Tíminn - 06.07.1975, Page 35
Sunnudagur 6. júli 1975.
TÍMINN
35
Nýskipaöur sendiherra Austurrlkis Dr. Hedwig Wolfram afhenti I dag
forseta tslands trúnaðarbréf sitt að viöstöddum utanrikisráöherra
Einari Ágústssyni.
Siödegis þá sendiherrann boö forsetahjónanna að Bessastöðum
ásamt nokkrum fleiri gestum.
Sendiherra Austurrikis hefur aösetur I Kaupmannahöfn.
Tímarit Hjúkrunarfélags
íslands fimmtíu ára
Á þessu ári, nánar tiltekiö nú i
júni, á rit Hjúkrunarfélags Is-
lands merkisafmæli, þar sem lið-
in eru fimmtiu ár frá útgáfu
fyrsta tölublaðs þess.
A fundi hjúkrunarkvenna i april
1925 var útgáfa blaðsins ákveðin,
og segir i formála fyrir fyrsta
tölublaðinu, að markmið blaðsins
sé að halda áhugamálum stéttar-
innar vakandi, efla þau og út-
breiða.
t stórt var ráðizt af fámennum
en hugdjörfum hóp, þar sem á ár-
inu 1925 var aðeins 21 hjúkrunar-
kona i félaginu, en með störfuðu
12 aukafélagar.
Timaritið hlaut i upphafi heitið
— Timarit Félags islenzkra
hjúkrunarkvenna — og bar það til
ársins 1935, en þá var heiti þess
breytt i — Hjúkrunarkvennablað-
ið — og siðan i núverandi heiti ár-
ið 1960.
I fyrstu ritnefnd voru kjörnar
þrjár konur, þær Guðný Jónsdótt-
ir, Sigriður Eiriksdóttir og Krist-
jana Guðmundsdóttir. Ritstjórn
skilaði einu blaði fyrsta árið, en
siðan fjórum á ári, og var árgjald
ákveðið 3 krónur.
1 formála fyrsta tölublaðsins
segir m.a.: „Þetta úrræði okkar
hefir þann kost, að það er algjör-
lega undir okkur sjálfum komið
að hverju liði það verður okkur.
Timar. kemur til ykkar núna fá-
skrúðugt og fátæklegt frá hendi
okkar, sem falið var að sjá um
það, það kemur aðeins sem til-
kynning til ykkar um það að hér
sé opin leið til þess að koma boð-
um og hugsunum hver til ann-
arra. Hver einasta manneskja,
sem fæst við hjúkrunarstarf,
verður fyrir margvislegri reynslu
sem er séreign "hen'nar, reynsia
sem hún getur auðgað hinar
starfssystur sinar af, hugsjónum
sem hún getur gefið, vandamál-
um sem hún getur á sama hátt
borið undir þær. Möguleikann til
þessa hefur hingað til vantað. Nú
kemur þetta timarit. Það getur
bætt úr þessu.
Við eigum að skrifa það allar.
Við eigum að leggja það bezta af
þekkingu okkar og reynslu, af trú
á málstað okkar og framsóknar-
hug. Undir þvi er lif þess komið.
Þegar það kemur til þin fátæk-
legt, þá áttu að minnast þess
fyrst að þú hefur sjálf brugðist
þvi.”
Undir þessi orð fyrstu ritstjórn-
ar getum við, sem nú stöndum að
blaðinu, eindregið tekið, segja
þær, sem skipa núverandi rit-
stjórn.
1 tilefni þessara timamóta i
sögu blaðsins fór ritstjórn þess á
leit við frú Sigriöi Eiriksdóttur að
fá að hafa stutt viðtal við hana, en
hún er ein á lifi úr fyrstu ritstjórn
blaðsins.
Sigriður hefur, eins og kunnugt
er, unnið ötullega að hjúkrunar-
og heilbrigðismálum allt frá þvi
hún kom heim frá námi á þriðja
tug aldarinnar, og var hún m.a.
formaður Hjúkrunarfélags Is-
lands á árunum 1924-1960 og meö
aðra höndina við blaðið allan
þann tima. Þegar flett er árgöng-
um blaðsins, dylst engum, að
Sigriður á þar mikinn fjölda
greina.
1 viðtalinu segir frú Sigriður
m.a.: ,,Er blaðið hóf göngu sina
var hjúkrunarstarfið á byrjunar-
og mótunarstigi hér á landi og var
þvi brýn nauðsyn á að fá boðbera
til að halda okkar málum vakandi
og til að ná til allra i stéttinni.
Nokkuð var um útgáfu fagrita,
t.d. iðnaðarmenn, læknar, verk-
fræðingar og ljósmæður gáfu út
fagrit fyrir þennan tima.
Blaðið var sett upp og vélritað
heima hjá mér fyrstu árin. Var þá
borðstofuborðið „kontorinn” þar
sem allt flaut af blöðum og bókum
þar til bunkað var upp á kvöldin,
en þetta þótti heldur ósjarmer-
andi og óvenjulegt á þessum
tima. Fjölritun á blaðinu fengum
við hjá Pétri Guðmundssyni, út-
gáfumanni, sem tók okkur sér-
lega vel.
Ég vil geta þess að bæjarbúar
voru okkur hjúkrunarkonum afar
góðviljaðir, enda ófá sporin okkar
i bæjarhjúkrun þar sem þörfin
var mikil á aðstoð og aðhlynn-
ingu.
Blaðið var fjölritað fram til
ársins 1936, eða 42 tölublöð, en þá
var ákveðið að ráðast i að láta
prenta það og sýndi sig að blaðið
stóð undir sinum kostnaði að ári
liðnu, enda þá orðið tiltölulega
auðvelt að fá auglýsingar.
Hvað var helzt skrifað um
fyrstu árin?
Um launakjör var mikið rætt og
ritað, enda laun okkar mjög léleg
auk þess sem ætlast var til að
hjúkrunarkona væri alltaf reiðu-
búin til vinnu hvenær sem var. Ef
við sáumst á götu „privatklædd-
ar” mátti oft heyra: „Nei, sko,
hjúkrunarkonan á fri i dag.” Um
lifeyrissjóð var talsvert mikið rit-
að, en honum hafði þá þegar verið
komið á fyrir danskar hjúkrunar-
konur.
Einnig þýddum við erindi úr
erlendum timaritum auk frétta af
merkisatburðum á sviði
hjúkrunar.
Nokkrar greinar birtust frá
hjúkrunarkonum erlendis þar
sem þær lýsa starfi sinu á hinum
ýmsu stofnunum.
Allar skýrslur Samvinnu
hjúkrunarkvenna á Norðurlönd-
um er að finna i blaðinu.
Auglýsingar um lausar stöður og
stööuveitingar birtum við, en
einnig var getið um utanferðir og
heimkomur islenzkra hjúkrunar-
kvenna, en á þessum árum var
ekki hægt að læra hjúkrun til fulls
hér á landi.
Með tilkomu Landspitalans og
siöan Hjúkrunarskóla Islands
færist námið hingað heim og tek-
ur þá aö fjölga hraðar i stéttinni.
Ég get þess til gamans að þegar
Hjúkrunarskóli Islands tók inn
nemendur, 10 stúlkur, annað eða
þriðja árið sem hann starfaði,
kallaði einn af þremur þáverandi
prófessorum á Landspitalanum á
mig og innti mig eftir þvi hvort
við ætluðum strax að fara að
skapa atvinnuleysi i stéttinni.”
Timarit Hjúkrunarfélags Is-
lands er gefið út i u.þ.b. 2 þús.
eintökum, og þess má geta að
komið hafa út reglulega 3-4 tölu-
blöð á ári hverju. Prentun annast
Isafoldarprentsmiðja h.f.
Núverandi ritstjórn skipa:
Ingibjörg Arnadóttir, ritstjóri oe
ábyrgðarm., Elisabet Ingólfs-
dóttir, Stefánia Sigurjónsdóttir og
Guðrún Áskelsdóttir.
RANGE ROVER
eigendur!
Eigum fyrirliggjandi:
□ Litaöar framrúöur, (öryggisgler).
□ Halogen samlokur í aöalljós.
□ Halogen þokuljós.
□ Dráttarbeisli.
□ Gúmmíhorn á stuöara.
□ Höfuöpúöa.
□ Farangursgrindur.
□ Þurrkusett fyrir afturrúöu, meö rúöusprautu.
□ Hlíföarpönnur undir bensíntank.
R STEFANSSON
HVERFISGÖTU103' REYKJAVÍK SÍMI 26911 P(
ÞAR KOM
AÐÞVÍ...
Þar kom aö því, að viö gætum kynnt nýjar gerðir af hinum landsþekktu
CANDY þvottavélum — tvær splunkunýjar gerðir, sem eru þegar
komnar til landsins.
hefur 14 grunnkerfi og
hitabreytisrofa, en það
þýðir að hægt er að lækka
hitastigið á flestum
kerfunum án þess að
stytta þvottatímann.
ÞETTA ÉR NÝJUNG.
Sparnaðarrofa er sjálf-
sagt að nefna, en með
honum er hægt að breyta
vélinni úr 5 kg vél í 3 kg
vél. Með þessu má spara
rafmagn, vatn og þvotta-
efni. Margt fleira má
nefna, s.s. að þvotta-
tromlan er úr ryðfríu
stáli, aðeitt af kerfunum
fyrir mjög viðkvæm efni
er fyrir uII, að Candy M
140 smákælir vatnið áður
en skolun hefst og hlífir
þar með þvottinum.
Verðið er kr. 77.500.
er fullkomnasta þvotta-
vélin frá Candy verk-
smiðjunum.
Auk framangreindra at-
riða hefur hún þessa
kosti:
750 snúninga þeytivindu,
18 þvottakerfi,
tímabreytirofa en með
honum er hægt að lengja
þvottatímann á öllum
kerfunum um 4-30
mínútur.
Verðið er kr. 94.500.
Athyglin inun beinast að
þessum vélum vegna
kostanna. Þetta er árang-
ur af 30 ára reynslu.
Engin verksmiðja í
Evrópu framieiðir jafn
margar þvottavélar á dag
og Candy verksmiðjan.
Við bjóðum að sjálfsögðu
af borgunarskilmala.
Candy 250 kostar kr. 94.500,00
Candy M 140 kostarkl. 77.500,00
Verzlunin
Skólavörðustíg og Bergstaöastræti — Sími 26788
AUGLÝSIÐ í TÍMANUM