Fréttablaðið - 26.03.2005, Page 44
32 26. mars 2005 LAUGARDAGUR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
23 24 25 26 27 28 29
Laugardagur
MARS
■ ■ LEIKIR
13.00 Keflavík og ÍR mætast í
Keflavík í úrslitakeppni Intersport-
deildarinnar í körfubolta.
13.00 Snæfell og Fjölnir mætast á
Stykkishólmi í úrslitakeppni Inter-
sportdeildarinnar í körfubolta.
14.00 ísland og Úkraína mætast í
Laugardalshöll í undankeppni HM
21 árs og yngri í handbolta.
16.00 ísland og Pólland mætast í
Laugardalshöll í vináttuleik í hand-
bolta.
17.00 Króatía og Íslands mætast í
Króatíu í undankeppni HM í fótbolta.
■ ■ SJÓNVARP
11.20 Inside the PGA Tour 2005 á
Sýn.
11.50 US PGA 2005 á Sýn.
13.50 Intersportdeildin á Sýn.
Bein útsending frá viðureign Kefla-
víkur og ÍR í úrslitakeppninni.
13.50 HM U-21 í handbolta á
RÚV. Bein útsending frá leik ung-
mennalandsliða Íslands og Úkraínu.
14.30 Undankeppni HM á Sýn.
Farið yfir stöðu mála í riðlunum.
14.50 HM 2006 á Sýn. Bein út-
sending frá leik Englands og N-
Írlands í 6. riðli undankeppni HM.
16.00 Landsleikur í handbolta á
RÚV. Bein útsending frá vináttuleik
Íslands og Póllands í handbolta.
16.50 HM 2006 á Sýn. Bein út-
sending frá leik Króatíu og Íslands í
8. riðli undankeppni HM.
19.00 US PGA Players Champion-
ship á Sýn. Bein útsending frá
Flórída þar sem mótið fer fram.
23.00 HM 2006 á Sýn. Útsending
frá leik Króatíu og Íslands.
00.40 Intersportdeildin á Sýn.
Útsending frá viðureign Keflavíkur
og ÍR.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
24 25 26 27 28 29 30
Sunnudagur
MARS
■ ■ LEIKIR
14.00 ísland og Úkraína mætast í
Laugardalshöll í undankeppni HM
21 árs og yngri í handbolta.
16.00 ísland og Pólland mætast í
Laugardalshöll í vináttuleik í hand-
bolta.
■ ■ SJÓNVARP
10.15 US PGA Players
Championship á Sýn.
13.15 Eiður Smári – 200 leikir á
Sýn. ítarlegt viðtal við Eið Smára
Guðjohnsen, sem nú hefur leikið
200 leiki fyrir Chelsea.
13.45 HM 2006 á Sýn. Útsending
frá leik Englands og N-Írlands frá
því deginum áður.
13.55 HM U-21 í handbolta á
RÚV. Bein útsending frá leik
ungmennalandsliða Íslands og
Úkraínu.
15.25 HM 2006 á Sýn. Útsending
frá leik Króatíu og Íslands frá því
deginum áður.
15.30 Landskeppni í karate á
RÚV. Sýnt frá landskeppni Íslendinga
og Norðmanna frá því í janúar
16.00 Landsleikur í handbolta á
RÚV. Bein útsending frá vináttuleik
Íslands og Póllands í handbolta.
17.05 Bandaríska mótaröðin í
golfi á Sýn.
18.00 NBA-deildin á Sýn. Bein
útsending frá viðureign San Antonio
og Houston.
20.30 US PGA Players Champion-
ship á Sýn. Bein útsending frá
Flórída þar sem mótið fer fram.
Ekki sannfærandi byrjun hjá íslenska U-21 árs liðinu:
Lofum að spila betur næst
HANDBOLTI Það var lítill glæsibrag-
ur á leik íslenska U-21 árs liðsins
gegn Hollendingum í Laugardals-
höllinni í gær. Á venjulegum degi
ætti íslenska liðið að sigra það
hollenska með 10-15 mörkum en
það varð að sætta sig við sex
marka sigur í gær, 33-27, eftir að
hafa leitt með sjö mörkum í
hálfleik, 19–12.
Varnarleikur íslenska liðsins
var átakanlega lélegur á köflum
og sumir leikmenn virtust
einfaldlega ekki tilbúnir í slaginn.
Voru ragir, stressaðir og litu út
fyrir að hafa ekki spilað hand-
bolta í háa herrans tíð.
Markvarslan var ágæt en
köflótt eins og varnarleikurinn.
Leikmenn gerðu sig einnig seka
um kæruleysi og það nýtti hol-
lenska liðið sér til fullnustu en
þeir minnkuðu muninn í þrjú
mörk, 29–26, skömmu fyrir
leikslok. Þá tók Ásgeir Örn leikinn
í sínar hendur og kláraði dæmið
fyrir íslenska liðið.
„Við eigum að pakka þessu liði
saman en þetta var okkar fyrsti
leikur í langan tíma og menn voru
aðeins stressaðir og þurftu tíma
til þess að pússa sig saman,“ sagði
fyrirliði íslenska liðsins, Ásgeir
Örn Hallgrímsson, en hann var í
sérklassa á vellinum og íslenska
liðið var slakt þegar hann hvíldi.
„Nú erum við búnir að hrista af
okkur skrekkinn og við lofum að
spila betur á morgun,“ sagði
Ásgeir Örn. henry@frettabladid.is
ARNÓR ATLASON Spilaði ágætlega gegn Hollendingum í gær og skoraði átta mörk.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR