Tíminn - 06.07.1975, Side 40

Tíminn - 06.07.1975, Side 40
 r 1 Sunnudagur 6. júli 1975. - • • - Nútima búskapur þarfnast BAUfiR haugsugu Guöbjörn Guójónsson SÍS-FÓÐUK SUNDAHÖFN GBÐI fyrirgódan ntai $ KJÖTIÐNAÐARSTÖO SAMBANDSINS Jónatan það sjálfur, þvi ekki er sama hvaða grjót er notað i garðana. — Já ég hef handfjatlað flesta steinana.áðuren þeir eru fluttir hingað heim, sagði Jónatan. Hann sagðist ekki eiga mikið eftir af þessum vegg, sem er sá fjórði og siðasti, sem gerður verður við karladeild Kópa- vogshælis. Jónatan erjyrrverandi bóndi og sagðist vera fæddur i Hruna- hreppi og hafa búið þar allt þangað til hann fluttist til Reykjavikur. Fæddur er hann að Nýlendu á ökrum, en búskap byrjaði hann 1924 að Helgastöð- um og bjó siðast i Laxárholti. Árið 1951 flutti hann svo á mal- bikið til Reykjavikur og hefur búið þar siðan. gébé Rvik — Jónatan Þorsteins- son heitir unglingur einn á ni- ræðisaldri. Jónatan vinnur allt að því fullan vinnudag við að hlaða garða úr hraungrjóti við Kópavogshælið, en þar hcfur hann nú unnið á tíunda ár. Garðarnir eru scrlega vandaðir og vcl gerðir og auðscð, að Jónatan hefur lagt mikla rækt og vinnu við gerð þeirra.Jóna- tan rétt gaf sér tima til að lita upp og spjalla við blaðamann Timans nýlega, en þá var hann langt kominn með fjórða garð- inn og hafði unglingspilt sér til aðstoðar. — Ég hef unnið hér við Kópa- vogshælið á tiunda ár, sagði Jónatan. — Já, hann var bara unglamb þegar hann byrjaði hér, greip Bjarni Pétursson bústjóri fram i og hló, nú er Jónatan orðinn 82 ára og vinnur hér nær allan dag- inn, hvernig sem viðrar, við að hlaða grjótgarðinn. — Já, það er gott að vera úti á sumrin sagði Jónatan og mér þykir skemmtilegt að hafa eitt- hvað að gera. Bjarni Pétursson sagði, að Jónatan tækist á við stórgrýtið ekki siður en unglingarnir, sem eru honum til aðstoðar. — Hann hefur handfjatlað hvert einasta grjót, sem i vegg- ina hefur farið, sagði Bjarni. Mest af þvi er sótt i Krisuvikur- hraun og að sjálfsögðu velur Fyrst eftir hann kom til Reykjavikur vann við hús- gagnasmiðar og réðst siðar til Kópavogshælisins, þar sem hann hefur starfað Jónatan litur svo sannarlega ekki út fyrir að vera 82 ára gamall, hann er létt- ur á fæti og hamhleypa til vinnu. Og þess vegna ófús að hverfa frá vinnu sinni lengi i einu og þvi ekki ánægður yfir að láta ónáða sig lengur. SULLAVEIKIN ENN VIÐ LYÐI A ISLANDI: Hættulegir spól lormar í hundum o g köttum Þrátt fyrir hundahreinsanir i mörg ár og aðrar varúðar- ráöstafanir hefur ekki teki/.t að útrýma lifrarsulli hér á landi. Nýlega bárust til rannsóknar- stofnunarinnar að Keldum sollnar lifrar og lungu frá sláturhúsum i Vopnafirði og vitað er um sýkingu i Djúpavogi. „Hundahald I kaupstöðum nálægt þeim bæjum, þar sem þessi sýking cr ennþá, er bcinlínis hættulegt, og ætti að kveða niður hið fyrsta, en ekki vera að leika sér að hættunni." Þannig scgir í grein, sem Ásgeir Ó. Einarsson, dýralæknir, ritar i nýútkomið Fréttabréf um heilbrigðismál og nefnist Sullaveiki og ormar I hundum. 1 greininni segir einnig: Það eru fleiri sýkingar, er fylgt geta hundahaldi en aðeins sullaveikis- bandormurinn, sem er mjög sjaldgæfur. Aftur á móti er ormur allt annars eðlis mjög algengur hér i hundum (og köttum), en það er spólormurinn. Hann er ekki hættulegur á sama hátt og bandormurinn þó að hann berist ofan i garnir á manni, þá lifir hann þar ekki, en það hættulega og óhugnanlega við orminn er hvernig lirfa hans hagar sér i manninum, og það, að börnin verða helzt fyrir sýkingu. Ef móðirin (tik, læða) sýkist af orminum, þá smitast ungarnir þegar i móðurkviði, og fæðast meö ormana i sér, sem fara að verpa eggjum, þegar ungarnir eru fárra vikna gamlir. Eggin eru slimug og loða við hvað sem er og eru oft utan á hvolpum og kettlingum. Þar sem tikur og læöur eru með unga á spena, eru börnin með þá öllum stundum i höndunum, og á þann hátt geta eggin borizt ofan i þau. I magan- um skriður lirfa úr egginu berst með næringarvökvanum til lifrarinnar, borar sig gegnum hana og siðan I lungun, skriður upp barkapipuna og niður i vélindað ofan i maga aftur, en verður ekki þar að fullvöxnum ormi, af þvi það er ekki hennar rétta ,,,dýr” eða gistigripur. Hún