Fréttablaðið - 26.03.2005, Qupperneq 42
HANDBOLTI Íslenska landsliðið í
handknattleik lék á alls oddi í sín-
um fyrsta heimaleik undir stjórn
Viggós Sigurðssonar þegar það
mætti Pólverjum í vináttulands-
leik í gær. Fyrstu mínútur leiksins
lofuðu ekkert sérstaklega góðu en
svo datt íslenska liðið í gírinn svo
um munaði. Það skildi Pólverja
fljótlega eftir í rykinu og leit
aldrei til baka.
Íslenska liðið leiddi í hálfleik
með sex mörkum, 20-14, og pólska
liðið komst aldrei nálægt því ís-
lenska í síðari hálfleik. Sigurinn
var mun öruggari en búast mátti
við í fyrstu en Pólverjar munu
eflaust bíta betur frá sér í dag.
Liðsheild íslenska liðsins var
frábær en tveir menn stóðu engu
að síður upp úr. Þeir heita Einar
Hólmgeirsson og Birkir Ívar Guð-
mundsson. Einar skoraði 12 stór-
kostleg mörk úr 16 skottilraunum
og Birkir Ívar varði hátt í 30 skot,
mörg hver úr dauðafærum. Marg-
ir biðu spenntir eftir að sjá
Jaliesky Garcia Padron en hann
sneri aftur eftir hasarinn fyrir
HM og hann sýndi að liðið getur
vel notað hann í vörninni þótt
skotnýtingin sé sjaldnast góð en
hann klúðraði fjórum fyrstu skot-
um sínum að þessu sinni.
Hinn umdeildi framliggjandi
varnarleikur liðsins lofaði ekki
góðu framan af en hann small
saman fljótlega í fyrri hálfleik og
varnarleikurinn sem liðið spilaði í
þessum leik var sá besti undir
stjórn Viggós Sigurðssonar.
Mótherjinn skoraði engu að síður
yfir 30 mörk en það breytti engu
að þessu sinni.
Það var boðið upp á flugelda-
sýningu í sókninni þar sem Einar
Hólmgeirsson skaut upp tívolí-
bombunum en hann sá til þess að
enginn saknaði Ólafs Stefánsson-
ar í gær.
„Ég vil nú ekki meina að ég sé í
neitt sérstöku formi enda er ég
alveg búinn á því,“ sagði Einar
hógvær í leikslok. „Ég hef lítið
æft síðustu vikur vegna meiðsla
og það er flott að koma heim og
spila sig í form. Ég sætti mig al-
veg við þessi tólf mörk í dag,“
sagði Einar og hló.
Það var einnig gaman að fylgj-
ast með Snorra Steini Guðjóns-
syni í leiknum en hann minnti
rækilega á sig eftir að hafa komið
inn úr kuldanum og Alexander
Peterson var einnig drjúgur.
henry@frettabladid.is
Felix Magath, þjálfari BayernMünchen, segir sitt lið vera betra
en Chelsea. Bayern og Chelsea
mætast í 8 liða úr-
slitum Meistara-
deildarinnar í byrjun
apríl og segist Mag-
ath fullviss um að
sitt lið fari áfram.
„Ég held að Chelsea
sé í lakara formi nú
en fyrir þremur
mánuðum og leikjaálagið er farið að
segja til sín. Þetta er góður tími til
að mæta þeim,“ segir Magath.
Ralf Schumacher segist alls ekkisjá eftir því að hafa skipt úr Willi-
ams yfir í Toyota fyrir nýhafið
keppnistímabil í Formúlu 1. Hann
telur að Toyota-liðið
muni berjast um tit-
il bílasmiða í ár. „Ég
held að enginn hafi
búist við þeim ár-
angri sem við höf-
um náð á fyrstu
tveimur mótum árs-
ins. Við höfum góð-
an grunn sem við byggjum á og ég
held að við munum hafna ofarlega í
mörgum mótum í ár.“
Xavi, miðjumaður hjá Barcelona,vill ólmur að Shaun Wright-
Phillips verði keyptur til félagsins
fyrir næstu leiktíð. Xavi kveðst mjög
hrifinn af Wright-Phillips og vill að
Barcelona yfirbjóði Arsenal, Chelsea
og Liverpool, sem öll eru talinn hafa
mikinn áhuga á vængmanninum.
