Fréttablaðið - 26.03.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 26.03.2005, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Besti vinurinn Léttur öllari DRAGON 24 stk. 2.990,- 495,- Á páskaborðið 149,- Pylsa og gos 495,- FAGER sprittkertastjaki 75,- FAGER kertadiskur Ø13 sm 190,- SMYCKA gerviblóm Kúlulaukur 195,- TINDRA kerti 42 stk. 450,- MOTTO diskur 24 sm ELOGE servíettur 33x33 sm 50 stk. 150,- 60,- FORMA fat 47x30 sm 1.390,- FAGER kerti 8 sm 95,- MOTTO skál 19 sm Opið til kl. 18:00 í dag Opnum aftur eftir páska þriðjudaginn 29. mars kl. 10:00 SVALKA hvítvínsglös 25 sl 6 stk. IK E 27 85 5 0 3. 20 05 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 5 SVALKA glös 20 cl 6 stk. 95,- FAGER vasi 30 sm 690,- SMYCKA gerviblóm Camellia 195,- Bjánahrollur Stundum fæ ég svokallaðan bjána-hroll, en bjánahrollur kallast það þegar ákveðin lúmsk, klígjuleg til- finning – alls ekki óþægileg – hrísl- ast niður bakið, eftir mænunni, í kjölfar þess að maður verður vitni að einhverju bjánalegu. Bjánaskap- urinn þarf að vera hárfínn og eigin- lega nær orðið bjánaskapur ekki alveg utan um það sem átt er við. Umræddur viðburður eða háttalag þarf að vera einhvern veginn allt í senn hallærislegur, púkalegur og bjánalegur og þarf að vera til vitnis um það að eitthvað hafi átt sér stað sem er einhvern veginn plebbalega út úr taki við allt annað og svo klúð- urslega yfir strikið og neyðarlegt að maður fær sem sagt líkamleg áhrif, sem lýsa sér í umræddum hrolli, eða kipp. „WELCOME to Iceland, Mr. Fischer. How does it feel to be home?“ Þegar ég heyrði þessa setn- ingu í fréttinum í fyrradag fékk ég bjánahroll. Þetta var mjög góður hrollur sem náði langt niður eftir öllu bakinu, alveg niður eftir aftan- verðum lærunum, sem er mjög langt niður, en gæði bjánahrolls mælast eftir því hversu langt niður eftir lík- amanum hann hríslast. Þegar ég heyrði fréttamanninn segja þessa setningu við Fischer fannst mér eins og nýtt Norðurlandamet í bjánahrolli hefði verið sett. OG nú má alls ekki misskilja mig. Mér finnst bjánahrollur hreinasta fyrirtak, og oft leik ég því að mér að framkvæma bjánahroll í sjálfum mér með því að gera eitthvað púka- legt alveg upp á eigin spýtur. Jafnvel þegar ég er einn. Þarf ekki annað fólk. Þetta er iðja sem ég mæli með fyrir alla því það er hverjum manni hollt að uppgötva hversu óhuggulega stutt er í plebbann í mannfólkinu, sama hversu svalt það heldur að það sé. Prófið til dæmis bara að leika Ragnar Reykás í næstu fermingar- veislu þegar allir heyra vel til. Segið „á mínum fjallabíl“ og það allt. Skot- heldur bjánahrollur. Nær langt niður. BJÁNAHROLLURINN sem ég fékk við það að horfa á útsendinguna frá komu Fischers var mér á ákveð- inn hátt mikilvægur. Upp á síðkastið hef ég nefnilega næstum því látið sannfærast um það að við Íslending- ar værum hætt að framkvæma bjánahroll sem heil þjóð – en við vorum alltaf mjög góð í slíku áður fyrr, eins og til dæmis þegar við ætl- uðum að vinna Evróvisjón í Bergen 1986 klædd eins og, einmitt, púkar, en hvað um það – ég hélt sem sagt að við værum hætt að framkvæma bjánahroll og værum almennt orðin ótrúlega svöl, farin að kaupa fyrir- tæki í útlöndum og orðin svona líka veraldarvön. En svo gerist þetta. Fischer mætir í einkaþotu frá Baugi í beinni útsendingu og allt dettur í gamla góða bjánagírinn, líkt og árið væri 1986 og við hefðum ekki keypt eitt einasta fyrirtæki í útlöndum og það væri engin Björk. Ómetanlegt. „Welcome to Iceland, Mr. Fischer. We are happy to have you.“ ■ BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.