Tíminn - 06.07.1975, Síða 16
16
TÍMINN
Sunnudagur 6. júli 1975.
Nýjasta ferðamannaparadlsin á
islandi er liklega Norðaustur-
landið, svæðið miili Axarfjarðar,
norður á Rifstanga, sem lengi var
talinn nyrzti oddi ísland, um
Itaufarhöfn og Langanes, allt til
Vopnafjarðar. Sér á parti virðist
Melrakkasléttan með þúsund
vötnum, vogum og eyðisgröndum
höfða til ferðamanna, en þetta
eru staðir, sem naumast voru
áður hluti af landinu, ef það var
metið með hliðsjón af ferðalög-
um. Þingveliir, Vaglaskógur og
Hallormsstaðaskógur báru höfuð
og herðar yfir aðra staði þessa
lands.
En nú hefur orðið á þessu mikil
og skyndileg breyting. Hring-
vegurinn, þjóðhátiðin segir að við
eigum aðeins eitt land til ísland
og við lærum aö meta nýju staði
og kynnast nýju umhverfi og
náttúru.
En hvort sem menn virða fyrir
sér sauðahjörðina i Leirhöfn, lik
lega þá einu á landinu (?)
grásleppubátana,, sem mogga á
vikum og vogum, eða ganga
rekafjörur innanum sendling,
tjald og kriu, ellegar dorga fyrir
lax og silúng i þúsund vötnum og
ám, þá þurfa allir eitthvert at-
hvarf á leið sinni og þvi kom þaö
þægilega á óvart, að á Raufar-
höfn er nú stort og ágætt hótel, en
Raufarhöfn er nokkuð miðsvæðis
i þessari nýju paradis ferða-
manna á íslandi.
Raufarhöfn —
Hótel Norðurljós.
— 1 Vegahandbókinni er
Raufarhöfn lýst á þessa leið:
„Raufarhöfn, kauptún með
rúmlega 400 ( 500 núna) ibúum.
Um skeið var Raufarhöfn einn
mesti sildarvinnslu- og söltunar-
staður á landinu. Þar er sildar-
verksmiðja og fjöldi söltunar-
stöðva, þá dvöldust þar þúsundir
manna á sumrin, ein mesta út-
flutningshöfn landsins. Sjálfgerð
höfn, sem löguð hefur veríð með
miklum hafnarmannvirkjum.
Vélbátaútgerð.
Verzlun hófst þar 1835. Kirkja,
prestsetur, læknissetur, félags-
heimili. Landsbankaútibú. Flug-
völlur”. Svo mörg eru þau orð og
nú getum við bætt við: Fyrsta
flokks hótel.
Ekki lengur
sildarbær
Það má gera ráð fyrir þvi að
þorri íslendinga Ii'ti Raufarhöfn
vera svona, en þvi miður, eða eig-
um við kannski að segja — sem
betur fer, þá er þetta i rauninni
allt breytt. Auðvitað starfa þess-
ar þjónustustofnanir, sem upp
eru taldar, en Raufarhöfn lifir
ekki lengur á síld, þótt sildar-
fabrikkurnar risi einsog fjöl-
•núlavil, eða beinagrind úr ein-
hverju fornaldardýri upp úr
húsaþyrpingunni. Nei, Raufar-
höfn er nú aðeins venjulegur
norðlenzkur fiskibær, með
lyriskri smábátaútgerð og skut-
togara, sem leggur þar upp afla,
þegar það passar\raðfrystihús-
inu og sildarfabrikkan stendur
tóm og kofótt sumarið allt. Hún er
nú aðeins notuð til þess að bræða
loðnu á loðnuvertiðum, sem eru
um háveturinn i svartasta
skammdeginu.
— En Raufarhöfn hefur ekki að-
eins breytzt hvað áhrærir at-
vinnulif og starfsstöðvar utanum
fisk, heldur er staðurinn að verða
vinsæl áningarstöð ferðamanna,
sem gera þar stuttan stanz á leið
sinni um nyrztu svæði þessa
makalausa lands. Erlendir
auðjöfrar spranga þar um götur
milli þess, sem þeir draga lax i
silfuránum, sem seytla fram á
leið sinni til sjávar.