„Hann er stórkostlegur leikmaður og
myndi njóta mikillar velgengni hjá
Barca,“ segir Xavi.
LA Lakers tapaði í fyrrinótt sjö-unda leik sínum í röð í NBA-
deildinni í körfu-
bolta. Í þetta sinn
steinlá liðið fyrir
Denver, 117-96, og
er nú orðið tvísýnt
hvort liðið nái inn í
úrslitakeppnina. Yrði
það í fyrsta sinn í
11 ár sem það ger-
ist. „Við erum að reyna að snúa
blaðinu við. Liðin sem við höfum
verið að mæta hafa einfaldlega spil-
að betur en við,“ sagði einstaklega
spakur Kobe Bryant eftir leikinn.
ÚR SPORTINU
30 26. mars 2005 LAUGARDAGUR
> Við fordæmum ...
... stuðningsmenn körfuboltaliðs Keflavíkur
sem hafa nú, annað árið í röð, hafist
handa við að koma andstæð-
ingum Keflavíkur í úrslita-
keppninni úr jafnvægi með
lúalegri framkomu. Nokkrir
vel valdir leikmenn ÍR hafa
vaknað við símhringingar og
SMS-skilaboð undanfarnar
nætur frá stuðningsmönnum
Keflavíkur þar sem þeim er
hreinlega hótað öllu illu.
sport@frettabladid.is
> Við hvetjum ...
... landsmenn til þess að fjölmenna á
landsleikina í Höllinni
enda ekki oft sem slík
handboltaveisla er í boði
hér á landi. Mætingin í gær
var ágæt en stemningin
afleit. Til að mynda heyrðist
hin fróma setning „Áfram
Ísland“ mjög sjaldan og af
fáum einstaklingum.
Aðal leikir dagsins
Handbolta- og körfuboltaveislur
Það er nóg um að vera á innlendum
vettvangi á morgun. Úrslitakeppni
Intersportdeildarinnar heldur áfram
með leikjum í Keflavík og í
Stykkishólmi og þá verða ungmenna-
og A-landslið karla í handbolta í
eldlínunni í Laugardalshöll.
60
SEKÚNDUR
Af hverju box? Af hverju ekki?
Mike Tyson eða Lennox Lewis?
Tyson.
Ómar eða Bubbi? Bubbi, hann
er meiri töffari.
Bjór eða rauðvín? Bjór.
Impreza eða Golf? Golf.
Impreza er algjört drasl. Ég myndi
ekki láta sjá mig dauðan í
Imprezu.
Er glasið hálffullt eða hálftómt?
Það er hálftómt.
Ice T eða Ice Cube? DMX, hann er
svalastur.
Ljósabekkur eða brúnkukrem?
Sitt lítið af hvoru.
Hvað myndirðu endast lengi
gegn Tyson? Veit það ekki en það
yrði samt væntanlega undir
mínútu.
Hvern viltu helst berjast við?
Erfitt að segja því þeir myndu allir
berja mig. En það væri heiður að
standa í hringnum með Roy Jones
Jr.
Rocky Balboa er... nagli.
Njarðvík er... íslenska útgáfan af
Harlem.
Keflavík er... töffarastaður.
MEÐ SKÚLA
TYSON
FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK
GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI!
