Fréttablaðið - 26.03.2005, Page 1
BYLTING Í KIRGISISTAN Stjórnarbylt-
ing var gerð í Kirgisistan á fimmtudaginn
og hafa leiðtogar byltingarinnar þegar skip-
að nýja ríkisstjórn. Boðað hefur verið til
kosninga í júní. Sjá síðu 4
SKILYRTUR STYRKUR Stjórnarfor-
maður Mannréttindaskrifstofu Íslands undr-
ast að 2,2 milljóna króna styrkur frá ríkinu
sé skilyrtur. Sjá síðu 2
ÓTTAST HRYÐJUVERK Óttast er að
hryðjuverkamenn láti til skarar skríða þegar
Karl Bretaprins og Camilla Parker-Bowles
gifta sig í næsta mánuði. Sjá síðu 2
KEYPTU Í INTRUM Burðarás hefur
eignast 4,5 prósenta eignarhlut í Intrum
Justitia, sem er skráð í sænsku kauphöll-
inni. Burðarás á nú um tveggja milljarða
króna hlut í Intrum. Sjá síðu 4
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
Kvikmyndir 44
Tónlist 38
Leikhús 42
Myndlist 42
Íþróttir 30
Sjónvarp 46
LAUGARDAGUR
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
26. mars 2005 – 82. tölublað – 5. árgangur
FREMUR HÆG SUNNANÁTT í dag og
rigning um sunnanvert landið. Annars skýjað
með köflum og hlýtt í veðri. Sjá síðu 4
LEIKIÐ GEGN KRÓÖTUM Íslenska
landsliðið í fótbolta mætir Króatíu í undan-
keppni heimsmeistarakeppninnar. Leikur-
inn, sem er sýndur beint á Sýn, fer fram í
Króatíu og hefst klukkan 17.
Hjálpin fylgir
Fréttablaðinu í dag
STJÓRNMÁL Formanni borgarráðs,
Alfreð Þorsteinssyni, líst illa á hug-
myndir fjármálaráðherra um að
fasteignagjöld af opinberum bygg-
ingum renni í jöfnunarsjóð sveitar-
félaganna.
Geir Haarde fjármálaráðherra
lýsti þeirri skoðun sinni í kvöldfrétt-
um Ríkisútvarpsins á miðvikudag-
inn að til greina kæmi að fasteigna-
gjöld af opinberum byggingum
rynnu í jöfnunarsjóð. Alfreð Þor-
steinsson telur að sú ráðstöfun muni
kippa stoðunum undan hugmyndum
um gjaldfrjálsan leikskóla.
„Ég er undrandi á viðbrögðum
fjármálaráðherra því að samkomu-
lagið sem gert var á milli ríkisins og
sveitarfélaganna um tekjustofna
var ekki skilyrt að neinu leyti og því
ekki á valdi sjálfstæðismanna að
segja til um það hvernig einstök
sveitarfélög og þar með talið
Reykjavíkurborg ráðstafi sínum
tekjum,“ segir Alfreð.
Alfreð bendir á að flokkarnir
sem standa að Reykjavíkurlistanum
séu sammála um að stefna beri að
gjaldfrjálsum leikskóla. „Ef Sjálf-
stæðisflokkurinn ætlar að hindra
efndir á samkomulaginu sýnist mér
vera kominn upp ágreiningur á milli
stjórnarflokkanna.“ - shg
VINIRNIR BOBBY FISCHER OG SÆMUNDUR PÁLSSON Fischer var harðorður í garð ýmissa manna og málefna á blaðamannafund-
inum á Hótel Loftleiðum í gær. Sæmundur Pálsson og Ísland fengu þó ekkert nema lof þessa nýja Íslendings.
Fönn, fönn, fönn
Um þrjú þúsund manns skemmtu sér konunglega í Royal Albert
Hall í í fyrrakvöld þar sem Stuðmenn léku á als oddi eins og
þeim er einum lagið.
SÍÐA 22
Tími kraftaverka
Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson tónskáld hefur
verið með óperu í smíðum í félagi við Hall-
grím Helga Helgason og Hilmar Oddsson.
SÍÐA 26▲▲
Ópera verður til
SÍÐA 28
▲
Um páska minnumst
við mesta kraftaverks
sögunnar. Kraftaverkin
má enn finna samkvæmt
kirkjunnar mönnum.
Ásökunum vísað á bug:
Ólafur kom
hreint fram
VIÐSKIPTI Guðmundur Hjaltason,
forstjóri Kers, segir Landsbank-
ann snúa hlutum á hvolf þegar
bankinn reyni að gera sig að fórn-
arlambi eftir að hafa reynt fjand-
samlega yfirtöku á Keri. Hann
segir hlutafjáraukningu stjórnar-
manna í Festingu siðlausa.