Rætt við
hótelstjórann á
„Norðurljósinu”
— Sem áður var sagt, þá er
rekið spánýtt hótel á Raufarhöfn
og I rauninni undrar mann, að á
Frá Raufarhöfn. Bryggjan er beint framanvið hóteliö og þar mogga bátar og trillur. JOHANNA
KRISTIN rær með sjóstangaveiðimenn og þá sem vilja bregða sér á skak I sumarfriinu. Það er ódýr og
skemmtilegur veiðiskapur.
Fró Marienlyst til
Melrakkasléttu
Raett við Jónas Sigurðsson, hótelstjóra á Raufarhöfn
Melrakkasléttan að verða
ferðamannastaður eftir
að hringvegurinn opnaði
jafn afskekktum stað skuli vera
unntaðhalda uppi svona rikulega
búinni ferðamannavistarveru, og
við hittum að máli hótelstjórann,
Jónas Sigurðsson matreiðslu-
mann, en hann hefur mikla
reynslu I veitingastörfum, og ef
nefna má suma þá staði, er hann
hefur unnið á áður, nefnum við
Leikhúskjallarann, Sögu, Lido,
Royal hótel f Kaupmannahöfn, að
ekki sé nú minnzt á Hotel Marien-
lyst, þar sem smurbrauðslistinn
er margir metrar og ekta
rússneskur kaviar kostar mörg
þúsund krónur hver teskeið.
Við hittum Jónas að máli i
skrifstofu hans i hótelinu og
báðum hann að segja okkur ögn
um ferðamálin á Melrakkasléttu
og um hótelið Norðurljós.
Sagðist honum frá sem hér
greinir:
— Já ég vil i upphafi geta þess,
að þegar þess var farið á leit við
mig að ég tæki að mér rekstur á
hóteli á Raufarhöfn, þá fannst
mér þetta ekki vera sérlega
spennandi staður og eins og
flestir gera liklega enn, þá vissi
ég ekki að búið var að innrétta
hér m jög fullkomið hótel — alveg
ótrúlega gott hótel, vildi ég segja.
Jónas Sigurðsson, hótelstjóri á
Norðurljósi.
Eg hafði meira að segja ekki hug-
mynd um að hér væri hótel og
geri ég mér þó ávallt far um að
fylgjast með slikum hlutum.
Ástæðan er fyrst og fremst sú, að
hótelið er reist til þess að veita
þjónustu laxveiðimönnum, sem
stunda veiðar i nokkrum frægum
laxveiðiám i grenndinni. Þetta
eru yfirleitt útlendingar,
Amerikumenn og menn frá
meginlandi Evrópu, menn sem
vilja og geta greitt fyrir fyrsta
flokks aðbúnað. Hótelið var þvi
ekki auglýst á hinum almenna
markaði, heldur i tengslum við
laxveiðar á þessu svæði.
Hótelið við
höfnina
— Þannig mun vera um fleiri
íslendinga.
— Það mun hafa verið fyrir
nokkrum árum að þeir sem með
veiðina i laxánum hafa að gera,
festukaupá stórhýsi héribænum
og ákváðu að innrétta húsið sem
hótel, en til þess var húsið vel
fallið. Húsið var líka skemmti-
lega staðsett niður við höfnina,
þar sem trillur leggja upp afla og
mogga i bliðunni og stendur húsið
nánast á bryggju, sem fylgir þvi.
Þessi bryggja er ekki lengur
notuð, nema að sjóstangaveiði-
bátur sem vinnur i samvinnu við
hótelið hefur þar aðsetur milli
ferða, en mikið er um það að
menn skreppi á skak, eða til
sjóstangaveiði, en mjög örugg og
gjöful handfæramið eru skammt
fyrir utan höfnina.
Erlendis sækja hótelmenn mjög
eftir svipaðri aðstöðu t.d. i
Bandarikjunum, þar sem voldug-
ir hótelhringir reisa nýtizku hótel
á hafnarbakkanum i fiskibæjun-
um, þvi smábátum og höfnum
fylgir sérstök stemmning og sér-
kennilegur friður.
Ferðamenn á
Melrakkasléttu
— Hvað hafa gestimir fyrir
stafni?
