Tíminn - 06.07.1975, Síða 12
12
TÍMINN
Sunnudagur 6. júli 1975.
„Grátlegt að sú sjúkrahjálp,
sem við búum við skuli ekki
ráð fyrir sjúkdómaleit"
Sólrún Sveinsdóttir hjúkrunarkona og Gauti Arnþórsson læknir
gera
Svo sem tram hefur komið hér i
blaðinu eru aðstæður fyrir hendi á
sjúkrahúsinu á Akureyri til aö
hefja leit að krabbameini I maga
á byrjunarstigi. Þau Gauti Arn-
þórsson læknir og Sólrún Sveins-
dóttir hjúkrunarkona skýrðu
Timanum frá nýrri rannsóknar-
aöferð, sem þau hafa prófað vis-
indalega, og reynzt hefur mjög
vel. En þau sóttu þing norrænna
meltingarfræðinga hér I Reykja-
vik og skýrðu frá niðurstöðum
sinum þar. Vakti athugun þeirra
mikla athygli, enda getur hún
haft grundvallarþýðingu i með-
ferð magakrabba. Þau Sólrún og
Gauti hafa kynnt sér magaljós-
myndun erlendis og þá sérstak-
lega þessa nýju aðferð, sem upp-
runnin ér i Japan. Sigurður Óla-
son röntgeniæknir, Þorgeir Þor-
geirsson dósent og Kristrún
ólafsdóttir meinatæknir unnu að
þeim rannsóknum, sem hafðar
voru til samanburðar nýju að-
ferðinni, ásamt þeim Gauta Arn-
þórssyni og Sólrúnu Sveinsdóttur.
— Magaspeglanir eru margs
konar, sagði Gauti Arnþórsson
læknir. — Markmið þeirra allra
er að finna krabbamein i maga á
læknanlegu stigi.
Um þessar mundir eru einkum
tvenns konar tæki notuð við
magaspeglanir. 1 fyrsta lagi er
svonefndur magaspegill eða
gastroscope, en með honum kikir
læknir beint niður I magann og
sér það sem I honum er. Gegnum
þau áhöld, sem magaspeglinum
tilheyra, er hægt að fara niður
með tengur og taka vefjasýni. Ut-
an á magaspegilinn er skrúfuö
venjuleg ljósmyndavél, sem tek-
ur ljósmyndir af þvi, sem sést I
maganum. bessar myndir eru til-
tölulega grófar. Þá er nokkuð
mikil fyrirhöfn að gera þessa
rannsókn og hún er ekki alveg ó-
þægindalaus fyrir sjúklinginn,
þótt óþægindin séu litil, og auð-
velt að deyfa gegn þeim.
Greinir
smæstu meinsemdir
Hitt aðaltækið, sem nú er notað,
er gastrocamera eða magaljós-
myndavél, og það er hún, sem
notuð hefur verið i þessari rann-
sókn okkar á Akureyri. — Það er
örgrönn slanga og á enda hennar
er ofurlitil myndavél, sem tekur
myndir niðri í maganum. I tækinu
er llka örgrannur loftgangur, en i
gegnum hann er lofti blásið niður
i magann til þess að hægt sé að
mynda hann allan innan. Einnig
er þarna örgrannt knippi af gler-
fiberþráðum, en gegnum það er
hægtaðkikja niður i magann, svo
vel sjáist til að mynda og góðar
myndir fáist.
Með þessu tæki er hægt að
greina allra smæstu meinsemdir.
Með þvl hafa fundizt krabbamein
allt niður i 1/2 cm i þvermál, en
þau eru örugglega læknanleg. Til
samanburðar má geta þess að yf-
irleitt eru krabbamein, sem finn-
ast á að gizka 5-40 cm i þvermál.
Þessi aðferð er algerlega sárs-
aukalaus, en deyft er I vélinda til
þess að koma tækjunum niður i
maga. Rannsóknin tekur 4-19
minútur, en eldri magaspeglun-
araðferðin tekur 15-20 minútur,
og hún géfur raunverulega eins
góða ef ekki betri mynd af mag-
anum.
Þessi aðferð var fundin upp i
Japan skömmu eftir 1950 og hefur
veriðnotuð geysilega mikið þar. 1
Japan hefur hún haft verulega
þýðingu til að greina krabbamein
i maga á læknanlegu stig. Langt
yfir 90% lifa af frumkrabbamein,
sem finnst með þessari aðferð.
En hins vegar lifa aðeins 5% af
öllum þeim sem fá magakrabba I
Evrópu og Amerfku, en skýringin
er sú að venjulega leitar fólk ekki
læknis fyrr en það er farið að
finna til verulegra óþæginda og
þá er sjúkdómurinn yfirleitt kom-
inn á hátt stig.
Við íslendingar höfum haft
þriðju hæstu krabbameinstiöni I
maga allra þjóða, Japanir og
Chilebúar voru lengst af einir fyr-
ir ofan okkur. Nokkuð hefur dreg-
ið úr tiðni magakrabba hér, en við
erum enn langhæstir af Norður-
löndunum, en Finnar koma næst-
ir okkur.
Sjúklingarnir
koma of seint
— Fyrir ári siðan fékk sjúkra-
húsið á Akureyri japanska maga-
myndavél, sagði Gauti Arnþórs-
son. — Siðan höfum við Sólrún
Sveinsdóttir hjúkrunarkona próf-
að aðferðina á vlsindalegan hátt
og greindum frá niðurstöðunum á
þingi norrænna meltingarfræð-
inga nú fyrir skömmu. Niður-
staða okkar var sú, að þessi rann-
sóknaraðferð er algerlega hættu-
laus framkvæmd af hjúkrunar-
konu, sem er sérþjálfuð I henni.
