Tíminn - 06.07.1975, Síða 21
20
TÍMINN
Sunnudagur 6. júli 1975.
Sunnudagur 6. júli 1975.
TÍMINN
21
Undir
beru
BETUR FARIÐ EN HEIMA SETIÐ
lofti
FLESTUM mun tamast að lita
á Utiveru bæjafólks fyrst og
fremst sem hvild og hressingu,
kærkomna tilbreytingu frá inni-
setum og þvi erfiði, sem það
óneitanlega er að vinna öll verk
sin i stofuhita. Margir eru þeir
lika, sem bregða sér út undir bert
loft, einfaldlega til þess að vera
úti, hvað sem öðru liður, þótt þeir
á hinn bóginn forsmái engan veg-
inn það, sem hafa má upp úr
krafsinu i leiðinni: fróðleik um
náttúru landsins og sögu þeirra
staða, sem sóttir eru heim.
t þessum hópi er Sigriður Jóns-
dóttir skrifstofustúlka, sem hér
verður rætt við. Hún stundar úti-
veru útiverunnar vegna og hefur
gert það um langt árabil! Og það
er nú einu sinni svo — sem betur
fer — að ferðalög og útivera
byggja okkur upp og verða okkur
minnisstæð, þótt hvorki undur né
stórmerki, hættur né mannraunir
veröi á vegi okkar.
í öruggri fylgd
traustra ferðafélaga
— Og þá er það fyrsta spurning-
in, Sigriður: Er langt siðan þú
fórst að stunda útiveru að marki?
— Já, það er nú orðið langt sið-
an, næstum þvi siðan ég man
fyrsteftir mér! Strax á unglings-
árum minum iðkaði ég skiðaferð-
ir á vetrum og gönguferðir um
nágrennið á sumrin. Seinna, og
einkum eftir að ég fór að stunda
innivinnu eingöngu, hefur þetta
orðið reglubundnara og nú má
heita, að ég fari eitthvað út um
hverja helgi. Ég ferðaðist mikið
með Ferðafélaginu um tiu ára
skeið og sóttist þá auövitað eftir
þvi að koma á fræga og fallega
staði, sem ég hafði ekki séð áður.
— Hver var fyrsta langa ferðin,
sem þú fórst?
— Fyrsta ferðin, sem ég fór
með Ferðafélaginu, var vikudvöl
inni i Landmannalaugum.
— Hafðir þú ekki komið þar
áður?
— Jú, að visu einu sinni, en ekki
til þess að dveljast þar neitt að
ráöi. En þótt ég væri þar ekki
nema yfir eina helgi i fyrsta
skiptið, sem ég kom þar, dugði sá
timi til þess að opna augu min
fyrirdýrð þessa staðar. Mér mun
lengi verða i minni vikan, sem ég
dvaldist þar á vegum Ferða-
félagsins, gekk um nágrennið og
skoðaði hvað eina sem á vegi
minum varð. Þetta var áður en sá
mikli mannagangur kom til sög-
unnar, sem seinna átti eftir að
yfirþyrma Landmannalaugar,
þær voru miklu „ósnortnari” þá
en nú.
Skömmu seinna fór ég með
Jöklarannsóknafélaginu á Vatna-
jökul. Það var ógleymanleg
reynsla.
— Fylgir þvi ekki öryggis-
leysistilfinning að ganga á jökli,
— að jökullinn kunni að springa
undir fótum manns, þegar minnst
varir?
— Ekki finn ég til þess, að
minnsta kosti ekki þegar ég er i
fylgdmeð vönum mönnum. Sama
er að segja um ýmislegt annað.
Ég ertil dæmis lofthrædd, en mér
er alveg sama, þótt ég príli upp
um fjöll, þegar traustir og örugg-
ir menn eru með i förinni. Þvf má
gjama skjóta hér að, að sú
ánægja og lifsfylling, sem ferða-
lög veita mér, stafar ekki sizt af
þvi, hve ágætt fólk ég hef alltaf
hlotið að förunautum.
— Þessi ferð á Vatnajökul hefur
þá kannski ekki orðið þfn eina
jökulganga?
— Nei, nei. Ég hef lika gengið á
Snæfellsjökul og Eiriksjökul og
Sjaldnast þurfum við tslendlngar langt að fara tll þess að hitta fyrlr
eðlilegt Hf, ónosrtið af umstangi mannanna, að þvf er bezt verður séð.
