Tíminn - 06.07.1975, Page 28

Tíminn - 06.07.1975, Page 28
28 TÍMINN Sunnudagur 6. júli 1975. HINGAD HAFA ALUR VERID VELKOMNIR Stóru-Akrar! Alltaf finnst mér einhver myndarbragur og höföingssvipur á þvi nafni. Og i gegnum langa sögu hefur jöröin lika ávailt borið nafn meö rentu. Hún var til forna og lengi fram- eftir öldum ein af stærstu jöröum i Akrahreppi og ég hygg, að við jarðamatiö 1713 hafi hún verið ein af þrcmur hæst metnu jörðum i hreppnum. Fylgdu henni þá þrjár hjáieigur, sem allar eru nú orðn- ar sérmetnar jarðir og myndar- býli: Höskuldsstaðir, Miðhús og Brekkukot en þó flcyta Akrar tveimur góðbúum. Má af þvi marka, að jörðin hefur i öndverðu haft af ærnu að má Akrabæirnir standa hátt og er víðsýni þaðan mikið og fagurt. Sér yfir meginhérað Skagafjarð- ar, og út til hafs. A bak við ris Akrafjallið, með grónum sundum og hjöllum hið neðra en ofar taka við brattar skriður til brúna. Spölkorn neðan túnsins liðast Héraðsvötnin, þungstreym, djúp og dulúðug, en skammt fyrir norðan það fellur Dalsáin, (Djúpadalsá), spaklát að öllum jafnaði en fljót að skipta skapi og getur þá orðið hið hamrammasta forað. Eðlilegt má teljo, að ýmsir höfðingjar og fyrirmenn . Skag- firðinga hafi girnzt til ábúðar slika jörð sem Stóru-Akra, enda sátu þar um skeið sýslumenn Skagfirðinga, svo sem Skúli Magnússon, siðar landfógeti, Jón Snorrason, tengdasonur Skúla og Björn Markússon. A Stóru-ökrum hefur verið reistur minnisvarði um Skúla. Bæjardyr hinar miklu, er Skúli byggði, standa enn. Eru þær nú komnar i umsjá þjóð- minjavarðar og munu varðveitt- ar framvegis. Hálfkirkja var á Stóru-ökrum, en hún var lögð niður meö konungsbréfi árið 1765. Um 1867 komust Stóru-Akrar i eigu Gunnars Gunnarssonar frá Skiðastöðum I Laxárdal en meðal barna hans var Sveinn, löngum kenndur við Mælifellsá i Lýtings- staðahreppi, frægðarmaður á sinni tið. Ritaði m.a. Veraldar- söguna viðkunnu, og, — ef ég man rétt, — reisti Söluturninn á Lækjartorginu i Reykjavik og verzlaði þar um hrið. Gunnar bjó þó ekki lengi á ökrum en flutti að syðra-Vallholti i Vallhólmi 1859 en siðan hefur jörðin verið i eigu ættmenna Gunnars, eða i hartnær 120 ár. Eins og fyrr segir hefur lengi verið tvibýli á ökrum. Frá þvi um 1920 og fram á siðari ár bjuggu á annarri jörðinni hjónin Björn Sigurðsson og Sigriður Gunnars- dóttir, en á hinni Jóel Jónsson og Ingibjörg Sigurðardóttir, hálf- systir Björns. Synir þeirra og tengdadætur eru nú tekin þar við búsforráðum. A s.l. sumri hinn 4. ágúst, varð Björn á ökrum áttræður. Var þess minnzt með veglegu hófi og sátu það á annað hundrað manns. Ég kom þá að máli við Björn og innti hann eftir þvi, hvort ég mætti finna hann við tækifæri og rabba við hann um liðna daga. Tók hann þvi hið bezta, en annað mál væri hvorf spjall okkar ætti nokkurt erindi á blað, ef ég hefði það i huga. Leið svo sumarið og haustið, en i vetrarbyrjun arkaði. ég á fund Björns og ræddum við saman stund úr tveimur dögum. Bar margt á góma og er raunar ekki nema nokkurt hrafl af þvi skráð hér, annað taldi Björn ekk- ert erindi eiga fyrir almennings- sjónir. bar var ég nú raunar um sumt ekki á sama máli, en að sjálfsögðu hlýtur Björn að ráða ferðinni. Ég byrja á þvi að spyrja Björn þeirrar hefðbundnu spurningar hvenær og hvar hann sé fæddur. — Ég er fæddur að Syðra-Vall- holti i Vallhólmi, 4. ágúst, 1894 og voru foreldrar minir Sigurður Gunnarsson Gunnarssonar frá Skiðastöðum á Laxárdal og Herdis ólafsdóttir, sem var ráðs- kona hjá honum, en faðir minn kvæntist aldrei. Honum er svo lýst I Skagfirzkum æviskrám: „Sigurður var meðalmaður á vöxt en snarlegur. Hann var gleðimaður, söngmaður, kunnur nestamaður og ölkær á yngri ár- um”. Svo segist Hirti minum á Vlarbæli frá og er ég ekkert að ?era athugasemdir við það. — bú hefur svo aiizt upp i Vall- holti? . . — Já, ég ólst þar upp hjá for- eldrum minum og vandist þar öll- um daglegum störfum, eins og þau gerðust i sveit á þessum ár- um, hjálpaði til við heyskap, á sumrin, þegar ég fór eitthvað að geta og byrjaði að fást við fjár- hriðingu að vetrinum 14 ára gam- all. Búið var allstórt, einkum var faðir minn hrossmargur, átti jafnan tugi hrossa og ágætt hrossakyn og var enda góður hestamaður, eins og Hjörtur á Marbælisegir réttilega um hann i æviskránum. — Hvað með fræöslu innan fermingar? — Og hún var nú náttúrlega af skornum skammti viðast hvar til sveita, a.m.k. á fyrstu árum, þessarar aldar, miðað við alla þá kennslu, sem börn njóta nú og tal- in er þeim lifsnauðsyn. Mætti ætla að við, sem nú erum fulltiða fólk eða gamalt, hefðum ekki verið vel undir lifið búin og auðvitað vorum við það ekki aðþessu leyti. Okkar menntun, þvi ég vil nú orða það þannig, var fyrst og fremst fólgin I þvi að umgangast skepnur og taka þátt i hinni daglegu lífs- baráttu, eins snemma og við höfðum orku til. Jú, kennslu naut ég og hennar góðrar, það sem hún náði. Bjarni Jóhannesson, sem kunnastur er undir nöfnunum Reykja-Bjarni eða Hesta-Bjarni, kenndi ekki bara hestum, hann var einnig ágætur og eftirsóttur barnakennari. Hann kenndi heima i Syðra-Vallholti og for- eldrar minir tóku heim til sin krakka frá efnaminni heimilum i sveitinni, svo að þau gætu einnig fengið einhverja tilsögn. Bjarni gerði mikið að þvi að láta okkur skrifa upp málshætti og tautaði þá gjarnan upp aftur og aftur, eins og með sjálfum sér. Virtist hann einkum hafa mætur á máls- hættinum: Sérvizkan er óviti verri. Sjálfur þótti nú Bjarni ærið sérvitur, en vitið vantaði hann ekki. Bjarni hafði þann hátt á, að hann gaf okkur alltaf lengra fri ef við kunnum vel. betta vissum við og þvi reyndum við að standa okkur sem bezt. Nú, um þetta leyti var reyndar búið að koma hér á eftirlitskennslu og hafði hana á iiendi Jóhannes borsteins- son,faðir þeirra Jóhanns á Silfra- stöðum og dr. Brodda. — Nú morar allt i margs konar skemmtisamkomum um hverja helgi og jafnvel oftar. bað hefur trúlega verið minna um slikt i þinu ungdæmi? — bað er nú hætt við þvi, j-á. Nú, samkomur voru nú samt nokkrar i héraðinu á hverjum vetri. Búið var að setja Sæluvik- una á laggirnar, þorrablót voru á hverjum vetri á Hólum og svo voru öðru hvoru böll hingað og þangað i héraðinu, og voru þau þá einkum haldin þar, sem húsa- kynni voru rúm, en þá var ekki félagsheimilum til að dreifa. Eftir að bæirnir tveir voru byggð- ir i Syðra-Vallholti, en mig minnir að það hafi verið 1912, voru stund- um haldin þar böll