Fréttablaðið - 26.03.2005, Page 24

Fréttablaðið - 26.03.2005, Page 24
24 26. mars 2005 LAUGARDAGUR Fullnuma senuþjófar Í fjóra vetur hafa þau grenjað, hlegið, gargað, dansað, sungið, elskast og hatast á alla þá lund sem mannskepnunni er eigin- leg, en bara dýpra. Eftir veturna fjóra eru þau vís með að stela senunni á komandi árum enda uppfull af sköpunarþrá og hæfileikum. Borghildur Gunnarsdóttir og Þórdís Lilja Gunnarsdóttir tóku hús á leiklistarnemum lokaárs Listaháskóla Íslands, sem nú sýna hvað þeir kunna í Draumleik Augusts Strindberg í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur. Af hverju viltu verða leikari? Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt og eitt- hvað sem ég er til í að gera allt mitt líf. Ég vil fá útrás fyrir sköpunar- þörfina. Áttu þér draumahlut- verk? Nei, engin. Draumurinn er bara að fá að leika. Myndirðu koma nak- inn fram? Það mætti alveg skoða það ef hlutverkið krefðist þess. Ef ekki leiklist hvað þá? Þá hefði ég haldið áfram á myndlistarbrautinni, en ég stundaði myndlist við FB, þótt ég sé langt í frá góður teiknari. Áttu þér fyrirmynd í leiklistinni? Ég á enga eina fyrirmynd, þótt mér finn- ist undantekningarlaust gaman að horfa á Ingvar E. Sig- urðsson og læri mikið af því. Ég lít upp til allra sem stunda leik- list. Það má læra eitt- hvað af þeim öllum. Hvað mundirðu aldrei gera fyrir hlutverk? Ég mundi aldrei láta tattó- vera mig. Ég hef engin tattú á líkamanum og langar ekki í. Hefurðu þörf fyrir að láta horfa á þig? Já, örugglegan á einhvern sjúklegan hátt. Annars væri maður ekki í þessu. Hvort finnst þér auðveldara að hlæja eða gráta? Það er jafn erfitt. Seturðu þig mikið í hlutverk í dag- legu lífi? Já, eru ekki allir að leika? Ég leik allavega hlutverkið Óli Steinn. Leik til dæmis aldrei lögguna. Ólafur Steinn Ingunnarson, 27 ára: Leik hlutverkið Óli Steinn Af hverju viltu verða leikari? Ég var búin að fara í sálfræði í Háskólanum og fann að það var miklu meiri sál- fræði í því að leika en nokkurn tím- ann því sem ég var að læra uppi í Háskóla. Mannlegt eðli hefur alltaf hrifið mig, að stúdera það hvernig við virkum. Fyrir utan það hvað mér finnst leikhúsið skemmtilegt. Áttu þér draumahlutverk? Ég gæti alveg séð fyrir mér þegar ég er orðin svolítið eldri og reyndari að leika lafði Makbeð. Ég held það krefjist þess að maður kafi djúpt ofan í sjálfan sig og sæki eitthvað sem maður gerir ekki á hverjum degi. Myndirðu koma nakin fram? Ég hef komið nakin fram í mynd en ég yrði að setja hlutina í samhengi til að gera upp við mig hvort ég mundi gera það aftur. Ef ekki leiklist, hvað þá? Þar kæmi margt til greina. Ég hef fundið löngun til að læra læknisfræði, arkitektúr, óhefðbundnar lækningar og ýmislegt fleira höfðar til mín; ferðalög, hreyfing, hestamennska og allt sem snýr að sköpun. Áttu þér fyrirmynd í leiklistinni? Mér finnst Edda Heiðrún Backman standa upp úr og hef verið aðdáandi hennar lengi. Hvað mundirðu aldrei gera fyrir hlutverk? Alveg örugglega eitthvað en ég yrði að taka á því þegar þar að kæmi. Hefurðu þörf fyrir að láta horfa á þig? Er það ekki frekar ljóst? Ég hef örugglega þörf fyrir að sýna fólki og miðla með leiklistinni. Utan þess glápi ég bara í spegil. Þannig er sennilega hégómleiki leikara. Hvort finnst þér auðveldara að hlæja eða gráta? Það fer mikið eftir dagsformi hvað manni finnst auðvelt hverju sinni, en kannski tregastrengurinn liggi ofar en hinn hjá mér. Maður er dálítið meyr. Seturðu þig mikið í hlutverk í dag- legu lífi? Nei, ekki út hófi fram, en manneskjan er alltaf í þeim aðstæð- um að þurfa að setja sig í stellingar. Sara Dögg Ásgeirsdóttir, 29 ára: Hrífandi mannlegt eðli Af hverju viltu verða leikari? Af því ég nenni ekki að vinna venjulega vinnu. Og finn þörf hjá mér fyrir að gera eitthvað skapandi. Áttu þér draumahlutverk? Já, Jónatan í Kardimommubænum. Ég sá hann í leikhúsinu lítill og þetta er eina hlut- verkið sem mig dreymir um að leika. Jónatan var heimskastur ræningjanna og