deyr þvi þarna. Sumar lirfur „villast af leið”, eða berast frá lungunum til annarra liffæra, svo sem mænu, heila, eða auga og geta valdið þar bólgum með al- varlegum afleiðingum. Enskur prófessor i læknisfræði telur að 1-2% Breta hafi sýkzt af þessum lirfa-kvilla og af- leiðingarnar i sumum tilfellum verið máttleysi, flogaveiki og bólgur I auga. Til þess að koma i veg fyrir sýkingu á börnum, er helzta ráðið, að ormahreinsa hvolpa og kettlinga 6-8 vikna gamla og þvo börnunum vandlega um hendur eftir að þau hafa leikið sér að hvolpum eða kettlingum, sérstak- lega áður en þau neyta matar.” Tfminn spurði Ásgeir Ó. Einarsson, hve langt væri siðan orðið hefði vart við sull i fólki hér á landi. Sagði hann, að tiltölulega stutt væri siðan siðasta fólkið, sem borið hafi þetta í sér, var að deyja, en ný tilfelli hafi ekki komiðuppsvovitaðsé,þótt verið geti að einhverjir séu með lifrar- sull, án þess að iæknar hafi fundið hann. — En spólormurinn, sagði Ás- geir, hefur verið stöðugur fylgi- fiskur hunda og refa hér á landi. Var svo mikið af þessum ormi i refunum, þegar þeir voru hafðir hér i búrum, að ef halda átti lifi i yrðlingunum varð að gefa þeim ormalyf mánaðargömlum. 1 kött- um er spólormur einnig, og geta þeir lika smitað, og eru kettlingar sem eru með orma hættulegir börnum. Erfitt er að spá hvort spólormurinn hefur komizt i fólk þvi að svo stutt er siðan sjúkdómsgreiningar urðu svo nákvæmar að hægt væri að finna spólorminn. Jafnvel þótt blettur finnist i auga og veröi að fjar- lægja það, er ekki vist að rannsóknaraðili hitti á lirfuna i auganu, þótt teknar séu úr þvi 1000 sneiðar. Ég hef spurt augnlækna hér um þetta atriði, en þeir hafa tekið skemmd augu úr mönnum Asgeir ó. Einarsson. án þess að vita hvað I rauninni var að, þvi að það er óskaplega erfitt að finna eina spólormslifru. Er þvi full ástæða til að endur- taka það, að vara fólk viðað leika sér að eldinum með þvi að ala dýr á heimilum sinum sér til skemmtunar og leiks, og bjóða með þvi hættunni heim. Og er þetta bara ein hlið á þvi vand- ræðamáli sem hundahald er, eða læknisfræðilega og hreinlætislega hliðin. Siðan koma þær hliðar, sem snúa að dýravernd, óhreinindi á umhverfi og ýmiss konar óþægindi, bæði fyrir dýrin og mannfólkið. Er þetta bæði orðið félagslegt og læknisfræðilegt vandamái úti i löndum. Fólk heldur að það ali hunda innan veggja vegna þess að það sé svo miklir dýravinir, en sanni nær er að hundar i þéttbýli eru eins og fangar og „dýra- vinirnir” fangaverðir. Þessi vesalings dýr eru ekkert annað en leikföng fólks, sem mis- skilur algjörlega umhyggju fyrir dýrum og umhverfisvernd. í fyrrnefndri grein segir Ásgeir um sullinn, að hættan liggi i þvi að hann berist úr kind i hund, og þar verður hann svo að mörgum bandormum. Eggin frá þessum ormum berast i umhverfið með hundaskitnum og geta orðið að sulli i manni. Hundur, sem smitaður er af þessum bandormi, er eins hættulegur umhverfi sinu og berklasjúklingur með opna berkla. „Þótt Keldur hafi ekki fengið nema eina tegund af saklausum sullum þetta haust. þá er þó nokkuð af netjasullum allviða. Starfsfólk i sláturhúsjm hefur áratuga þjálfun i að leita að sull- um og eyða þeim, svo að hundar fá litii tækifæri til að smitast nú orðið. Helzt gæti það orðið heima- slátrunin sem gæti orðið hættuleg og var það áður fyrr. Þá vikur sð hinum sýktu lifrum og lungum, sem bárust að Keld- um i haust, og segir að hið nei- kvæða við það sé, að þarna geti verið um nýsmitun að ræða, eða aukna smitun, en hið jákvæða að opinber rannsóknarstofa og heilbrigðisyfirvöld fá að vita um sýkinguna og geta gert nauðsyn- legar varúðarráðstafanir. Ef sollin lifur eða lungu kemur fram við heimaslátrun eða lógun vegna sjúkdóms, verður bóndinn að gæta þess vel að hundar nái ekki i þessi liffæri við slátrun, eða við frystingu. Ef slikt gerist-- og það hefur gerzt áður, þá er það hörmulegt slys, og það fyrsta, sem gera þyrfti til að vernda öryggi fólksins á bænum, væri að láta lóga hundinum eða hundun- um, sem átu af lifrinni, en biða þess ekki að hundarnir verði hættulegir smitberar fyrir fólk, af þvi smitið er ákaflega næmt og eggin mörg. -OÓ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.