Fréttablaðið - 10.04.2005, Síða 1
ÁSTAND SLÆMT Á SJÚKRAHÚS-
UM Pálína Ásgeirsdóttir verður fyrst ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga til að setjast í
stól yfirmanns spítalahjúkrunarþjónustu Al-
þjóða Rauða krossins í Genf um næstu
mánaðamót. Hún starfaði við uppbyggingu
í Afganistan. Sjá síðu 2
SPRENGJA GRANDAR RÚTU Jarð-
sprengja sprakk undir rútu í Nepal í gær
með þeim afleiðingum að þrír menn fórust
og 27 særðust. Rútunni var ekið í trássi við
ellefu daga allsherjarverkfall sem uppreisnar-
menn lýstu yfir um síðustu helgi Sjá síðu 2
ÁRATUGA SAMBAND KÓRÓNAÐ
Allt gekk samkvæmt áætlun er Karl Bretaprins
og Camilla Parker Bowles gengu í hjónaband
í Windsor á Englandi í gær. Sjá síðu 4
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
Kvikmyndir 30
Tónlist 30
Fólk 34
Bækur 28
Íþróttir 20
Sjónvarp 32
SUNNUDAGUR
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
10. apríl 2005 – 95. tölublað – 5. árgangur
RIGNING EÐA SLYDDA norðaustan og
austan til en skúrir annars staðar. Minnkandi
úrkoma þegar líður á daginn. Hiti 0-7 stig
mildast syðst. Sjá síðu 4
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Í SALNUM
Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og
Edda Erlendsdóttir píanóleikari halda út-
gáfutónleika í Salnum í Kópavogi klukkan
20. Þær munu flytja verk eftir Leos Janá-
cek, George Enescu, Zoltán Kodály og
Bohuslav Martinú.
77%
fólks í úthverfum lesa
Fréttablaðið daglega.*
Ekki missa af fólkinu
í stærstu hverfunum.
*Gallup febrúar 2005
Stjarna hennar skín enn skært
Billie Holiday hefði orðið níræð á fimmtudaginn var. Hún lést 44 ára gömul og tæplega hálfri öld eftir
dauða sinn er hún enn frægasta djasssöngkona í heimi.
Sæmi Rokk leyfir lesendum að
skyggnast örlítið á bak við
myndina af Bobby Fischer.
SÍÐA 12
▲
Mun aldrei krefja hann um krónu
SÍÐA 16
▲
Halldór Reynisson hjá Biskups-
stofu ræðir um messu- og
kirkjusókn Íslendinga.
SÍÐUR 14 & 15
▲
Enginn sunnudagur án messu
BIKARINN Á LOFT Í STYKKISHÓLMI Gunnar Einarsson, fyrirliði Keflvíkinga, sést hér
lyfta Íslandsmeistarabikarnum í körfubolta á loft í Stykkishólmi í gær. Keflavík varð
Íslandsmeistari þriðja árið í röð eftir tíu stiga sigur, 98–88, á Snæfelli í fjórða leik liðanna í
lokaúrslitunum. Sjá síðu 25
Mótmæli í Bagdad:
Hernámið fordæmt
ÍRAK, AP Tugir þúsunda mótmæl-
enda hrópuðu „Nei við Ameríku“ á
fjölmennustu mótmælasamkomu
sem fram hefur farið í Bagdad frá
því landið var hernumið af Banda-
ríkjamönnum og bandamönnum
þeirra. Upp á dag tveimur árum
eftir að stór stytta af Saddam
Hussein var felld af stalli á torgi í
miðborg Bagdad söfnuðust fylgis-
menn róttæks leiðtoga sjía-
múslima, Muqtata al-Sadr, þar
saman í gær til að mótmæla her-
náminu og felldu og brenndu
líkneski af George W. Bush
Bandaríkjaforseta, Tony Blair
forsætisráðherra Bretlands og
Saddam Hussein.
„Þessi stóra samkoma sýnir að
íraska þjóðin hefur þann styrk og
þá trú sem þarf til að verja land
sitt og frelsa það undan hernám-
inu,“ hefur AP-fréttastofan eftir
Ahmed Abed, 26 ára gömlum þátt-
takanda í mótmælafundinum.
Talsmenn bandarískra yfir-
valda hafa ekki viljað festa neina
dagsetningu á það hvenær her-
náminu skuli ljúka, en hafa heitið
því að bandarískir hermenn verði
í Írak þar til eigin öryggissveitir
og her nýrrar lýðræðislega kjör-
innar Íraksstjórnar verði færar
um að tryggja öryggi í landinu. ■
BLAIR OG BUSH SMÁNAÐIR
Íraki hamrar hælnum á skó sínum á
líkneski af Tony Blair, sem síðan var brennt
á sama torgi í Bagdad og stór Saddam-
stytta var felld á fyrir réttum tveimur árum.
ATVINNUMÁL Vangaveltur eru innan
verkalýðshreyfingarinnar um það
hvort útrás íslenskra fyrirtækja,
til dæmis til baltnesku landanna,
sé útrás eða flótti frá íslenskum
vinnumarkaði þar sem starfsmenn
hafa góð laun, njóta mikilla rétt-
inda og verkalýðshreyfingin er
sterk.
Verkalýðshreyfingin í balt-
nesku löndunum er veik. „Þar
geta atvinnurekendur ráðið og
rekið fólk eins og þeim sýnist. Á
Norðurlöndunum er verkalýðs-
hreyfingin sterk. Hér er ákveðin
hefð fyrir samskiptum á vinnu-
markaði sem ekki er fyrir hendi í
baltnesku löndunum. Því spyrjum
við: Er verið að misnota fólk.
Starfsgreinasambandið ætlar að
fjalla um þetta á málþingi 10.
maí,“ segir Skúli Thoroddsen,
framkvæmdastjóri Starfsgreina-
sambandsins.
Félagsleg undirboð og straum-
ur fólks á vinnumarkað án tilskil-
inna leyfa einkennir vinnumark-
aðinn þessa dagana. Skúli segir
að sama vandamál sé í öðrum
ríkjum Evrópu en verkalýðs-
hreyfingin styðji við bakið á
verkalýðshreyfingunni í ríkjum
gömlu Sovétríkjanna og Austur-
Evrópu.
„Samkeppnisstaða fyrirtækja
á markaði ræðst af því hvaða
kostnað fyrirtækin hafa af sinni
starfsemi. Þar er launaþátturinn
mikilvægur. Sum fyrirtæki fara
úr landi og hasla sér völl þar sem
þau fá ódýrara vinnuafl. Það þýð-
ir að verkalýðshreyfingin verður
líka að hefja útrás,“ segir hann.
Jón Guðmann Pétursson, for-
stjóri Hampiðjunnar, er ósam-
mála því að útrásin sé flótti.
Margar ástæður séu fyrir því að
hagkvæmara sé að hafa vissa
þætti starfseminnar erlendis, til
dæmis gengismál. Í því felist
bara skynsemi og komi launum
og réttindamálum ekkert við.
„Samkeppni frá Asíu fer vax-
andi. Hér er hátt menntunarstig
og mikil þekking en ég held að
það styrki fyrirtækin í heild að
geta verið með hluta starfsem-
innar í öðru umhverfi en þessu ís-
lenska. Hampiðjan hefur aldrei
verið með öflugri starfsemi á Ís-
landi en núna,“ segir hann. - ghs
Útrás frá
hærri launum
Forystumenn í verkalýðshreyfingunni velta fyrir
sér hvort útrás íslenskra fyrirtækja sé í raun útrás
eða kannski flótti frá íslenskum vinnumarkaði.
ATVINNUMÁL Jón Steindór Valdi-
marsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnað-
arins, telur að útrás fyrirtækj-
anna sé ekki flótti frá íslensk-
um vinnumarkaði eða velferð-
arkerfi. Fyrirtækin séu í harðri
samkeppni og flytji framleiðsl-
una utan til að standast hana.
„Þetta getur verið spurning
um líf eða dauða þegar fyrir-
tækin reyna að framleiða vör-
una hér með þeim kostnaði sem
hér er í samkeppni við vöru
sem er framleidd með miklu
minni tilkostnaði erlendis,“
segir hann. -ghs
Samtök iðnaðarins:
Spurning um
líf eða dauða FRÉ
TT
A
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Tékkland:
Gross boðar afsögn
TÉKKLAND, AP Stanislav Gross, for-
sætisráðherra Tékklands, til-
kynnti í gær að hann hygðist segja
af sér og víkja úr vegi fyrir nýrri
ríkisstjórn. Með þessu vonast
Gross til að leysa pólitískan hnút
sem skapaðist vegna hneykslis í
kringum fjármögnun lúxusíbúðar
hans.
Fyrst hélt hann því fram að
hann hefði sjálfur fjármagnað
íbúðina, en síðar kom í ljós að
peningarnir komu frá blaðamanni.
Gross tilgreindi ekki nánar
hvenær hann myndi víkja úr for-
sætisráðherrastólnum, að því er
Jan Kohout, sendiherra Tékka hjá
Evrópusambandinu í Brussel,
greindi frá, en líklegast er talið að
Jafnaðarmannaflokkur Gross
muni tefla Kohout fram sem
næsta forsætisráðherraefni. ■