— Það er nú auðvitað misjafnt.
Eins og áður sagði þá er megin-
kjaminn erlendir laxveiðimenn
og innlendir laxveiðimenn. Auk
þess eru menn i vaxandi mæli
farnir að leggja leið sina á þessar
slóðir, einkum eftir að hring-
vegurinn opnaði. Þetta svæði
býður upp á margvisleg sérkenni.
Norður alla Melrakkasléttu ligg-
ur vegur, sem teygir sig um eyði
og fjörur, þar sem mikið er af
fugli og reka. Þarna er alveg sér-
stök náttúra sem sárafáir hafa
kynnzt. Menn fara þarna gjarnan
I gönguferðir og skoða lifið og til-
veruna. Nú, aðrir fara á skak, eða
til sjóstangaveiði á bátum, enn
aðrir njóta bara hvildar og hins
mikla friðar, sem hér rikir.
— En veðurfarið?
— Þetta er liklega nyrzta kaup-
tún landsins, ef Grimsey er und-
anskilin. Rétt við heimskauts-
bauginn, en hér eru merkilegir
sumardagar I suðvestan áttum.
Þá kemsthitinn upp úr öllu valdi.
Hér voru t.d. 20 stig þegar aðeins
átta stiga hiti var I höfuðborginni.
Hér ver vetrarríki mikið en
góðviðri á .sumrum, eins og
annars staðar á Norðurlandi, en
sem kunnugt er þá búa Is-
lendingar i meginatriðum við tvö
aðgreind veðursvæöi.
— Auðvitað héfur þetta verið
kalt vor hjá okkur eins og öðrum,
en Raufarhöfn og Melrakka-
sléttan eru ekki illviðrabæli á
sumrum a.m.k.
— Nú þessi fræga miðnætursól,
sem svo marga dreymir um að
sjá, þótt ekki sé nema einu sinni á
ævinni. Hún er hér hverja nótt
fyrir augum þeirra er hana vilja
sjá og útlendingar horfa forviða
til hafs.
40 herbergjá
hótel — ráðstefnur
— Hversu stórt er hóteiið?
— Við erum með 40 tveggja
manna herbergi, en auk þess er
verið að ganga frá sérstöku
svefnpokaplassi fyrireinn eða tvo
tugi manna. Herbergin eru öll
innréttuð með harðviðarklæðn-
ingu og öll með vaski. Böð og
snyrtiherbergi eru svo á báðum
hæðum.
Oll herbergi eru teppalögð eins
og bezt gerist og hefur ekkert
verið til sparað, svo vel geti farið
um gesti.
Það kann nú að virðast að þetta
sé ef til vill óþarflega stórt, en
sannleikurinn er bara sá, að til
þess að veita nauðsynlega
þjónustu, t.d. eins og við ráðstefn-
ur, þá verður að vera gistirými
fyrir fjölda manns. Hótelið verð-
ur að ná vissri stærð til þess að
missa ekki af viðskiptum við
stærri hópa.
— Er mikið um ráðstefnuhaid
hér?
— Eins og kemur fram hér að
framan, þá verður hótelið til
kringum ákveðna starfsemi,
sumsé laxveiði. Einnig gefa eig-
endur þess og aðrir þvi gaum, að
staðurinn er að verða vinsæll
meðal ferðamanna. Það færist
einnig i vöxt að félagasamtök
halda ráðstefnur sinar gjarnan
fjarri þéttbýlissvæðunum, þvi þá
gefst betra næði til fundahalda og
annarrar vinnu. Hér er flugvöllur
fyrir skrúfuþotur og aðrar flug-
vélar og aðstaðan þvi sambærileg
við flesta aðra staði. Hér er nú
t.d. fyrirhugað að halda stóra
ráðstefnu um sveitarstjórnarmál
og byggðamál i landsfjórðungn-
um og er þetta fyrsta stóra ráð-
stefnan, sem við höldum eða sjá-
um um hótelhliðina. Auk þess eru
haldnir hér minni fundir, t.d.
hefur Lyons-klúbburinn hér að-
setur og sitthvað fleira má nefna.
Ferðamannaþjónusta
allt árið á
Raufarhöfn
— En hvað um vetrar-
mánuðina?