Þessi mynd er frá Heiömörk, álft með unga slna á Silungapolli leitár
sér ætis viö bakkann.
fékk I bæði skiptin gott veður. Það
var stórkostlegt. Snæfellsjökull er
sérkennilegur að þvi leyti, að þar
er eiginlega haf á alla vegu, þeg-
ar upp er komið. Að minnsta kosti
viröist manni svo. Það vakti lika
athygli mina.hve fallegar is-
myndanimar voru I Þúfunum,
svokölluðu.
Á hreindýraslóðum
Austurlands, — I
stórrigningu undir
Eyjafjöllum
— Hefur þú svo eingöngu haldiö
þig við hið gróna land, eftir að
hafa kynnt þér jöklana?
— Nei, ekki er það nú alveg. Ég
hef líka gengið á Arnarfell I
Hofsjökli. Þá ferð fór ég með Far-
fuglum. Við fórum yfir Þjórsá á
gúmmibáti, það er að segja yfir
stærstu kvislina, en óðum hinar.
Það er dálltið ævintýralegt, mað-
ur veður hverja kvislina af ann-
arri, enengin þeirra er háskalega
djúp, að visu. í þeim dýpstu vaða
menn þó ,,I keðju”, — leiðast.
Ekki þýðir að ætla að ganga á
Arnarfell nema hafa timann fyrir
sér, svo hægt sé að velja gott veð-
ur. Það er ekkert varið i að ganga
á fjallið, nema veður sé ákjósan-
legt, og fólk verður að láta sér
lynda að bíða niðri á jafnslétt-
unni, gripa fyrsta bjarta morgun-
inn, sem kemur, — og leggja
snemma upp. En taki ferða-
maðurinn á þolinmæðinni og velji
sér bezta veðrið sem kostur er á,
verður hann ekki heldur fyrir
vonbrigðum, þvi útsýn af Arnar-
felli er stórfengleg, og Arnarfells-
múlarnir eru lika mjög fallegir.
Þegar Brúarjökull skreið fram
hér um árið, fór ég með Jökla-
rannsóknarfélaginu þangað aust-
ur. Viö fórum meðfram jökulrönd
inni og um nærliggjandi öræfi. I
þessari ferð sáum við allt i einu
stóran hóp hreindýra, sem geyst-
ist fram hjá okkur á mikilli ferð.
Það var glæsileg sjón, Ég hefði
ekki haft neitt á móti því að skoða
betur þessar tignarlegu skepnur,
en til þess gafst ekki neitt tæki-
færi, þau kærðu sig ekki um að
láta þessi tvifættu aðskotadýr
vera að forvitnast I kringum sig.
— Þessar ferðir, sem við höfum
verið að tala um, eru allar tals-
vert langar. Þær hljóta að hafa
verið farnar um hásumar?
— Já, þær voru farnar I sumar-
leyfum, og eru þá ótaldar hinar
styttri ferðir, em farnar voru um
helgar eða jafnvel á einni dag-
stund. Og vist verður að viður-
kenna, að ekki eru allar ferðir til
fjár. Einu sinni ætlaði ég «að
ganga á Eyjafjallajökul. Þetta
virtist ósköp stutt ferð og auð-
veld, það var tjaldað undir Eyja-
fjöllunum á einkar fögrum stað,
— og þar eru allir staðir fallegir.
En þá tóku veðurguðirnir til sinna
ráöa. Það gerði afspyrnurok með
hellirigningu. Ég sat alla nóttina
uppi I tjaldinu minu og studdi súl-
una, svo ég fengi ekki allt saman
yfir mig. Þannig lauk þeirri
jökulgöngunni.
Ég sagði, að ekki væru allar
ferðir til fjár, og vafalaust myndu
ýmsir vilja telja þessa Eyja-
fjallaferð i þeim hópi. Þó skildi
hún eftir endurminningar, og þær
alls ekki sem verstar. Ferðalög
geta verið mikil hvild og upplyft-
ing, þótt þau séu ekki eintómur
dans á rósum — I glaða sólskini.
Hnésnjór i júli
— Verða þessar ferðir ekki oft
næsta erfiðar, þegar þið eruð
kannski viku eða meira uppi á ör-
æfum og sifellt að klifa brött fjöll
eða ganga annað torleiði?
— Ekki hefur mér fundizt það.
Að visu fer þetta mikið eftir veðr-
inu, og ég hef oftast verið svo
heppin að hreppa gott veður, þótt
út af þvi hafi brugðið stöku sinn-
um.
— Það er þá ekki hægt að segja,
að rigningin og rokið hafi elt þig á
ferðalögum þlnum?
