Tíminn - 06.07.1975, Qupperneq 18

Tíminn - 06.07.1975, Qupperneq 18
Reynslan er góður dómari Allir aðalflokkar landsins rekja rætur sinar til áranna 1916-1930. Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn voru báðir stofnaðir 1916, og upp Ur þeim tima mynduðustþausamtök, sem stofnuðu Ihaldsflokkinn 1924, en hann er raunar sami flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Komm- Unistaflokkurinn var stofnaður 1930, en áður höfðu kommUnistar verið eins konar deild innan Al- þýðuflokksins. Alþýðubandalagið er sprottið upp Ur KommUnista- flokknum eins og kunnugt er. Timabilið 1916-1930 er af þess- um ástæðum merkilegt timabil i þjóðarsögunni. Það er t.d. næsta fróölegt að kynna sér það með til- liti til þess, hvernig þær stjórn- málastefnur, sem þá voru að ryðja sér til rUms, hafa reynzt i framkvæmd. Slik athugun leiðir það ótvírætt i ljós, að stefna Framsóknar- flokksins hefur ekki aðeins staðizt dóm reynslunnar, heldur er enn i fullu gildi. Þeir flokkar, sem nU eru viða i mestri sókn, byggja stefnu sina á mörgum þeim stjón- armiðum, sem hafa verið leiðar- ljós Framsóknarflokksins frá upphafi, eins og byggðajafnvægi, dreifingu valds, samvinnu og jöfnuði, sem tryggi andlegt og efnalegt sjálfstæði sem allra flestra einstaklinga. Framsókn- arflokkurinn þarfnast þvi ekki neins nýs hugmyndakerfis. Meg- instefna hans er stöðugt i fullu gildi, þótt framkvæmdaatriðum verði aö breyta með tilliti til breyttra aðstæðna. Vorið hefur veriö kaldsamt og jaröargróður seinn aö taka viö sér, en biiskapur veröur ekki stundaöur á tslandi nema meö þolgæöi og bjartsýni, og þegar á móti blæs huggar sveitafólk sig viö von um betri tið. Og þótt sláttur hefjist siöar en i meðalári i sumar, vonum viö I lengstu lög aö heyfengur veröi góöur. Myndin er af heyskap á Skaröi á Skarösströnd. Traustasti grunnurinn Ýmsir nýir hlutir, sem nú eru ráðgerðir á vettvangi byggða- stefnunnar, eru vissulega lofs- verðir. Þvi má hins vegar ekki gleyma, að oftast reynist bezt og notadrýgst að styrkja það, sem fyrirer. Þetta gildir þá vitanlega ekki sizt um þau fyrirtæki, sem margar kynslóðir hafa byggt upp með samstarfi og félagsrekstri i viðkomandi byggðalögum. Þar hefur vissulega verið lagður sá grunnur, sem traustast er að byggja á aukið starf. Oft hefur það verið svo, að sam- vinnufélögin hafa eflzt mest á erfiðum timum. Þá hefur fólk fundið og skilið bezt hve mikil- vægt starf þeirra er. Þannig var þetta á árunum eftir fyrri heims- styrjöldina og á kreppuárunum milli 1930-1940. Efling samvinnu- félaganna væri ekki siður þýðing- armikil nú fyrir almenning, þeg- ar kreppir að á margan hátt. Þess vegna má ekki hefta starfsemi þeirra með óeðlilegum hömlum. Þess er vert að minnast, að allt það fjármagn, sem safnast hjá samvinnufélögum, helzt varan- lega I viðkomandi byggðalögum, en verður ekki flutt þaðan. Það heldur stöðugt áfram að ávaxtast þar og verður komandi kynslóð- um til vaxandi ávinnings. Þannig tryggir uppbygging samvinnu- félaganna varanlega byggða- stefnu. Mikilvægt er að ibúar dreifbýlisins geri sér þetta ljóst og leggi sitt af mörkum til að efla samvinnustarfið. Þá er ekki siöur þýðingarmikið að opinberir aðilar gefi þessu fullan gaum. Úreltar stefnur Hið sama verður ekki sagt um stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hún fólst upphaflega i sem allra mestu frjálsræði hinna svonefndu sterku einstaklinga. Rikið átti að skerða sem minnst athafnamögu- leika þeirra. Einkaframtakið átti að ' leysa allan vanda, og sam- hjálpin og samstarfið á vegum opinberra aðila eða félaga að vera sem minnst. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur hvað eftir annað orðiö að hverfa að úrræðum félagshyggju og samneyzlu, þvi aö hömlulaust einkaframtak leysir ekki hin sameiginlegu vandamál. Nákvæmlega hið sama er uppi á teningnum hjá Alþýðuflokkn- um. Hann trúði lengi vel á þjóð- nýtinguna sem hina mestu sálu- hjálp. Jafnaðarmenn hafa yfir- leitt alls staðar hafnað henni, þar sem þeir hafa komizt til valda. Þegar Kommúnistaflokkurinn kom til sögunnar, gekk hann enn lengra i þjóðnýtingarmálunum en Alþýðuflokkurinn. Hann hélt llka fram miklu róttækari aðgeröum á mörgum sviðum. Nú minnist arf- taki hans, Alþýðubandalagið, sjaldan orðið á þjóðnýtingar- stefnuna, og er i mörgum málum talsvert til hægri við Alþýðuflokk- inn, eins og hann upphaflega var. Áhrifamesta stefnan Það leiðir af þvi, sem hér hefur verið rakið, að Framsóknarflokk- urinn hefur siðustu sextiu árin mótað islenzkt stjórnarfar meira en nokkur annar flokkur. Hér hef- ur ekki hafizt til valda sú ihalds- stefna, sem Sjálfstæðsflokkurinn eða fyrirrennarar hans beittu sér fyrir i upphafi og fólst I þvi að einkaframtakið ætti að drottna og samneyzlan að vera sem minnst. Hér hefur ekki hafizt til yfirráða sú mikla þjóðnýtingarstefna, sem fyrst Alþýðuflokkurinn og siðar Kommúnistaflokkurinn beittu sér fyrir. Hér hefur verið farið bil beggja, einkaframtakiö fengið að njóta sin innan hóflegra marka, en samhjálp og samneyzla aukin á mörgum sviðum, einkum til stuðnings þeim, sem minna máttu sin. Jafnframt hefur verið haldið uppi margháttaðri starf- semi til að viðhalda landsbyggð- inni, eins og Framsóknarflokkur- inn beitti sér einn fyrir i upphafi. Þannig hefur það verið stefna hans,sem haft hefur heilladrýgst áhrif á stjórnmálaþróunina. Þessi dómur reynslunnar má vera Framsóknarmönnum öflug hvatning um að halda áfram á þessari braut, þvi að þótt árangur sé orðinn mikill, stendur enn margt til bóta. Áróðurinn gegn landbúnaðinum Svo viröist sem ýmsir pólitiskir lukkuriddarar hafi talið, og telji enn, sigurvænlegt fyrir sig til fylgisöflunar i þéttbýli að halda uppi meiri og minni áróðri gegn landbúnaðinum og þeim, sem hann stunda. Sem betur fer hafa ibúar þéttbýlisins yfirleitt sýnt þann skilning, að þessi áróður hefur borið tiltölulega litinn árangur. Gleggsta dæmiðum það er pólitiskt gengi Gylfa Þ. Gisla- sonar, sem hefur flestum eða öll- um stjórnmálamönnum fremur reynt að afla sér fylgis á þennan hátt, ólikt þvi sem fyrstu forustu- menn Alþýðuflokksins, eins og Ólafur Friöriksson, Jón Baldvins- son, Sigurjón A. Ólafsson, Har- aldur Guðmundsson og Vilmund- ur Jónsson lögöu áherzlu á náiö samstarf alþýðunnar til lands og sjávar og studdu drengilega öll helztu framfaramál land- búnaðrins á sinum tima. Þá voru það helzt ihaldsöfl og fjárgróða- öfl, sem stóðu gegn landbúnaðin- um, og birtist sá hugsunarháttur nú afturgenginn i stjórnmála- skrifum heildsalablaðsins VIsis. Fordæmi Svía Eitt helzta áróðursefnið gegn landbúnaöinum er það, að niður- greiöslur á vöruverði séu styrkir til hans. öllum má þó ljóst vera, sem nokkuð Ihuga þessi mál, að þetta er hreinn hugarburður. Til- gangur niðurgreiðslanna er að koma I veg fyrir kauphækkanir, sem myndu auka byröar á öllum atvinnugreinum I landinu, og þvi eru þær ekki frekar styrkir til einnar atvinnugreinar en annarr- ar. Niðurgreiðslur á verði lifs- nauösynja er nú algeng efnahags- ráðstöfun viða um lönd, og yfir- leitt er þeim beitt til að greiða niður verð á landbúnaðarvörum. Ástæðan er sú, aö þær eru taldar meðal helztu lifsnauðsynja, og fátt er álitið hagkvæmara efna- litlum neytendum en að verð þeirra sé sem lægst. Sem dæmi um þetta má nefna, að i siðast- liðnum mánuði juku Sviar niður- greiðslur á mjólk og ostum um 9 milljarða islenzkra króna, en alls nema niöurgreiðslur Svia nú um 104 milljörðum islenzkra króna, og ná þær aðallega til landbúnað- arvara. Það er rikisstjórn sósial- demókrata, sem heldur uppi þessum niðurgreiöslum og telur þær einn mikilvægasta þáttinn i efnahagsaðgerðum sinum. Gengið og sjávar- útvegurinn En þótt niðurgreiðslur geti ver- ið og séu réttmætráðstöfun, gildir það ekki nema að vissu marki. Meöal bænda hefur alltaf verið nokkurótti við það, að þær mættu ekki verða of miklar, eins og t.d. þegar svo langt er gengið, að út- söluverðiö er orðið lægra en það verð, sem bændur fá