maður finnur til samúðar með slík- um. Svo langar mig að leika Lilla klifurmús af því að Örn Árnason lék hann. Ég er sjálfur stór maður og fannst frábært að sjá svo stóran mann geta leikið Lilla klifurmús. Myndirðu koma nakinn fram? Já, ég hef gert það, og mundi gera það aftur ef það hefði listrænt gildi. Ég kom fram allsnakinn í Með fullri reisn í Tjarnarbíói og fannst það alltaf jafn óþægilegt þótt aðeins í sekúndubrot sæist í það allra heilaga. Slíkt venst ekki beint. Ef ekki leiklist hvað þá? Þá væri ég í tónlistinni. Ég er alltaf að spila hér og þar. Ég leik á gítar og píanó og er sjálf- menntaður í þeim efnum. Er í dúettn- um Acustic en við þeysumst um pöbba bæjarins um helgar. Áttu þér fyrirmynd í leiklistinni? Hilmir Snær Guðnason er goðið mitt. Hann er sætur og svo er hann ótrú- lega fær og kann sitt fag, sem er að- dáunarvert. Ég á líka fyrirmynd í kvik- myndinni The English Patient, sem er listaverk. Alltaf þegar ég nálgast list- ræna vinnu hugsa ég til þeirra myndar sem heilstæðs, góðs listaverk. Hvað mundirðu aldrei gera fyrir hlutverk? Ég mundi aldrei gera neitt við líkama minn sem mundi skilja eftir varanleg ummerki, eins og til dæmis ör eða húðflúr. Hefurðu þörf fyrir að láta horfa á þig? Já, ég hef þörf fyrir að láta horfa á mig þegar ég er að gera eitthvað sem krefst þess að fólk horfi á það. Mér þætti eflaust líka gaman ef fólk horfði á mig út af engu, en hef ekki kynnst því. Hvort finnst þér auðveldara að hlæja eða gráta? Það er auðveldara að hlæja, en það er skemmtilegra að gráta. Það er strembnara og ef maður nær því er uppskeran fyrir erfiðið stærri. Seturðu þig mikið í hlutverk í dag- legu lífi? Já, ég held að allir hagi sér þannig. Við eigum öll okkar mörgu andlit. En stundum er ég bölvað fífl og læt eins og fáviti. Svo sé ég alltaf eftir því. Ég á mér það til málsbóta. Jóhannes Haukur Jóhannesson, 25 ára: Skemmtilegra að gráta Af hverju viltu verða leikari? Þetta er æskudraumur. Mér var ýtt nauðug- um viljugum út í leiklistina þegar ég var níu ára og þegar ég var búinn að berjast á hæl og hnakka ákvað ég að prófa og hef verið veikur síðan. Áttu þér draumahlutverk? Drauma- hlutverkið er alltaf það sem maður er að vinna að hverju sinni. Drauma- vinnan væri þó að vinna við kvik- myndir því þær þykja mér óendan- lega spennandi. Myndirðu koma nakinn fram? Já ef hlutverkið krefðist þess. Áttu þér fyrirmynd í leiklistinni? Ég á enga sérstaka en mér finnst frábært að sjá Íslendinga ná árangri hér sem erlendis. Það er ótrúlega hvetjandi og velgengni landa minna er mesti drif- krafturinn. Ef ekki leiklist, hvað þá? Ég veit það ekki. Ég reyndi í tvö, þrjú ár að gera eitthvað annað en kom alltaf aftur í leiklistina. Hvað myndirðu aldrei gera fyrir hlutverk? Það er náttúrlega hægt að leggja ýmislegt á sjálfan sig en þegar það fer að hafa áhrif á annað fólk þá þyrfti ég að hugsa minn gang. Sú staða hefur þó ekki enn komið upp að ég vilji ekki gera eitthvað fyrir hlut- verk. Ég trúi því að ég geti allt. (hlær) Hefurðu þörf fyrir að láta horfa á þig? Já, ég held að allir sem ákveða að standa á sviði njóti þess. Ég er þó ekki með brjálaða sýniþörf en mér finnst ótrúlegt að geta haft það fyrir atvinnu að standa uppi á sviði og hafa áhrif á fólk. Það er magnað. Hvort finnst þér auðveldara að hlæja eða gráta? Það er ekkert auð- velt að gráta í alvörunni. Þá er nauð- synlegt að vera búinn að koma því þannig fyrir ásamt samleikurunum að það gerist akkúrat þarna í senunni og það er erfitt. Seturðu þig mikið í hlutverk í dag- legu lífi? Nei, ég held að ég sé frekar jarðbundinn. Mér er alltaf að takast það betur og betur að vera ég. Þess vegna hefur maður líka sviðið til þess að leika hlutverkið. Ég held ég sé laus við að leika einhvern karakter í daglegu lífi. Orri Huginn Ágústsson, 24 ára. Veikur fyrir leiklist Af hverju viltu verða leikari? Vegna þess að mér finnst leiklistin vera svo hressandi. Áttu þér draumahlutverk? Já það er geimveran B2. Ef ekki leiklist, hvað þá? Þá