Tíminn - 06.07.1975, Qupperneq 10

Tíminn - 06.07.1975, Qupperneq 10
10 TÍMINN Sunnudagur 6. júli 1975. TÍMINN HEIMSÆKIR ÍSAFJÖRÐ Höröur Guömundsson viö Helio-Super-Couriervél flugfélagsins „Ernir”. Timamynd: Þ.ö. FJÖGUR HUNDRUÐ FLUGFERÐIR UM DJÚPIÐ Á SÍÐASTA ÁRI — rætt við Hörð Guðmundsson hjá flugfélaginu „Ernir" Höröur Guðmunds- son heitir ungur maöur á Isafirði, Vestfirðingur að ætt og uppruna. Hann hefur nú um 6 ára skeið rek- ið flugfélagið „Ernir” á ísafirði og haldið uppi bæði farþega-, póst-, og sjúkraflugi um Vestfirði. Hefur þjönusta Harðar notið mikilla vinsælda meðal Vest- firðinga, sem óspart hafa fært sér hana i nyt. Þrátt fyrir miklar annir hjá Herði og vinsældir þeirrar þjónustu, sem hann hefur boöið upp á, hefur fyrirtæki hans átt við töluverða rekstrarörðug- leika að striða. Okkur datt þvi ihug að fróðlegt gæti verið að rabba litilsháttar viðHörðum starfsemi flugfélags- ins „Ernir” og þann mikla að- stöðumun, sem er á þvi að reka flugfélag á stað eins og ísafirði heldur en á höfuðborgarsvæðinu. — oOo — — Hvenær hóf flugfélagið Ernir starfsemi sina? — 1968 tók ég á leigu litla flug- vél til þess að kanna, hvort grundvöllur væri fyrir starfsemi flugfélags hér á Isafirði, sem þjónað gæti Vestfjörðunum öll- um. Það kom fljótt i ljós, að sá grundvöllur var fyrir hendi, enda var ég eindregið hvattur til þess aö halda þessari starfsemi áfram, bæði af læknum og öðrum, sem mikið þurftu á minni þjón- ustu að halda. 1970 var þvi formlega gengið frá stofnun flugfélagsins „Ernir” ogeru hluthafar i fyrirtækinu niu, en hlutafé á aðra milljón. Hlut- hafar eru flestir héðan frá Isa- firði. Til greina kom við félags- stofnunina að gefa sveitar- félögunum á Isafirði kost á að gerast hluthafar i félaginu og taka þátt i rekstri þess, en þau kusu heldur að standa utan við. — Hver er vélakostur félags: ins? — Við eigum einshreyfils Helio Super Courier, sem kom til lands- ins fyrir tveimur og hálfum mán- uði, sex sæta og vel útbúin fyrir skiöaflug á veturna. Margir flug- vellir hér á Vestfjörðum eru lokaðir vegna snjóa sex til átta mánuði á ári hverju, og kemur þvi skfðaflug til með að bæta mjög þjónustu við þá velli. Auk þess eigum við Piper Aztec, sem kom til landsins um áramótin 1971-1972. Sú vél varð reyndar fyrir skemmdum, þegar kviknaði I flugskýlinu á Isafirði i vetur, en hún er væntanlega i notkun með haustinu. Viðgerð fer fram i Reykjavik. — Er mikill munur á þvi að reka litil flugfélög i Reykjavik og vestur á fjörðum? — Munurinn er gffurlega mikill og þá sérstaklega, hvað snertir alla þjónustu við flugið, bæði við- gerðarþjónustu og annað. Við þurfum að sækja alla veðurþjón- ustu til Reykjavikur i gegnum sima, en i simtalinu kostar hver minúta á þriðja hundrað krónur. Auk þess þurfum við að hringja til Reykjavikur og tilkynna öll okkar flugáform. Það veldur okkur lika miklum erfiðleikum, að allar vaktir á flugvellinum á Isafirði eru miðaðar við þarfir Flugfélags íslands. Það má þvi segja, að á undan- fömum árum hafi litið verið reynt að hlúa að hinu svokallaða fjórðungsflugi. Við höfum t.d. þurft að greiða töluvert dýrara eldsneyti heldur en flugfélög i Reykjavik. Oliufélagið reiknar út, að það kosti 12 kónur að flytja hvem litra til Isafjarðar, en þeir hafa reyndar gefið okkur 50% af- slátt á flutningskostnaðinum. Samt sem áður munar þarna sex krónum á hverjum litra, en sam- tals nam þetta um hálfri milljón króna á siðasta ári. Þetta stendur reyndar til bóta, þvi að i vetur voru samþykkt á Alþingi lög um verðjöfnun á flug- vélabensini, en af þeim lögum leiðir, að sama verð á að vera á flugvélaeldsneyti, hvar sem er á landinu. Steingrimur Hermanns- son og Halldór Asgrimsson gengur þar fram fyrir skjöldu og eiga miklar þakkir skildar. — Þú myndir kannski vilja lýsa helztu þáttum I starfsemi flug- félagsins „Ernir”? — Félagið er fyrst og fremst stofnað til aðstoðar við sjúkra- flutninga. Við stofnun þess voru aðeins tveireða þrir læknar á öll- um Vestfjarðakjálkanum, og þvi var mikil nauðsyn á að sjúkra- flugsþjónusta kæmist hér á. Auk sjúkraflugsins byggist starfsemi félagsins mikið upp á leiguflugi, sem i reynd hefur bor- iðuppi