Tíminn - 06.07.1975, Side 29
Sunnudagur 6. júli 1975.
TÍMINN
29
hvað standa kann fram á vorið,
ég ætla að senda þér hey frameft-
ir”.
Og það gerði hann þvi nokkru
seinna kom frá honum hey á fjór-
um hestum. Tobias var alltaf gró-
inn i heyjum og kópól þó sfnar
skepnur. Það lá i eðli hans að fara
vel með. En hvað fóðrun mfna
snerti, þá býst ég við að þar hafi
gætt áhrifanna frá Theodór. Og
þessari reglu hef ég reynt að
fylgja. Alltaf haft fremur litið bú
enreynt að fóðra sæmilega og þvi
hefur afkoman verið furðu góð.
Húsin..: sem ég hirti á, voru
nefnd Gosatótt. Þau stóðu á nokk-
uð háum rinda. Nú mátti það
heita árvisst, að Héraðsvötnin
flæddu yfir Hólminn að vetrinum.
Eitt sinn þegar flóðið var óvenju
mikið gerðust þau svo nærgöngul
við Gosatótt seinnipart dags, að
búast mátti við að þau flæddu inn
i húsin um nóttina. Um kvöldið
vildi svo til, að Simon Dalaskáld
bar að garði i Vallholti. Pabbi tók
honum hið bezta og segir:
„Ja, nú var gott að þú komst,
Sfmon þviþú ert kraftaskáld, eins
og menn vita, en útlit fyrir að
Vötnin flæði inn i Gosatótt i nótt,
verði ekkert að gert”.
Af Simoni er það að segja, að
hann var ekki fyrr setztur inn á
rúm en hann byrjaði að yrkja og
þuldi viðstöðulaust allmargar
vfsur. Tvær þær fyrstu voru
svona:
„Héraðsvötn um Hólminn þótt
að háum flæði rindum,
Guð mun hlifa Gosatótt,
góðu heyi og kindum.
Eins og stjörnur
uppheimsranns
og öldufallaglaumur,
verður lúta hátign hans
Héraðsvatna straumur”.
Og Vötnin létu sér segjast.
Gosatótt var hlift. Og það er svo
sem engin ástæða til þess að van-
meta hlut Simonar i þvi.
Þótt undarlegt kunni að virðast
voru fénaðarhöld furðu góð hjá
okkur i Vallholti eftir frostavetur-
inn, og svo mun viðar hafa verið.
Og þó var veturinn að sjálfsögðu
óvenju gjaffelldur. Við vorum t.d.
með 70 hross, sem öll voru tekin á
gjöf nema ein hryssa, sem gekk
yfir i Litladal. En það hjálpaði, að
heyskapur var mikill sumarið áð-
ur. Og óviða var meira né betra
heyskaparland en i Hólminum,
enda voru þar á öllum jörðum
efnabændur.
— Sjötfu hross, segirðu. Var
hrossaeign svona arðbær búgrein
i þá daga?
— Um það má nú kannski deila
hversu arðbær hún var. En tölu-
vert var um það að hross væru
flutt úr landi á þessum árum og
verðið stundum all gott, en oftast
tiltölulega litið fyrir hrossunum
haft. Pabbi þótti lika eiga gott
hrossakyn og var þvi nokkuð um
sölu á reiðhestum. Pétur á
Syöstu-Grundkeypti t.d. stundum
hross af pabba og tamdi. Pétur
var hraustmenni og einn af fáum,
sem lék sér að þvi að taka ótamda
fola úti á versvæði. Pétur fór til
Ameriku árið 1900. Hann var
bróðir Lilju, siðustu konu Jónasar
i Hróarsdal.
Syðra-Vallholt var i þjóðbraut,
eins og vegurinn lá á þessum ár-
um. Þar var því oft gestkvæmt
umfram það, sem viða gerðist
annars staðar. Og ýmsir þeir,
sem komu, föluðu hesta af pabba
og munu oftast hafa fengið það,
sem þeir leituðu eftir. Man ég eft-
ir þvi t.d., að Brekku-Bjarni, sem
svo var nefndur, keypti eitt sinn
fola af pabba og spurði, um leið
og hann steig á bak og reið af
stað:
„Ertu búinn að skíra hann?”.
„Já”, svaraði pabbi, ,,ég hef
kallað hann Dindil”.
Þá kvað Bjami:
„Sviptur allri sút og pinum,
sveifla ég mér af stað.