fyrir fram- leiðsluna. Þegar svo langt hefur verið gengið, hefur það ekki verið i samráði við þá. Eins og hér hefur verið rakið, er algerlega rangt, að niður- greiðslur séu fremur i þágu bænda en annarra. Það er álika rangt og að halda þvi fram, að gengislækkanir séu einungis gerðar I þágu sjávarútvegsins og séu styrkir til hans. Með þeim sé verið að flytja svo og svo marga milljarða til útgerðarinnar, eins og Þjóðviljinn hefur stundum veriðað reikna út. Gengislækkan- ireru að sjálfsögðu gerðar vegna þess, að þær þykja óhjákvæmi- legar vegna þjóöarbúsins i heild, og oftast eru þær þá afleiðing öfugþróunar, sem ekki verður skrifuð á reikning sjávarútvegs- ins sérstaklega. Það er illt verk og óþarft, þegar þannig er verið að deila ómaklega á einstakar at- vinnugreinar, enda hefur slik iðja sem betur fer ekki reynzt gæfu- samleg fyrir þá, sem mest hafa ástundað hana. Upphaf byggða- stefnunnar Siðustu árin hefur margt verið rætt og ritað um byggðastefnu og allir tjáö henni meira og minna fylgi sitt. Sumir virðast jafnvel halda að hér sé einhver alveg ný stefna á ferð. Þvi fer vissulega fjarri. A stjórnmálasviðinu rekur byggðastefnan rætur sinar til stofnunar Framsóknarflokksins, þvi að það var i upphafi eitt aðal- takmark hans að vinna gegn óeðlilegum fólksflutningum úr dreifbýlinu. A félagslegu sviði er byggðastefnan miklu eldri. Það má segja, að þar reki hún upphaf sitt til þess að búnaöarfélögin og samvinnufélögin voru stofnuð. Með þeim var raunverulega hafið viönám til að efla viðkomandi héruð og byggðalög og treysta blómlega afkomu þar. Fyrst og fremst hefur þó hlutur samvinnu- félaganna verið stór i þessum efnum. í mörgum þeim byggða- lögum, þar sem einkaframtakið hefur gefizt upp eða talið arðvæn- legri skilyröi annars staðar, hefur það orðið hlutverk samvinnufél- aganna ekki aðeins að annast verzlunina heldur að styðja margvislega aðra atvinnustarf- semi, sem afkoma viðkomandi kauptúna og héraða hefur byggt á. Þannig er þetta enn i dag. Mjög viða um landið eru samvinnu- félögin sá burðarás, sem mest veltur á. Varasöm höft Það leiöir af þeim kauphækk- unum, sem nýlega hefur verið samið um, að atvinnuvegirnir verða að fá aukið rekstrarfé til umráða. Annars gætu hækkanirn- ar leitt til meiri eða minni stööv- unar. í þessu sambandi er vert að at- huga það, að fá höft eru afkomu þjóðarinnar hættulegri en þau, sem beinast að þvi að takmarka óeðlilega það starfsfé, sem at- vinnuvegimir þurfa að fá til að geta nýtt framleiðslumöguleika sina til fulls. Með slikum höftum er verið að leggja dauða hönd á framtak einstaklinga og sam- vinnufélaga i landinu. Það er meira en litið ósamræmi i þvi að tala hátt um nauðsyn þess að efla framtak einstaklinga, en hneppa svo atvinnurekstur þeirra sam- timis I dróma strangra lánsfjár- hafta. Að undanförnu hefur staða við- skiptabankanna þrengst, og þvi er enn nauðsynlegtra en áður að Seölabankinn fullnægi skyldu sinni við atvinnuvegina. Or eðli- legum lánum til þeirra má alls ekki draga. Yrði það gert sam- timis þvi og draga á úr fram- kvæmdum rikisins og fjárfest- ingasjóða, getur það ekki annað en leitt til atvinnuleysis i landinu. Þvi aðeins getur samdráttur i opinberum framkvæmdum átt rétt á sér, að jafnhliða sé reynt að örva rekstur einstaklinga og samvinnufélaga, svo að þannig vinnist upp það atvinnutap, sem leiðir af samdrætti opinberra framkvæmda. Þetta getur vitan- lega ekki orðið, ef einkarekstur- inn og samvinnureksturinn er samtimis settur i fjötra lánsfjár- hafta. Þess vegna þarf það að liggja ljóst fyrir áður en hægt er að ræða um einhvem samdrátt opinberra framkvæmda i alvöru, að láns- fjárstaöa atvinnuveganna veröi frekar bætt en hið gagnstæða. Það er eitt helzta stefnuatriði núverandi rikisstjórnar að tryggja atvinnuöryggið. 1 sam- ræmi við það verður að móta stefnuna i peningamálum. Eftir megni verður að forðast höft, sem þrengja að atvinnurekstrinum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.