Fréttablaðið - 26.03.2005, Qupperneq 57
■ KVIKMYNDAHÁTÍÐ ■ TÓNLIST
Að mínu mati voru vinsældir 50
Cent eftir frumraun hans frekar
ýktar. Jú jú, hann er sæmilegasti
rappari, en ekki mikið meira en
það. Það virðist enn loða við
hiphop í dag að rapparar séu
dæmdir eftir því hversu synd-
samleg fortíð þeirra er frekar en
gæðum. Og ef þú hefur verið svo
heppinn að hafa verið skotinn níu
sinnum og lifað það af, ertu kóng-
urinn. Það skemmdi heldur ekki
fyrir að 50 Cent var undir vernd-
arvæng Eminem og Dr. Dre. Skot-
held formúla, það hefði nánast
ekki skipt neinu máli hvernig
platan hljómaði.
Markaðsöfl 50 Cent eru nægi-
lega skynsöm til þess að vita að
það sé best að gefa út aðra plötu
sem fyrst. Og nú er The Massacre
komin í búðir. Nú er ekki haldið
jafn fast í höndina á honum og á
frumrauninni, og 50 Cent gengur
uppréttari en áður.
Ég held að það sé öruggt að
þeir sem kunnu að meta fyrri
plötuna eigi eftir að hafa gaman
að þessari. Hljómur þeirra og
yfirbragð er nánast eins. Það er
vel passað upp á að grúfin séu
grípandi, og 50 Cent virðist hafa
gott lag á því að semja smitandi
öngla sem festast vel í kinn. Ég
held að það sé öruggt mál að 50
Cent nái að festa vinsældir sínar í
sessi með þessari plötu. Hér er
nægilega mikið af slögurum til
þess og óhætt að fullyrða að 50
Cent spili „leikinn“ eftir bókinni
og taki litlar sem engar áhættur.
En hvað mig varðar þá hef ég
ekki mjög gaman að þessu. Ég næ
alveg stundum að koma mér inn í
lögin, en þá heyri ég textann og
fæ bara alveg æluna upp í háls.
Svo virðist flest allt sem kemur úr
smiðju Eminem og Dr. Dre þessa
dagana hljóma nákvæmlega eins.
Það er komin of mikil mjaltar-
konulykt af þessum bítum. Það er
a.m.k. verið að mjólka eitthvað.
Ég get svo sem alveg dillað
mér við þessa tónlist á góðum
klúbbi á laugardagsmorgni, en
oftast nýtir maður tækifærið bara
til þess að fara á barinn eða á kló-
settið. Iss, piss og pelamál. Skrítið
að svona ungur listamaður sé
byrjaður að hljóma svona gamall?
Birgir Örn Steinarsson
Það sama og síðast
50 CENT:
THE MASSACRE
NIÐURSTAÐA: 50 Cent gefur aðdáendum
sínum það sem þeir vilja á fylgifiski hinnar
geysivinsælu Get Rich or Die Tryin. Þetta er
nánast sama kaffið, Nesquick með allt of mikl-
um sykri. Aðdáendur verða sáttir, hinir halda
áfram að hrista hausinn.
[ TÓNLIST ]
UMFJÖLLUN
Það eru enn að bætast við áhuga-
verðar myndir á Kvikmyndahátíð
Íslands, IIFF 2005, sem hefst í
byrjun apríl. Dagskrá hátíðarinn-
ar er fyrir löngu orðin svo þétt að
það leikur enginn vafi á því að
hún er ein glæsilegasta kvik-
myndahátíð sem blásið hefur ver-
ið til á Íslandi árum saman.
Nú er ljóst að myndirnar Hotel
Rwanda, Bomb the System, Dark-
ness, Omagh og What the Bleep
Do We Know bætast við þessa
glæsilegu dagskrá. Hotel Rwanda
er ekki síst beðið með mikilli eft-
irvæntingu en mörgum kvik-
myndaunnandanum ótti það súrt
að myndin skyldi ekki koma í
kvikmyndahús á Íslandi fyrir
Óskarsverðlaunahátíðina en hún
fékk þrjár tilnefningar; fyrir
besta leikarann, bestu leikkonu í
aukahlutverki og besta frum-
samda handrit. Þar fyrir utan hef-
ur myndin hlotið sjö meiriháttar
alþjóðleg verðlaun og 16 tilnefn-
ingar og komst inn á rúmlega 120
topp tíu lista yfir bestu myndir
síðasta árs.
Hotel Rwanda er byggð á sönn-
um atburðum sem áttu sér stað
árið 1994 í þjóðarmorðunum í Rú-
anda. Þrátt fyrir að ein milljón
manns hafi látið lífið á 100 dögum,
þá fengu blóðsúthellingarnar ekki
mikla athygli annars staðar í
heiminum og fréttir af málinu í
vestrænum fjölmiðlum voru ekki
áberandi. ■
WHITE STRIPES Ný plata er væntanleg
frá White Stripes í sumar.
Nýja platan
tilbúin
Fimmta plata rokkdúettsins
White Stripes er tilbúin. Upptökur
stóðu yfir í tæpar tvær vikur og
tóku þau Jack og Meg White upp
að meðaltali eitt lag á dag á
heimili Jack í Detriot. Platan, sem
hefur enn ekki fengið nafn, er
væntanleg í búðir í lok júní.
Síðasta plata White Stripes,
Elephant, var einnig tekin upp á
skömmum tíma, eða tíu dögum.
Fékk hún frábærar viðtökur um
heim allan og er eftirvæntingin
því mikil eftir nýju plötunni. ■
Spennandi
titlar bætast við
DON CHEADLE Þessi frábæri en van-
metni leikari fer á kostum í Hotel Rwanda
en hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna
fyrir frammistöðu sína í myndinni sem
greinir frá skelfilegum sannsögulegum at-
burðum.