sig ákaflega
vel og af henni hefur verið mikil
stoð síðustu tvö árin, sérstaklega
hvað viðkemur vestur-þýzku tog-
urunum.
— Hvernig hefur samkomulag-
ið verið milli islenzku og brezku
togaranna úti fyrir Vestfjörðum?
— 1 stærstu dráttum hefur það
verið ágætt. Auðvitað er alltaf
einn og einn, sem ekki virðir
siglingareglur og erfitt er að eiga
við, en sömu sögu er lika að segja
af sumum fslenzku togurunum. —-
— Hvað finnst þér um fyrir-
hugaða útfærslu landhelginnar i
200 milur?
— Mér lizt vitanlega mjög vel á
fyrirhuguð áform i þeim efnum,
en eins og ég sagði áðan, eru
þorskveiðar engar utan 50 miln-
anna. En vætanleg útfærsla þýðir
vonandi það, að við séum lausir
viö Bretana af þorskmiðunum, og
veitir ekki af, þvi að um 80 til 90%
af þorskafla þeirra fá þeir á veiði-
svæðunum fyrir Vestur- og
Norðurlandi.
Mesti ávinningur útfræslu i 200
milur yrði hins vegar vegna karfa
-og grálúðuveiðanna, sem eru á
bilinu 50 og upp i 200 milur, en á
þvi svæði eru nú Rússar og Aust-
ur-Þjóðverjar þvi sem næst
einráðir. Hin mikla veiði þessara
þjóða hefur leitt til þess, að
enginn grundvöllur hefur verið
fyrir islenzku linubálana að
stunda grálúðuveiðar á þessum
slóðum. —
— Ertu bjartsýnn á, að Rússar
og Austur-Þjóðverjar fari af
grálúðumiðunum, ef landhelgin
verður færð út?
— Ég hef enga trú á öðru en
Hörður Guöbjartsson.
— Nei, drengir, — er sagt, að
Guðmundur hafi svarað.
— Svona fornaldarvinnubrögð-
um beiti ég ekki, en ef þið viljið
fullkomna skiðaaðstöðu i Selja-
landsdal, þá skal ég hjálpa ykkur
við að koma henni upp. — Og við
það stóð hann.
— oOo —
— Hvaðerum húsnæðismálin á
ísafirði að segja?
— Nylega er lokið byggingu 20
ibúða i hinum nýju verkamanna-
bústöðum, en auk þess stendur
svo yfir á vegum bæjarins bygg-
ing 12 leiguibúða við Fjarðar-
stræti. Þrátt fyrir þessar fram-
kvæmdir rikir mikið ófremdar-
ástand i húsnæðismálum
kaupstaðarins. Inni i Skutulsfirði
er verið að ganga frá nýju
byggingarsvæði, sem liklega
verður tilbúið i júlimánuði, og er
þar fyrirhugað að reisa um 20
einbýlishús og um 20 raðhús, en
engin fjölbýlishús.
t sjálfum kaupstaðnum hefur
litið verið hægt að reisa af nýjum
húsum að undanförnu, nema þá
fjölbýlishús. Á hinum svokölluðu
Edinborgarreitum hafa einnig
verið reist nokkur raðhús.
Óhætt er að fullyrða, að hús-
næðisskorturinn hefur staðið
kaupstaðnum mjög fyrir þrifum
og dregið úr vexti hans á undan-
förnum árum.
Fyrirhuguð er bygging heilsu-
gæzlustöðvar og nýs sjúkrahúss
og er teikningum og allri hönnun
þeirra bygginga lokið, en fjár-
magn skortir til framkvæmd-
anna. Sömu sögu er að segja um
aðalbyggingu menntaskólans, en
fjármagn til framkvæmdanna
skortir.
— Er ísaf jarðarkaupstaður
með miklar gatnagerðarfram-
kvæmdir á prjónunum? —
— Fyrirhugað er að leggja nýtt
malbik á Hafnárstræti, Aðal-
stræti og Suðurgötu, sem mjög er
orðið slitið, en auk þess stendur til
að malbika Hliðarveg og hluta
Seljalandsvegar. Ætlunin var að
ráðast i þessar framkvæmdir i
sumar, en þar sem f jármálahliðin
er i þessum efnum sem öðrum
dálitið óljós, veit ég ekki, hvort af
þeim getur orðið. Kaupstaðurinn
sótti um 30 milljóna króna lán til
Lánasjóðs sveitarfélaga, en fékk
ekki nema 6 milljónir. Varðandi
gatnagerðarframkvæmdir vil ég
svo loks geta þess, að vegagerðin
hefur i hyggju að ljúka malbikun
Hnifsdalsvegar nú i sumar.
— Hafa ekki misjafnar
skoðanir verið uppi um drykkjar-
vatn tsfirðinga? —
— Við fáum yfirborðsvatn úr
tilfsá og Tunguá, nú stendur til
að leggja vatnsleiðsluna á Dag-
verðardal miklu hærra. liklega i
um 50 metra hæð, en þar eru lind-
ir, og er meiningin að tengja
vatnsleiðslu úr þessum lindum
við leiðsluna úr Úlfsá.