kostnaðinn af sjúkraflugs- þjónustunni. Það er mikið órétt- læti, þvi að auðvitað ætti rikið að borga kostnaðinn af sjúkraflug- inu, slíkt tilheyrir einungis sjálf- sögðustu mannréttindum i nú- tima þjóðfélagi. Við fáum að visu sjúkraflugsstyrk á hverju ári, sjöhundruð þúsund fyrir siðasta ár, en það dugði mjög skammt til þess að standa straum af sjúkra- flugskostnaðinum. Til þess að fullt samræmi fáist, miðað við annan kostnað, sem lagður er i heilbrigðisþjónustuna, ætti þessi sjúkraflugsstyrkur ekki að vera undir tveimur og hálfri milljón. Við fljúgum lika póstflug vestur um firði, til Flateyrar, Þingeyr- ar, Bildudals og Patreksfjarðar, og er þetta töluverður þáttur i starfsemi okkar. Ég nefndi áðan leiguflug, og flaug ég til dæmis á siðasta ári um 400 ferðir um ísafjarðardjúp með farþega. Við höfum mikinn hug á að koma upp föstum ferðum um ísafjarðardjúp tvisvar i viku, mánudaga og föstudaga, i sam- vinnu við Flugfélag íslands, og væntum við mikils af þessari þjónustu. — Hafið þið notið fyrirgreiöslu af hálfu opinberra aðila? — Sjúkraflugsstyrkurinn er það eina. Djúpbáturinn t.d. er styrkt- ur til þess að halda uppi ferðum um Isafjarðardjúp, og ég hef oft bent á, að þó að við fengjum ekki nema einn fjórða þess, sem hann fær, þá gætum við farið um 300 feröir um Djúpið og boðið öllum ókeypis. Ýmsa þætti i rekstri Djúpbátsins getum við ekki leyst af hólmi, t.d. þungaflutninga, a.m.k. ekki með þeim flugvéla- kosti, sem við nú höfum, en far- þegaflutningana gætum við tekið að okkur að öllu leyti. Við höfum reynt að sækja um fyrirgreiðslu af hálfu hins opin- bera, en það hefur ekki tekizt. 1 veturlagðist starfsemin niður hjá okkur I tvo og hálfan mánuð vegna brunans, sem ég minntist á áðan. Við fórum þá fram á styrk af hálfu rikisvaldsins til þess að geta haldið uppi þeirri þjónustu, sem við hingað til höfum haft með höndum, ekki okkur sjálfum til góða, heldur ibúum á Vestfjörð- um, en það tókst ekki. Slikur virð- ist skilningur hins opinbera vera á þessari þjónustu. Djúpbáturinn og bættir vegir eru auðvitað nauðsynlegir þættir I samgöngukerfi Vestfjarða, en ekki þeir einu. Það þarf að gera öllum þáttum samgangnanna jafnt undir höfði, og þvi á flugiö auðvitað að njóta sömu fyrir- greiðslu og aðrir, en ekki vera út- undan eins og hingað til. A förnum vegi — Þú segist heita Guðmundur Guðmundsson? — Já. Hérna? Ég er búinn að vinna hjá Norðurtanganum i tuttugu ár. Þér væri nær að tala við einhvern af verkstjórunum. Ég hef ekki frá neinu að segja. Hvaðan er ég? Ég er frá Hest- eyri i Jökulfjörðum, en kom til ísafjarðar 25 ára gamall, 1943. Þá fór ég að vinna i svona ýmsu, hjá Marselliusi, við smiðar og sitthvað fleira og svo náttúrlega hjá Norðurtanganum. Já, ég er fæddur á sveitabýli þarna, og fékkst litils háttar við sveitabúskap, en mestmegnis vann ég við Sildarverksmiðjuna á Hesteyri. Sildarverksmiðja? O já, ég er nú hræddur um það. Þarna var Kveldúlfur með umfangsmikinn atvinnurekstur, og allir togararnir hans, sjö að tölu, lönduðu á Hesteyri, og reyndar fleiri, svo þú getur séð að þarna var mikið um að vera. Byggðin þarna? Ætli það hafi verið um hundrað manns, en nú er allt farið i eyði. Ætli það séu ekki 34 ár siðan verksmiðjan var siðast drifin. Fólkið fór að fara frá Hesteyri upp úr 1942 og leita eftir vinnu annars staðar. Ég gæti bara trúað að siðasti bóndinn hafi farið þaðan 1957. Já, ég man, hver það var. Það var Sölvi Bet'úelsson i Bolungarvik. Hann var siðasti hreppsstjórinn fyrir norðan. Jú, þetta var blómleg sveit og gróskumikið athafnalif, en þeg- ar sildin fór af miðunum, þá fór fólk að tinast burtu, og svo hafa hinarslæmu samgöngur auðvit- að lika stuðlað að þvi. Guðmundur Guðmundsson. — oOo — — Hvað heitir þú? — — Ég vil ekki segja. Af hverju spyrðu? — — Ég ætla að taka af þér mynd, ég er frá Timanum. — — Kemur þá mynd af mér i Timanum? — — Já, ef þú segir mér hvað þú heitir — Ég heiti Linda ' Jörunds- dóttir og á heima á Smiðjugötu. Já, ég er barnapia, ég er að passa hann Hafstein. Nei, nei, hann er bara frændi minn. Fæ ég kaup? Ég veit það ekki. Kannski. Hafsteinn og Linda.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.