Sólbakka 8
310 Borgarnesi
Miðási 23
700 Egilsstöðum
Víkurbraut 4
780 Höfn
Gagnheiði 13
800 Selfossi
Njarðarnesi 1
603 Akureyri
Skeifunni 3c
108 Reykjavík
Viðarhöfða 6
110 Reykjavík
Melabraut 24
220 Hafnarfirði
Iðavöllum 8
230 Keflavík
Flugumýri 16
270 Mosfellsbæ
Smiðjuvegur 6
200 Kópavogi
LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI
LEIKIR GÆRDAGSINS
Undankeppni HM í hand-
bolta U-21
ÍSLAND–HOLLAND 33–27
Mörk Íslands: Ásgeir Örn Hallgrímsson 10 (13
skot), Arnór Atlason 8/4 (14/6), Andri Stefan 4
(4), Ragnar Hjaltested 4 (7), Ernir Hrafn Arnarson
3 (4), Einar Ingi Hrafnsson 1 (3), Kári
Kristjánsson 1 (2), Árni Þór Sigtryggsson 1 (5/1),
Árni Björn Þórarinsson 1 (2), Daníel Berg
Grétarsson 0 (2/1).
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13/2 (af
28/2, 46%), Pálmar Pétursson 9 (af 21, 43%).
Hraðaupphlaupsmörk (3): Ásgeir Örn 1, Andri 1,
Ragnar 1.
Fiskuð víti (8): Andri 3, Arnór 2, Kári, Daníel
Berg, Árni Björn.
Stoðsendingar (20): Arnór 7, Andri 5, Ásgeir Örn
3, Ernir, Ívar Grétarsson, Árni Þór. Magnús
Stefánsson, Ragnar.
Úkraína vann Austurríki í hinum leik undan-
riðilsins 30–27 eftir að hafa verið 13–16 undir í
hálfleik.
Vináttuleikur í handbolta
ÍSLAND–PÓLLAND 38–33
Mörk Íslands: Einar Hólmgeirsson 12 (16 skot),
Alexander Peterson 5 (7), Guðjón Valur
Sigurðsson 5/3 (8/4), Jaliesky Gracia 5 (10),
Snorri Steinn Guðjónsson 4 (5), Vignir
Svavarsson 2 (2), Róbert Gunnarsson 2/1 (4/2),
Dagur Sigurðsson 1 (1), Þórir Ólafsson 1 (1),
Baldvin Þorsteinsson 1 (1), Ingimundur
Ingimundarson 0 (1), Markús Máni Michaelsson
0 (1).
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 28/2 (af
60/6, 47%), Hreiðar Guðmundsson 1/1 (af 2/2,
50%).
Hraðaupphlaupsmörk (9): Peterson 2, Dagur,
Þórir, Guðjón Valur, Garcia, Baldvin, Vignir, Einar.
Fiskuð víti (6): Guðjón Valur 2, Snorri Steinn 2,
Garcia, Róbert.
Stoðsendingar (23): Guðjón Valur 5, Peterson 5,
Dagur 4, Snorri Steinn 3, Þórir 2, Garcia 2,
Ingimundur, Einar.
Mörk Póllands: Piotr Obrusiewicz 12/5, Karol
Bielecki 6, Daniel Urbanowicz 5, Bartosz Jurecki
4, Wojciech Zydron 4, Piotr Grabarczyk 1, Patryk
Kuchczynski 1.
Varin skot Póllands: Slawomir Szmal 8/1, Artur
Banisz 4.
Undankeppni HM í
fótbolta U-21
KRÓATÍA–ÍSLAND 2–1
0–1 Ingvi Hrafn Guðmundsson (43.), 1–1 Neven
Vukman (45.), 2–1 Mladen Bartulovic (80.).
Einar og Birkir Ívar sáu
um að afgreiða Pólverja
Einar Hólmgeirsson og Birkir Ívar Guðmundsson fóru á kostum þegar Ís-
land vann sannfærandi sigur á Póllandi, 38-33, í Laugardalshöll í gær. Þetta
var fyrsta viðureign þjóðanna af þremur.
ÓSTÖÐVANDI Pólverjar réðu ekkert við stórskyttuna Einar Hólmgeirsson, sem fór á
kostum í Laugardalshöllinni í gær. Hann skorar hér eitt af tólf mörkum sínum í leiknum.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR