Fréttablaðið - 26.03.2005, Side 6
VIÐSKIPTI Samstarfsmenn Ólafs
Ólafssonar, aðaleiganda Kers, vísa
á bug ásökunum Páls Þórs Magnús-
sonar, framkvæmdastjóra Sunds,
um óheilbrigða viðskiptahætti
Ólafs í tengslum við fyrrum með-
eigendur sína í Keri.
Páll sagði í samtali við Frétta-
blaðið að Ólafur hefði ætlað að
sölsa undir sig Olíufélagið Essó.
Hjörleifur Jakobsson, forstjóri
Essó, segir þessa staðhæfingu al-
ranga. Hjörleifur lýsti áhuga á að
kaupa Essó og segist hafa rætt við
Ólaf um fjárhagslega aðkomu að
málinu til að brúa bil í skuldsetn-
ingunni. „Ólafur sagðist vera tilbú-
inn að skoða það, en vildi engu
svara fyrr en hann hefði rætt við
meðeigendur sína í Keri,“ segir
Hjörleifur. Hann segir Ólaf hafa
komið hreint fram í málinum, en
Jóni Kristjánssyni, aðaleiganda
Sunds, hafi snúist hugur og frestað
öllum viðræðum um sölu. Hjörleif-
ur segir fráleitt að halda því fram
að Ólafur hafi verið að reyna að
selja sjálfum sér félagið, og sam-
starfsaðlilum hafi verið fullkunn-
ugt um alla þætti málsins. „Mér
finnst því ódrengilega vegið að
Ólafi.“
Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF,
segir aðkomu Ólafs að sölu á
Iceland Seafood til Sjóvíkur einnig
hafa verið þannig að öllum hafi
verið fullkunnugt um stöðu Ólafs
af málinu. Hann segir Ólaf hafa
beðist undan því að taka þátt í af-
greiðslu sölunnar vegna fjárhags-
legra tengsla sinna við Sund og Jón
Kristjánsson. Þetta komi skýrt
fram í fundargerðarbók SÍF. „Í
framhaldi af þessum fundi hófust
samningaviðræður við Sjóvík og
tókust samningar sem lagðir voru
fyrir stjórnarfund SÍF. Ólafur, Jón
og Guðmundur Hjaltason, forstjóri
Kers, viku allir af fundi við af-
greiðslu málsins.“ Jakob segir
furðu sæta að reynt sé að véfengja
söluna því hún hafi verið einstak-
lega hagstæð fyrir SÍF.
Guðmundur Hjaltason, for-
stjóri Kers, segir að með því að
þyrla upp moldviðri sé Páll Þór að
beina athyglinni frá gjörðum sín-
um í stjórn Festingar. „Staðreynd-
in er sú að fulltrúar tæplega 20
prósenta hluthafa í stjórn Festing-
ar misnotuðu stöðu sína og seldu
framkvæmdastjóra félagsins og
vini annars stjórnarmannsins til
margra ára óútgefið hlutafé
félagsins á undirverði til að ná
meirhluta,“ segir Guðmundur.
Hann segir að þetta hafi verið gert
þrátt fyrir að andstaða eigenda 80
prósenta hlutar hafi legið fyrir.
Hann segir framgönguna siðlausa
og að Landsbankinn reyni að snúa
hlutum á hvolf. „Þeir reyndu
fjandsamlega yfirtöku á Keri og
telja sig nú vera fórnarlamb.“
haflidi@frettabladid.is
6 26. mars 2005 LAUGARDAGUR
NÍGERÍA, AP Það er mikið um dýrðir
í Argungu í Nígeríu þessa dagana
þar sem árleg fiskveiðikeppni er
haldin í fljótinu Matan Fada.
Yfir tíu þúsund veiðimenn
taka þátt í keppninni. Tveir eru
saman í liði og heldur annar á
flotholti sem búið er til úr
graskeri en hinn leitar risafiskjar
í leirugu vatninu með net í hönd.
Verðlaunin eru ekki ekki af verri
endanum, fjölskyldubifreið og
fimmtíu þúsund krónur í reiðufé.
Veiðikeppnin í Argungu er
kærkomin í þessu landi sem
kemst oftar í fréttirnar fyrir um-
fangsmikil spillingarmál. For-
svarsmenn hennar binda vonir
við að hún verði aðdráttarafl fyr-
ir ferðamenn þegar fram í sækir.
Keppnin á sér samt yfir sjötíu ára
langa sögu því árið 1934 innsigl-
uðu leiðtogar Kebbi-konungs-
dæmisins og Sokoto-kalífadæmis-
ins friðarsamning sinn með því að
keppa um hver gæti veitt stærsta
fiskinn.