Samstarfsmenn Ólafs Ólafs-
sonar, aðaleiganda Kers, vísa til
föðurhúsanna fullyrðingum Páls
Þórs Magnússonar, framkvæmda-
stjóra Sunds, um óheilbrigða við-
skiptahætti Ólafs. Þeir segja sam-
starfsaðila Ólafs hafa verið upp-
lýsta um stöðu Ólafs í viðskiptum
Essó og SÍF. Ólafur hafi vikið af
fundi við sölu SÍF á Iceland
Seafood og Jóni Kristjánssyni,
mági Páls og aðaleiganda Sunds,
hafi verið fullkunnugt um alla
þætti þeirra viðskipta og um að-
komu Ólafs að hugsanlegum
kaupum á Essó. - hh
Sjá síðu 6
Hugmyndir fjármálaráðherra um að fasteignagjöld rynnu í jöfnunarsjóð:
Gjaldfrjáls leikskóli yrði ekki að veruleika
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
Rannsókn olíumálsins:
Niðurstöður
í haust
LÖGREGLUMÁL „Erfitt er að segja til
um hvenær rannsókn lýkur en við
erum aðeins byrjaðir að sjá fyrir
endann og niðurstöður gætu legið
fyrir með
haustinu,“ segir
Helgi Magnús
Gunnarsson, lög-
fræðingur hjá
Rík is lögreg lu -
stjóra, um rann-
sóknina á olíu-
málinu svokall-
aða.
Helgi segir hart unnið að rann-
sókn málsins en það sé viðamikið
og hafa beri í huga að lögregla
hafi orðið að hefja rannsókn sína á
málinu alveg frá grunni og ekki
getað stuðst að neinu leyti við
rannsókn Samkeppnisstofnunar
en sú rannsókn var undanfari
afskipta lögreglu. Um þrjátíu ein-
staklingar hafa nú réttarstöðu
grunaðra. -aöe
Gle›ilega páska!
HELGI MAGNÚS
GUNNARSSON
Fannst ég fyrst frjáls
þegar ég sá Sæma
Bobby Fischer sagðist afar sæll með að vera kominn til Íslands. Hann
sagðist engar áhyggjur hafa af því að vera eftirlýstur í Bandaríkjunum.
FISCHER-MÁLIÐ Bobby Fischer lýsti
væntumþykju sinni til Sæmundar
Pálssonar á blaðamannafundi sem
haldinn var á Hótel Loftleiðum í
gærdag. Fischer sagðist fyrst hafa
fundist hann vera frjáls þegar hann
sá Sæmund í Kaupmannahöfn.
Fischer kom til landsins með
einkaþotu á fimmtudagskvöldið.
Vel á annað hundrað manns voru á
Reykjavíkurflugvelli þegar þotan
lenti, þar af fjöldi erlendra sem
innlendra fjölmiðlamanna. Fischer
gaf þó engum nema Stöð 2 færi á
viðtali fyrr en blaðamannafundur-
inn var haldinn í gær. Á fundinum
kvaðst Fischer vera afar sæll með
að vera kominn til Íslands.
„Hér er hreint og gott loft, nóg
rými og góður matur.“
Bandarísk yfirvöld hafa lýst
vonbrigðum yfir ákvörðun
íslenskra stjórnvalda að veita
Fischer íslenskan ríkisborgara-
rétt. Fischer sagðist ekki hafa
áhyggjur af því að vera eftirlýstur
í Bandaríkjunum. „Við skulum
bara bíða og sjá hvað þeir gera,“
sagði hann.
Hvað framtíðina varðar kvaðst
hann helst vilja einbeita sér að því
að klára skákklukkuna sem hann
væri að hanna og ljúka við bók sem
hann hefur lengi unnið að um
nýstárlega taflmennsku. Svo ætl-
aði hann að huga að sínum áhuga-
málum eins og ferðalögum og sam-
ræðum. Um áform unnustu sinnar
vildi hann ekki ræða.
Fischer hefur verið gagnrýndur
fyrir öfgakenndar skoðanir sínar á
ýmsum málefnum. Á fundinum
vandaði hann gyðingum ekki
kveðjurnar. „Þeir hafa rænt mig
eigum mínum,“ sagði hann.
Einar S. Einarsson úr stuðnings-
nefnd Bobby Fischer hefur gagn-
rýnt framgöngu Stöðvar 2 við komu
skákmeistarans á Reykjavíkurflug-
völl. Hann lýsti því sem svo að engu
væri líkara en sjónvarpsstöðin
hefði rænt honum svo enginn annar
fengi aðgang að honum.
- jse / Sjá síðu 2