Dingla svo á Dindli mínum
og dável gengur það”.
— Hvenær byrjaðir þú svo bú-
skap?
—• Ég kvæntist 1919 Sigrfði
Gunnarsdóttur, frændkonu minni.
Við erum bræðrabörn. Hjónaband
okkar hefur verið afburðagott. Og
þó erum við ólik um margt. Ég
hef t.d. alltaf verið á kafi í skepn-
um en hún litið gefin fyrir þær, en
feyki dugleg og kjarkmikil. Það
var nú heldur ekki mulið undir
unglingana þegar við vorum að
alast upp. Unglingar urðu þá að
vinna og var ekki liðinn neinn
slæpingsháttur. -Nú, svo fluttum
við hingað i Stóru-Akra og
byrjuðum hér búskap 1919 svo að
dvölin hér er nú orðin 55 ár og
eru þá raunar meðtalin þau tvö
ár, sem ég var með annan fótinn,
ef svo má segja, i Bakkaseli i
öxnadal, en þá rak Gunnar sonur
minn i rauninni búskap hér. Gisli
oddviti Björnsson og koma hans,
Þrúður Árnadóttir, höfðu þá búið
hér frá 1897-1918 á móti tengda-
foreldrum Gisla, Árna Jónssyni
V/b
V/í,
V/&7?.
V/?,
V/A
V//,
Vfr,
sprintmaster
Rakstrarvél
Afkastamikil dragtengd
rakstrarvél.
Vinnsluafköst:
Allt að 6 ha. pr. klst.
Vinnslubreidd 3 m
Mismunandi
vinnslu stillingar
Nánari upplýsingar
hjá sölumanni
Til afgreiðslu nú þegar
og Sigriði Jóhannsdóttur. Gisli og
Þrúður fluttustað Vöglum 1918 en
höfðu hálflenduna hér á ökrum
með, næsta ár. Sama vor og ég
hóf búskap hér tók Jón sonur
Árna við búinu af föður sinum,
ásamt konu sinni, Dýrborgu
Danielsdóttur. En árið 1922 fóru
þau búferlum að Ytra-Skörðugili i
Langholti, en bjuggu siðar mörg
ár i Valadal á Skörðum. Þegar
Jón og Dýrborg fluttust héðan
komu hingað Jóel Jónsson og
kona hans, Ingibjörg Sigurðar-
dóttir, hálfsystir mfn, og bjuggu
þau hér allan sinn búskap upp frá
þvf. Fyrir allmörgum árum tók
sonur þeirra, Sigurður og kona
hans, Anna Jónsdóttir Ferdin-
andssonar frá Birningsstöðum i
Þingeyjarsýslu við búi af foreldr-
um sinum og búa nú hér á hálf-
lendunni. Við hjónin höfum nú
einnig látið af búskap fyrir all-
mörgum árum og við tekið sonur
okkar, Sigurður og kona hans,
Maria Helgadóttir frá Tungu i
Gönguskörðum.
— Hvernig var nú fyrir frum-
býling að hefja búskap á þessum
árum?
— Það var nú kannski i raun-
nni ekki svo slæmt. Búskapar-
nættir voru þá allt aðrir heldur en
aú og minni kröfur gerðar til lifs-
ins. Um dýrar byggingar yfir bú-
fé var ekki að ræða, fjárfesting i
vélum hverfandi, þótt hestavélar
væru þá reyndar að byrja að
nema land, kaup á fóðurbæti og
tilbúnum áburði nálega óþekkt.
Menn gátu þvi byrjað með ótrú-
lega lítinn bústofn. Margir, sem
byrjuðu með tvær hendur tómar
að kalla, komust þó i dágóð efni,
en það kostaði útsjónarsemi og
dugnaö, þrotlausa vinnu og auð-
vitað miklu meiri erfiðisvinnu en
nú, þegar allt er unnið með vél-
um. Ég byrjaði á að kaupa 30
lambgimbrar á 50 kr. hverja og
ég var lengi að greiða þær, þvi að
svo kom verðfallið, sem fór illa
með margan bóndann. En eins og
ég sagði þér áðan þá hef ég alltaf
haft fremur litið bú, enda mjög
gefinn fyrir að hafa það rólegt. í
rauninni býst ég við að segja
megi að ég hafi verið blóðlatur.