Þótt íbúar héraðsins séu flestir
múslimar er andatrú þar einnig
áberandi. Margir telja að fisk-
arnir í Matan Fada hafi eitt sinn
verið fólk en vondir áar þess hafi
hins vegar breytt því í fiska og
étið. ■
Aðkomu Ólafs
var hvergi leynt
Samstarfsmenn Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Kers, segja fyrrum samstarfs-
menn vega ódrengilega að honum. Aðilar í viðskiptunum hafi verið upplýstir
um alla stöðu mála í viðskiptum Ólafs við fyrrum meðeigendur sína í Keri.
■ LEIÐRÉTTING
■ ALÞINGI
Borðarðu páskaegg
um páskana?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ætlarðu að fylgjast með leik
Íslands og Króatíu í fótbolta?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
22%
78%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
EINSKIS VAR
Ekki er gott að sjá hvernig veiðimennirnir koma auga á fiskinn í fljótinu brúna. Stærstu
fiskarnir eru rúmlega sjötíu kíló.
Stúlka fékk vatn yfir sig:
Dæmd fyrir
líkamsárás
DÓMSMÁL Harkaleg viðbrögð
ungrar stúlku við því að fá vatn
yfir sig á veitingastað kostuðu
hana rúmar 140 þúsund krónur
en mál hennar var tekið fyrir í
Héraðsdómi Reykjaness í gær.
Sakfelldi dómurinn stúlkuna
fyrir að hafa gengið í skrokk á
annarri stúlku á veitingastaðn-
um Traffic í Keflavík í október
síðastliðnum. Rákust þær tvær
saman með þeim afleiðingum að
vatn skvettist úr glasi fórnar-
lambsins og svaraði ákærða fyr-
ir sig með hnefahöggi og öðrum
barsmíðum. Þótti tilefnið það
lítilvægt að ekki yrði sloppið við
refsingu henni til handa og var
hún dæmd til 60 þúsund króna
sektar auk 80 þúsund króna í
miskabætur.
- aöe
Í Fréttablaðinu í fyrradag var
ranglega sagt að Samtök atvinnu-
lífsins hefðu ályktað um bann á
reykingum á stjórnarfundi fyrr í
mánuðinum. Hið rétta er að það
var ráðgefandi stjórn Vinnueftir-
litsins sem ályktaði um málið
gegn atkvæðum fulltrúa Samtaka
atvinnulífsins í stjórninni, sem
telja það ekki hlutverk stjórnar-
innar að samþykkja og senda út
ályktanir á borð við þessa.
FÆKKUN MINKA Frumvarp sem
Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi
umhverfisráðherra, hafði í smíð-
um varðandi fækkun minka í ís-
lenskri náttúru er enn í vinnslu
undir handleiðslu nýs umhverfis-
ráðherra, Sigríðar Önnu Þórðar-
dóttur. Engin ákvörðun hefur
verið tekin um að leggja málið
fram á Alþingi.
DEILUR UM FESTINGU
Jóhann Halldórsson, framkvæmdastjóri Festingar, ásamt Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni.
Lögbanns hefur verið krafist á meðferð nýs hlutafjár í Festingu. Forstjóri Kers, sem átti
meirihluta í Festingu fyrir hlutafjáraukningu, segir útgáfu og sölu hlutafjárins siðlausa.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Íbúi er ósáttur við niðurrif fimleikahúss Ármanns:
Síðasta græna svæðið
MÓTMÆLI „Ég er óhress með að
eyðileggja eigi eina græna svæðið
sem er eftir hér,“ segir Jóhann
Helgason, íbúi við Miðtún sem hef-
ur búið þar í áratug. Hann er ósátt-
ur við að rífa á fimleikahús Ár-
manns, en þar eiga að rísa fjölbýl-
ishús. „Það er verið að eyðileggja
knattspyrnuvöll sem hefur verið
hér áratugum saman. Það er orðið
yfirgengilegt hvað þessir stóru
verktakar ná að sölsa undir sig
bestu og fallegustu svæði Reykja-
víkurborgar.“
Jóhann segir að þegar þetta
græna svæði hverfur undir íbúða-
byggð, sé ekkert grænt svæði eftir
í hverfinu. „Þetta svæði var notað
síðasta sumar af íþróttafélögum,
svo gott sem í hverri viku. Lands-
lið kvenna notaði þetta meðal ann-
ars til að æfa. Það er með ólíkind-
um að þeir skuli hirða þetta svæði
undir íbúðablokk. Maður skilur
ekki hvað er að gerast.“
Auk þess sem græna svæðið
hverfur hefur Jóhann áhyggjur af
því að umferð muni aukast í göt-
unni, auk þess sem útsýnið sé
alltaf að minnka. „Við sjáum ekk-
ert orðið út hérna. Útsýnið er farið
og við sjáum ekkert í Esjuna leng-
ur. Ég óska bara eftir því að fólk
mótmæli þessu.“ - ss
NIÐURRIFI MÓTMÆLT
Jóhann Helgason segir svæðið við fim-
leikahús Ármanns vera síðasta græna
blettinn í hverfinu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Fiskidagurinn mikli í Nígeríu:
Stórfiskar sem eitt sinn voru menn