— Nei, engan veginn, og meira
að segja eru þau skötuhjú alls
ekki versta veðrið sem ég hef
kynnzt. Langversta veður sem ég
hef lent i á feröalagi var sandbyl-
ur, sem við fengum hjá Veiði-
vötnum fyrir nokkrum árum. Við
vorum alveg veðurteppt i tvo
daga, og þeir fáu bilar, sem
reyndu að halda áfram, urðu
algerlega sandskúraðir, eins og
málningin hefði verið urguð af
með sandpappir. Þannig er hægt
að hreppa næstum hvers konar
veður sem er á öllum timum árs,
jafnvel snj’órinn getur komið ó-
boðinn i heimsókn um hásumar
inni á hálendinu. Að þessu sinni
höfðum við fyrst farið að Veiði-
vötnum, svo yfir Sprengisand, og
fengum ágætt veður við
Fjórðungsvatn.
Ferðinni var heitið i öskju, og
siöustu klukkutimana frá húsinu i
Herðubreiðarlindum að öskju óð-
um við snjóinn i hné. Bilinn urð-
um við að sjálfsögðu að skilja eft-
ir. Þó var nú þetta i júli.
Ferðir um ná-
grenni Reykjavikur
— Þú heldur þessum ferðum
auðvitað áfram, fyrst þér finnast
þær alltaf skemmtilegar og varla
einu sinni erfiðar?
— Ég hef gert það hingað til, og
vona, að svo verði enn um stund.
Að visu má segja, að ég hafi eink-
um farið stuttar ferðir á siðustu
árum, þótt ég reyni að fara að
minnsta kosti eina langa ferð á
hverju ári. Um flestar helgar fer
ég eitthvað út að ganga.
— Hvcrt leggur þú þá leið þina?
— Það er ýmist. Stundum fer ég
hérna upp með Esjunni, út á Álfs-
nes eða Geldinganes, en ferðir
minar þangað munu vera farnar
að skipta tugum. Þar er mikið
fuglalif og ágætt að’ganga þar
með s jó fram.
— Það er ekkert amazt við ferð-
um fólks á þessar slóðir?
—- Það hefur ekki nema einu
sinni komið fyrir.hvað mig snert-
ir. Við vorum þrjár á gangi i
Korpúlfsstaðafjörunni, eins og
við höfðum oft gert áður. Allt i
einu vitum við ekki fyrr en maður
kemur þjótandi i áttina til okkar.
Fundum okkar og hans bar sam-
an nálægt ósum Korpu, og mað-
urinn réöst strax að okkur með
hávaða og spurði, heldur svona
ómjúklega, hvað við værum
eiginlega að gera þarna.
Við sögðum sem var, að
við værum einungis á hressingar-
göngu og að við vissum ekki að
það gæti verið neinum til meins.
Hann svaraði þvi til, að áin væri
leigð sem veiðiá, hann ætti að sjá
um ána, og við mættum alls ekki
vera þarna.
Þetta er eina dæmið, sem ég
kann frá að segja af slíkri fram-
komu í garð gangandi vegfar-
enda, en aftur á móti gæti ég sagt
margar sögur um hið gagnstæða.
Þannig var það nýlega, að ég og
samferðakonur minar sátum úti i
Álfsnesi. Þá kom bóndinn þar til
okkar og fór að ræða við okkur
um gönguferðir og náttúruskoð-
un. Hann sagði, að stundum væru
þarna byssumenn á ferð, og þvi
hefði hann þann sið að ganga um
landið og fylgjast með ferðum
fólks. En honum var öldungis
sama þótt byssulaust og friðsamt
fólk gengi um jörð hans.
Leitum ekki langt
yfir skammt
— Þarf fólk ekki helzt að eiga
bil, ef það á að geta ferðazt, þó
ekki sé nema um nágrenni
Reykjavikur?
— Nei, ekki er það nauðsynlegt.
Auðvitað ódrýgist dagurinn mik-
ið,ef menn ætla að ganga alla leið
að heiman frá sér, þeir sem eiga
heima fjarri útjöðrum bæjarins.
En þá er að nota strætisvagnana.
A meðan Lækjarbotnavagninn
gekk, fór ég oft með honum þang-
að, gekk þaðan upp hjá Geithálsi,
svo yfir Miðdalsheiði og jafnvel
yfir Grimmannsfell I veg fyrir
Mosfellssveitarbíl, sem ég fór
með til Reykjavikur aftur. Einu
sinni fór ég með Þingvallabiln-
um, skildi við hann á móts við
Stlflisdal og gekk þaðan yfir i
Kjós, en siðan um Svinaskarð til
Mosfellssveitar, þar sem ég tók
áætlunarbil til Reykjavíkur.