Aðferðin sýnist vera a.m.k. eins
góð til greiningar á magakrabba
á frumstigi eins og magaspeglun
með grófara tækinu.
Ávinningurinn af nýrri aðferð-
inni fyrir sjúklinginn, er, að hún
tekur örfáar minútur, er alger-
lega sársaukalaus og allt að þvi ó-
þægindalaus. Og loks gefur hún
möguleika á að rannsaka alla
sem til greina koma, en það væri
aldrei hægt með hinni aðferðinni,
það yrði of kostnaðarsamt og fyr-
irhafnarmikið.
Þetta er eiria aðferðin sem til
greina kemur til þess að leita að
magakrabba hjá öllum, sem eiga
á hættu að fá hann, og þá er ekki
sizt átt við karlmenn á aldrinum
40-70 ára.
Krabbamein I maga veldur yf-
irleitt engum óþægindum fyrr en
það er orðið ólæknandi. Þrátt fyr-
ir allan þann mikla kostnað sem
lagður er I að greina og reyna að
lækna það, hefur árangurinn þvi
miður orðið litill til þessa, vegna
þess hve seint sjúklingarnir koma
til meðferðar.
Um 300 manns hafa verið rann-
sakaðir með japönsku aðferðinni
á Akureyri undanfarið ár. Sam-
anburðarrannsókn þeirra Gauta
Arnþórssonar og Sólrúnar
Sveinsdóttur tók til 204 af þess-
um hópti. Þessir 204 einstaklingar
gengust lika undir tvær aðrar
aðalrannsóknaraðferðir, —
magaspeglunmeðeldri aðferðinni
og röntgenskoðun á maga. Nið-
urstaðan varð, að árangurinn af
japönsku aðferðinni varð a.m.k.
jafngóður og samanlagður árang-
ur af hinum aðferðunum tveim.
Krabbamein i maga fannst hjá
niu sjúklingum.
Við þessa nýju aðferð þarf
læknir ekki að vera við staddur
sjálfa rannsóknina á sjúklingn-
um, þar sem hægt er að skoða
myndirnar eins oft og lengi og
þurfa þykir siðar. Eldri maga-
speglunaraðferðin krefst hins
vegar töluverðrar skoðunar á
staðnum. A þennan hátt sparast
vi fjármagn, en auk þess er
ægt að gera þessa rannsókn á
stöðum, þar sem ekki væri hægt
að framkvæma magaspeglun
með eldri aðferðinni, og senda
siðan myndirnar til skoðunar hjá
sérfræðingi annars staðar.
Fjárhagslegur ávinn-
ingur fyrir þjóðfélagið.
— A sjúkrahúsinu á Akureyri
verður öllum, sem vilja láta
skoða I sér magann, boðin þessi
rannsókn, sagði Gauti Arnþórs-
son læknir, hvort sem það verður
til fullvissunar um að allt sé I lagi
eða ef krabbamein finnst að fá
það læknað. Fjárhagslegur
grundvöllur þessa starfs er ekki
alveg ákveðinn. Við höfum fengið
Vlsindasjóðsstyrk til að gera
grein fyrir samanburðarrann-
sókn okkar á visindalegan hátt,
svo að aðrir geti byggt á henni, en
að örðu leyti hefur ekkert verið á-
kveðið enn um fjármálahliðina.
Það kann að virðast hatramm-
legt. Þvi að það er gifurlegur á-
vinningur fyrir þjóðfélagið og
einstaklinginn, að hann verði
læknaður af krabbameini I maga.
Maður fær kannski krabbamein
fimmtugur og hefði átt 30 ár ólif-
uð, ef hann hefði ekki fengið sjúk-
dóminn. Deyi hann úr maga-
krabba tapar hann i fyrsta lagi
sinu lifi, þjóðfélagið missir full-
menntaðan einstakling, fjöl-
skylda missir e.t.v. fyrirvinnu og
I fjórða lagi er afskaplega dýrt að
leyfa fólki að deyja úr krabba.
Það þykja sjálfsögð mannrétt-
indi að allt sé gert til að lækna
fólk sem fær krabbamein. Lyf,
meðferð, læknishjálp og sjúkra-
húsvera krabbameinssjúiclinga
er mjög dýr. Þegar litið er á, hvi-
likur fjárhagslegur ávinningur
það er að greina krabbamein á
frumstigi er nærri þvi grátlegt að
verða að horfast i augu við að sú
sjúkrahjálp, sem þjóðin býr við,
gerir ekki ráð fyrir sjúkdómaleit
hjá óþægindalausum einstakling-
um.
Þegar um krabbamein er að
ræða væri miklu skynsamlegra
að verja fjárveitingum hins opin-
bera til þess að leita að sjúk-
dómnum áður en hann fer að vera
til óþæginda. Allar tegundir
krabbameins eru ill- eða ólækn-
anlegar að meira eða minna leyti
nema á byrjunarstigi. Hér á landi
eru það örugglega innan við 10%
sjúklinga, sem lifa það af að fá
magakrabba eins og sjúkdómur-
inn hefur birzt til þessa.
Framhald á bls. 36.
Innan við 10% magakrabba-
sjúklinga hljóta nú lækningu,
hugsanlegt er að hækka þá
tölu margfaldlega, en langt
yfir 90% lifa, sé meinið greint
á frumstigi