Rannsóknir hafa sýnt, að mikið
er af voli gerlum i drykkjarvatni
kaupstaðarins, enda hefur þurft
að klórblanda það vatn, sem
hefur verið i fiskiðnaðinum. —
— Hvernig hefur fjárhagur
bæjarins verið undanfarið? —
— Um fjárhag bæjarins er fátt
að segja annað en það, að Seðla-
bankinn er að setja flest öll
bæjarfélög á hausinn með allt pf
háum útlánsvöxtum. Ég get t.d.
nefnt það, að vaxtapóstur Isa-
fjarðar hækkar um einar 16
milljónir á þessu ári. Það hlýtur
að vera hægt að stjórna útlánum
bankanna á annan hátt en þann
að pina upp vexti endalaust.
Undir þessa vaxtahækkun falla
bæði gömul lán og ný, sem bærinn
verður að taka vegna fram-
kvæmda sinna, sem einungis eru
yfir blá sumarið, en gjöld bæjar-
ins koma auðvitað ekki inn fyrr
en á haustin. —
— Nú hafa orkumálin verið i
sviðsljósinu að undanförnu? —
— Vestfirðingum er mikil
nauðsyn á að sameinast um eina
stefnu i orkumálum til þess að
tryggja farsæla lausn þeirra. Ég
tel eina úrræðið vera byggðalinu
að sunnan og stórauknar
athuganir á þvi, hvort ekki megi
finna jarðhita viðar á Vestfjörð-
um, sérstaklega með tilliti til
þess, að þó að talið sé, að t.d.
Reykjanes við Isafjarðardjúp sé
ekki á háhitasvæði, hefur fundizt
mun heitara vatn en gert var ráð
fyrir i upphafi.
— Iþróttabandalag Isfirðinga
hefur komið upp mjög myndar-
legum skiðalyftum i Seljalands-
dal. Hvenær voru þær teknar i
notkun? —
— Fyrri lyftan. sem við kom-
um upp var tekin i notkun um
áramótin 1968, en hin siðari um
áramótin 1971, og er óhætt að
segja, að þær hafa gjörbylt allri
skiðaaðstöðu á tsafirði. Auk lyft-
anna er svo skiðaskáli i Selja-
landsdal og timatökuhús.
Samanlagður kostnaður við að
koma lyftunum upp nam um 6
milljónum króna. og siðast þegar
ég vissi, var komin um 1 milljón
króna i skiðaskálann. Þessa fjár
hefur mestmegnis verið aflað
með skemmtunum. sem
rekstrarnefnd iþróttabandalags-
ins hefur staðið fyrir og með styrk
frá iþróttasjóði.
Iþróttabandalagið sér einnig
um allan rekstur á lyftunum. og
er hann ákaflega þungur baggi á
herðum bandalagsins. Erum við
þar i ólikri aðstöðu og Akur-
eyringarog Reykvikingar. þvi að
þar hafa bæjarfélögin tekið að sér
rekstur lyftnanna. Við höfum leit-
að eftir rekstrarstyrkjum til
fjárveitinganefndar Alþingis, en
hún hefur ekki einu sinni hirt um
að svara bréfum okkar. —
— ísafjörður hét áð-
ur Eyri við Skutulsfjörð. Kaup-
staðarréttindi hlaut staðurinn 28.
janúar 1866. Þegar Danakonung-
ur gaf einokunarverzlunina
frjálsa við alla þegna sina árið
1788, var Eyri einn af 6 stöðum,
sem vera skyldi miðstöð verzlun-
ar og iðnaðar i landinu. Um alda-
mótin 1800 voru ibar þar 16, 1900
voru þeir 1070, en nú er þeir um
3000.
Guðmundur Sveinsson bæjar-
fulltrúi á Isafirði, er manna
kunnugastur málefnum kaup-
staðarins, og reyndar Vest-
firðingafjórðungs alls. Hann ætl-
ar að segja okkur frá þvi helzta,
sem á döfinni er hjá Isfirðingum
um þessar mundir.
Guðmund ætti að vera óþarft að
kynna nokkru nánar. Þess skal þó
getið, að hann hefur verið bæjar-
fulltrúi Framsóknarflokksins sl.
kjörtimabil, rekið umfangsmesta
netagerðarverkstæði á Vestfjörð-
um, og verið helzta driffjöður i
iþrótta- og félagslifi á Isafirði um
margra ára skeið. Hann hefur af
eldlegum móði barizt fyrir þvi að
koma upp fullkominni skiðaað-
stöðu i Seljalandsdal við Isa-
fjörð, og er liklega á engan mann
hallað, þó að fullyrt sé, að sú
skiðaaðstaða sem þar er nú, hefði
aldrei litið dagsins ljós, ef fram-
sýni og dugnaðar Guðmundar
hefði ekki notið við.
Sú saga gengur meðal Isfirð-
inga, að eitt sinn hafi nokkrir
ungir menn komið að máli við
Guðmund og beðið hann um að-
stoð við að koma upp ófullkomn-
um togbrautum i Seljalandsdal.
þvi, að þeir mum virða þau land-
helgismörk, sem þá verða. Þetta
myndi eins og ég áðan sagði
skapa gjörbreytta aðstöðu til
grálúðuveiða fyrir Iinubátanna,
og ég er bjartsýnn á, að okkur
takist þetta. —