hefði ég gerst bóndi. Mig langaði alltaf að verða bóndi. Áttu þér fyrirmynd í leiklistinni? Já margar. Bara allar frábærar leikkonur á Íslandi. Myndirðu koma nakin fram? Já, ég myndi gera það. Hvað myndirðu aldrei gera fyrir hlutverk? Ég myndi gera allt fyrir hlutverk. Hefurðu þörf fyrir að láta horfa á þig? Já. Á ég ekki annars að vera hreinskilin? (hlær) Hvort finnst þér auðveldara að hlæja eða gráta í hlutverki? Mér finnst það bara bæði mjög létt. Seturðu þig mikið í hlutverk í daglegu lífi? Já, ætli ég geri það ekki ómeðvitað. Ég reyni samt alltaf að vera heiðarleg en maður setur sig sennilega meira í hlutverk en maður heldur. Ég hef það markmið að vera heiðarleg í lífinu. Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, 24 ára. Geimveran B2 Af hverju viltu verða leikari? Þegar ég var fimm ára langaði mig að verða lögga, slökkvi- liðsmaður, læknir, kokkur eða dýralæknir. Mér fannst svo kjörið að gerast leikari og geta þá verið þetta allt. Svo sýktist ég af leik- arabakteríunni. Áttu þér draumahlut- verk? Mér finnst hvert hlutverk vera drauma- hlutverk. Í hvert skipti sem ég fer með hlut- verk þá sökkvi ég mér svo mikið í það að það verður að draumahlutverki. Það væri þó gaman að leika Kasper í Kar- dimommubænum. Eða Hamlet. Myndirðu koma nakinn fram? Það fer allt eftir aðstæðum. Ég myndi ekki gera það nema það þjónaði ein- hverjum tilgangi og væri gert á smekklegan hátt. Ég hef reyndar gert það. Það fer samt ekkert jafn mikið í taugarnar á mér og tilgangslaus nekt. Ef ekki leiklist, hvað þá? Ég taldi þetta bestu aðferðina til að vinna með þessum sjúkdómi sem leiklist- arbakterían er. Það komst ekkert annað að. Ég hefði svosem alveg fíl- að að vera kokkur eða geðveikt ríkur. En ég valdi það sem ég hef áhuga á og gerir mig hamingjusaman. Áttu þér fyrirmynd í leiklistinni? Ég vil ekki nefna nein nöfn en maður sér nú oft leikara erlenda sem inn- lenda og heillast af þeim. Ég hef verið heppinn að vinna með frábærum innlendum listamönnum. Það er frábært að fylgjast með leikurum vinna vinn- una sína af natni og ást. Hvað myndirðu aldrei gera fyrir hlutverk? Ég myndi aldrei skaða sjálfan mig eða aðra fyrir hlutverk. Ég hef mjög skýr siðferðisleg mörk. Hefurðu þörf fyrir að láta horfa á þig? Ég er svolítið feim- inn að eðlisfari og finnst þess vegna gott að vera í hlutverki. Já, mér finnst það fínt held ég bara, annars væri ég ekki í þessum bransa. Hvort finnst þér auðveldara að hlæja eða gráta? Það er náttúrulega ekkert mál að hlæja bara. En kúnstin er að gera það frá hjartanu og þannig að hluturinn verði sannur. Maður er stöðugt að læra að opna nýjar hurðir inn í sálartetrið. Seturðu þig mikið í hlutverk í dag- legu lífi? Ég held að maður sé alltaf í einhverju hlutverki og allir gera það þó að þeir fatti það ekki. Til dæmis heimahlutverkið, vinahlutverkið, vinnuhlutverkið. Það er bara mann- legt fyrirbæri að vera í hlutverki. En mér finnst þó ekkert eins gott og að vera bara í Góahlutverkinu. Guðjón Davíð Karlsson, 24 ára. Vildi geta verið allt Af hverju viltu verða leikari? Bara einhver ævintýragirni í mér. Áttu þér draumahlut- verk? Nei, í rauninni ekki. Myndirðu koma nakin fram? Nei, það myndi ég ekki gera. Ef ekki leiklist, hvað þá? Það er svo margt til í heiminum. Ég gæti hugsað mér að gera þúsund hluti. Hvað myndirðu aldrei gera fyrir hlutverk? Það er nú örugglega mjög margt. Ég myndi til dæmis aldrei meiða mig eða aðra. Ætli það sé ekki aðallega það. Áttu þér fyrirmynd í leiklistinni? Halldóra Geirharðs er uppá- haldsleikkonan mín. Hefurðu þörf fyrir að láta horfa á þig? Ja, það fer eftir því hvað þú átt við. Mér finnst það stundum gott en ég er ekki „exhibition- isti“. Hvort finnst þér auð- veldara að hlæja eða gráta? Mér finnst mun auðveldara að hlæja. Seturðu þig mikið í hlutverk í dag- legu lífi? Nei, ég held ég geri það mjög lítið. Oddný Helgadóttir, 23 ára. Ævintýragirni Ekki náðist í Atla Þór Albertsson

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.