Fréttablaðið - 26.03.2005, Síða 27

Fréttablaðið - 26.03.2005, Síða 27
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar H i m i n n o g h a f - 9 0 4 0 3 7 9 agstæð sumarhúsalán Ertu að byggja, kaupa eða breyta sumarbústað? Þú getur auðveldlega samið um hagstætt sumar- húsalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Lánið getur numið allt að 60% af verðmæti eignar. Til framkvæmda er lánað allt að 75% af byggingar- kostnaði. Ráðgjafar Frjálsa fjárfestingarbankans veita allar nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is. www.frjalsi.is 5 ár 18.850 19.100 19.560 19.800 10 ár 10.580 10.850 11.350 11.610 15 ár 7.880 8.170 8.710 8.990 * Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta Vextir % 4,95% 5,50% 6,50% 7,00% Dæmi um mán. greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* 60%veðsetningarhlutfall Góðan dag! Í dag er laugardagur 26. mars, 85. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 7.07 13.33 20.02 AKUREYRI 6.50 13.18 19.48 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmað- ur, betur þekktur sem Óli Palli á Rás 2, lumar á mótorhjóli í bílskúrnum sem hann er ekki alveg nógu duglegur að nota. „Ég átti fullt af skellinöðrum þegar ég var yngri, eða á aldrinum fjórtán til sextán ára. Þetta er hins vegar fyrsta alvöru mótor- hjólið mitt. Það heitir Suzuki Intruder og er orðið gamalt, 1986 módelið. Þetta er rosa- lega flott hjól og mjög svipað nýjustu hjól- unum af sömu gerð. Þannig að þetta er mjög vel heppnað módel.“ Óli Palli hefur í nógu að snúast þessa dagana þar sem hann stendur í húsbygging- um. „Ég hef eiginlega ekkert hjólað síðan síðasta sumar og er með smá samviskubit. Á meðan margir hjólamenn kíkja út í rúnt þá er ég inni í smíðaskapi. Ég er ekki í neinum félagsskap eins og Sniglunum en ég á nokkra vini og kunningja sem eiga hjól. Ég næ lítið að hjóla með þeim en það stendur allt til bóta.“ „Mér þykir vænt um hjólið mitt en ég er ekki alltaf að pússa það,“ segir Óli Palli aðspurður um hvort hjólið sé honum eitt og allt. „Ég lít fyrst og fremst á þetta sem skemmtilegt farartæki.“ Nú er bara spurning hvort Óli Palli þurfi ekki að safna hári til að vindurinn leiki almennilega um það á hjólinu. „Já, það er frekar stutt núna en ég náði að láta það flaksa vel fyrir nokkrum árum. Það er aldrei að vita nema ég safni aftur hári einhvern tímann í framtíðinni.“ lilja@frettabladid.is Skemmtilegt farartæki bilar@frettabladid.is Sendlabílar endurnýjaðir At- vinnubíladeild B&L mun sjá um endurnýjun og sölu á öllum sölu- og sendlabílum Ölgerðar Egils Skallagrímssonar og Danól næstu fjögur árin samkvæmt nýj- um samningi sem fyrirtækin undir- rituðu nýlega. Þetta er um- fangsmesti lang- tímasamningur- inn sem undirritaður hefur ver- ið á þessu sviði bílaviðskipta. Mini-skutbíll Það muna sjálf- sagt margir eldri borgarar eftir langbaksútgáfu gamla Mini- bílsins sem nefndist Mini Clu- bman Estate. Nú er á teikniborðinu ný skutbíls- útgáfa hins nýja Mini, sam- kvæmt frétt á vef FÍB, en ekki er vitað hvort hann muni fá hið gamla og virðulega nafn, Clubman Estate. Það á eftir að koma í ljós. Bíllinn mun koma á markað innan tveggja ára. Bylting í vörudreifingu Stórir flutningavagnar með nýja gerð af öxli eru að valda byltingu í vörudreifingu, þar sem þeir henta þrátt fyrir stærð- ina afar vel til vöru- dreifingar í þéttbýli. Öxullinn gerir að verkum að beygju- radíusinn á stærstu gerð af aftanívagni verður svipaður og hjá stórum fólksbíl. B&L atvinnubílar afhentu nýlega Ölgerð Egils Skallagrímssonar einn af fyrstu vögnunum af þessari nýju gerð sem fluttir hafa verið til landsins. Bang&Olufsen í Audi Danska rafeindafyrirtækið Bang & Oluf- sen, eða B&O hefur hannað og þróað hljómkerfi fyrir hinn nýja Audi A8 og verður fáanlegt snemma næsta árs. Hljómkerfið er sérstak- lega hannað fyrir A8 bíl- inn og það lagar sig að ökuhraða, vindgnauði og dekkja- hvini. Hjarta kerfisins er rúmlega 1000 watta magnari sem sendir hljómlist eða talað mál út í 14 hátalara sem hver um sig er knúinn sérstökum magnara. LIGGUR Í LOFTINU í bílum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Ég missti hand- klæðið í baðkerið og nú er ég búinn að þurrka mig miklu blautari en ég var þegar ég kom upp úr! Ford Mondeo reynsluekinn BLS. 2 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Toyota mest inn- flutti nýi bíllinn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Í janúar og febrúar á þessu ári voru fluttir inn 2.405 nýir bílar. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins voru 2.405 nýir fólks- bílar fluttir inn til landsins, samkvæmt tölum frá Um- ferðarstofu. Mest var flutt inn af Toyota bifreiðum, eða 660, en næstmest af Ford bifreiðum, voru þær 226 talsins, þriðja sætið tekur Hyundai með 159 bifreiðar. Á sama tíma í fyrra voru fluttir inn 1.472 nýir fólks- bílar og er því aukningin frá þeim tíma 63,4%. Þar átti Toyota einnig langflesta bílana, eða 386, sem var 26,2% af innfluttum bílum á þeim tíma. Af notuðum fólksbílum voru 644 fluttir inn til landsins í janúar og febrúar á þessu ári og var mest flutt inn af Chrysler bifreiðum, eða 119 bifreiðar, og Ford bifreiðum, eða 91 bifreið. En saman eru Chrysler og Ford með tæp 40% af inn- fluttum notuðum fólks- bílum í janúar og febrúar en þriðji mest innflutti not- aði bíllinn var Mercedes Benz með 55 bifreiðar. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.