og var þá dansað i öðrum bænum en veit- ingar voru i hinum. bá vil ég ekki láta hjá liða að nefna ungmenna- félagið. Brynleifur Tobiasson i Geldingaholti, siðar mennta- skólakennari á Akureyri, gekkst fyrir stofnun þess, að mig minnir 1911. Ég gekk fljótlega i það. Og það var ágætur félagsskapur og athafnasamur, eins og ung- mennafélögin voru a.m.k. fram- an af. Og þau voru hvort tveggja i senn skemmtandi og menntandi og i rauninni á margan hátt hinn nýtasti skóli ungu fólki. Ég lenti i stjórn félagsins okkar 1917, gott ef ég varð ekki formaður, man það þó ekki með vissu, en gegndi stjórnarstörfum i félaginu þann tima, sem ég átti eftir að vera i Seyluhreppi. Eftir að hingað kom I Blönduhliðina gekk ég hér i ung- mennafélagið og starfaði i þvi i mörg ár. Ég man eftir þvi, að það vorum við Björn minn á Fram- nesi, sem tókum á móti lands- svæði þvi i bormóðsholtinu, sem Stefán Vagnsson, þá bóndi á Hjaltastöðum, gaf ungmennafé- laginu til túnræktar. Liklega höf- um við nafni minn þá verið i stjórn félagsins. — Minnir mig það ekki rétt að þú sért gamall Hólasveinn? , — Jú, ég fór I Hólaskóla haustið 1915 og útskrifaðist þaðan vorið 1917. baö var nú minna um skól- ana þá en nú, og þótti hreint ekki svo litil menntun að vera útskrif- aöur búfræðingur frá Hólum i þá daga. bá fóru menn i skóla til þess að læra og það var öllum vorkunnnarlaust að læra á Hól- um. Kennsla var þar góð og i stuttu máli var ég hrifinn af flestu þar, og þó engu meira en fjár- mennskunni hjá Theodór Arn- björnssyni, sem siðar varð ráðu- nautur hjá Búnaðarfélagi Is- lands, Theodór hafði lokið námi á Hólum og var um þessar mundir fjármaður þar. bað átti vel við mig að koma i fjárhúsin til hans og það gerði ég oft. bar voru fall- egar ær og vel hirtar. bað var Theodór, sem kveikti i mér löng- unina til þess að eiga fallegt fé og það hef ég reynt siðan. Á ein- hverri fyrstu hrútasýningu hér i Akrahreppi átti ég fyrstu verð- launa hrút, einn af fáum þá. Sum- um fannst hann of léttur, 60 kg tveggja vetra, en Theodór vildi ekkert gera úr þvi. Kindur höfðu nú ekki jafn mikinn þunga þá og nú er orðið. bað, sem ég hef kunn- að i fjárrækt og meðferð fjár á ég Theodór að þakka. Sigurður Sigurðsson, sem seinna var búnaðarmálastjóri, var á þessum árum skólastjóri á Hólum, mikill orku- og áhuga- maður. En betri kennari fannst mér Jósef J. Björnsson vera. Ég hygg að við strákarnir höfum beðið skaða við það, að Jósef kenndi ekki seinni veturinn. bá var hann að störfum I einhverri milliþinganefnd. Jósefvará kafi i pólitikinni og ýmsir bjuggust við að að þvi kæmi fyrr eða siðar að hann yrði ráðherra, og þeirra á meðal Sigurður skólastjóri. bess vegna var það, að þegar galsi hljóp i Sigurð átti hann það til að þrifa i Hildi, konu Jósefs, sveifla henný'kringum sigog hrópa-: Hér er ráðherrafrúin. Hólmjárn, son- ur Jósefs kenndi fyrir hann, þá kornungur og mikill æringi. Jón Guðmundsson frá Hrafnhóli var ráðsmaður skólans og sá um alla aðdrætti. Var það ærið starf. Jón var einhver sá bezt vaxni maður, sem ég hef séð. Hann dó tiltölu- lega ungur, af slysförum, suður i Reykjavik. — Hvernig var nú aðbúnaður- inn á Hólum? — Hann var ágætur. Auðvitað vorum við fæstir