Þannig er hægt að komast heil-
mikið um, þótt fólk eigi ekki bll,
ef viljinn er nægur. Að visu er
þetta orðið miklu erfiðara núna,
síðan Lækjarbotnavagninn hætti
ferðum sinum. Ég er sa tt að segja
hissa á þvl, að þeim ferðum skuli
ekki hafa verið haldið uppi, að
minnsta kosti i ágúst og septem-
ber, þvl að margir vilja leggja
leið sina þangaðuppeftir til berja,
og Heiðmörk er nú einu sinni frið-
land Reykvikinga.
— Er ekki heldur lltið að sjá,
þegar ekki er farið lengra en
þetta?
— Nei, engan veginn. I ná-
grenni Reykjavikur eru margir
undrafagrir staðir, og náttúran
auðug að tilbreytingu, hvort sem
hugað er að sérkennilegu grjóti
eða gróðri. Fuglalif er mikið, eins
og allir vita, og seli hef ég oft séð,
meira að segja alla leið inni i
Elliðaárvogi, snemma morguns,
— og það er einmitt bezt að fara
þessar ferðir að morgni til. Það
hættir mörgum til að láta sér
sjást yfir þá fegurð, sem liggur
fyrirfótum hans, og þannig grun-
ar mig að mörgum Reykvikingi
hafi farið á undan förnum árum
og áratugum. Menn verða oft
margs vísari með því að veita þvi
athygli, sem næst þeim er.
Hversu margir Reykvíkingar
skyldu þekkja að ráði tunguna á
milli Elliðaánna?
„Þar ris Drangey
úr djúpi.......”
— Er þá orðið dálitið langt slð-
an þú hefur farið eitthvað sem
heitið getur langferð?
— Nei, reyndar ekki. Það kem-
ur stundum fyrir, þegar ég lit yfir
áætlanir Ferðafélags Islands, að
ég segi við sjálfa mig: Þessa ferð
verð ég að fara.Langoftast verð-
ur þó reyndin sú, að ég sit heima.
Þó gerðist það núna um daginn,
að ég fór norður i land og út i
Drangey, en þangað hafði ég
aldrei komið.
Við vitum öll, hvernig þetta
blessað vor hefur verið, ekki sizt
fyrir norðan. Tíðin var köld, fáir
pöntuðu far i Drangey, og um
tima leit helzt út fyrir að sú ferö
yrði ekki farin á þessari Jóns-
messu.
Þó fór nú svo, að lagt var á stað
á laugardagsmorgni i veðri, sem
hvorki gat heitið vont né gott, eins
og skáldið sagði forðum. Við ók-
um norður á Sauðárkrók og tjöld-
uðum þar skammt frá bænum.
Um nóttina versnaði veðrið, gerði
bæði storm og rigningu, svo
likurnar á Drangeyjarferð
minnkuðu með hverjum klukku-
tlmanum sem leið. Undir
morguninn sljákkaði þó nokkuð i
veðurguðunum, við ókum niöur i
bæinn um klukkan niu, og þar
beið okkar fimm tonna bátur,
sem flytja skyldi okkur út i eyj-
una. Þangað er um það til tveggja
tima ferð, og á meðan við vorum
á leiðinni, — smá-létti til, þannig
að heita mátti ljósmyndunarfært
veður, þegar að eyjunni kom. Síð-
an hjálpaði hver öðrum að klifa
Drangey.sem ekki er mikið þrek-
virki með aðstoð festar og stiga,
og þegar við stóðum loks uppi á
þessum fornfræga stað, var kom-
ið sólskin. Við stönzuðum i
Drangey i tvo klukkutima, en
héldum svo til lands. Þá var veð-
ur að byrja að spilast aftur, og gaf
nokkuð á bátinn á heimleiðinni.
Þannig var þessi ferð, og
þannig finnst mér að sé um flest-
ar eða allar ferðir sem ég hef far-
ið. Jafnvel þótt ekki liti mjög vel
út i byrjun, og þótt sumar ferðir
takist ekki alveg eins og til var
ætlazt í upphafi, þá finnst mér þó
alltaf, þegar ég lit um öxl, að bet-
ur hafi verið farið en heima setið.
— VS.
Þeir sem lagt hafa leiö sfna frá Reykjavlk austur yfir Hellisheiði, munu flestlr hafa veitt Lyklafellinu
athygli, hvort sem þeim hefur veriö kunnugt nafn þess eöa ekki.
Þvi miöur er umgengni okkar ekki alltaf eins góö og skyldi. Jarntunnan sd arna og ruslið I krlngum
hana mættu veröa okkur viti til varnaðar.