Og liklega hefur það einmitt verið
letin, sem leiddi til þess, að ég
varð flestum mönnum hér fyrri til
þess að færa öll min peningshús
saman og leggja i þau vatn þvi að
þá varð hirðingin fyrirhafnar-
minni. Þannig hefur letin lika
haft sinar góðu afleiðingar.
— Hverjar fannst þér brýnustu
umbæturnar á jörðinni þegar þú
komst hér 1919?
— Ja, manni, sem er að byrja
búskap, finnst nú alltaf að margt
þurfi að gera jafnvel þótt latur sé.
Mér fannst brýnast að lagfæra
húsakostinn. Hann var i hálf-
gerðri niðurniðslu nema bærinn.
Hann gat ekki hrunið. Nú svo var
þá auðvitað að smáslétta túnið.
— Nú bjugguð þið Jóel báðir i
gamla bænum, lengi vel. Var ekki
þröngt setinn bekkurinn þegar
fjölskyldurnar stækkuðu?
— Ekki held ég að við höfum nú
fundið mjög til þess. Bærinn var
stdf og samkomulagið gott. En
það var nú stundum nokkuð gest-
kvæmt i gamla bænum, þvi að
Akrar voru þingstaður hreppsins
og þá voru þingin og aðrir mann-
fagnaðir betur sótt en nú er orðiö.
Á þinginu á ökrum árið 1919
mættu 70 búendur, en i vor voru
þeir tveir og var þó með betra
móti þvi stundum hefur bara
hreppstjórinn mætt, auk sýslu-
manns. Þetta er nokkurt dæmi
um hvað félagslifi og fundarsókn
hefur hrakað. Svo var samkomu-
húsið byggt 1920 og 1921. Þá færð-
ust fundirnir út i það. Simon heit-
inn i Litladal gaf þetta hús til
minningar um Skarphéðin son
sinn, sem drukknaði i Héraðs-
vötnunum, (Grundarstokk). Var
það hörmulegt slys. Nokkuð dróst
að lfk Skarphéðins fyndist, þrátt
fyrir mikla leit, og olli það Simoni
miklu hugarangri. Lagðist hann
þá á bæn uppi á svonefndum
Fuglastapa og eftir það var hann
viss um að likið fyndist. Fór hann
til þeirra Sigurjóns á Syðstu-
Grund og Jóns á Völlum, (siðar á
Syðri-Húsabakka), og bað þá að
leita. Mættu þeir siðan velja sinn
hestinn hvor úr hrossum sinum.
Þeir Sigurjón og Jón hófu svo leit-
ina, þótt enginn þurfi að ætla, að
hestarnir frá Simoni hafi neinu
skipt þá i þvi sambandi. Slæddu
þeir vökina, sem auðvitað var bú-
iö að gera áður og fundu likið i
annarri tilraun, að mig minnir.
Þannig var Simon minn bæn-
ilMOOd
ftUVÉUN
** . _ •• l'.ch’lé
..-.Atcar Vl\ ^
SSíSs.
rJBö\ngar a p
tró kr
hein1’
heyrður. En hestana urðu þeir
Sigurjón og Jón að þiggja og áttu
þá lengi.
Magnús afi þinn á Frostastöð-
um var hreppstjóri i Akrahreppi
á þessum árum. Hann var ákveð-
inn i þvi, að fyrsta samkoman i
húsinu yrði haldin til ágóða fyrir
það. Var hann þá sjálfur dyra-
vörður og tók við aðgangseyrin-
um og þótti mörgum skritið að sjá
hann i þvi híutverki. Akrahúsið,
eins og það var oftast nefnt i dag-
legu tali, var um langt skeið eitt
aðal funda-og samkomuhús i hér-
aðinu, enda þótti það vegleg
bygging á sinni tið. Þar voru að
sjálfsögðu haldnir allir sveitar-
fundir. Þingmálafundir voru þar
oft og eru þeir mér sumir minnis-
stæðir, eins og fundur, sem hald-
innvarþar þingrofsvorið 1931. Þá
var svo troðið i húsið, að maður
stóð við mann og munu þó ekki
allir hafa komizt inn. Tryggvi
Þórhallsson, sem var nokkuð feit-
laginn, ætlaði alveg að kafna úr
Framhald á bls. 37
CEium útuechð
BOSCH
RDFSTÖÐUHR
bensin/diesEl
DDOD 20 KVA
BWSA 1,5 OG 2 KVA
DDOD 42 KVA
L
LL
u
LEITIÐ UPPLÝSINGA! BWSA 0,65 KVA