a.m.k. aldir upp við neitt sældarlif. En það er sama. Ég hafði ekkert út á aðbún- aðinn að setja. Við höfðum skin- andi góðar ráðskonur, systur tvær, ættaðar úr Siglufirði. Hét önnur Rakel en hin Halldóra, að mig minnir. Maria Jónsdóttir frá Flugu- mýri, sem seinna varð kona Arna Knudsen, var um þetta leyti á Hólum og kenndi börnum þeirra skólastjórahjóna. Ljómandi stúlka, sem allir voru hrifnir af. begar við vorum i þeim leik, sem nefndur er ,,að hlaupa i skarðið”, höfðu þeir aldrei frið, sem næstir voru Mariu, þvi allir vildu halda I höndina á henni. Og einhverju sinni komst á kreik bragur, sem ortur var i orðastað Mariu, og er upphaf hans þannig: Á Hólum er gaman um vetur að vera, ég vel get af reynslunni borið um það. þvi piltarnir lifið svo létt manni gera, þeir leiká sér rétt eins og börn færu af stað, og áfram i sama dúr, græskulaust gaman, allt saman, enda fór fjarri þvi, að María tæki þetta illa upp, þvertá móti, hún bara hló að kveðskapnum. Og það þurfti svo sannarlega enginn að skammast sin fyrir að vera hrifinn af Mariu. — bú sagðir áðan að aðbúnað- ur i skólanum hefði verið ágætur. Nú munið þið hafa búið i gamla skólahúsinu, var ekki stundum kalt þar? — Jú, við strákarnir bjuggum flestir i gamla skólahúsinu, sem seinna brann. Auðvitað var stundum kalt þar, enda engin upphitun, eða svo mundi þykja nú, en við fundum ekki mikið til þess. Við vorum ekki góðu vanir i þeim efnum, þvi að óviða var upphitun i húsum i þá daga. Og við gátum þá flogizt á, okkur til hita. Skólalifið var mjög fjörugt og skemmtilegt. Og einn prýðilegan hagyrðing höfðum við þarna meðal okkar, Jóhann ólafsson, sem seinna bjó i Miðhúsum i Ós- landshllð. Magnús á Vöglum var þarna lika, en ég man ekki til þess að hann væri farinn að yrkja þá, þótt hann reyndist siðar vel lið- tækur á þvi sviði. borrablót voru auðvitað báða veturna en þá voru þorrablótin á Hólum ein helzta skemmtun i héraðinu og sótt af miklu fjölmenni viða að. Við, þessir gömlu bekkjarbræður frá Hólum hittumst þar svo aftur árið 1967, eftir 50 ár. Og þá bar á góma sitt af hverju, sem gerðist á Hól- um á þessum árum. Við höfðum nú týnt nokkuð tölunni á þessum 50 árum og ekki gátu heldur allir þeir mætt, sem á lifi voru, t.d. vantaði i hópinn þá Elías Tómas- son frá Hrauni I öxnadal, Pálma Einarsson, fyrrverandi land- námsstjóra o.fl. — bað þarf náttúrlega ekki að spyrja, áð þú manst vel eftir frostavetrinum 1918? Varstu þá heima i Vallholti? — Já, ég fór heim eftir Hóla- dvölina. Og frostavetrinum gleymir maður nú ekki. Hann varðmörgum erfiður, en svo brá til bata um páska og gerði bliðu- tið. Vorið var hins vegar kalt, og af þvi stafaði kalið. Frostavetur- inn hirti ég 180 ær i tveimur hús- um. Tobias I Geldingaholti var þá fóðurbirgðaeftirlitsmaður i Seyluhreppi. Hann var fóður- vandur. Siðla vetrar kom hann I Vallholt að lita eftir fóðrun bú- peningsins þar. Er mér það minnisstætt og var töluvert hreykinn af, að þegar Tobias hafði skoðað hjá mér ærnar sagði hann: ,,Nú er skipt um fóðrun, Björn, en nú átt þú litil hey eftir og kom- ið frost og kuldi, sem enginn veit Björn Sigurösson á ökrum á yngri árum sinum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.